SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Blaðsíða 4

SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Blaðsíða 4
4 18. desember 2011 Ryiad al-Maliki, utanríkisráðherra Palestínu, er þeirrar hyggju að það sé réttur leikur af hálfu Pal- estínumanna að sækjast nú eftir viðurkenningu sjálfstæðis hjá ör- yggisráði Sameinuðu þjóðanna. Hann sagði að Palestínumenn gerðu sér grein fyrir því að fara með gát í gæslu hagsmuna sinna, en þetta væri niðurstaðan. Arabíska vorið hefur dregið at- hygli fjölmiðla frá málefnum Ísr- aels og Palestínu. „Ísraelar treysta á að þetta beini athygli al- þjóðasamfélagsins burt frá þeim svo að þeir geti gert eins og þeim sýnist,“ sagði hann. Undanfarna daga hafa ísraelskir harð- línumenn brennt tvær moskur. Landtökumenn gangi berserks- gang, brenni bíla og felli tré. Þeir reyni að refsa Palestínumönnum fyrir þær breytingar, sem þeirra stjórn kunni að gera. Ísraelsríki hafi á þessum tíma sexfaldað hraða uppbyggingar land- tökubyggða. Al-Maliki sagði að það yrði erf- iðara og erfiðara að ná fram tveggja ríkja lausn. Ef það yrði ógerningur yrði tveggja þjóða ríki eini kosturinn. „Við viljum verja tveggja ríkja kostinn,“ sagði hann. „Þess vegna höfum við sótt um viðurkenningu sem ríki. „Ég held að Ísraelar átti sig ekki á því, að með því að loka á tveggja ríkja lausnina verði þetta niðurstaðan, annað hvort aðskilnaðarstefna, sem Palestínumenn munu berjast gegn, eða einn maður eitt at- kvæði og þá mun að lokum lýð- fræðilegur meirihluti Palest- ínumanna ná völdum.“ Al-Maliki sagði að tveggja ríkja leiðin þar sem Austur-Jerúsalem yrði höfuðborg Palestínu væri besti kosturinn fyrir báða aðila. „Þessu höfum við reynt að koma til skila,“ sagði hann. „En núver- andi stjórn Ísraels vill ekki hlusta í raun. Hún heldur að hún sé hafin yfir lögin og geti haldið sínu striki, en horfið í kringum ykkur í heim- inum. Þeir eru að einangra sig og jafnvel nánustu vinir þeirra vilja ekki láta sjá sig með þeim leng- ur.“ Al-Maliki sagði að arabíska vor- ið mundi auka þrýsting á Ísrael og bætti við án þess að útskýra það nánar: „Ísraelar ættu að átta sig á að ef þeir tefja munu þeir missa tækifærið til þess að semja.“ Ef þeir tefja missa þeir tækifærið til að semja Palestínumenn bera til grafar Mustafa Tamimi, sem lést af sárum sínum fyrr í þessum mánuði eftir mótmæli vegna tálma, sem Ísraelar hafa reist á Vesturbakkanum. Kista hans er sveipuð palestínska fánanum. Reuters Friðarviðræður Ísraela og Palest-ínumanna eru ójafn leikur. Þærhafa staðið í tuttugu ár, enguskilað og munu engu skila nema breyting verði gerð á fyrirkomulaginu. Þetta sagði Ryiad al-Maliki, utanrík- isráðherra í Palestínu, á opnum fundi í Norræna húsinu, sem haldinn var á fimmtudag eftir að hann og Össur Skarp- héðinsson utanríkisráðherra höfðu form- lega staðfest upptöku stjórnmálasambands milli Íslands og Palestínu. „Ég er 55 ára og ég man þegar hernám Ísraela hófst 1967,“ sagði hann. „Ég var ellefu ára. Ég man ísraelsku skriðdrekana og hermennina. Þeir lögðu meira að segja skólann minn undir sig. Frá því að ég var enn barn fram á þessa stund hefur ekkert breyst í þeim skilningi að hernámið held- ur áfram.“ Al-Maliki sagði að heilu kynslóðirnar, sem ekkert þekktu annað en hernámið, hefðu vaxið úr grasi. Sonur hans, sem nú er við nám á Írlandi, hefði viljað heim- sækja Jerúsalem áður en hann hélt til Dyflinnar. Jerúsalem er aðeins tíu kíló- metra frá Ramallah, en borgin, sem hon- um væri svo kær, hefði verið honum lok- uð. „Hann var 18 ára þegar hann fór til Dyflinnar,“ sagði al-Malliki. „Það fyrsta sem hann sagði við mig var: „Faðir, í fyrsta skipti get ég um frjálst höfuð strokið, ég er ekki beðinn um skilríki, það eru engar varðstöðvar.“ Mér fannst ég hafa misst barnið mitt. Hann hafði fengið að bragða á frelsinu og þýðingu þess og myndi ekki sleppa af því hendinni. Ég ferðast um heiminn fyrir hann, svo hann geti snúið aftur til Palestínu, og í gegnum hann fyrir alla Palestínumenn.“ 20 ár eru liðin frá því að samtök Pal- estínumanna ákváðu að ganga til samn- inga við Ísraela í Madríd. „Síðan þá höf- um við tekið fullan þátt í samningaviðræðum, sem átti að lykta með samkomulagi við Ísrael sem myndi leyfa sjálfstætt ríki,“ sagði al-Maliki. „Síðan þá höfum við tekið fullan þátt, dag eftir dag, ár eftir ár. Tuttugu árum síðar get ég ekki sagt að viðræðurnar muni leiða til friðar, ferlið hefur tekið okkur öll í gíslingu og leyfir hvorki fram- rás né niðurstöðu.“ Utanríkisráðherrann sagði að vandinn við fyrirkomulagið væri að þar sæti her- námsríkið gegnt hinum hernumdu án íhlutunar þriðja aðila og það væri ójafn leikur. „Hvers vegna ætti hernámsríkið að samþykkja að gefa nokkurn skapaðan hlut eftir?“ spurði al-Maliki. „Ísrael eyði- lagði efnahag Palestínu 1967. Nú eru Pal- estínumenn næstatkvæðamestu neyt- endur ísraelskrar framleiðslu og eyða 4,5 milljörðum dollara á ári. Heilu verk- smiðjurnar í Ísrael framleiða aðeins fyrir Palestínumenn.“ Hann sagði að Ísraelar nytu einnig góðs af óbreyttu ástandi hvað snerti land. Landtökubyggðir héldu áfram að rísa. Ísr- aelar héldu áfram að leggja undir sig land á hernumdu svæðunum. Eftir því sem hernámið héldi lengur áfram yrði meira land tekið: „Hver ætlar að stöðva þá?“ spurði al-Maliki og benti á að alþjóða- samfélagið hefði sent frá sér fjölda yf- irlýsinga, en það stöðvaði ekki Ísraela. Í tuttugu ár hefði ferlið ekki leitt neitt af sér nema landtöku og nú væri að auki verið að neyða Palestínumenn brott frá Jerúsalem svo enginn verði eftir. Þessi tími hefði verið notaður til þess að breyta aðstæðum og útiloka að Palestínumenn fengju samliggjandi ríki. Skilyrðin fyrir því að hægt sé að leiða samningaviðræðurnar til lykta eru að sögn al-Malikis tvíþætt. „Við þurfum að fá þriðja aðila að borðinu, sem getur skorist í leikinn og sagt hver beri ábyrgð á þráteflinu,“ sagði al-Maliki. „Það geng- ur ekki fara fram á að þeir, sem eiga að fara á fundinn með hernámsríkinu, þurfi að biðja þá um leyfi til að fara á fundinn. Ég þurfti leyfi Ísraela til að koma hingað. Besta samningaleiðin er á milli tveggja ríkja. Þá er jöfnuður. Þá ræður þjóðarétt- ur, ekki Ósló. Ríki Palestínu mun sitja andspænis ríki Ísraels. Þess vegna er mjög mikilvægt að samningum verði haldið áfram við breyttar aðstæður. Annars munum við sitja í önnur tuttugu ár og það verður ekkert land eftir.“ Ójafn leikur við Ísrael Ryiad Al-Maliki segir 20 ár engu hafa skilað Ryiad al-Maliki, utanríkisráðherra Palestínu, sagði í Norræna húsinu að breyta þyrfti forsendum friðarviðræðna við Ísrael. Morgunblaðið/GolliVikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is „Ríku arabarnir hafa enga skyldu til að deila auði sínum með okkur,“ sagði Ryiad al- Maliki þegar Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ut- anríkisráðherra, spurði hann hvers vegna Palestínumenn fengju ekki meiri stuðning auðugra arabaríkja. Al-Maliki sagði að Palestínumenn lifðu af vegna ötuls stuðnings ESB og „Bandaríkjanna, ég er ekki feiminn við að segja að við fáum 770 milljónir dollara á ári frá þeim með ýmsum hætti“. Hann sagði erfitt að segja hvað mikið fé bærist frá aröb- um, „ef eitthvað … en kannski munu þeir einhvern tímann gera sér grein fyrir því að fyrir þá er fjárfesting í Pal- estínu fjárfesting í framtíð- inni.“ Lítil hjálp arabaríkja Chiaku „Laughter“ My spirit heals and heartens Ármúla 38 | Sími 588 5011 Verð frá kr. 1990.- Kimmidoll á Íslandi

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.