Morgunblaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2012
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Sveitarfélögin hafa möguleika á að
nýta betur þá fjármuni sem nú þeg-
ar fara til aksturs, eftir að þau hafa
tekið við sérleyfunum. Þannig er ál-
versrútan í Fjarðabyggð orðin að
uppistöðu í nýju strætókerfi á Mið-
austurlandi, Flugrútan til Kefla-
víkur er mikilvægur liður á Suður-
nesjum og norðurleiðin verður
ásinn í almenningssamgöngum á
Vestur- og Norðurlandi. Þá eru
bundnar vonir við að ferðir til og
frá Landeyjahöfn verði í framtíð-
inni lyftistöng fyrir samgöngur á
Suðurlandi. Einstök sveitarfélög
geta síðan í sumum tilvikum sam-
tvinnað skólaakstur og innanbæj-
arstrætó við hið nýja almennings-
samgöngukerfi.
Gerðar voru breytingar á lögum
fyrir áramót til að styrkja grund-
völl samninga Vegagerðarinnar við
landshlutasamtök sveitarfélaganna
um að annast almennings-
samgöngur á milli héraða og teng-
ingar við samgöngumannvirki.
Samningar hafa síðan verið gerðir
við landshlutasamtökin, ein af öðr-
um. Slíkur samningur hefur verið í
gildi á Suðurnesjum sem til-
raunaverkefni. Hlutverk Vegagerð-
arinnar verður að deila út pening-
unum sem fara í niðurgreiðslur á
leiðunum.
Meiri notkun en búist var við
Samtök sunnlenskra sveitarfé-
laga (SASS) riðu á vaðið með því að
útvíkka samstarf sem sveitarfélög
höfðu við Strætó bs. á höfuðborg-
arsvæðinu. Kerfið er nú samræmt
fyrir svæðið, allt austur til Hafnar í
Hornafirði. Farþegar geta fengið
allar upplýsingar um leiðakerfið á
vef Strætó eða í þjónustuveri og
keypt sér miða og meira að segja
fylgst með því hvar vagnarnir eru
staddir á hverjum tíma.
„Þetta lofar mjög góðu. Við fáum
fleiri farþega en við reiknuðum
með,“ segir Þorvarður Hjaltason,
framkvæmdastjóri SASS. Leiðin á
milli Selfoss og Reykjavíkur er
mest notuð, eins og nærri má geta.
Ferðum til Hafnar var fækkað úr
þremur í tvær á viku yfir vetr-
armánuðina en Þorvarður segir að
eftirspurnin sé meiri en reiknað var
með og því hafi verið ákveðið að
bæta þriðju ferðinni við. Vonir voru
bundnar við að akstur með farþega
til Landeyjahafnar myndi hjálpa til
að byggja upp þetta kerfi en stop-
ular siglingar Herjólfs þangað hafa
sett strik í reikninginn.
Sérleyfishafinn nær ákveðnu
hagræði með því skila farþegunum
í skiptistöð Strætó í Mjódd í stað
þess að aka niður á BSÍ, á eftir
vögnum Strætó, og í Mjóddinni
komast farþegar greiðlega inn í
leiðakerfi Strætó.
Kerfið sem Strætó hefur byggt
upp gerir heimamönnum kleift að
fylgjast nákvæmlega með farþega-
fjölda á einstökum leiðum og far-
gjaldatekjum. Rútufyrirtækið fær
bara greitt fyrir aksturinn. Það er
kostur við næstu útboð að hafa slík-
ar grunnupplýsingar á hreinu. Í út-
boðum Vegagerðarinnar sáu rútu-
fyrirtækin um innheimtu
fargjaldanna og þeir fengu leið-
irnar sem gátu annast aksturinn
fyrir minnstu niðurgreiðslu rík-
isins.
Önnur landshlutasamtök eru að
velta fyrir sér Strætó-kerfinu eða
hliðstæðu fyrirkomulagi.
Útboð undirbúin
Í öðrum landshlutum hafa samn-
ingar við sérleyfishafa verið end-
urnýjaðir fram á sumar eða út árið,
á meðan verið er að búa til ný leiða-
kerfi og undirbúa útboð til næstu
ára.
Það á við um Suðurnesin þar sem
Flugrútan er aðalaðdráttaraflið.
Vestlendingar eru með áform um
að byggja upp nýtt kerfi í kringum
norðurleiðina í samvinnu við sam-
tökin á Norðurlandi. Það verður
væntanlega tengt Akranesstrætó.
Á Austurlandi var einstökum sveit-
arfélögum falið að annast fram-
kvæmdina út árið, á meðan unnið
er að undirbúningi útboðs. Fjarða-
byggð náði samningum við Alcoa-
Fjarðaál og rútufyrirtækin um að
selja almenningi fargjöld. Álvers-
rútan er þar með orðin uppistaðan í
samgöngukerfi bæjarfélagsins en
einnig er nýttur annar akstur sem
fyrir var.
Nýtt kerfi lofar góðu á Suðurlandi
Samtök sveitarfélaga hafa tekið við sérleyfum um land allt Álversrútan er uppistaðan í nýju
kerfi almenningssamganga á Miðausturlandi Strætó bs. tekur virkan þátt í uppbyggingunni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Af stað Mjóddin er upphafs- og endastaður Suðurlandsstrætósins. Flestir fara á Selfoss en netið nær til Hafnar.
Fargjald með strætó frá Reykja-
vík til Hafnar í Hornafirði er
10.150 kr. aðra leiðina. Er það
lítið eitt dýrara en ódýrasta far-
gjald með flugi, netfargjald,
sem er 10.400 kr.
Til samanburðar má geta
þess að rútufargjald fyrir full-
orðinn til Akureyrar er 11.800
krónur og 1.400 kr. til Selfoss.
Þeir sem ætla að nota rútuna
á milli Víkur og Hafnar þurfa að
panta fyrir klukkan sex daginn
áður. Ef enginn á pantað fer rút-
an ekki. Ferðin tekur skemmri
tíma en áður, eða um sex tíma í
stað hátt í ellefu, þar sem ekki
er stoppað á ferðamannastöð-
um.
Svipað og
flugfargjald
RÚTAN PÖNTUÐ TIL HAFNAR
Sigrún Rósa Björnsdóttir
sigrunrosa@mbl.is
Á fjórða tug smáskjálfta varð við
Hellisheiðarvirkjun yfir helgina og
fram til gærdagsins. Þar af mæld-
ust um tíu skjálftar í kringum tvö
stig og fjórir til fimm skjálftar fóru
yfir tvö stigin, samkvæmt vikuyfir-
liti frá Veðurstofu Íslands, sem gef-
ið er út fyrir viku 5.
Skjálftavirkni í skoðun
Jónas Ketilsson, verkefnisstjóri
jarðhitanýtingar hjá Orkustofnun
segir jarðskjálftavirkni á svæðinu
til skoðunar hjá ráðgjafahópi á veg-
um Orkuveitu Reykjavíkur. „Þurfi
Orkuveita Reykjavíkur að beita
neyðarlosun affallsvökva, ber henni
samkvæmt skilyrðum um virkjun-
arleyfi að tilkynna þegar í stað um
neyðarlosunina og hvernig fyrir-
tækið ætli sér að laga það sem út af
bar og hvernig megi koma í veg
fyrir að slíkt gerist aftur.“
Þetta geti til dæmis gerst þegar
virkjunin slái út og OR þurfi að at-
huga hvernig hún taki á slíku, með
hliðsjón af verkferlum innan fyr-
irtækisins. Jónas segir að Orku-
stofnun skoði nú skjálftavirkni
vegna niðurdælingar almennt í
tengslum við útgáfu virkjunarleyfa.
Um áhrif smáskjálfta bendir Jón-
as á upplýsingasíðuna jardhiti.is og
ef fólki vilji frekari upplýsingar geti
það sent Orkustofnun fyrirspurnir
á os@os.is.
Skila áliti í vor
Í haust var greint frá miklum
skjálftahrinum í kjölfar þess að nið-
urdæling frá Hellisheiðarvirkjun
var aukin vegna stækkunar virkj-
unarinnar, og flutt frá Gráuhnjúk-
um yfir til Húsmúla. Þá komu allt
að 4 stiga jarðskjálftar sem fundust
í Hveragerði og á öllu höfuðborg-
arsvæðinu.
Á þeim tíma var talað um að fólk
yrði látið vita ef eitthvað færi að
gerast á svæðinu. Aðspurður hvar
þau mörk liggja, segir Bjarni
Bjarnason, forstjóri Orkuveitu
Reykjavíkur, að stofnaður hafi ver-
ið óháður ráðgjafahópur, „með
bestu jarðskjálftafræðingum sem
við eigum.“
OR hafi óskað eftir ráðleggingum
um hvernig eigi að haga dæling-
unni, hvernig viðbragðsáætlun eigi
að vera, verði hún gerð, og hvernig
eigi að standa að tilkynningarmál-
um.
„Þessi hópur hefur ekki skilað af
sér en gerir það í vor,“ segir
Bjarni. Hveragerðisbær eigi
áheyrnarfulltrúa í hópnum.
Þegar spurt er hvort búast megi
við áframhaldandi skjálftum á
svæðinu segir Bjarni að ástandið
verði vonandi ekki viðvarandi. Þeg-
ar byrjað var að dæla í október,
hafi myndast nýtt þrýstiástand.
Vatnsþrýstingurinn hafi aukist en
hann jafnist síðan út og nái nýju
jafnvægi. „Hins vegar mun alltaf
verða skjálftavirkni. Þetta er mjög
virkt skjálftasvæði og í raun eld-
virkt svæði.“
Bjarni segir ráðgjafahópinn hafa
komið með mjög skýr skilaboð um
að allar breytingar á dælingu væru
óæskilegar. Ef þess þurfi hins veg-
ar, gerist það mjög hægt.
Skjálfti vegna óveðurs
Bjarni segir að þar sem þetta
hafi verið vitað hafi hann hringt
strax í Aldísi Hafsteinsdóttur, bæj-
arstjóra í Hveragerði þegar óveðr-
ið gekk yfir í síðasta mánuði og lát-
ið vita að hugsanlega mætti búast
við smáskjálftum þar sem það varð
röskun á dælingunni þegar rafstöð-
in sló út. Bjarni segir stóra skjálft-
ann sem varð í október hafa kennt
þeim að dæla hægt og í þrepum en
þá mældist skjálfti sem var um 4
stig. „Það var vegna þess að við
vorum að dæla á fullu og þá laust
eldingu niður í raforkukerfið og
stöðin datt út. Við, vitandi ekki bet-
ur, dældum á fullu um leið og hún
fór í gang aftur, segir Bjarni. Þá
hafi komið titringur en menn séu
vonandi að læra af þessu.
Enn skelfur við Hellisheiðarvirkjun
Morgunblaðið/Golli
Borholur „Hins vegar mun alltaf verða skjálftavirkni. Þetta er mjög virkt skjálftasvæði og í raun eldvirkt svæði.“
Á fjórða tug smáskjálfta varð
við Hellisheiðarvirkjun yfir helgina
Þar af fóru um fjórir til fimm
jarðskjálftar yfir tvö stigin