Morgunblaðið - 01.02.2012, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 01.02.2012, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2012 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Gert var ráð fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna ræddi í gærkvöldi ályktun um átökin í Sýr- landi. Í drögum sem Marokkó og fleiri arabaríki stóðu að með stuðningi vesturveldanna var hvatt til þess að ráðamenn í Damaskus létu stöðva þegar í stað ofbeldi og önnur mannréttindabrot gagnvart stjórnarandstæðingum sem notfærðu sér „réttinn til að tjá sig, halda friðsamlega fundi og stofna samtök“. Einn af æðstu yfirmönnum leyniþjón- ustumála í Bandaríkjunum, James Clapper, sagði Stjórn Assads forseta spáð falli  Öryggisráð SÞ hugðist í gær ræða tillögu arabaríkja og vesturveldanna um að bundinn yrði endi á ofbeldið og að forsetinn viki fyrir staðgengli sínum í gær að aðeins væri tímaspurs- mál hvenær stjórn Bashars al-Assads Sýrlandsforseta hryndi. Assad er í ályktuninni hvatt- ur til að fela völdin í hendur staðgengli sínum en tekið fram að aðildarríkjum SÞ beri „ekki skylda til að beita hervaldi eða hóta hervaldi“ til að þvinga fram þau umskipti. Talið var að minnst 10 af 15 aðildarríkjum ráðsins myndu styðja tillöguna en Rússar vildu ekki nein ákvæði Bashar al-Assad Sýrlandsforseti. um að Assad færi frá. Rússar sögðu að tillagan gæti valdið borgarastyrjöld kæmi hún til fram- kvæmda. Þeir segjast líka óttast að hægt verði að nota tillöguna sem yfirvarp til að hefja erlent hernaðarinngrip en ályktun öryggisráðsins um Líbíu í fyrra túlkuðu vesturveldin vítt og beittu herþotum til að aðstoða uppreisnarmenn. Rússar hótuðu að beita neitunarvaldi og koma þannig í veg fyrir að ályktunin yrði samþykkt. Stjórnvöld í Moskvu hafa áratugum saman stutt með vopnum valdamenn í Sýrlandi, þessi nánu samskipti hófust löngu fyrir fall Sovétríkjanna 1991 en Assad-ættin hefur verið einráð frá 1970. Blóðug átök » Yfir 100 manns eru sagðir hafa fallið í gær og fyrradag í Sýrlandi. » Herinn hefur beitt skrið- drekum og þúsundum her- manna til að ná aftur tökum á sumum úthverfum höfuðborg- arinnar Damaskus. » Uppreisnin hefur staðið í rúma 10 mánuði og talið er að allt að 7000 hafi fallið, þar af meira en 400 börn. Lítil stúlka í fátækrahverfinu Baseco í Tondo, einni af útborgum Manila á Filippseyjum, með litla bróður á bakinu, fær sér ókeypis matarbakka í gær. Suður- kóreskir kristniboðar standa fyrir matargjöfunum. Niðurstöður könnunar sl. haust gáfu til kynna að heim- ilum sem ættu erfitt með að útvega sér nægan mat hefði fjölgað, þau væru um 4,5 milljónir. Nær 100 millj- ónir manna búa á Filippseyjum. Reuters Fátæk börn fá ókeypis mat BAKSVIÐ Kristján Jónsson kjon@mbl.is Enn einum bráðafundi Evrópusam- bandsleiðtoga um efnahagsvandann lauk í Brussel á mánudag með því að flest aðildarríkin samþykktu aðgerðir sem vonað er að muni tryggja að ekki komi oftar til sams konar kreppu og nú er barist við. Setja á strangar skorður við fjárlagahalla í hverju að- ildarríki, hann má almennt ekki vera hærri en 0,5% af landsframleiðslu. Gangi þetta eftir mun verða alger umbylting í ríkisfjármálum fjöl- margra Evrópuríkja sem hafa ára- tugum saman syndgað upp á náðina og safnað skuldum. Áfram svigrúm Samkomulagið er í anda þýskrar hagstjórnar, Angela Merkel kanslari vill að önnur Evrópuríki taki sér Þjóðverja til fyrirmyndar og herði sultarólina þegar illa gengur. En sumir óttast að reglan um fjár- lagahallann sé of ósveigjanleg, verði spennitreyja sem kyrki allan hag- vöxt. Fréttaskýrandi Wall Street Jo- urnal í Berlín, Marcus Walker, er á öðru máli. Hann segir að í reynd sé svigrúm til að grípa inn þegar illa ár- ar með hvata af hálfu ríkisins fyrir hendi, gert sé ráð fyrir hagsveiflum. En vonir standi til að reglurnar dugi til þess aðildarríkin hætti að bruðla stanslaust með slík framlög, jafnt í góðæri sem harðindum. Annar vandi er að svipaðar reglur hafa verið settar fyrr á evrusvæðinu, þær voru strax brotnar og ekkert gert í málinu. En að þessu sinni á dómstóll ESB að hafa eftirlit með framkvæmdinni og sekta ríki sem brjóta reglur um ráðdeild. En vand- inn vegna skulda Grikkja og Portú- gala er enn óleystur, hann hvílir eins og skuggi yfir þessum áformum. Nýjar skorður við skuldsetningu  ESB reynir að hindra efnahagskreppu í framtíðinni Reuters Ráðabrugg Nokkrir ESB-leiðtogar ræðast við fyrir fundinn. Stuðningsmenn spænska dómarans Baltasars Garzons söfnuðust í gær saman við húsakynni hæstaréttar í Madrid, „Réttlæti“ stendur á spjöld- unum. Rétturinn hefur neitað að fella niður mál sem höfðað var gegn Gar- zon fyrir að gefa skipun um rannsókn á fjöldamorðum sem liðsmenn ein- ræðisherrans Franciscos Francos frömdu. Árið 1977 var samið um sakaruppgjöf til handa öllum sem drýgt hefðu glæpi af því tagi í tíð Fran- cos. Mál hafa einnig verið höfðuð gegn Garzon fyrir að þiggja fé fyrir að hætta við rannsókn á málefnum yfirmanns Santander-bankans og að hafa leyft ólöglegar upptökur á samtölum verjenda og sakborninga. Styðja Garzon dómara Reuters Opið bréf frá 16 þekktum bandarísk- um vísindamönnum og verkfræðing- um sem birtist í Wall Street Journal í gær, verður varla til að lægja deilur um loftslagsmálin. Þeir segja hætt- una á losun koldíoxíðs fjarri því að vera sannaða, þvert á móti hafi aukn- ing þess á síðustu öld nær örugglega aukið vöxt margs konar jarðargróða. 16-menningarnir segja út í hött að styðja dýrar áætlanir sem byggist á hræðsluáróðri með vísun í „óvefengj- anleg sönnunargögn“. Engin hlýnun hafi auk þess orðið síðustu 10 árin og tölvumódelin sem menn hafi notað geti ekki skýrt þessa staðreynd. „Frammi fyrir þessum vandræðagangi hafa heims- endaspámenn skipt um gír, í stað þess að tala um hlýnun segja þeir nú að allt óvenjulegt í ruglingslegu loftslagi okkar megi rekja til CO2,“ segir í bréfinu. Þeir minna á að Ivar Giaever, nób- elshafi í eðlisfræði og stuðningsmað- ur Baracks Obama forseta, hafi ný- lega sagt sig úr bandaríska eðlis- fræðingasambandinu Hann hafi borið því við að hann sætti sig ekki við hvernig sambandið reyni að hindra eðlileg skoðanaskipti um loftslagsmálin. kjon@mbl.i Vara við fátviðbrögð- um vegna koldíoxíðs Svo fór að 25 af 27 aðild- arríkjum ESB samþykktu á leið- togafundinum í Brussel í fyrra- dag nýjan efnahagssáttmála sem ætlað er að koma í veg fyrir skuldakreppu í framtíðinni. Bretar höfðu áður gefið það út að þeir myndu ekki skrifa undir sáttmálann en stjórnvöld í Tékk- landi sögðust þurfa fyrst að afla samþykkis heima fyrir áður en þau gætu undirritað hann. Hugsanlegt er að Vaclav Klaus forseti, sem er andvígur frekari samruna og hefur gagnrýnt ESB af hörku, segi nei. Aðildarríkin þurfa nú m.a. að festa í lög ákvæði um hallalaus fjárlög, ríki sem brjóta gegn reglunni verða nær sjálfkrafa beitt viðurlögum. Sáttmálinn mun taka gildi um leið og minnst 12 ríki hafa fullgilt hann. Bretar verða ekki með EFNAHAGSSÁTTMÁLINN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.