SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Blaðsíða 29

SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Blaðsíða 29
18. desember 2011 29 málum, og það var ekki eins vinsælt. En við þurft- um aldrei að ganga í gegnum það á Íslandi að karl- prestar beittu sér gegn okkur. Það þurftu kven- prestar í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og ekki síst í Finnlandi að upplifa og þar voru ákveðnir bisk- upar sem ekki vígðu konur í prestsembætti. Við íslensku kvenprestarnir gengum í raun og veru beinu brautina. En eftir að þrengdist um með prestsembætti hafa konur átt nokkuð erfitt með að fá embætti. Síðasta vígið er svo að ekki hefur enn verið vígður kvenbiskup hér á landi. Nú eru tvennar biskupskosningar á næsta ári og þá verð- ur vonandi breyting þar á.“ Ert þú að hugsa þér til hreyfings varðandi biskupskjör? „Ég tel það afar mikilvægt að kona verði kjörin biskup. Þau skilaboð eru mjög sterk úti í sam- félaginu að það sé kominn tími til. Ég hef fengið hvatningu alls staðar af af landinu að gefa kost á mér, en starf biskups Íslands er vandasamt og ekki þakklátt. Eins og nú er háttað er starf biskups Íslands allt of mikið veraldarvafstur og stjórnsýsla og því þarf m.a. að breyta. En ég er sannfærð um að kona getur mjög vel gegnt því embætti. Það hefur verið skorað á mig að gefa kost á mér sem vígslubiskup á Hólum og ég er tilbúin til að taka það að mér fái ég til þess stuðning. Það er starf sem er líkara prestsstarfinu og felst meðal annars í því að hlúa að prestum og starfsfólki sóknanna og leita sátta þar sem deilur koma upp og í því hef ég mikla reynslu.“ Barin kona fer ekki aftur heim Hvernig var að vera á sínum tíma eini kven- presturinn á höfuðborgarsvæðinu? „Það var mikið að gera og sérstaklega í sálgæsl- unni. Fólk var ekki farið að sjá konu fyrir sér sem jarðarfaraprest þannig að ég fékk ekki mikið af slíkum verkefnum en það var mikið leitað til mín sem sálusorgara. Konur komu í miklum mæli til mín og þá alls staðar að af landinu. Þarna öðlaðist ég strax afskaplega mikla reynslu. Og svo kom að því að kvennaathvarfið fór þess á leit við mig að ég gerðist prestur athvarfsins.“ Af hverju leituðu þær til þín? „Konur sem fóru í Kvennaathvarfið og ákváðu síðan að skilja við menn sína þurftu að fá sátta- vottorð hjá presti til að geta skilið. Þegar þær fóru til sóknarpresta sinna til að fá sáttavottorð var það vinnuregla hérna áður fyrr hjá mörgum prestum að segja við þær: Þú verður að reyna einu sinni enn að bjarga hjónabandinu. Þær fóru aftur heim og komu svo aftur viku eða mánuðum seinna og þá var oft búið að berja þær af enn meiri krafti en áður. Starfskonur Kvennaathvarfsins voru afar ósáttar við þetta og vildu fá sér til aðstoðar kven- prest sem skildi að barin kona fer ekki aftur heim til sín. Þær leituðu til mín og ég tók starfið að mér. Ég þurfti að tala við ofbeldismennina, sem var mjög ögrandi verkefni. Þegar ég hitti þá voru þeir yfirleitt í iðrunarkasti og vildu gera allt til að fá konuna heim og fullyrtu að þeir myndu aldrei lemja hana aftur. Ég sagði þeim að þegar kona hefði verið lamin þá ætti hún ekki að vera áfram í slíku sambandi. Þeir urðu mjög hissa á að heyra það. Ég hvatti konurnar til að koma sér út úr þessum samböndum fremur en að halda sambúð- inni áfram. Ég lærði mjög margt á þessum tíma.“ Hefurðu lært að taka hluti ekki inn á þig? „Já, ég held að ég sé ótrúlega flink í því. Ég segi stundum að ég geti skrúfað fyrir og frá og þá er ég að tala um tárin mín. Á ferli mínum hef ég þurft að jarðsyngja mjög nána vini mína og sérstaklega eftir að ég flutti í sveitina. Ég er svo lánsöm að ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því að það renni tár við jarðarfarir. En þegar ég er komin heim get ég líka skrúfað frá. Ég þarf aldrei að hafa áhyggjur af því að geta ekki grátið. Ég tala um það í bókinni minni hversu hollur gráturinn er sem útrás fyrir tilfinningar. Ég segi stundum að Guð hafi gefið okkur grátinn eins og hláturinn til að fá útrás fyrir tilfinningar.“ Nýtt tímabil hjá kirkjunni Hvað með þitt líf, hefur þú gengið í gegnum áföll? „Ég er 55 ára gömul og átti mína góðu barnæsku og mín fullorðinsár og á þrjú börn og tvö barna- börn. Ég gekk í gegnum skilnað og giftist aftur. Allir lenda í einhverjum erfiðleikum í lífinu og ég hef lært hversu mikilvægt það er að vinna alltaf jafnóðum úr reynslu minni. Ég er alveg sannfærð um að það hefur gert mig sterka að ég gat unnið jafnóðum úr áföllum, eins og til dæmis skiln- aðinum. Ég á óskaplega gott fólk að og á alveg sér- legan góðan mann, Gylfa Jónsson, sem líka er prestur, og auk þess á ég marga góða vini sem eru sálusorgarar. Þannig að ég er afar lánsöm.“ Hvað finnst þér um stöðu þjóðkirkjunnar, sem virðist ekki með öllu góð nú um stundir? „Staða þjóðkirkjunnar hefur verið mjög erfið og hún hefur orðið að taka á afar flóknum málum. Það varð mikil togstreita innan kirkjunnar í sam- bandi við réttindi samkynhneigðra. Það mál leystist farsællega og ég fagna því mjög vegna þess að í tuttugu ár barðist ég fyrir réttindum samkyn- hneigðra innan kirkjunnar. Þegar friður virtist kominn á komu í ljós erfið mál vegna kynferð- isafbrota. Það kostaði mikinn sársauka. Núna er þeim málum að ljúka með sanngirnisbótum. Kirkjan hefur síðan í kjölfarið breytt verklags- reglum sínum til að koma í veg fyrir að nokkuð slíkt geti hent aftur. Kirkjan er að hefja nýtt tímabil með nýjum áherslum. Ég sé bjarta tíma framundan. Nýir biskupar munu koma til starfa og brýnasta verk- efni þeirra er að höfða til þess fólks sem af mjög skiljanlegum ástæðum sagði sig úr þjóðkirkjunni. Það er sömuleiðis verkefni nýrra forystumanna að gera kirkjuna að samtalsvettvangi um lífið og til- veruna þar sem hlustað er á allar raddir sam- félagsins og efla samræðu í söfnuðum landsins. Ég skil það fólk sem fór úr þjóðkirkjunni en vil biðla til þess að koma aftur við breyttar aðstæður.“ Eru Íslendingar trúuð þjóð? „Já, við erum mjög trúuð þjóð. Það er und- antekning að ég tali við fólk sem segist ekki eiga neina trú. Íslendingar eiga hins vegar mjög breiða trúarflóru og það kemur vel í ljós í samtölum í tengslum við útfarir. Helstu samtöl um trú fara fram þegar fólk er við dánarbeð og í samtölum vegna útfara því það er á þessum stundum sem trúin skiptir svo miklu máli. Þá skiptir svo miklu að eiga þá trú að lífið er ekki bara blóð, kjöt og bein heldur andi og sál þar sem andinn og sálin lifa áfram.“ Solveig Lára: „Ég er búin að vinna mikið með frábærar konur og ég hef séð hverju úrvinnsla tilfinninga skilar. Ég hef einnig séð hversu sterkar konur geta verið.“ Morgunblaðið/Ómar

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.