SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Page 39

SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Page 39
18. desember 2011 39 Eins og allir þeir sem sótt hafa háskólanám við Ríkishá-skólann í Pennsylvaníu, eða Penn State, er ég gjör-samlega miður mín yfir ásökunum á hendur Jerry Sand-usky, fyrrum varnarþjálfara í amerískum fótbolta við skólann, um kynferðislegt ofbeldi á börnum. Ég finn til hryllings og viðbjóðs yfir því hversu margar fréttir er hægt að skrifa um kynferðisofbeldi á börnum. Í hvert sinn sem ég les fréttir af þessu tagi hugsa ég, eins og margir aðrir, hvað er hægt að gera til þess að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi gagnvart börnum í framtíðinni? Hvort sem samfélagið vill koma í veg fyrir kynferðislegt ofbeldi á börnum, eða er að kljást við það að vinna úr slíkum glæpum sem þegar hafa verið framdir, er fjölmargt sem við getum öll gert til þess að taka jákvæð skref fram á við. 1. Gefðu fjárframlag til samtaka sem vinna að því að binda enda á kynferðislegt ofbeldi á börnum með vitundarvakningu og fræðslu. 2. Talaðu við börnin þín. Ef þú ert foreldri, taktu þér tíma til þess að fræða börnin þín um muninn á snertingu sem er í lagi og snert- ingu sem er ekki í lagi, um fólk sem vekur með þeim óþægilegar tilfinningar, fólk sem gefur þeim „sérstakar“ gjafir og um það hvernig það er stundum ekki í lagi að halda leyndarmál, jafnvel þótt maður hafi lofað því. 3. Notaðu tækifærið þegar fjallað er um kynferðisbrotamál í fjöl- miðlum. Foreldrar gera sér ekki allt- af grein fyrir því að börnin þeirra eru ekki ónæm fyrir því sem þau heyra og sjá í fjölmiðlum. Þau þurfa leið- sögn frá foreldrum sínum og þurfa að læra hvernig þau geta tjáð sig um kynlíf og óviðeigandi kynferðislega tilburði frá öðrum. 4. Styddu kynfræðslu í skólunum. Meðal þess sem börnum er kennt á slíkum námskeiðum er að eng- inn annar megi sjá eða snerta kynfæri þeirra og þar er þeim einnig kennt að segja fullorðnum einstakling sem þau treysta frá ef þau verða fyrir misnotkun. 5. Gerstu talsmaður. Fræddu þig um hvað þú getur gert til að hjálpa þeim sem hafa verið beittir kynferðislegu ofbeldi. Settu þig í samband við samtök sem berjast fyrir því að vernda börn gegn kynferðislegu ofbeldi. 6. Sýndu fórnarlömbum stuðning. Einstaklingar sem hafa deilt því með mér að þeir hafi verið beittir kynferðislegu ofbeldi segja viðbrögð annarra oft jafnslæm og ofbeldið sjálft. Þegar fólk bregst við með undrun, hneykslan eða viðbjóði getur það valdið sekt- arkennd hjá fórnarlambinu, því gæti liðið eins og það væri „óhreint“ á einhvern hátt og ekki öðrum samboðið. Reyndu að sýna ekki hversu hræðilegar þér finnast fréttirnar og gerðu allt sem þú getur til þess að styðja og hjálpa þeim sem hefur verið brotið á. 7. Kynntu þér hvað þú átt að gera. Leitaðu þér upplýsinga um hvern þú átt að setja þig í samband við ef þú verður einhvern tím- ann var við kynferðisofbeldi. Þegar fólk grípur ekki til aðgerða og/ eða lætur vita, er það oft vegna þess að það veit ekki hvað skal gera eða hvern á að hafa samband við. 8. Hugsaðu vel um sjálfan þig. Kynferðislegt ofbeldi er tilfinn- ingalega hlaðinn og hörmulegur hlutur að fást við og vinna úr. Hvort sem þú ert fórnarlamb eða partur af samfélagi þar sem kyn- ferðislegt ofbeldi hefur átt sér stað, þá er engin skömm í því að leita sér aðstoðar og tala við einhvern, hvort sem það er trúar- leiðtogi, ráðgjafi eða stuðningshópur. Vonandi finna flestir leið til þess að vinna úr slíkum málum á uppbyggilegan hátt. Að gera eitthvað jákvætt við hræðilegar að- stæður, getur á endanum orðið til þess að við leggjum okkar af mörkum til þess að vernda börnin okkar. Hvað getur þú gert? ’ Þegar fólk bregst við með undr- un, hneykslan eða viðbjóði getur það valdið sekt- arkennd hjá fórn- arlambinu. Kynfræð- ingurinn Dr. Yvonne Kristín Fullbright en var, í nýjum og glæsilegum húsum þar sem eru m.a. veitingastaðir og ferðamannabúðir. Miðborg Reykjavíkur hefur í tímans rás verið torg verslunar fyrir jólin. Matföngin á hátíðarborðið bíða yðar hjá oss, sagði í auglýsingu frá Kjörbúð SÍS árið 1962. Skóval í kjallara Eymundsson í Austur- stræti auglýsti þá líka kventöfflur og inniskó frá Þýskalandi og Frakklandi. „Látið jólabjöllu okkar vísa yður veginn til hagkvæmra jólainnkaupa,“ auglýsti svo Rafha 1969 og vísaði þar til bjöllunnar. Austurstræti er gata skáldanna. Ófáir af andans mönnum hafa sótt sér yrkisefni þangað, enginn þó með jafn minnisstæðum hætti sem Tómas Guðmundsson. Ljóðið Austurstræti hefur jafnan verið haft í dýru gildi. „Hvað varð um yður, Austurstrætisdætur / með æsku- léttan svip og granna fætur,“ orti skáldið og út af þessum orðum hefur verið lagt á ýmsa vegu í tímans rás. Sárafáir eiga skráð lög- heimili við Austurstræti – fjöldinn er í úthverfunum. Einhverjir muna sjálfsagt enn eftir sjónvarpsfrétt Ómars Ragnarssonar endur fyrir löngu þar sem hann lagði út af þessu og spurði einfaldlega hvað hefði orðið um dætur Austurstrætis. Jú, því væri til að svara að þær væru fluttar upp í Árbæ enda væru þar fjölmennustu götur borg- arinnar. Og fréttin skapaði viðbrögð. Í Velvakanda í Mogga sagði: „Síðan hélt fréttamaðurinn áfram, eins og Austurstrætisdæturnar hefðu búið í Austurstræti, þar byggi nú aðeins einn maður, og sagði að þær byggju nú uppi í Rofabæ, minnir mig. En Tómas var ekki að tala um stúlkurnar sem bjuggu i Austurstræti, í kvæði sínu forðum, heldur ungu stúlkurnar í Reykjavík almennt, sem þar gengu sér til skemmtunar,“ sagði í lesendabréfinu. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is ’ Látið jólabjöllu okkar vísa yður veginn til hag- kvæmra jólainn- kaupa. Tómas Guðmundsson Alexa Chung og Alex Turner, forsprakki hljómsveitarinnar Arctic Monkeys voru par í fjögur ár en þau hættu saman í sumar. Hérna eru þau á tónlistarhátíð en Alexa hefur alltaf haft sterk tengsl við tónlistarheiminn. Reuters ’ Hún hefur getið sér gott orð sem þáttastjórnandi í Bret- landi og starfaði um tíma sem kynnir hjá MTV í Bandaríkj- unum. Rick Nadeau hefur stoppað upp dýr í meira en þrjá ára- tugi. Fyrir sex árum fór hann hins vegar að finna upp á nýjungum þegar það varð samdráttur í bransanum. Hann sérhæfir sig núna í því að stoppa upp íkorna og stilla þeim upp á óvenjulegan hátt. Flestir eru með ein- hvers konar fylgihluti, margir með litla riffla, aðrir með banjó og einstaka jafnvel með sígarettu. Viðskipti hafa verið blómleg hjá Nadeau, sem sendir íkorna um allan heim. Nánari upplýsingar og fleiri ótrúlegar myndir er að finna á www.thesquirrelshole.com. Óvenjuleg uppstoppun Simpansinn Booie, sem þekktur var fyrir að reykja og nota táknmál til að sníkja nammi, er dauður, 44 ára gamall. Booie drapst á dýra- verndunarsvæði í Kaliforníu í Bandaríkjunum, nærri Los Angel- es, þar sem hann hefur búið frá árinu 1995. Á undan því var hann á tilraunastofu. Umsjónarmaður hans var Martine Colette. Henni tókst að láta hann hætta að reykja en hann var alltaf jafnsólginn í sæl- gæti. Dauði hans er mikið áfall fyrir svæðið enda var Booie helsta aðdráttarafl þess. Booie er dauður Hún er nýbúin að klippa á sig topp.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.