SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Blaðsíða 22

SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Blaðsíða 22
22 18. desember 2011 „Ég lít á það sem hrós,“ segir hann. „Ég læt engan eiga neitt inni hjá mér og ætlast ekki til þess að eiga neitt inni hjá öðrum. Á knattspyrnuvelli passar enginn upp á þig nema þú sjálfur. Svo einfalt er það.“ Glott færist yfir varir Heið- ars þegar hann er spurður hvort hann hafi aldrei farið yfir strikið. „Það var kannski ein og ein villt tækling þegar ég var yngri en ég hef aldrei reynt að meiða nokkurn mann. Þetta hefur lagast í seinni tíð – kannski er það bara vegna þess að ég næ þeim ekki lengur!“ Samkvæmt orðabók merkir karlmannsnafnið Heiðar „heiðvirður hermaður“. Það má rétt eins hafa mynd af okkar manni við hliðina á þeirri skýringu. Heiðar fer yfir málin með Oliver Kahn í landsleik Ís- lands og Þýskalands um árið. „Ég man ekkert hvað var sagt þarna,“ segir hann hlæjandi. sig mun betur annað árið og sló í gegn hjá stuðningsmönnum félagsins. „Þjálfarinn hafði trú á mér og gaf mér tækifæri til að finna mig. Það var ákaflega dýrmætt. Hann hefði hæglega getað tekið mig út úr liðinu og jafnvel skilað mér heim til Ís- lands. Maður stólar auðvitað fyrst og síð- ast á sjálfan sig í fótboltanum en á samt alltaf eitthvað undir ákvörðunum ann- arra. Það sýndi sig í Noregi.“ Ögraði risunum Í stað þess að vera sendur heim til Íslands með skottið milli fótanna var Heiðar síðla árs 1999 keyptur fyrir metfé, hálfa aðra milljón sterlingspunda, til nýliða Watford í ensku úrvalsdeildinni – af gamla brýn- inu Graham Taylor. Hann byrjaði með látum – skoraði strax í fyrsta leik gegn Liverpool. Þegar upp var staðið var Heið- ar markahæsti leikmaður Watford á leik- tíðinni með sex mörk. Kom tuðrunni meðal annars líka í mark risanna Man- chester United og Arsenal. Það breytti á hinn bóginn ekki því að Watford féll um vorið. Annað tímabilið var erfiðara, Heiðar gerði að vísu átta mörk í b-deildinni en sveiflaðist upp og niður í formi. „Það var alfarið mér sjálfum að kenna. Eftir fyrsta árið hugsaði ég bara með mér: Þetta er komið! Fyrst ég gat skorað í úrvalsdeild- inni, hlyti ég að geta skorað í b-deildinni. Ég fékk rækilegt spark í rassinn þennan vetur og áttaði mig á því að maður fær ekkert gefins í ensku knattspyrnunni. Til allrar hamingju lærði ég mína lexíu.“ Sumarið 2001 yfirgaf Taylor Watford og inn kom ítalska goðsögnin Gianluca Vi- alli. Hann hafði aðra sýn á knattspyrn- una og fékk nýja leikmenn til liðsins. „Ég áttaði mig fljótt á því að Vialli fílaði mig ekki sem leikmann. Okkur kom alls ekki illa saman en ég vissi að ég yrði aldrei meira en varamaður meðan hann væri þarna. Þá var ekki um annað að ræða en að taka því og æfa af kappi.“ Græðir ekkert á veseni Sennilega er þessi síðasta setning dæmi- gerð fyrir lífsviðhorf Heiðars. Hann tek- ur mótlæti af æðruleysi og leggur bara ennþá harðar að sér undir þeim kring- umstæðum. „Maður græðir ekkert á því að vera með uppsteyt og vesen. Ég held það hafi alla vega komið mér vel gegn- um tíðina að taka bara því sem að hönd- um ber. Í fótboltanum þekkja allir alla og bregðist maður illa við mótlæti spyrst það fljótt út. Þá vill enginn sjá mann. Menn sem eru til vandræða hverfa yfirleitt fljótt af sjónarsviðinu – nema þeir séu þeim mun betri í fótbolta. Það eru bara svona týpur eins og Craig Bellamy sem komast upp með múður,“ segir Heiðar og glottir út í annað. Dalvíkingurinn verður líka seint sak- aður um að leggja sig ekki fram á velli. „Ég geri alltaf allt sem í mínu valdi stendur. Nægi það ekki, þá bara nægir það ekki. En ég get alla vega farið heim sáttur við mitt framlag.“ Heiðar yfirgaf Watford 2005 eftir 174 leiki og 55 mörk. Leiðin lá til Fulham í úrvalsdeildinni, þar sem hann lék í tvö ár við ágætan orðstír. Gerði 11 mörk í 57 leikjum. Sem fyrr segir varð dvölin hjá Bolton endaslepp. Þaðan var Heiðar Heiðar glímir við Jonas Olsson, varnarmann WBA, í leik liðanna á Loftus Road á dögunum. Ljósmynd/Neil Tingle/BPI Heiðar fagnar sigurmarki sínu gegn Chelsea fyrr í vetur, ásamt Joey Barton fyrirliða QPR. Reuters Heiðar Helguson þykir harður í horn að taka á velli – með þeim alhörðustu sem fæðst hafa hér við nyrstu voga. Hann er iðulega einbeittur, jafnvel grimmur á svip meðan á leik stendur. Það er allt önnur gerð af manni sem situr and- spænis mér á æfingasvæði QPR þetta miðdegi. Sá er af- slappaður og ljúfur á manninn. „Svona er ég dags daglega. Vinir mínir geta staðfest það,“ upplýsir hann hlæj- andi. „Ég skil hvað þú ert að fara. Fólk sem sér mig spila, en þekkir mig ekki, heldur örugglega að ég sé afar illskeyttur náungi. Ég er samt ekk- ert einn um þetta. Sjálf- ur hef ég spilað á móti mörgum mönnum sem ég er sannfærður um að séu algjörar skepnur, rífandi kjaft og með olnbogana út um allt. Síðan endum við kannski í sama liðinu og í ljós kemur að þetta eru frá- bærir gaurar, ekkert nema almennilegheitin. Svona er þetta skrýtið. Menn fara bara í einhvern ham á vellinum.“ Það orð fer af Heiðari að drepleiðinlegt sé að spila á móti honum, varnarmenn fái ekki flóarfrið allan leikinn. Morgunblaðið/Kristinn Indæll eða illskeyttur? Heiðar kveðst sáttur við gengi QPR það sem af er leiktíð en liðið er í 13. sæti úr- valsdeildarinnar með 16 stig eftir 15 leiki. „Þetta hefur gengið þokkalega en við þurf- um að vinna fleiri leiki á heimavelli, þar hef- ur aðeins einn sigur komið í hús. Okkur hef- ur gengið betur úti, erum þar með þrjá sigra.“ Hann segir nýju leikmennina upp til hópa hafa staðið sig vel. „Stjórinn keypti skyn- samlega í sumar, mestmegnis vana úrvals- deildarleikmenn. Það skiptir miklu máli enda hafa nýliðar ekki tíma til að bíða eftir því að nýir leikmenn aðlagist hraðanum í deildinni. Luke Young hefur verið frábær í bakverðinum, líka Armand Traoré. Miðverð- irnir hafa verið traustir, Anton Ferdinand og Danny Gabbidon, og Shaun Wright-Phillips og Joey Barton hafa styrkt miðjuna. Það sama á við um þá eins og aðra góða leik- menn, þeir gera meðspilarana betri.“ Sá síðastnefndi er einn umdeildasti leik- maður deildarinnar og þótt víðar væri leit- að. Sat meira að segja bak við lás og slá um tíma. Spurður hvernig manneskja Joey Barton sé svarar Heiðar því til að hann hafi fallið vel inn í hópinn. „Joey er fínn náungi. Eldhress. Maður brosir reglulega að uppá- tækjunum hjá honum. Hann er vissulega óhræddur við að viðra skoðanir sínar, hvort sem það er á vellinum, í blöðunum eða á Twitter og kemur sér fyrir vikið stundum í vandræði. En þetta er bara Joey. Hann axlar ábyrgðina á endanum,“ segir Heiðar og bætir við að Barton fái stundum að heyra það sjálfur. „Blessaður vertu, við látum hann alveg heyra það eigi hann það skilið.“ Leggur ekki aftur munninn Annar litríkur náungi er knattspyrnustjór- inn, Neil Warnock. Myndavélarnar hvíla Stjórinn keypti skynsamlega

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.