Morgunblaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2012
Enn jókst þrýstingurinn á Grikki í gær um að
samþykkja með hraði aðhaldsaðgerðir til þess
að greiða fyrir aukinni fjárhagsaðstoð. Loukas
Papademos, forsætisráðherra Grikklands,
frestaði hins vegar í gær neyðarfundi stjórn-
arflokkanna til dagsins í dag. Stéttarfélög í
Grikklandi hafa boðað til allsherjarverkfalls í
dag og leiðtogar Þýskalands og Frakklands
sögðu að Grikkir ættu skilyrðislaust að hrinda
samþykktum umbótum í framkvæmd.
Þegar kom fram á kvöld höfðu fimm þúsund
manns safnast saman til að mótmæla í þrumu-
veðri, úrhelli og roki.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og
Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, settu í
gær fram nýja hugmynd um sérstakan reikn-
ing, sem grískum stjórnvöldum yrði skylt að
leggja inn á nægjanlegt hlutfall af tekjum sín-
um til að borga erlendum lánardrottnum sín-
um vexti. Reikningur þessi yrði grískum
stjórnvöldum lokaður. Skuldir Grikkja eru nú
350 milljarðar evra (56.721 milljarður króna).
Krafa um gagngeran niðurskurð
Samningaviðræður Grikkja við Evrópusam-
bandið, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og evrópska
seðlabankann snúast um að Grikkir fái öðru
sinni aðstoð og er rætt um 130 til 145 milljarða
evra. Peningarnir þurfa að byrja að berast fyr-
ir miðjan mars eigi Grikkir ekki að fara í þrot.
Grísk stjórnvöld gáfu í gær til kynna að þau
væru tilbúin að miðla málum. Dimitris Reppas
umbótaráðherra sagði í gærkvöldi að 15 þús-
und ríkisstarfsmönnum yrði sagt upp á þessu
ári. Krafan er að fækkað verði um 150 þúsund
manns hjá hinu opinbera fyrir 2015, auk þess
sem lækka eigi laun og eftirlaun.
Merkel hafði áður lagt til að Grikkjum yrði
skipaður eins konar fjárhaldsmaður. Sú hug-
mynd var gagnrýnd, meðal annars af því að
með henni væri vegið að fullveldi Grikkja.
Hinn sérstaki reikningur hefði einnig tak-
mörkun fullveldis í för með sér, en þingið í
Aþenu þyrfti að samþykkja hana. Tekið hefur
verið til þess að á Spáni sé nú bundið í stjórn-
arskrá ákvæði um forgang lánardrottna.
Merkel þykir hafa sýnt stjórnkænsku að
kynna þessa hugmynd ásamt Sarkozy. Fyrir
vikið væri að þessu sinni ekki hægt að saka
Þjóðverja um einleik í Evrópumálum. Sarkozy
sagði á fundinum með Merkel í gær að Grikkir
yrðu að virða skuldbindingar sínar í hvívetna,
„það er enginn annar kostur“. kbl@mbl.is
Enn eykst þrýstingurinn á Grikki
Merkel og Sarkozy leggja til að hluti tekna Grikkja fari á lokaðan sérreikning Papademos frestaði
neyðarfundi stjórnarflokkanna Liggur á vegna gjalddaga í mars Allsherjarverkfall boðað í dag
„Það verður ekki af
samkomulagi ef tillögur
þríeykisins verða ekki
framkvæmdar.“
Angela Merkel
Héraðsdómur í Ósló féllst í gær á kröfu lögregl-
unnar um að fjöldamorðinginn Anders Behring
Breivik sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi þar til
réttarhöld hefjast yfir honum 21. apríl. Breivik
krafðist þess að verða tafarlaust látinn laus úr haldi
og sagðist eiga skilið að fá heiðursmerki hersins.
Breivik var færður handjárnaður í réttarsal í
Ósló um hádegisbil í gær. Hann var klæddur í dökk
jakkaföt og ljósa skyrtu og stillti sér upp fyrir
fréttaljósmyndara með handjárnin á lofti. Að sögn
Geirs Lippestad, verjanda Breivik, átti handa-
hreyfingin að vera nokkurs konar „öfgahægri-
kveðja“. Breivik sagði ekkert við fjölmiðla en brosti
á meðan teknar voru af honum myndir en þetta var
í fyrsta skipti sem myndatökur af Breivik voru
leyfðar í réttarsalnum.
„Ég játa að hafa gert þetta, en ég viðurkenni
ekkert refsivert og í því samhengi óska ég eftir því
að fá að útskýra hvers vegna ég viðurkenni ekkert
refsivert. Svo ef ég mætti fá eina mínútu mæti ég
það mikils. Er það í lagi?“ spurði Breivik í rétt-
arsalnum. Dómarinn, Elisabeth Gjelsten, sam-
þykkti það að því gefnu að það kæmi málinu við.
Breivik las síðan yfirlýsingu þar sem hann sagði
að árásirnar, sem hann gerði á stjórnarráðsbygg-
ingar í Ósló og ungmenni í sumarbúðum Verka-
mannaflokksins á Útey 22. júlí í fyrra, hefðu verið
árás á „svikara“ sem stuðluðu að íslamskri ný-
lenduvæðingu í Noregi. 77 létu lífið fyrir hendi
Breivik.
„Ég brást við í nauðvörn fyrir hönd þjóðar minn-
ar, lands og menningar,“ bætti Breivik við áður en
dómarinn stöðvaði hann. Sumir á áhorfendabekkj-
unum hlógu að yfirlýsingum Breiviks.
Margir sem lifðu af árásina á Útey og aðstand-
endur þeirra sem létust fylgdust með réttarhaldinu
í dag. Þá voru 63 fréttamenn í salnum að sögn
fréttavefjar Aftenposten, m.a. frá erlendum miðl-
um s.s. BBC, Der Spiegel, Radio France, Bloom-
berg, Afp og Reuters.
„Það var ekki gott að hann fékk að segja það sem
hann vildi segja,“ sagði Amel Baltic, 16 ára piltur
sem var á Útey. „Það var þó jákvætt að sjá að lög-
reglan gætti hans. Hann gat ekki leikið lögreglu-
mann nú,“ sagði Baltic við vefinn Nettavisen.
Margir þeirra sem lifðu árásina af hafa lýst
áhyggjum af því að Breivik muni nota réttarhöldin
til að vekja athygli á öfgaskoðunum sínum.
Tveir réttargeðlæknar komust að þeirri niður-
stöðu að Breivik væri ekki sakhæfur en rétturinn
hefur fyrirskipað að önnur geðrannsókn fari fram.
Breivik hefur neitað að eiga samvinnu við þá sem
eiga að gera þá rannsókn og lýsti því yfir í rétt-
arsalnum í dag að skýrsla geðlæknanna tveggja
væri hlægilegt plagg.
Lippestad, verjandi Breiviks, sagði að
yfirlýsingar skjólstæðings hans í gær
gæfu vísbendingar um hver málflutningur
Breiviks yrði í réttarhöldunum í vor.
„Þetta er undirbúningur undir réttar-
höldin. Þetta mál snýst að stórum hluta um
hans persónuleika,“ sagði Lippestad.
Breivik segist vera herforingi í reglu musteris-
riddara, herskáum samtökum sem hafi það að
markmiði að koma ríkisstjórnum Evrópuríkja frá
og setja í staðinn „föðurlandsvini“ sem reki músl-
ima úr landi. Lögregla hefur ekki fundið neinar
vísbendingar um að þessi samtök séu til og segir
að Breivik hafi skipulagt árásirnar einn.
gummi@mbl.is
Reuters
Í réttarsalnum Anders Behring Breivik krafðist þess að verða látinn laus en var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald.
Breivik krefst frelsis
og heiðursmerkis
Heilsaði með fasistakveðju þegar hann gekk inn í réttarsalinn í Ósló
Leiðtogar palest-
ínsku hreyfing-
anna Fatah og
Hamas tilkynntu í
gær að náðst
hefði sam-
komulag um sam-
eiginlega stjórn,
sem fyrst um sinn
yrði undir forustu
Mahmouds Ab-
bas, forseta pal-
estínskra stjórnvalda á Vesturbakk-
anum. Þetta er mikilvægt sáttaskref
milli þessara tveggja hreyfinga fyrir
fyrirhugaðar kosningar Palest-
ínumanna.
Samkomulagið var tilkynnt í
beinni útsendingu á blaðamanna-
fundi í Doha í Katar.
Samskipti hreyfinganna versnuðu
til muna eftir að Hamas sigraði í
þingkosningum 2006. Upp úr sauð ári
síðar. Lagði Hamas þá Gaza-svæðið
undir sig og hrakti liðsmenn Fatah á
braut. Síðan hafa yfirráð Fatah verið
bundin við Vesturbakkann.
Hamas hafnar tilvistarrétti Ísr-
aels. Ísraelar hafa skilgreint Hamas
sem hryðjuverkasamtök og það sama
á við víða á Vesturlöndum. Ísraelar
og Vesturlönd segjast ekki munu
eiga samskipti við palestínska stjórn,
sem Hamas eigi þátt í, nema sam-
tökin viðurkenni Ísrael, hafni ofbeldi
og gangist undir alla fyrri samninga
Ísraela og Palestínumanna.
kbl@mbl.is
Hamas
og Fatah
semja
Mahmoud Abbas
leiði sameinaða stjórn
Mahmoud Abbas
á að leiða stjórnina.
Körlum sem
reykja að stað-
aldri hrakar
meira andlega en
körlum sem aldr-
ei hafa reykt.
Þetta samband
milli reykinga og
andlegrar hrörn-
unar finnst hins
vegar ekki hjá
konum. Þetta
kemur fram í breskri rannsókn, sem
birt var í Bandaríkjunum í gær.
Rannsóknin náði til 5.000 karla og
2.100 kvenna í þjónustu hins op-
inbera á Bretlandi. Gefa niðurstöð-
urnar til kynna að reykingar um
langt skeið leiði til minnistaps,
dragi úr getu til að tengja reynslu
fortíðar við atburði í samtímanum
og veiki almenna ályktunarhæfni.
kbl@mbl.is
Tóbak
skaðlegt
heila karla
Reykingar hafa
áhrif á heilann.
Málsskjölin í máli lögreglunnar í Ósló gegn
Anders Behring Breivik fylla nú þegar 77
gormabækur með 500 síðum í hverri. Sam-
tals eru það yfir 40 þúsund síður.
Fram kom á blaðamannafundi lögregl-
unnar í gær, að Breivik hefði verið yf-
irheyrður 27 sinnum, samtals í 170 klukku-
stundir.
Að auki hefur lögreglan fengið í hendur
myndskeið úr eftirlitsmyndavélum og
önnur myndskeið sem eru samtals 60
þúsund klukkustunda löng.
Yfir 900 vitni hafa verið yfirheyrð
í tengslum við sprengjuárásina
á norska stjórnarráðið og 495
vitni hafa verið yfirheyrð um
skotárásina í Úteyju.
Einnig hefur lögreglan lagt
hald á þúsundir ýmissa gagna
sem tengjast rannsókninni á
Breivik og fjöldamorðunum.
Nú vinna 75 lögreglumenn að
rannsókninni en þeim verður
væntanlega fækkað í 10-15 eftir
tvo til þrjá mánuði.
Málsskjölin yfir
40 þúsund síður
60 ÞÚSUND TÍMAR AF MYNDSKEIÐUM
Anders
Behring
Breivik