SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Blaðsíða 35

SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Blaðsíða 35
18. desember 2011 35 Greinarhöfundur er höfundur bókarinnar Íslenskir kommúnistar. af stjórnmálaástæðum, um eitt hundrað þúsund manns hefur reynt að flýja sjó- leiðina frá Kúbu til Bandaríkjanna, og um tvær af ellefu milljónum Kúbverja búa í útlegð. Næg rök eru því fyrir þeirri nið- urstöðu minni, að afstaða Alþýðu- bandalagsins til kommúnismans hafi verið tvíræð, þótt ekki beri að telja það kommúnistaflokk. Hvert rann Rússagullið? Kjartan Ólafsson viðurkennir, að Sósíal- istaflokkurinn tók við stórfé frá Moskvu, en telur, að það hafi mestallt runnið til Máls og menningar. Þar eru áreiðanlega ekki öll kurl komin til grafar. Sum skjalasöfn í Moskvu eru enn lokuð. Raunar gerir það hlut íslenskra sósíalista í sögu Íslands enn verri, ef hin miklu áhrif þeirra í menningarlífinu voru að- allega í krafti Rússagulls. Verður þjóð- ernistal þeirra Kristins E. Andréssonar, forstjóra Máls og menningar, og Einars Olgeirssonar þá heldur ámáttlegt. Ég bendi á það í bók minni, að gamli kjarninn úr kommúnistaflokknum, sem stjórnaði Sósíalistaflokknum og síðar Al- þýðubandalaginu, réði yfir fjórum stór- hýsum í Reykjavík, ekki aðeins Lauga- vegi 18, sem var kallað „Rúblan“, heldur líka Skólavörðustíg 19, Þingholtsstræti 27 og Tjarnargötu 20. Ég trúi því ekki, að þessi hús hafi verið keypt eingöngu fyrir fé úr sigggrónum verkamanna- höndum. Kjartan Ólafsson gleymir einnig öllu því Rússagulli í mynd boðsferða og námsstyrkja, sem hann úthlutaði sjálfur á sjöunda áratug, á meðan hann var framkvæmdastjóri Sósíalistaflokksins. Hann getur þess ekki heldur, sem fram kemur í bók minni, að hinn austurþýski „bræðraflokkur“ (eins og komm- únistaflokkur Austur-Þýskalands var jafnan nefndur) sá um það fyrir Sósíal- istaflokkinn að koma íslenskum stúd- entum í Austur-Þýskalandi á kjörstað í Vestur-Þýskalandi í að minnsta kosti tvennum kosningum. Einnig héldu austurþýskir kommúnistar sérstakan skóla fyrir Sósíalistaflokkinn sumarið 1960, þótt hann leystist að vísu upp í óreglu. Með fádæmum er, að erlend ein- ræðisstjórn kosti þannig flokksstarf í öðru landi. Því síður minnist Kjartan á það, sem upplýst er í bók minni, að Kremlverjar fjármögnuðu að minnsta kosti tvisvar vinnudeilur á Íslandi, 1952 og 1961. Dagsbrún, sem fékk þá stóra styrki að austan, var eins og Mál og menning ein aðalstoðin í valdakerfi Sósíalistaflokks- ins. Óslitinn þráður Tuttugasta öldin var öld alræðisstefn- unnar, nasisma og kommúnisma. Um eitt hundrað milljón manns týndi lífi af völdum kommúnismans, og líf hundr- uða milljóna annarra var eyðilagt. Hér á Íslandi gekk áhrifamikill hópur fram undir merki kommúnismans. Kjartan Ólafsson skrifaði í Þjóðviljann á 75 ára afmæli Einars Olgeirssonar 1977: „En gæfa Þjóðviljans og stjórnmálasamtaka íslenskra sósíalista hefur verið sú, að þráðurinn frá því fyrsta til þessa dags er þrátt fyrir sitt hvað, sem á milli ber, óslitinn. Þótt framtíðin sé verkefnið, lifir fortíðin í okkur og við í henni.“ Ég skil vel, að Kjartan Ólafsson láti nú svo sem þráðurinn hafi slitnað, tæpum áratug áður en hann mælti þessi orð, en hann fær ekki breytt staðreyndum sögunnar. S norri G. Bergsson, sagnfræð- ingur dýpkar verulega þá mynd, sem prófessorarnir Þór Whitehead og Hannes H. Giss- urarson hafa dregið upp á síðustu árum, með ritverki sínu Roðinn í Austri – Al- þýðuflokkurinn, Komintern og komm- únistahreyfingin á Íslandi 1919-1924. Í þremur meiriháttar bókum, sem gíf- urleg vinna liggur á bak við er búið að staðfesta og sanna með rannsóknum á skjölum og öðrum heimildum að snemma á 20. öldinni verða til stjórnmálahreyf- ingar á Íslandi og að hluta til verkalýðs- hreyfing, sem byggjast á fjármögnun er- lendra ríkja og aðila, fjármagni, sem notað er í markvissri viðleitni til að koll- steypa því veikburða og fullvalda smáríki, sem hér var að verða til. Þótt vafalaust sé hægt að deila um ein- stök atriði í frásögnum þeirra þriggja, er þessi meginlína alveg ljós. Þeir setja líka allir þrír fram svo rökstudda gagnrýni á skrif annarra fræðimanna um þessi efni, svo sem Jóns Ólafssonar, Þorleifs Frið- rikssonar og Árna Snævars að kominn er grundvöllur fyrir skemmtilegum og upp- lýsandi rökræðum þeirra í milli á op- inberum vettvangi. Tvennt hefur sótt á mig við lestur bókar Snorra G. Bergssonar og gerði reyndar líka, þegar ég las bækur þeirra Þórs Whiteheads og Hannesar Hólmsteins: Annars vegar þetta: Það fer ekki á milli mála, að það er mjög öflugur hópur á vinstri kanti íslenzkra stjórnmála, sem tekur til við að byggja upp verkalýðshreyfinguna og stjórn- málahreyfingu jafnaðarmanna og komm- únista snemma á 20. öldinni. Í þessum hópi eru sterkir forystumenn. Það á við um Ólaf Friðriksson, Einar Olgeirsson, Brynjólf Bjarnason en ekkert síður við þá, sem störfuðu að baki þeim fjarri sviðsljós- inu. Þegar ég var komin í háskóla haustið 1958 vorum við enn, félagar mínir í Heimdalli, að velta fyrir okkur manni að nafni Ársæll Sigurðsson, sem þá var annar af eigendum fyrirtækis að nafni Borgarfell og átti viðskipti við Austur-Þýzkaland. Þar var á ferð lykilmaður í hreyfingu kommúnista á Íslandi, sem lítið bar á en átti að baki samfellt starf frá þeim tíma, sem bók Snorra G. Bergssonar fjallar um en Ársæll kemur við sögu í bókinni. Hið sama á við um Hendrik Ottósson. Styrkur þessara manna var, að þeir voru að berjast fyrir pólitískri sannfær- ingu sinni. Það er hægt að virða þá, sem það gera, þótt þeir séu ósammála manni en það er engin leið að hafa annað en megnustu fyrirlitningu á þeim, sem taka við erlendu fé og nota það til þess að berj- ast undir fölsku flaggi í stjórnmálabarátt- unni hér heima. Og þar komum við að hinu atriðinu, sem sækir á mig við lestur Roðans í Austri: Hvað hefði verið sagt hér á Íslandi ef fé- lagar í Þjóðernissinnaflokki Íslands, öðru nafni nazistar, sem hér störfuðu á fjórða áratug 20. aldarinnar, hefðu farið í reglu- legar heimsóknir til þriðja ríkis Adolfs Hitlers og sótt þangað peninga til þess að fjármagna stjórnmálabaráttu þeirra hér? Ef þeir hefðu gengið á fund Jóseps Göb- bels og fengið hjá honum fjárstyrk til að setja upp prentsmiðju á Íslandi til að prenta vikublaðið Ísland, sem þeir gáfu út eða tímaritið Mjölni, svo dæmi séu nefnd. Hvað hefði verið sagt, ef þeir hefðu sótt fundi og ráðstefnur fasista, nasista og fa- langista víðs vegar um Evrópu og komið til baka sigri hrósandi og lýst þeim fyr- irmyndarríkjum, sem þeir Hitler, Mus- sólini og Franco voru að byggja upp? Þetta var það, sem forystumenn kommúnista á Íslandi gerðu um og upp úr 1920. Það er búið að skjalfesta þetta, stað- festa og sanna en það er eins og það skipti engu máli, ef marka má þjóðfélags- umræður hér, að á Íslandi voru útsend- arar erlends valds á ferð – og það er búið að afhjúpa þá. Þeir Snorri G. Bergsson, Hannes Hólmsteinn og Þór Whitehead hafa afhjúpað þá með ítarlegum margra ára rannsóknum. Hvenær verður Íslandssaga 20. ald- arinnar, sem kennd er í skólum landsins umskrifuð? Eða á ekki að skrifa hana upp á nýtt? Á bara að láta sem ekkert sé? Hve- nær verður þetta grundvallaratriði tekið til opinberrar umræðu af hálfu sagnfræð- inga og kennara? Hvers vegna hefur það ekki þegar verið gert? Snorri G. Bergsson sýnir fram á að hinir ungu hugsjónamenn voru ekki bara að berjast fyrir sannfæringu sinni. Þeir nutu hins ljúfa lífs. Í bók Snorra segir: „Að undanskildum ferðum til útvalinna staða í eða við Moskvu, voru gestirnir í raun lokaðir inni í Kreml og nærliggjandi götum. Þeir kynntust því aldrei hinni sönnu Moskvu, „með skömmt- unarhungrinu, handtökunum, viðbjóðs- legum fangelsasamstæðum og svarta- markaðsbraskinu“. Þeir átu og drukku meðan borgarbúar sultu, horfðu fram hjá neyðinni og létu teyma sig í heimsóknir á fyrirfram skipulagðar stofnanir. „Fulltrú- ar alþjóða sósíalismans,“ sagði Victor Serge, einn af starfsmönnum Kom- interns, „virtust haga sér eins og sum- arleyfisþegar eða ferðamenn í lýðveldi okkar, sem blæddi undan svipuhöggum umsátursins.““ Voru þeir kannski ekki svona miklir hugsjónamenn?! Voru þetta bara fátækir Íslendingar, sem duttu inn í heim hinnar nýju yfirstéttar í Sovétríkjunum og vildu nota tækifærið? Því að ný yfirstétt var það. Í bók Snorra segir: „Í febrúar 1921 var Petrograd að blæða út. Forréttindi bolsévikaforingja voru eitt af því, sem helzt æsti upp lýðinn í Petrog- rad og sjóliða í Kronstadt-flotastöðinni þar nærri.“ Snorri G. Bergsson víkur að áhugaverð- um deilum meðal kommúnista hér um það, hvort fylgja ætti fyrirmælum frá Moskvu í einu og öllu en um það voru þeir ekki alveg sammála, Hendrik Ottósson og Ólafur Friðriksson. Hiðstæð átök stóðu í hópum þjóðern- issinna á fjórða áratugnum. Sumir í þeim hópi vildu fylgja Þýzkalandi Hitlers fast eftir, þótt ekki sé vitað til að sá hópur hafi tekið við peningum frá Þjóðverjum. Aðrir voru því andvígir og litu á sig sem ís- lenzka þjóðernissinna, sem hefðu ekkert til Þýzkalands að sækja, þótt ekki færi á milli mála, að þeir töldu, að Churchill ætti að halda sig til hlés og gefa Hitler frjálsar hendur um að fella veldi bolsévika í austri. Snorri G. Bergsson hefur með rann- sóknum sinum öðlast gífurlega yfirsýn yfir þau umbrot, sem urðu á þessum árum í röðum þeirra Íslendinga, sem tóku upp baráttu fyrir sósíalisma. Þess vegna sakna ég þess, að hann dragi ekki saman hinar stóru línur í þessari sögu. En kannski ger- ir hann það í öðru bindi, sem hann boðar í eftirmála. Í framhaldi af þeirri ítarlegu skoðun, sem fram hefur farið á sögu jafn- aðarmanna og kommúnista á 20. öldinni er æskilegt að dýpra verði farið ofan í klofning Alþýðuflokksins og stofnun Sameiningarflokks alþýðu – Sósíal- istaflokksins 1938 og klofning Alþýðu- flokksins og stofnun Alþýðubandalagsins 1956, svo og hin endanlegu skil, sem urðu á milli sósíalista og vinstri sinnaðra jafn- aðarmanna með formlegri breytingu Al- þýðubandalags úr kosningabandalagi í stjórnmálaflokk 1968. Þá er ljóst að saga tveggja forystumanna þessara stjórnmálahreyfinga er að mestu óskrifuð. Þar á ég við þá Héðin Valdimars- son og Hannibal Valdemarsson. Er það ekki verðugt verkefni fyrir Alþýðu- samband Íslands að sjá til þess að sögur olíukóngsins, sem um leið var formaður Dagsbrúnar og verkalýðsforingjans víg- reifa frá Vestfjörðum verði skrifaðar? Þeir hafa verið afhjúpaðir Bækur Roðinn í Austri bbbbn Eftir Snorra G. Bergsson. Ugla gefur út. 390 bls. Frumkvöðull kommúnismans á Íslandi, Ólafur Friðriksson, á útifundi á horni Ingólfsstrætis og Hverfisgötu í upphafi þriðja áratugar 20. aldar. Styrmir Gunnarsson

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.