Morgunblaðið - 01.02.2012, Page 28

Morgunblaðið - 01.02.2012, Page 28
28 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2012 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG HELD AÐ ÞÚ EIGIR EFTIR AÐ KUNNA VEL VIÐ ÞENNAN STAÐ Á ÉG EFTIR AÐ GETA SETT JAKKANN MINN Í SAMBAND ÞAR? ERTU AÐ SKIPTA? JÁ, JAKKINN MINN FÓR EKKI NÓGU VEL VIÐ SVIPINN Á LÍSU ÉG TEK HÉR MEÐ VIÐ TILNEFNINGU TIL FORMANNS NEMENDA- FÉLAGSINS... EF ÉG NÆ KJÖRI ÞÁ MUN ÉG AFNEMA FORMLEGAR ÚTSKRIFTIR ÚR LEIKSKÓLA OG BANNA PARTÝ Í 6 ÁRA BEKK UNDIR MINNI STJÓRN ÞÁ MUNU BÖRN FÁ AÐ VERA BÖRN OG FULLORÐNIR FÁ AÐ VERA FULLORÐNIR! ÉG MYNDI LÍKA EFLAUST AFNEMA KJÁNALEGAR KOSNINGAR EINS OG ÞESSA AF HVERJU ÞARFTU ENDILEGA AÐ DÝFA KLEINU- HRINGJUNUM ÞÍNUM? ÞETTA TÍÐKAST EKKI HÉRNA Í EVRÓPU!? EN MARGIR KARLMENN SEM ÉG ÞEKKI DÝFA KLEINU- HRINGJUNUM SÍNUM Í BJÓR!? LÍF MITT ER SVO MIKLU BETRA NÚNA EFTIR AÐ ÉG EIGNAÐIST LÁRUS ÞJÓÐVEG- INN SEM ÞÚ ÆTTLEIDDIR? MAÐURINN Á SKRIF- STOFUNNI SAGÐI AÐ ÞAÐ MUNAÐI MINNSTU AÐ ÉG FENGI EKKI LÁRUS AF HVERJU VAR ÞAÐ? HANN SAGÐI AÐ BÆÐI MADONNA OG ANGELINA JOLIE HEFÐU HAFT AUGASTAÐ Á HONUM ÞÚ VARST SKO SANNARLEGA HEPPINN EF OKKUR LANGAR AÐ FINNA GLERSKÁP FYRIR POSTULÍNIÐ ÞÁ ÆTTUM VIÐ AÐ KÍKJA Á BARNALAND VÁ, ÞAÐ ER EINHVER HÉRNA Í NÁGRENNINU AÐ SELJA GAMALDAGS GLERSKÁP FYRIR POSTULÍN Á 20.000 KR GLEYMDU ÞESSU HÆTTU ÞESSU, ÞÚ VEIST EKKI HVAÐ ÞÚ ERT AÐ GERA! ÉG VERÐ AÐ GERA ÞETTA! KÓNGULÓAR- MAÐURINN ER SVO GOTT SEM DAUÐUR! OG ÞÁ MUN ÉG HAFA SIGRAÐ! Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Postulínsmálun kl. 9, 10.50 Vatnsleikf. kl. 10.50. Útskurður/ postulín kl. 13. Grandabíó kl. 13. Nám- skeið í Egils sögu (4. skipti af 8) kl. 16. Árskógar 4 | Smíði/útskurður kl. 9. Heilsugæsla kl. 10/11.30. Söngstund kl. 11. Handavinna kl. 13. Tölvunámskeið kl. 13. Brids kl. 13.30. Boðinn | Vatnsleikfimi (lokaður hópur) kl. 9.30. Tiffanys kl. 13. Bónusrúta kl. 13.20. Bólstaðarhlíð 43 | Spiladagur, glerlist, handavinna allan daginn. Bústaðakirkja | Samvera kl. 13-16. Handavinna, spilað og föndrað. Hægt að panta akstur til og frá staðnum, veit- ingar í boði gegn vægu verði. Gestur: Svavar Knútur. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu Hrólfar frá Stangarhyl kl. 10, söngvaka undir stjórn Helga Seljan kl. 14 og kóræfing kl. 17. Félagsheimilið Gjábakki | Leiðbein- andi í handavinnu til hádegis, botsía kl. 9.15/10.30, glerlist kl. 9.30/13, fé- lagsvist kl. 13, viðtalstími FEBK kl. 15-16 og bobb kl. 16.30. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Mynd- list kl. 9. Tréskurður kl. 9.30, ganga kl. 10. Postulínsmálun, kvennabrids, málm- og silfursmíði kl. 13. Íslend- ingasögur kl. 16. Félagsmiðstöðin Sléttuvegi 11-13 | Bænastund kl. 10.10. Handavinna kl. 13. Félags- og íþróttastarf eldri borgara Garðabæ | Kvennaleikfimi kl. 9.15, 10 og 11, vatnsleikfimi kl. 12.15, brids og bútasaumur kl. 13. Félagsstarf eldri bæjarbúa Seltjarn- arnesi | Gler kl. 9. Leir/mósaík kl. 9. Kaffispjall í krók kl. 10.30. Botsía kl. 10.45. Kyrrðarstund í kirkju kl. 12, handavinna kl. 13. Timburmenn kl. 15.Tónleikar Tónlistarskólanum kl. 18. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur kl. 9. Þorvaldur með harmonikkuna, sungið, dansað og léttar leikfimiæf- ingar kl. 10. Frá hád. spilasalur opinn. Fös. 10. febr. leikhúsferð á Fanny og Al- exander, skrán. á staðnum og s. 5757720. Grensáskirkja | Samverustund í safn- aðarheimilinu kl. 14. Hraunsel | Pútt kl. 10. Bókmennta- klúbbur næst 8. febr. kl. 10, línudans kl. 11, handavinna kl. 13, glerbræðsla kl. 13, bingó kl. 13.30, Gaflarakórinn kl. 16. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30 og 9.30. Vinnustofa kl. 9. Samverustund kl. 10.30, lestur og spjall. Hæðargarður 31 | Við Hringborðið kl. 8.50, framsagnarhópur Soffíu kl. 10. leirmótun kl. 10. Gáfumannakaffi kl. 14.30. Skráning í ferðina Gardavatn/ Tíról 15. - 25. sept. Fræðslustund um prjónaskap föstud. kl. 9. S. 411-2790. Íþróttafélagið Glóð | Seniordansar kl. 15.30. Uppl. í síma 554-2780 og á www.glod.is. Neskirkja | Opið hús kl. 15. Helgi Ágústsson, fyrrverandi sendiherra, rifj- ar upp árin í utanríkisþjónustunni. Kaffiveitingar á Torginu. Norðurbrún 1 | Útskurður kl. 9. Upp- lestur kl. 11. Hjúkrunarfræðingur á skrifstofu kl. 10. Félagsvist kl. 14. Steinunn P. Hafstað sendirVísnahorninu skemmtilega kveðju með vísu og stuttri forsögu: „Forsagan er símtal sem ég átti við góða vinkonu mína sem býr búi sínu í Borgarfirði. Henni fannst veðrið, eins og góður maður hafði sagt um álíka stórhríð, tilvalið til að koma lagi á bókhaldið, en ég sagð- ist ætla að elda veislumat, eins og við gerðum gjarna fyrir norðan í stórhríð, „ef einhver skyldi nú koma“, eins og við sögðum. En svo má líka yrkja eitthvað annað en jörðina í svona veðurham, stakk ég upp á. Um leið hét ég henni að senda henni afraksturinn seinna um kvöldið. Hann kom reyndar ekki alveg strax, en þegar hann kom, þá var eins og stífla brysti. Fráleitt öll að fjúki í skjól, þótt freðin jörð sé þakin snæ. Yrkir skófla, haki, hjól hugarfóstur – andans fræ. Það er jafnan ánægjuefni þegar kveðja berst frá Steinunni og rifjast upp póstur sem barst í sumar með ferðabæn: „Ég þykist hafa reynt mátt bæn- arinnar og langar að leggja lóð mitt á vogarskálar þeirra, sem eru að velta fyrir sér að fara að hjóla meira. Annars var forsaga ferðabænar minnar sú að Ella Vala dóttir mín, sem býr erlendis, sagði mér svo stolt frá því að hún hefði neyðst til að kaupa sér nýtt hjól því það gamla hefði hreinlega dottið í sund- ur. Og ekki sakar að nefna að hjólið er víst hreint glæsilegt. Hjólið mitt, já hjólið nýja hrífur – tekur af mér völd eins og tunglið upp til skýja áfram ber mig heim í kvöld! Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af hugarfóstri og ferðabæn Brjóstapúðar Mér finnst að konur sem hafa fengið gall- aða brjóstapúða eftir aðgerð, t.d. vegna krabbameins, eigi að fá allt frítt, ómskoðun og að láta fjarlægja þá, en þær sem fóru í brjóstastækkanir til fegurðarauka eigi að greiða allt sjálfar. Skattgreiðendur eiga ekki að taka þátt í þeim kostnaði. Ein- hvers staðar heyrði ég að það þyrfti að end- urnýja alla brjósta- púða með vissum árafjölda. Ef satt reynist þá hljóta allar konurnar sem hafa farið í svona aðgerðir að vera upplýstar um það fyrirfram. Það er mikið gert af aðgerð- um á mjaðmaliðum og hnjám. Ef upp koma gallar á gerviliðum eftir aðgerð, hver á þá að borga? Varðandi innflutning þá veit ég um tannlækni sem flytur inn efni sem hann notar við tann- viðgerðir. Ef upp koma gallar á þeim efnum, hver á þá að borga? Það er enda- laust hægt að velta sér upp úr svona málum en það er ekki enda- laust hægt að taka fé úr vasa almennings. Skattborgari. Velvakandi Ást er… … stundum beint fyrir framan þig. - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is ...þú leitar og finnur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.