Morgunblaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2012
Lára Margrét Ragn-
arsdóttir, fyrrverandi
alþingismaður, varð
bráðkvödd á heimili
sínu í Reykjavík sunnu-
daginn 29. janúar. Hún
var 64 ára að aldri.
Lára Margrét fædd-
ist í Reykjavík 9. októ-
ber 1947, dóttir
hjónanna Ragnars
Tómasar Árnasonar, út-
varpsþular og versl-
unarmanns, og konu
hans, Jónínu Vigdísar
Schram læknaritara.
Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík, viðskipta-
fræðiprófi frá Háskóla Íslands og
stundaði framhaldsnám við Versl-
unarháskólann í Björgvin.
Lára Margrét var skrifstofustjóri
Læknasamtakanna 1968-1972, ráð-
gjafi í sjúkrahússtjórn hjá Arthur D.
Little 1982-1983 og for-
stöðumaður áætlana-
deildar Ríkisspítalanna
1983-1985. Á árunum
1985-1989 var Lára
Margrét fram-
kvæmdastjóri Stjórn-
unarfélags Íslands og
kenndi jafnframt
heilsuhagfræði. Þá var
hún forstöðumaður
þróunardeildar Ríkis-
spítalanna 1989-1991.
Lára Margrét var
þingmaður fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn í
Reykjavík frá árinu 1991 til 2003, sat í
utanríkismálanefnd, umhverfisnefnd
og heilbrigðis- og trygginganefnd.
Einnig gegndi hún ýmsum trúnaðar –
og félagsstörfum um ævina. Sat hún
m.a. í heilbrigðisnefnd Sjálfstæðis-
flokksins, var stjórnarformaður
Steinullarverksmiðjunnar og sat í
fulltrúaráði Sólheima í Grímsnesi.
Frá 1987 til 2000 var Lára Margrét í
stjórn Íslensku óperunnar, í stjórn
Íslensk-ameríska félagsins 1987-1996
ásamt því að gegna formennsku í
Skálholtsnefnd 1991-1993. Á árunum
1995-1999 sat hún þing Vestur-
Evrópusambandsins og gegndi for-
mennsku í Íslandsdeild þess.
Lára Margrét var ötul baráttukona
fyrir mannréttindum og lýðræði. Hún
sat í Íslandsdeild Evrópuráðsins
1991-2003, þar af formaður deildar-
innar 1995-2003 og varaforseti
Evrópuráðsins 1998-2000. Í störfum
sínum á vegum Evrópuráðsins kom
hún víða við og stýrði m.a. rann-
sóknum á afleiðingum kjarn-
orkuslyssins í Tsjernobyl og aðbúnaði
stríðsfanga í Tsjetsjeníu.
Lára Margrét giftist Ólafi Grétari
Guðmundssyni augnlækni. Þau
skildu. Börn þeirra eru Anna Kristín,
Ingvi Steinar og Atli Ragnar.
Andlát
Lára Margrét Ragnarsdóttir
BAKSVIÐ
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Alþingi er með til meðferðar frumvarp
innanríkisráðherra um breytingar á
lögum um þjóðskrá og almannaskrán-
ingu. Fela þær breytingar í sér veru-
legar hækkanir á gjöldum Þjóðskrár
Íslands, eða um 233% fyrir grunn-
upplýsingar úr þjóðskrá, 150% hækk-
un á gjaldi fyrir viðbótarupplýsingar
og allt að 178% hækkun á vottorðs-
gjöldum. Eiga þessar hækkanir að
skila sér í 53 milljóna króna tekjuauka
fyrir Þjóðskrá til að endurnýja tölvu-
kerfi stofnunarinnar. Hefur kerfið
m.a. verið gagnrýnt fyrir að geta ekki
fullskráð nöfn í þjóðskrá með fleiri en
31 staf eða stafabil.
Í greinargerð með frumvarpinu
kemur m.a. fram að tölvukerfið sé að
stofni til frá árdögum tölvualdar hér á
landi. Það sé rekið í þremur mismun-
andi kerfum og nauðsynlegt að fella
þau saman í eitt kerfi.
Frumvarpið gagnrýnt
Ef frumvarpið nær fram að ganga
þarf að greiða 2.500 kr. fyrir ýmis vott-
orð, eins og fæðingarvottorð, hjúskap-
arvottorð, búsetuvottorð og dán-
arvottorð. Til þessa hafa vottorðin
kostað ýmist 900 eða 1.800 kr. Gjald
fyrir grunnupplýsingar fer úr 6 í 20 kr.
og fyrir viðbótarupplýsingar úr 8 í 20
kr.
Allsherjar- og menntamálanefnd
fjallaði um frumvarpið á fundi sínum
í gær og fékk til sín gesti. Einna
stærstu notendur grunnþjónust-
unnar eru bankarnir, sem bjóða að-
gang að þjóðskrá gegnum heima-
bankana, og einnig eru sjálfstætt
starfandi stórir notendur.
Samtök verslunar og þjónustu
(SVÞ) hafa skilað umsögn til nefnd-
arinnar, þar sem gjaldahækkunin er
harðlega gagnrýnd. Frumvarpið sé
ámælisvert á marga vegu og skortur
hafi verið á samráði við hags-
munaaðila. Samband íslenskra sveit-
arfélaga gagnrýnir frumvarpið einn-
ig í sinni umsögn.
SVÞ eru að gæta hagsmuna sjálf-
stætt starfandi lækna sem hafa haft
aðgang að þjóðskrá til að geta haldið
sjúkraskrá. Gagnrýna samtökin m.a.
að ekki sé gert ráð fyrir endur-
skoðun á þessari gjaldskrá og af því
megi ráða að tilgangur gjaldtök-
unnar sé víðtækari en svo að hún eigi
eingöngu að standa undir breyt-
ingum á tölvukerfinu heldur undir al-
mennum rekstri Þjóðskrár Íslands.
Telja samtökin slíkt ganga gegn al-
mennum sjónarmiðum varðandi
töku þjónustugjalda. Um þessa
gagnrýni segir Haukur Ingi-
bergsson, forstjóri Þjóðskrár,
það alvanalegt að gjöldum sé
breytt án endurskoðunar-
ákvæðis. Það liggi hins vegar í
hlutarins eðli að fjárhæðir í
lögum séu þannig að þær
hljóti að koma til endur-
skoðunar.
Með kerfi frá ár-
dögum tölvualdar
Gjaldskrá Þjóðskrár Íslands gæti hækkað um allt að 233%
Morgunblaðið/Golli
Almenningur Tölvukerfi Þjóðskrár Íslands hefur ekki ráðið við lengri nöfn en með 31 staf eða stafabil.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Hugmyndir sem settar voru fram í
aðalskipulagi Reykjavíkur árið 2001
um að flugvöllurinn fari að hluta árið
2016 og alveg árið 2024 eru algjörlega
óraunhæfar og úr-
eltar nú, að mati
Júlíusar Vífils
Ingvarssonar
borgarfulltrúa.
Hann telur að-
stæður gjörbreytt-
ar frá því aðal-
skipulag var
samþykkt 2001 og
ekki hægt að
byggja á því. Júl-
íus Vífill var for-
maður skipulagsráðs og vann mikið við
undirbúning að nýju aðalskipulagi á
síðasta kjörtímabili. Skipulagið mun ná
til ársins 2030 og gerir ráð fyrir 14.700
nýjum íbúðum á tímabilinu og að
Reykvíkingar verði 143.000 í lok þess.
Júlíus Vífill bendir á að enn séu
óseldar margar íbúðir sem voru
byggðar af of mikilli bjartsýni í lok
þenslutímabilsins haustið 2008 og
einnig skipulagðar lóðir. Hann telur að
uppbygging eigi að byrja á þeim lóðum
á höfuðborgarsvæðinu sem eru tilbún-
ar. Þær lóðabirgðir geti enst í 6-7 ár
eftir að framkvæmdir hefjast á ný.
Júlíus Vífill nefndi til dæmis Úlfars-
árdal í Reykjavík sem ekki sé búið að
byggja nema að litlum hluta. Í ná-
grannasveitarfélögum séu mörg ný-
byggingarsvæði sem líti út „eins og eft-
ir loftárásir“ og séu ýmist lítt byggð
eða óbyggð. Ef farið verði í að fjar-
lægja flugbraut á Reykjavíkurflugvelli
árið 2016 og beina uppbyggingu þang-
að sé verið að tryggja óbreytt ástand á
hálfbyggðu nýbyggingarsvæðunum.
Ekki þörf fyrir svæðið
„Áætlanir sýna að það verður í
fyrsta lagi eftir árið 2026 sem við þurf-
um á flugbrautasvæðinu að halda til
uppbyggingar,“ sagði Júlíus Vífill.
„Flugvallarsvæðið er alls um 100 hekt-
arar og þar rúmast um 6.800 íbúðir. Á
fjórum jaðarsvæðum vallarins, t.d. í
Skerjafirði sem hægt er að byggja á
þegar litla NA/SV-brautin fer, skapast
pláss fyrir um 1.900 íbúðir.“
Nú eru að meðaltali 2,3-2,4 einstak-
lingar í hverri íbúð. Á næstu árum er
reiknað með að það fari niður í 2,1-2,2.
Á jaðarsvæðum vallarins getur því
rúmast húsnæði fyrir 4.000 til 4.500
manns án þess að aðalflugbrautirnar
fari. Júlíus Vífill sagði ekki neina skyn-
semi í því að láta N/S-flugbrautina fara
árið 2016. „Þá er komin samkeppni við
lóðir sem þarfnast uppbyggingar.
Einnig mun það útiloka að þjónusta í
hverfi eins og Úlfarsárdal byggist upp
og verði eins og í sambærilegum hverf-
um í borginni. Það er auðvitað sjálf-
sögð krafa og réttur þeirra sem þar
búa að hverfið byggist upp. Þá verður
líka farið af stað, algjörlega að tilefn-
islausu, með ferli sem hefur áhrif á
störf um 500 starfsmanna á flugvell-
inum. Fari menn í að taka norður/suð-
ur-flugbrautina árið 2016 er ljóst að
það svæði mun standa óhreyft í mörg
ár. Er einhverjum þægð í því að flug-
vallarstarfsemi leggist af í Reykjavík
án þess að þörf sé fyrir svæðið til upp-
byggingar?“ spurði Júlíus Vífill.
Óraunhæft
að fjarlægja
flugvöllinn
Enginn lóðaskortur á næstu árum
Reykjavík 2030 - blönduð byggð
- möguleg tímaröð
Loftmyndir ehf.
Tímabil Íbúðir tekn. í notk.
2010-2018 4.300
2018-2026 6.400
2026-2030 4.000
Eftir 2030
Borgarmörk 2010 Heimild: JúlíusVífill Ingvarsson
Júlíus Vífill
Ingvarsson
Haukur Ingibergsson, forstjóri
Þjóðskrár Íslands, segir tölvu-
kerfi stofnunarinnar orðin
gömul og úr sér gengin og
brýnt sé að ráða þar bót á, m.a.
til að geta fullskráð nöfn í þjóð-
skrána. Haukur segir notkun á
þjóðskrá mjög víðtæka í sam-
félaginu og mikilvægt sé að
geta tryggt nauðsynlegt öryggi
við skráningu upplýsinga,
þannig að allt sé nú rétt skráð.
„Það er ekki viðunandi staða
að geta ekki skráð í tölvukerfið
fullt nafn íslenskra ríkisborg-
ara,“ segir Haukur og nefnir
fleiri hnökra við tölvukerfið,
eins og varðandi vensl fólks
sem má tengja með betri tölvu-
tækni. Varðandi ráðstöfun
tekna af gjaldskránni
segir Haukur það koma
skýrt fram í greinargerð
frumvarpsins að verið
sé að skapa fjárhags-
legan grundvöll til að
hefja endurgerð
tölvukerfa þjóð-
skrár.
Brýnt að
ráða bót á
FORSTJÓRI ÞJÓÐSKRÁR
Haukur
Ingibergsson