Morgunblaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2012 Morgunblaðið/Árni Sæberg Listabókstafur Lilja Mósesdóttir sótti um C í innanríkisráðuneytinu í gær. Nýtt stjórnmálaafl undir forystu Lilju Mósesdóttur alþingismanns verður kynnt á blaðamannafundi í dag. Lilja sótti um listabókstafinn C í gær fyrir hönd flokksins. Stefnt er að framboði í öllum kjördæmum. „Þetta nýja stjórnmálaafl er ekki vinstri, ekki hægri og ekki miðju- moð heldur ný hugsun í stjórnmál- um,“ sagði m.a. í fundarboðinu. Nafn flokksins verður kynnt og lögð fram grundvallarstefnuskrá á fund- inum. „Við ætlum að kynna helstu bar- áttumál og fólk í undirbúningshópn- um,“ sagði Lilja um fundinn í dag. Sextán hafa unnið að undirbúningi og munu fimm þeirra kynna flokk- inn, stefnuna, merki og nýja heima- síðu flokksins. Er í þessum hópi fólk sem er þekkt að stjórnmálaafskipt- um? „Já og nei,“ svaraði Lilja. Hún sagði aðspurð að á þessari stundu væri hún eini alþingismaðurinn í hópnum. „Þetta er fólk úr ólíkum áttum. Markmiðið er að hafa sem breiðasta skírskotun og ég held að okkur hafi tekist það með þessum hópi.“ Hópurinn hefur sett á blað meginatriðin sem hann vill fylgja varðandi sjávarútvegsmálin. Tekin hefur verið afstaða í Evrópusam- bandsmálunum og varðandi skuldir heimilanna og lífeyrissjóðakerfið. Flokkurinn var formlega stofn- aður 15. janúar s.l. „Það var aðallega gert til að tryggja okkur nafnið á flokknum sem við fengum frá öðrum aðila,“ sagði Lilja. Hún vildi ekki upplýsa nafn flokksins í gær. Lilja sagði varðandi listabókstaf- inn C að þau vildu vera framarlega í stafrófinu til að undirstrika að þetta yrði alvöru stjórnmálaafl. Hún sagði það lengi hafa loðað við ný framboð að taka listabókstafi aftarlega í staf- rófinu. „Það er von okkar að örlög þessa nýja afls verði önnur en flestra nýrra framboða,“ sagði Lilja. gudni@mbl.is „Alvöru stjórnmálaafl“  Lilja Mósesdóttir sótti um listabókstafinn C fyrir nýjan stjórnmálaflokk  Nafn flokksins, merki hans og helstu baráttumál verða kynnt í dag að frá Rússlandi eigi greiðari leið en áður inn yfir Vestur-Evrópu og jafn- vel suður til Miðjarðarhafsins og því kólni á meginlandi Evrópu. „Íslend- ingar njóta góðs af í veðurfari, þar sem suðlægir vindar beina milda loft- inu yfir Atlantshafið og hingað norð- ur eftir og alveg til Svalbarða. Í stað þess, líkt og er búið að vera frá því í byrjun desember, að loftið leitaði beinustu leið til austurs inn yfir meg- inland Evrópu. Þannig var kuldanum haldið í skefjum þar en með þeim af- leiðingum að hjá okkur,“ segir Einar, „hefur verið í kaldara lagi og frekar úrkomusamt, með snjókomu.“ Hann telur að kuldakaflinn í Evr- ópu sé í rénun, fyrir utan Austur- Evrópu en ekki sé óeðlilegt að þar sé kalt á þessum árstíma. Upp úr miðri viku megi hins vegar búast við svip- uðu veðri og var fyrir þennan stutta hlýindakafla. „Þannig að það séu ekki þessi afbrigðilegu hlýindi eins og í dag,“ segir Einar. Kaldara loftið úr vestri sæki mjög að okkur og í dag sé spáð suðvestan og vestan stormi með krapaéljum og síðar éljum. Veð- urstofan spáir stormi sunnan- og austanlands í dag. Afbrigðilega hlýtt veður  Hlýindin hér á landi á undanhaldi  Búist við stormi sunnan- og austanlands í dag  Kuldakastið í Evrópu í rénun  Yfir 300 látnir í frosthörkum í Evrópu Morgunblaðið/Sigurgeir S. Hvasst Hann blés allhressilega á höfuðborgarsvæðinu í gær en þar hefur rok og rigning tekið við af kafaldssnjó síðustu viku. Með vikunni kólnar aftur. Reuters Á kafi Þorp í Bosníu Hersigóvínu sem er einangrað vegna fannkyngis. 87 ára gömul kona varð áttunda fórnarlamb veðurfarsins þar í gær. Bændur eiga erfitt um vik og mjólkurframleiðsla hefur dregist saman um 15-30%. SVIÐSLJÓS Sigrún Rósa Björnsdóttir sigrunrosa@mbl.is Síðustu daga hafa orðið hröð umskipti í veðri hér á landi. Á meðan Vetur kon- ungur hefur skyndilega fjarlægst á „fögru landi ísa“ hafa íbúar sunnar í Evrópu verið minntir rækilega á návist hans. Kuldabelti sem teygir sig langt niður eftir álfunni, til Mið- og Suður- Evrópu, hefur valdið töfum á sam- göngum í lofti og á landi. Síðustu vik- una hefur verið tilkynnt um yfir 300 dauðsföll sem rekja má beint til frost- hörku undanfarinna daga. Aðeins í gær var tilkynnt um 33 dauðsföll í Evrópu vegna veðurfarsins. Í Austur-Evrópu er nístingskuldi og þar hefur frostið hefur farið niður í 38 stig og á annað hundrað hafa látist í kuldanum. Á Ítal- íu er svo kalt að sjórinn við Feneyjar er lagður íshröngli og í Þýskalandi er áin Elbe, eða Saxelfur, ísi lögð. Danir hafa ekki farið varhluta af kuldanum. Aðfaranótt síðasta sunnu- dags var kaldasta febrúarnótt í 26 ár en þá mældist -23,1°C frost, snemma morguns í Óðinsvéum. Breska veðurstofan gaf fyrir helgi, út fyrstu veðurviðvörun vetrarins, stig 3, vegna kulda en þá var búist við allt niður í 10 stiga frost um helgina. Sunnanvindar til Íslands Einar Sveinbjörnsson veðurfræð- ingur útskýrir þau umskipti sem urðu á veðrinu fyrir viku þannig að loft ætt- Héraðsdómur Vesturlands hefur sýknað karlmann af ákæru um kyn- ferðisbrot gegn barnungri stúlku, frænku sinni. Dómurinn taldi að maðurinn hefði brotið gegn stúlk- unni en sýknaði hann þar sem sök hans er fyrnd. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa margoft á tímabilinu frá maí til september á árunum 1990 til 1996, þegar stúlkan var á aldrinum 6 til 13 ára, brotið gegn stúlkunni. Brotin áttu sér stað á heimili stúlkunnar en þar fékk hann að gista eftir skemmt- anahald. Um er að ræða föðurbróður stúlkunnar. Í niðurstöðu dómsins segir að ekki þyki varhugavert að slá því föstu að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hann er ákærður fyrir og rétt sé færð til refsiákvæða í ákæru. Hins vegar gat dómurinn ekki litið framhjá því, að þegar maðurinn braut síðast gegn stúlkunni var refs- ing fyrir brotin allt að 12 árum. Sam- kvæmt þágildandi greinum laga fyrntist sök fyrir brot mannsins á 15 árum. Þá segir: „Í samræmi við framangreinda niðurstöðu dómsins verður að telja að fyrningarfrestur hafi byrjað að líða 17. júní 1995 og var sök því fyrnd þann 17. júní 2010.“ Talinn sek- ur en brot- in fyrnd  Braut gegn stúlku er hún var 6-13 ára Nokkrir þing- menn Framsókn- arflokksins hafa lagt fram þings- ályktunartillögu um að úthlutun virkjanaleyfa til stærri virkjana en 5-10 MW verði háð því að tveir þriðju hlutar við- komandi orkufyr- irtækis séu í eigu ríkis eða sveitarfé- laga. Í tillögunni er einnig lagt til að lagt verði mat á kosti og galla þess að selja lífeyrissjóðunum allt að 30% af Landsvirkjun og hvort skyn- samlegt sé að leggja raforku- sæstreng til Evrópu. Einnig verði verkefnafjármögnun einstakra framkvæmda skoðuð. Fram kemur í tilkynningu að til- gangur tillögunnar sé að skapa grundvöll fyrir hlutlausu mati á þeim sjónarmiðum sem snúi að þess- um áhugaverðu en umdeildu álita- málum. Meirihluti í opinberri eigu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi par á miðjum aldri sem hafði komið sér fyrir í íbúð í Austurborginni í óþökk húsráðand- ans. Við leit í íbúðinni fannst tölu- vert af ætluðu þýfi, m.a. tölvubún- aður og verkfæri. Að sögn lögreglu komst eigandinn á snoðir um að ekki væri allt með felldu. Hann fór því að vitja íbúðar- innar og þá kom í ljós að par hafði hreiðrað um sig í henni án leyfis. Þá óskaði hann eftir aðstoð lögreglu. Án leyfis í íbúð með þýfi Morgunblaðið/Júlíus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.