SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Blaðsíða 12

SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Blaðsíða 12
12 18. desember 2011 Þriðjudagur Karl Sigurðsson talaði m.a. um þvag- lát og menningu í borgarstjórn og fékk andsvar frá borg- arstjóra. Fimmtudagur G Sverrir Þór Stuttlingurinn með forgangsröðunina á hreinu: „Var David Villa í aðalbún- ingnum þegar hann fótbrotnaði?“ Bryndis Björgvinsdóttir : nú erum við að sigla inn í lakk- rístoppatímabilið. Og what the ...?!?! Ég er búin að þaullesa margar uppskriftir og gera þrjár bökunartilraunir og &%/#$ toppadjöflarnir enda alltaf í einhverju mauki. Ég bilast. Þessi jól geta bara gleymt’essu. Föstudagur Ester Andrésdóttir Djús úr kampavíns- glasi með klaka. Það er málið. Þetta er allt spurning um upplifun. Fésbók vikunnar flett Sony Ericsson hefur átt á brattann að sækja á símamarkaði þrátt fyrir fína síma, trausta og tæknilega vel út- færða. helst hefur vafist fyrir fyrirtæk- inu að ná að skera sig úr fjöldanum í útfærslu eða virkni sem aðrir fá ekki skákað, en eitt af því sem Sony hefur lagt mikla áherslu á síðustu árum er sími sem spilastokkur, sem sjá má meðal annars á nýjum síma, WT19i, sem er markaðssettur sem Sony Er- icsson Live og meðal annars lögð áhersla á að á símanum er Walkman- hnappur (á snertiskjánum) til að demba sér í músíkina. Tæknilega stenst síminn flestum snúning, styður öll gagnasnið sem þarf að styðja og alla samskipta- staðla. Það er galli á honum hvað meðfylgjandi minniskort er lítið, ekki nema 2 GB, enda kemst ekki mikil músík fyrir þar. Skjárinn er líka lítill, en síminn nettari fyrir vikið og fer bet- ur í vasa. Hljómur er þokkalegur. Á símanum er Android 2.3 sem Sony hefur sérsniðið og virkar fínt, valmyndir eru skemmtilega upp sett- ar og þægilegt að nota símann og snilld að setja upp flýtivísa. iPad hefur haft talsverða yfir- burði á spjaldtölvumarkaði síð- ustu misseri, en nú tekur að hitna í kolunum, enda er hér loks kominn verðugur keppi- nautur, nettari græja, þynnri og léttari en þó með stærri skjá, 10,1" á móti 9,7". Upplausnin á skjánum er líka betri og tölv- an sprækari. Best af öllu er svo frelsið – nú geta menn gert hvað sem er við vélina, breytt því sem þeir vilja og sett hvaða forrit sem er inn á hana. Örgjörvinn er frá Nvidia, tveggja kjarna 1 GHz Tegra. Vinnslu- minni í tölvunni er 1 GB og geymsluminni 16 eða 32 GB. Í eldri gerð hennar var rauf fyrir minniskort sem margir sakna, en að mínu viti er það óþarfi, gögnin eru hvort eð er komin á netið að miklu eða öllu leyti. Alla jafna er ég á móti því að framleiðendur noti ekki sömu tengi og aðrir. Með tímanum hafa framleiðendur flestir, Sam- sung þar með- talið, þó sam- ræmt tengi, en nú ber svo við að Tab 10.1 notar tengi sem aðeins passar við hana. Það skýr- ist þó af því að fyrir vikið getur tölvan verið þynnri því sama tengi er notað fyrir gagna- tengingu, straum og HDMI-útgang (með milli- stykki). Skjárinn er frábær, 10,1" breiðtjaldsskjár WXGA TFT. Vélin er með einkar góða svörun, snörp og fín. Hún styður öll helstu gagnasnið fyrir hljóð og mynd. Myndavélarnar eru ekki ýkja spennandi, en þó er tveggja milljóna díla vél að framan og 3 milljónir að aftan og sú með autofocus. Verðugur keppinautur Það er viss tilbreyting að Apple sé ekki lengur að glíma við Microsoft en rimm- an er hörð engu að síður – nú takast á Apple og Samsung og Samsung hefur sitthvað í erminni eins og sjá má á nýrri spjaldtölvu, Galaxy Tab 10.1. Græjur Árni Matthíasson arnim@mbl.is Sony Ericsson Live Sími sem spila- stokkur

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.