SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Blaðsíða 26

SunnudagsMogginn - 18.12.2011, Blaðsíða 26
26 18. desember 2011 Síðasta neyðarfundi leiðtoga Evrópusam-bandsins lauk að sögn með því að Bretarbeittu neitunarvaldi sínu við breytingumá ESB í átt til sameiginlegrar fjármála- stjórnar. Raunar er formhliðin örlítið óljós, því ekki fór fram eiginleg atkvæðagreiðsla. Þannig er þegar komið fram að í hópi þeirra 26 ríkja sem tal- að var um að hefðu samþykkt eru allmörg sem telja sig ekki bundin af jákvæðri afstöðu leiðtoga sinna á fundinum. Meira að segja forsætisráðherra Dan- merkur, sem er allra leiðtoga hallastur undir að gera það sem Brussel segir hverju sinni, varar leið- toga flokka sem eiga aðild að núverandi sam- steypustjórn við að taka afstöðu áður en ljóst verð- ur til fulls út á hvað samkomulagið gekk. Það sé enn fjarri því að vera ljóst. Óljóst hvað var samþykkt Forsætisráðherrar Ungverjalands og Tékklands segjast ekki bundnir af öðru en því að halda áfram umræðum um „lausnina“ með hliðsjón af því sem rætt var um á neyðarfundinum. Þeir tveir hafa þegar sett skilyrði fyrir því að þeir muni að lokum standa með niðurstöðunni. ESB er frægt fyrir það að hafa ekki enn tekist að klára reikninga sem endurskoðendur þess eru tilbúnir til að setja nafn sitt við og er þó búið að reka tvo endurskoðendur sambandsins til að knýja á um undirskrift. Af- greiðsla mála, sem helstu forystumenn ESB segja að sé upp á líf og dauða, virðist álíka óljós. Og eins hitt hvenær menn beita neitunarvaldi og hvenær ekki. Forsætisráðherra Breta hafði lýst því yfir að hann myndi ekki samþykkja tillögur um breytingu á Lissabonsáttmálanum á þeim nótum sem ræddar voru á fundinum. Slíkar breytingar voru þó aldrei sýndar, enda er ljóst að meira að segja sú ófull- komna niðurstaða sem sagt var að 26 þjóðir af 27 hefðu samþykkt verður ekki til í lokagerð fyrr en eitthvað er liðið á næsta ár. Í Bretlandi deildu menn um afstöðu forsætisráðherrans á neyð- arfundinum. RÚV sagði að öll stórblöðin hefðu verið andvíg afstöðu hans og átti þá við The Gu- ardian, sem flokkast undir stórblað þar sem það er nægjanlega vinstrisinnað. Minna þótti til koma að 62 prósent breskra kjósenda studdu leiðtoga sinn samkvæmt könnunum. Hetjudáð eða neyðarbrauð? Sumum flokksmanna ráðherrans þótti hann loks sýna að hann gæti verið stór í sniðum. En hvers vegna „beitti hann neitunarvaldinu“? Var það kannski vegna þess að hann átti ekki nokkurn annan kost? David Cameron hafði margoft lofað að kæmist hann til valda myndi hann tryggja að Lissabonsáttmálinn yrði sendur í allsherjar- atkvæðagreiðslu. Hann sveik það eða „gat ekki efnt það loforð“ þar sem málið var of langt komið þegar hann komst til valda. En til að draga úr gagnrýni á sig vegna „svikanna“ lofaði hann og ut- anríkisráðherrann að yrði frekara fullveldisafsal Breta samþykkt af Evrópusambandinu þá yrði slíkt ekki undirritað nema að undangenginni þjóð- aratkvæðagreiðslu. Hann gat því ekki beygt sig undir fyrirmæli Þjóðverja og Frakka, eins og jafnan er gert í sambandinu, vegna þess að öruggt er talið að breska þjóðin hefði hent því máli með sveiflu á haugana. Strax eftir að neyðarfundurinn rann út í sandinn vegna afstöðu Breta hófst söngurinn um að Bretar „hefðu dæmt sig úr leik“, „væru orðnir áhrifalaus- ir“ og það allt. Hvernig er hægt að halda því fram að þjóð sem fellir sig ekki við breytingar á sátt- málum ESB og lætur þá afstöðu í ljós sé þar með úr leik? Og svo er bætt við með velþóknun að fylgi fulltrúi þjóðar eigin sannfæringu eftir innan ESB muni hinar þjóðirnar eftir það snúast gegn henni og koma í veg fyrir að hún fái notið lögboðinna réttinda sinna innan sambandsins! Hin miklu áhrif í Evrópusambandinu felast með öðrum orðum eingöngu í því að gera það sem mönnum er sagt. Malta hafði þannig mjög mikil áhrif á síðasta neyð- arfundi ESB, þótt ekki einn einasti maður, ekki einu sinni Gísli, Eiríkur, Baldur eða Helgi, hafi nefnt það ríki á nafn í þessu samhengi. En það er augljóst að áhrif Möltu hafa verið stórbrotin, enda hefði landið að öðrum kosti komist á blað einhvers staðar. Fennir í spor Frakkar hafa tekið „höfnun“ Breta sérstaklega til sín. Sarkozy forseti segir að Cameron hafi hagað sér „eins og þrjóskur krakki“. Franski fjármála- ráðherrann, Francois Baroin, telur að Bretar hafi „málað sig út í horn“ og „dúsi þar áhrifalausir“. Og bankastjóri Seðlabanka Frakklands, Cristian No- yer, sem óttast að matsfyrirtækin undirbúi að svipta Frakkland hinni mikilvægu AAA-einkunn, segir að miklu meiri ástæða sé til þess að svipta Breta sínu AAA en Frakka. (En þá er að athuga að Cristian Noyer er lögfræðingur, eins og starfs- bróðir hans í Seðlabanka Lúxemborgar og fleiri seðlabankastjórar, en Steingrímur og Jóhanna settu af einhverjum ástæðum í lög á Íslandi að svoleiðis mætti ekki! Komist Ísland í ESB verður landinu gert að breyta því eins og fleiru.) En til- finningar Frakka í garð Breta hafa breyst mjög á einu ári. Um miðjan júní sl. fögnuðu félagarnir Sarkozy og Cameron því að þá voru 70 ár liðin frá því að Winston Churchill lagði til að Frakkland sameinaðist Bretlandi í eitt ríki fremur en að gef- ast upp fyrir Þjóðverjum. Þetta var óvenjuleg til- laga, sett fram á óvenjulegum tímum, af manni af annarri stærð og gerð en leiðtogar Evrópu eru um þessar mundir. (Þá er Ísland að vísu undanskilið, því eitthvert erlent merkisrit, örugglega stórblað, kvað upp úr um það nýlega að Jóhanna Sigurð- ardóttir, forsætisráðherra Íslands, væri einn af mestu hugsuðum í heimi. Þetta hafði bréfritara lengi grunað.) Í hátíðarræðu vegna fyrrgreindra tímamóta sagði Sarkozy að Bretland og Frakkland „fengju ekki þrifist nema þau væru í þéttu og nánu bandalagi“. Hafi þessi hástemmda yfirlýsing for- seta Frakklands verið eitthvað annað en ræðupunt til hátíðarbrigða er því hætt við að nú sé runnið upp tímabil þar sem ríkin tvö fái illa þrifist. Heim í land hugsuðarins En er þá rétt að víkja að umsóknarríkinu Íslandi, sem vill ekki húka áhrifalaust úti í horni, en hefur metnað til að komast „að borðinu“ og helst að sitja allar stundir undir því og gera á undan öllum hin- um möglunarlaust allt það sem því er sagt. Hin séríslenska útgáfa af Einstein, samkvæmt mati stórblaðsins, vísaði því nýlega á bug umhugs- unarlaust að fólksflótti af Íslandi væri um þessar mundir annar og meiri en venjulega. Eins og þekkt er las hugsuðurinn ekki Icesave-samning- inn á sínum tíma, ekki frumvarp Jóns Bjarnasonar um sjávarútveg, leit aldrei í sögu Íslands á 19. öld og hefur því örugglega ekki lesið samantekt Ágústs Einarssonar prófessors um fólksflótta frá landinu. Ágúst var oft í Alþýðuflokknum og elti Jóhönnu heimshugsuð hugsunarlaust í Þjóðvaka og var þar svo lengi sem sú vaka stóð. Því væri ekkert óeðlilegt, þótt einn af heimsins mestu hugsuðum gerði undantekningu frá þeirri reglu sinni að lesa aldrei það sem hún helst þyrfti og léti eftir sér að glugga í samantekt Ágústs, flokks- bróður síns í fjölda flokka. Um samantektina sagði í fréttum: „Tvö prósent af íbúum landsins með ís- lenskt ríkisfang hafa flutt af landi brott umfram aðflutta á fjögurra ára tímabili, eða frá 2008-2011. Samtals um 6.300 manns, að því er fram kemur í Reykjavíkurbréf 16.12.11 „Að hugsa sér“ hugsaði hún Jólaskreytingar á Laugaveginum fanga athygli leikskólabarna

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.