SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Blaðsíða 28

SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Blaðsíða 28
28 18. desember 2011 kannski fyndi ég hann í guðfræðideildinni. Þegar ég hóf námið þar var Auður Eir að ganga mikla þrautagöngu í umsóknarferli um prestsembætti þannig að ég var oft spurð: Hvernig dettur þér í hug að eyða mörgum árum í guðfræðinám þegar konur fá ekki prestsembætti? Ég lét þessar við- varanir sem vind um eyru þjóta. Svo opnaðist leiðin og núna eru rúmlega 70 konur vígðir prest- ar. Ég hef aldrei séð eftir því að gerast prestur. Ég starfaði í sautján ár í höfuðborginni og er núna að byrja tólfta árið mitt í sveitinni, á Möðruvöllum í Hörgárdal, sem er dásamlegur staður. Ég er reyndar mikið borgarbarn og þess vegna er gott að vera nálægt Akureyri en ég elska líka sveitina mína og þar býr afskaplega gott fólk og skemmti- legt.“ Hvernig viðhorfi mættirðu sem kvenprestur meðal karlprestanna? „Ég er sjötta konan sem er vígð. Fyrstu árin vorum við kvenprestarnir rós í hnappagatið hjá karlprestunum sem klöppuðu okkur á bakið og sögðu að það væri mjög gaman að fá konur í prestastétt. En svo fór okkur kvenprestunum að fjölga og við fórum að hafa skoðanir á ýmsum konur hafa lent í miklum hremmingum. Og það er svo merkilegt að sjá hversu sterkar konur verða þegar þær fara að vinna með sjálfar sig og tilfinn- ingar sínar og sættast við sjálfar sig. Það er stór- kostlegt að kynnast því hversu mikið er hægt að gera.“ Var ekki erfitt fyrir þig að ganga inn í þannig aðstæður og kynnast konum sem höfðu orðið að líða svo mikið? „Þessar konur gáfu mér kraft og þær byggðu sig upp með því að tala um tilfinningar sínar við mig. Sálgæsla er öðruvísi en venjuleg sálfræðiaðstoð eða félagsráðgjöf því hún byggist á trúnni. Sál- gæsla er trúnaðarsamtal starfsfólks kirkjunnar við hvern þann sem á trúnaði þarf að halda og kýs að leita til kirkjunnar. Sálgæsla byggir fyrst og fremst á því að hlusta og leiðbeina þeim sem standa á einhvers konar krossgötum í lífinu og hjálpa þeim að finna nýja stefnu. Í sálgæslunni vinn ég mikið við að byggja upp sjálfstraust hjá fólki. Þessi að- ferð nýtist mjög vel og alveg sérstaklega þegar konur eru að vinna úr gamalli og erfiðri reynslu.“ Hvernig er ferlið? „Segjum að það komi til mín kona sem hefur orðið fyrir erfiðleikum í barnæsku. Hún byrjar á því að segja mér hvað hafi komið fyrir. Það er aldrei átakalaust því það kostar mikil átök að vinna úr erfiðri reynslu. Síðan setjumst við niður á rólegan stað og ég nota hefðbundar íhugunar- aðferðir, til dæmis algera slökun, og gæti þess að konan finni að hún sé fullkomlega örugg. Eftir það förum við í það að endurupplifa atburðinn án þess að hún finni fyrir ótta. Við vinnum með þennan atburð og sveipum hann ljósi og kærleika frá Guði og um leið verður endurminningin ekki eins hræðileg og það verður auðveldara að lifa með henni.“ Þráði að hitta Guð aftur Af hverju gerðistu prestur? „Ég ólst upp í guðsótta og góðum siðum og átti mjög djúpa og einlæga barnatrú. Unglingsárunum fylgdi síðan efasemdatímabil. Þegar ég var í fimmta bekk í menntaskóla var Dalla, dóttir Auð- ar Eirar, í sama bekk og ég og við vorum við vígslu séra Auðar, þegar hún varð fyrsti kvenprestur þjóðarinnar. Sú stund hafði gríðarlega mikil áhrif á mig. Ég áttaði mig á því að kona gæti orðið prestur. Ég þráði líka að fá að hitta Guð aftur. Mér fannst ég hafa týnt honum og hugsaði með mér að S éra Solveig Lára Guðmundsdóttir er höf-undur bókarinnar Aðgát skal höfð í nær-veru sálar. Þar fjallar hún um hvert ævi-skeið manneskjunnar fyrir sig, tekur á viðkvæmum málum og bendir á hvernig vinna má úr erfiðum aðstæðum og öðlast hugarró. Þegar Solveig Lára er spurð um tilurð bókarinnar segir hún: „Ég er búin að vera prestur í 28 ár og öll þessi ár hefur sálgæsla verið mitt aðalstarf. Þegar ég varð prestur árið 1983 var ég eina konan sem var prest- ur á höfuðborgarsvæðinu. Konur byrjuðu strax að sækja til mín til að ræða vandamál sín og síðan gerðist ég prestur kvennaathvarfsins og það opn- aði fyrir mér enn nýjan reynsluheim. Þessi bók mín Aðgát skal höfð í nærveru sálar byggist á reynslu minni af samtölum við fólk á öllum aldri. Það eru til sálfræðibækur fyrir fólk sem er að vinna úr erfiðleikum eða sárri reynslu og byggja upp sjálfstraustið en þær eru yfirleitt fremur fræðilegar. Svo eru til amerískar sjálfshjálp- arbækur, sem mér finnst ekki höfða til íslensks samfélags. Ég vildi skrifa bók sem væri miðuð við íslenskar aðstæður, bók sem fólk gæti alltaf átt og flett upp í. Þess vegna byggi ég bókina á öllum æviferli manneskjunnar og tilgangurinn er að benda fólki á að vinna úr reynslu sinni jafnóðum svo það endi ekki sem biturt gamalmenni. Þetta segi ég bitrum gamalmennum ekki til lasts heldur vegna þess að ég er búin að kynnast mörgum þeirra og það er raunalegt að kynnast gömlu fólki sem er biturt út í lífið. Ef þessar manneskjur hefðu unnið úr lífsreynslunni jafnóðum væru þær ekki svona bitrar.“ Krafturinn í íslenskum konum Þú hefur kynnst mörgum þannig manneskjum? „Já, og líka fólki sem lét allt yfir sig ganga. Ef við hins vegar vinnum jafnóðum úr reynslu okkar verðum við miklu sáttari manneskjur. Ég er búin að vinna mikið með frábærar konur og hef séð hverju úrvinnsla tilfinninga skilar. Ég hef einnig séð hversu sterkar konur geta verið. Í bók minni er sérkafli um sálgæslu kvenna vegna þess að mér fannst ég skulda þeim konum sem hafa sótt sál- gæslu hjá mér sérstaka umfjöllun. Krafturinn sem býr í íslenskum konum er ótrúlegur. Ég hef kynnst konum sem hafa misst allt. Konum sem voru misnotaðar í æsku. Konum sem hafa búið við áratuga ofbeldi. Konum sem horfa á eftir börn- unum sínum í eiturlyf. Það er ótrúlegt hvað sumar Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Mikilvægt að kona verði biskup Séra Solveig Lára Guðmundsdóttir ræðir í viðtali um nýja bók, prestsstarfið, sálgæslu og tímann þegar hún var prestur Kvennaathvarfsins. Solveig Lára segir mikilvægt að kona verði biskup. Sjálf íhugar hún að gefa kost á sér sem vígslubiskup á Hólum. ’ Ég tel það afar mikilvægt að kona verði kjörin biskup. Þau skilaboð eru mjög sterk úti í samfélaginu að það sé kominn tími til. Ég hef fengið hvatningu alls staðar af af landinu að gefa kost á mér, en starf biskups Íslands er vandasamt og ekki þakklátt. Eins og nú er háttað er starf biskups Íslands allt of mikið veraldarvafstur og stjórnsýsla og því þarf m.a. að breyta. En ég er sannfærð um að kona getur mjög vel gegnt því embætti. Það hefur verið skorað á mig að gefa kost á mér sem vígslubiskup á Hólum og ég er tilbúin til að taka það að mér fái ég til þess stuðning.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.