Morgunblaðið - 01.02.2012, Page 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2012
STUTTAR FRÉTTIR
● Íslenskir neytendur virðast nú vænta
betri tíðar ef marka má væntinga-
vísitölu Gallup, sem birt var í gær. Vísi-
talan hækkaði um 7,5 stig milli mánaða
eða um 11%. Er hún nú 75 stig og hefur
ekki verið hærri frá því í september
2008. Þeir svartsýnu eru áfram fleiri en
þeir bjartsýnu en þegar vísitalan er
undir 100 stigum eru fleiri svartsýnir en
bjartsýnir. Vísitalan hefur verið undir
100 stigum samfellt sl. fjögur ár.
Bjartsýni landsmanna
heldur að aukast
● Hagnaður
bresku sjónvarps-
veitunnar BSkyB
jókst um 8,4% á
fyrri hluta rekstr-
arársins, júlí-
desember, og nam
441 milljón punda,
85,4 milljörðum
króna. Á sama
tímabili árið á und-
an nam hagnaður-
inn 407 milljónum punda.
Segir í tilkynningu frá BSkyB að
áskrifendum hafi fjölgað á tímabilinu og
er stefnt er að því að fjölga starfs-
mönnum um 1.300 á næstu tveimur ár-
um. Stærsti hluthafinn í BSkyB er fjöl-
miðlaveldi Ruperts Murdochs, News
Corp.
BSkyB hagnaðist um 85
milljarða á hálfu ári
Stjórnarformaður
James Murdoch
● Atvinnuleysi á evrusvæðinu mældist
10,4% í desember, samkvæmt upplýs-
ingum frá Hagstofu Evrópu, Eurostat.
Eurostat uppfærði einnig upplýs-
ingar um atvinnuleysið í nóvember en
samkvæmt bráðabirgðatölum var það
talið vera 10,3% en er 10,4%.
Atvinnuleysi er mun minna í Þýska-
landi heldur en í flestum öðrum evru-
ríkjum eða 7,3% í janúar. Í desember
var atvinnuleysið hins vegar 6,6%.
Atvinnuleysi á evru-
svæðinu 10,4%
● Afgangur var á
vöruskiptum við
útlönd í fyrra,
reiknað á fob-
verðmæti, sem
nam 104,5 millj-
örðum en árið áð-
ur voru þau hag-
stæð um 119,9
milljarða á sama
gengi. Vöru-
skiptajöfnuðurinn
var því 15,4 milljörðum króna óhag-
stæðari en 2010. Samkvæmt bráða-
birgðatölum fyrir árið 2011 voru flutt-
ar út vörur fyrir 626,4 milljarða króna
en inn fyrir 521,9 milljarð króna fob
(560,6 milljarða cif), samkvæmt frétt
Hagstofunnar.
Vöruskipti hagstæð
um 104 milljarða króna
Útflutningur Meira
verðmæti út en inn.
Verðbólga mældist að meðaltali
2,9% í aðildarríkjum Efnahags- og
framfarastofnunarinnar (OECD).
Um er að ræða verðbólgu mælda á
tólf mánaða tímabili en í nóvember
mældist verðbólgan að meðaltali
3,1%.
Ástæðan fyrir minnkandi verð-
bólgu er einkum sú að dregið hefur
úr hækkun orkuverðs. Í nóvember
nam tólf mánaða hækkun orku-
verðs 11,6% en í desember 8,6%.
Matvælaverð hækkaði um 4,4% á
síðasta ári samanborið við 4,1% í
nóvember.
Verðbólga mest í Tyrklandi
Á evrusvæðinu mældist verðbólgan
að meðaltali 2,7% í desember sam-
anborið við 3% í nóvember. Í ríkjum
Evrópusambandsins var verðbólg-
an 3%. Á Íslandi var verðbólgan
5,3% í desember en 6,5% í janúar.
Að meðaltali mældist verðbólgan
4% á Íslandi á síðasta ári.
Í Sviss ríkti verðhjöðnun í desem-
ber, 0,4%, og í Noregi var verð-
hjöðnunin 0,1%. Í desember var
verðbólgan mest í Tyrklandi,
10,4%, af ríkjum OECD.
Verðbólga 2,9%
í OECD-ríkjum
Mældist 3,1% í nóvember 2011
Reuters
Istanbúl Snjór var í Istanbúl í Tyrklandi í gær, en þar mældist verðbólgan
10,4% í desember. Það var mesta verðbólga í aðildarríkjum OECD.
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Evrópskar fjármálastofnanir munu
að öllum líkindum taka um þúsund
milljarða evra að láni hjá Evrópska
seðlabankanum í lok þessa mánaðar.
Það er tvöfalt hærri upphæð en bank-
ar tóku að láni í desember þegar Evr-
ópski seðlabankinn ákvað í fyrsta
skipti að veita bönkum aðgang að
lánsfjármagni á aðeins 1% vöxtum til
þriggja ára.
Hin mikla eftirspurn gefur til
kynna þá viðvarandi lausafjárþurrð
sem ríkir á evrópskum millibanka-
markaði. Heimildir Financial Times
herma að nokkrir af stærstu bönkum
Evrópu áformi að sækja sér tvö- eða
þrefalt meira lánsfjármagn þegar
uppboð Evrópska seðlabankans fer
fram 29. febrúar næstkomandi.
Gríðarleg ásókn bankastofnana í
ódýrt lánsfjármagn kemur fæstum
greinendum á óvart. Á fyrsta fjórð-
ungi þessa árs þurfa bankar að standa
skil á lánum að andvirði 230 milljarða
evra og ljóst er að fáar – ef nokkrar –
fjármálastofnanir eru í þeirri aðstöðu
að geta selt skuldabréf til fjárfesta við
núverandi aðstæður á markaði.
Bankar hafa því gripið feginshendi
að geta sótt sér ódýrt fjármagn hjá
Evrópska seðlabankanum til að
styrkja lausafjárstöðuna og að auki
hefur lánsféð að einhverju marki ver-
ið notað til að kaupa ríkisskuldabréf
evruríkjanna. Fátt bendir hins vegar
til þess að útlán til raunhagkerfisins
hafi aukist.
Evrópskir bankar vilja taka
1000 milljarða evra að láni
Reuters
Bjargvættur? Sú ákvörðun Marios Draghi, bankastjóra Evrópska seðlabank-
ans, að veita bönkum niðurgreidd lán til þriggja ára hefur mælst vel fyrir.
Mikil ásókn í ódýr lán seðlabankans
Lausafjárþurrð á millibankamarkaði
Hömlur ehf.,
dótturfélag
Landsbankans
hf., hefur falið
fyrirtækjaráð-
gjöf Landsbank-
ans að annast
sölu á öllu
hlutafé í Sóln-
ingu Kópavogi
ehf. sem rekur
hjólbarðaverk-
stæði og annast innflutning á
dekkjum, að því er fram kemur í
tilkynningu.
Söluferlið er opið öllum áhuga-
sömum fjárfestum sem sýnt geta
fram á fjárfestingagetu að upp-
hæð 100 milljónir króna auk við-
eigandi þekkingu og reynslu af
fjárfestingum og rekstri.
Markmið eiganda er að fá sem
hagstæðast verð fyrir hlutaféð
sem til sölu er. Stefnt er að því að
söluferlinu ljúki fyrir lok apríl
2012.
Sólning
boðin
til sölu
Sólning Félagið
var stofnað 1969.
Rekur stóra
hjólbarðaþjónustu
!"# $% " &'( )* '$*
+,,-..
+/0-,/
+,,-1
,+-10,
,+-21
+3-+41
+05-21
+-4255
+/2-2+
+4+-.4
+,,-35
+/0-14
+,0-24
,+-1/4
,+-+0,
+3-,,
+05-55
+-42/+
+/2-.3
+4,-2+
,,,-25+
+,0-+0
+/5-,0
+,0-5,
,+-34
,+-+/5
+3-,10
+05-3+
+-4+03
+/+-+.
+4,-54
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Samkvæmt áætluðu uppgjöri sem
slitastjórn Glitnis kynnti á skipta-
fundi með kröfuhöfum í gær munu
forgangskröfuhafar fá greidda ríf-
lega 100 milljarða króna út úr
þrotabúi bankans.
Steinunn Guðbjartsdóttir, for-
maður slitastjórnar Glitnis, segir í
samtali við Morgunblaðið að athuga-
semdir hafi komið fram frá kröfuhöf-
um um tillögu að greiðslu til for-
gangskröfuhafa eins og gert hafi
verið ráð fyrir.
„Við kynntum tillögu að því hvern-
ig staðið yrði að greiðslum til for-
gangskröfuhafa. Nú liggur fyrir að
samþykktar forgangskröfur nema
um 50 milljörðum króna. Forgangs-
kröfur sem enn ríkir ágreiningur um
fyrir dómstólum – andvirði ríflega 50
milljarða króna – verða hins vegar
lagðar inn á geymslureikning. Sam-
tals eru þetta því um 100 milljarðar.“
Útgreiðslur til kröfuhafa eru endan-
legar, hvort sem greitt er beint til
samþykktra for-
gangskröfuhafa
eða inn á
geymslureikning.
Að sögn Stein-
unnar mun slita-
stjórn nú skoða
þær athugasemd-
ir sem fram hafi
komið á fundinum
og bregðast við
þeim eins fljótt og
hægt er. Samkvæmt áætlun slita-
stjórnar Glitnis stóð til – að því gefnu
að ekki kæmu fram mótmæli við fyrr-
nefnt uppgjör – að kröfuhöfum yrði
greitt í síðasta lagi 29. febrúar næst-
komandi. Steinunn segir að samhliða
því að farið verður í gegnum athuga-
semdir kröfuhafa muni koma betur í
ljós hvort sú dagsetning haldi.
Greitt í körfu fimm gjaldmiðla
Á fundinum var jafnframt fjallað
um lokun slitameðferðar bankans og
undirbúning nauðsamninga. „Því
ferli miðar vel,“ segir Steinunn. „Það
er hins vegar í mörg horn að líta og
verkefnið er bæði flókið og stórt.“
Steinunn upplýsir ennfremur að
við útgreiðslu út úr þrotabúi Glitnis
verði kröfurnar greiddar út í körfu
fimm mismunandi gjaldmiðla. Um er
að ræða norskar krónur (35,66%),
evrur (35,66%), íslenskar krónur
(19,08%), Bandaríkjadali (17,39%) og
sterlingspund (11,67%).
Forgangskröfuhafar
fá ríflega 100 milljarða
Slitastjórn Glitnis vonast til að greiða út í lok mánaðar
Steinunn Guð-
bjartsdóttir
Greiðslur til forgangs-
kröfuhafa Glitnis
» Forgangskröfuhafar munu
fá greidda ríflega 100 milljarða
króna
» 50 milljarðar verða greiddir
beint til samþykktra forgangs-
kröfuhafa en afgangurinn lagð-
ur inn á geymslureikning
» Um er að ræða fulln-
aðargreiðslur og vonir standa
til að útgreiðslur hefjist ekki
síðar en 29. febrúar næstkom-
andi