Morgunblaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 27
DAGBÓK 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2012 Sudoku Frumstig 4 1 5 8 5 7 2 3 6 4 6 3 5 7 4 2 6 8 5 7 4 7 2 5 2 6 1 6 9 7 9 5 2 8 4 9 7 5 9 3 3 8 2 8 3 4 2 6 2 9 4 7 4 6 5 7 8 6 4 3 2 4 9 2 6 7 6 3 8 2 9 3 7 4 6 8 5 4 6 5 1 9 7 2 8 3 8 2 3 6 4 5 9 7 1 7 9 1 8 3 2 6 4 5 2 7 9 4 8 1 3 5 6 3 5 8 9 2 6 4 1 7 1 4 6 7 5 3 8 2 9 6 8 4 5 7 9 1 3 2 5 1 2 3 6 8 7 9 4 9 3 7 2 1 4 5 6 8 2 3 6 7 4 5 1 8 9 5 1 4 9 8 3 6 7 2 8 7 9 2 6 1 5 4 3 3 5 2 4 1 6 7 9 8 1 6 8 3 7 9 4 2 5 4 9 7 8 5 2 3 6 1 9 4 5 6 3 8 2 1 7 6 8 3 1 2 7 9 5 4 7 2 1 5 9 4 8 3 6 3 6 7 9 4 5 8 1 2 4 8 1 7 6 2 3 9 5 5 9 2 1 8 3 6 4 7 7 5 3 8 1 4 9 2 6 9 4 8 3 2 6 7 5 1 1 2 6 5 9 7 4 3 8 6 1 4 2 3 8 5 7 9 2 3 5 6 7 9 1 8 4 8 7 9 4 5 1 2 6 3 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Í dag er þriðjudagur 7. febrúar, 38. dag- ur ársins 2012 Orð dagsins: Breyttu ekki eftir því, sem illt er, minn elskaði, heldur eftir því, sem gott er. Sá sem gott gjörir heyrir Guði til, en sá sem illt gjörir hefur ekki séð Guð. (3. Jh 11.) Bankarnir leggja sem fyrráherslu á að landsmenn reyni að leggja til hliðar og ávaxti spariféð með sem bestum hætti. Ekki fóru hlutirnir vel fyrir hrun og eðlilegt að sparifjáreigendur séu varkárir í dag og telji jafnvel betri kost að geyma peningana undir koddanum, ekki síst þegar verðbólgan er orðin þetta mikil og vextirnir í raun neikvæðir. Víkverja varð hugsað til þess að það gæti kannski verið bara sniðugt að geyma peningana undir kodd- anum, eftir að hafa heyrt raunasögu kunningjakonu sem fór með dóttur sína í einn stóru bankanna til að stofna sparireikning. Farið var í útibú til að ganga frá formlegheit- unum. Eitt af því var að gefa upp kennitölu og þar sem dóttirin er fædd á þessari öld er aftasti staf- urinn 0. Eftir að stelpan þuldi upp kennitöluna sagði gjaldkerinn: „Nei, þetta getur ekki passað, það enda allar kennitölur á 9,“ sagði hún undrandi á svip. Móðirin gapti af undrun: „Nei, það fá allir 0 aftast sem fæddir eru 2000 og síðar.“ „Ó,“ sagði gjaldkerinn, „er nýbúið að breyta þessu?“ Víkverji telur rétt að fram komi að umræddur gjaldkeri var ung og dökkhærð kona, ekki ljóshærð! x x x Að allt öðru. Víkverji er eins ogaðrir landsmenn, velflestir, mikill aðdáandi Söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, sem einhverjir málhreinsunarmenn vilja kalla Evróvisjón. Eins og Baggalútsmenn hafa bent á væri nær að ganga alla leið og tala um Evrósýn. En hvað um það. Loka- keppnin hér heima er nk. laugar- dagskvöld, í beinni útsendingu frá Eldborg í Hörpu. Það gladdi Vík- verja um helgina að sjá og heyra að Páll Óskar yrði Brynju Þorgeirs- dóttur til halds og traust við kynn- ingu á lokakvöldinu. Eins góð sjón- varpskona og Brynja er, þá telur Víkverji að skemmtiþættir séu ekki hennar hilla. Kynningin krefst létt- leika og þegar kemur að Eurovision er Páll Óskar bara með ’etta! víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 vígja, 4 déskota, 7 ber vitni um, 8 víkki, 9 hagn- að, 11 sárt, 13 kviður, 14 staga, 15 ódrukkinn, 17 ná yfir, 20 lem, 22 hylkið, 23 sáta, 24 skakka, 25 áætl- unarbíllinn. Lóðrétt | 1 ríki dauðra, 2 af- fermum, 3 hina, 4 dásemd, 5 spil, 6 skil eftir, 10 spela, 12 hyggja, 13 hestur, 15 ólyfjan, 16 niðurgangurinn, 18 útgjöld, 19 fæddur, 20 venda, 21 guð. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 skaufhali, 8 taðið, 9 ramba, 10 inn, 11 akarn, 13 arinn, 15 hlass, 18 skrum, 21 tík, 22 forði, 23 jafna, 24 skeggræða. Lóðrétt: 2 kuðla, 3 urðin, 4 hyrna, 5 lampi, 6 átta, 7 hann, 12 rós, 14 rok, 15 hefð, 16 afrek, 17 sting, 18 skjár, 19 rofið, 20 móar. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Hrunið mikla. V-NS. Norður ♠7 ♥ÁKDG ♦D1085 ♣Á864 Vestur Austur ♠KD103 ♠9842 ♥3 ♥10982 ♦7642 ♦Á ♣KD72 ♣G1093 Suður ♠ÁG65 ♥7654 ♦KG93 ♣5 Suður spilar 4♥. Vestur er gjafari og passar. Norður opnar á 1♦, suður svarar réttilega á 1♥ með hundana fjóra og þá doblar vestur til úttektar. Norður rammar sig vel inn með 3♥, sem sýnir nákvæmlega 15-17 hápunkta, fjórlit í hjarta og ójafna skiptingu. En suður hefur vonda sam- visku yfir trompinu og lætur duga að lyfta á 4♥. Útspilið er ♠K. „Gæti verið slemma,“ hugsar suður og leggur á djúpið; drepur á ♠Á, tekur ♣Á og trompar lauf. Spilar svo tígli. Hugmyndin er að trompa þrjú lauf heima og ná þannig í tólf slagi í heild- ina: sjö á tromp, þrjá á tígul og ásana tvo. Það fer á annan veg. Austur drep- ur á ♦Á og spilar spaða. Við það hryn- ur spilið og uppskeran er aðeins níu slagir. Hvað gat sagnhafi gert? Hann gat dúkkað ♠K í fyrsta slag. 7. febrúar 1965 Louis Arms- trong, konungur djassins, kom til landsins og hélt þrenna tónleika í Háskólabíói. Hann var ánægður með ís- lensku áheyrendurna og sagði í samtali við Morgunblaðið: „Ég finn að það er mikill djass í þessu fólki.“ 7. febrúar 2000 Íslensku bókmenntaverðlaun- in voru í fyrsta sinn veitt fyrir barnabók, Söguna af bláa hnettinum. Höfundurinn, Andri Snær Magnason, sagði það heiður að „bók sem geym- ist þar sem börn ná til“ skyldi hafa hlotið verðlaun í flokki fagurbókmennta. 7. febrúar 2005 Jökulfell, skip Samskipa, sökk við Færeyjar, á leið frá Lett- landi til Reyðarfjarðar. Sex skipverjar fórust en fimm var bjargað. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist… „Ég ætla ekki að gera mikið. Mögulega að fara út að borða í kvöld og í bíó,“ segir Helen Garð- arsdóttir, sem heldur upp á þrítugasta og þriðja afmælisdaginn sinn í dag. Helen er nýliðaþjálfari hjá Björgunarsveitinni Ársæli og því liggur bein- ast við að spyrja í hverju það felist. „Það felur í raun í sér að halda utan um nýliðaprógrammið og þessa rúmlega þrjátíu krakka sem byrjuðu í haust,“ segir Helen sem játar því að það sé heil- mikil vinna. „En ótrúlega skemmtilegt líka og því tollir maður í þessu.“ Helen hefur verið í björgunarsveitinni síðan ár- ið 2008. Hún segir félagsskapinn góðan og starfið áhugavert og þar hafi hún kynnst mörgum af sínum bestu vinum. Spurð hvort björg- unarstarfið sé erfitt, segir Helen það krefjandi. „Það fer mikill tími í þetta og maður lærir mikið og er að gefa eitthvað af sér í staðinn. Þannig að maður nennir alveg, eins og fyrir tveimur vikum, að vera úti alla nóttina að draga bíla upp úr sköflum.“ Það er ljóst hvar áhug- inn liggur hjá Helen, því út frá björgunarsveitarstarfinu fór hún að læra sjúkraflutninga í haust. „Það nýtist mjög vel bæði í björg- unarsveitinni og eins í daglegu lífi.“ segir Helen. sigrunrosa@mbl.is Helen Garðarsdóttir 33 ára í dag Út að borða og í bíó Nýirborgarar Karlstad, Svíþjóð Gunnþóra Rós Gunnarsdóttir fæddist 24. september 2011. Hún vó 3445 g og var 54 cm löng. Foreldrar hennar eru Hanna Rósa Einarsdóttir og Gunnar Steinn Mánason. Flóðogfjara 7. febrúar Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 0.00 0,6 6.08 4,0 12.27 0,5 18.30 3,7 9.51 17.34 Ísafjörður 2.04 0,1 8.05 2,1 14.35 0,1 20.30 1,9 10.10 17.25 Siglufjörður 4.15 0,2 10.27 1,2 16.51 0,0 23.08 1,2 9.53 17.07 Djúpivogur 3.28 1,9 9.38 0,3 15.37 1,8 21.43 0,1 9.24 16.59 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Einhverjar breytingar liggja í loftinu og þú getur ekki komið í veg fyrir þær. Nýttu þér meðbyrinn en mundu að skjótt skipast veður í lofti. (20. apríl - 20. maí)  Naut Beittu verksviti þínu því þú hefur nóg til þess að leysa þau verkefni sem þér hafa verið falin. Mundu að það kostar ekkert að hlusta á það sem aðrir hafa að segja. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Eitthvað kann að slettast upp á vin- skapinn hjá þér og gömlum vini. Haltu frekar þínu striki því trúin flytur fjöll. Takist þér það eru bjartir tímar framundan bæði í leik og starfi. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Nú væri ekki úr vegi að slökkva fróð- leiksþorstann með því að skrá sig á námskeið eða fara á bókasafnið. Leggðu þitt af mörkum svo logarnir megi brenna áfram. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þótt þú eigir ekki að brjóta á rétti þínum skaltu teygja þig langt til þess að halda frið- inn í dag. Stundum er betra en ekki að fara sér hægar og hafa góða yfirsýn. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Veltu því fyrir þér áður en þú efnir til deilna við vini og kunningja hvort ekki sé hægt að sættast á málin. Gættu því hófs. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Samtal við vin getur gert þig óöruggan og óvissan í þinni sök. Með festu tryggir þú frama þinn. Einnig væri ráð að hefja nám sem nýtist þér á starfsvettvangi. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Hættu að bera þig saman við annað fólk því engir tveir eru eins. Gríptu öll tækifæri sem gefast í dag. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Einhver vitur og hlutlaus mun hjálpa þér að sjá tilveru þína og horfast í augu við hvar þú stendur. Snilldarlegar hugmyndir verða á lofti og krydda samtal þitt við aðra. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Reyndu að sjá það góða í öðru fólki fremur en það slæma. Passaðu að falla ekki fyrir einhverjum háskalegum - stolta skúrk- inum eða yfirlýsta flekaranum. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú lifir þig ákaft inn í hlutina í dag. Kannski getur þú ekki lagað ástandið en unn- ið bug á því og þar með kennt öðrum. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Ástin getur verið eins og sprauta. Farðu því ekki að snúa út úr einföldum spurn- ingum þótt þú sért illa upplagður. Stjörnuspá  Tvær ellefu ára stúlkur efndu til tombólu á Húsavík og söfnuðu fé til styrktar Björgunarsveitinni Garðari á Húsavík. Húsvíkingar brugðust vel við heimsókn stúlknanna og margir greiddu mun hærri upphæð en andvirði tombólumiðans. Stúlk- urnar heita Rakel Hera Júlíusdóttir og Anna Marý Aðalsteinsdóttir. Hér afhenda þær Eysteini Heiðari Krist- jánssyni, gjaldkera björgunarsveit- arinnar 12.530 krónur. Hlutavelta 1. Rf3 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 d5 4. d4 Be7 5. Bg5 O-O 6. e3 Re4 7. Bxe7 Dxe7 8. Hc1 c6 9. Bd3 f5 10. O-O Rd7 11. Re2 Kh8 12. Dc2 g5 13. a3 g4 14. Rd2 Dg5 15. Rf4 Hf6 16. f3 Rxd2 17. Dxd2 Hh6 18. fxg4 fxg4 19. Df2 Rf6 20. Rg6+ Kg7 21. Re5 Dh5 22. Dg3 Bd7 Staðan kom nýlega upp á opnu al- þjóðlegu móti í Prag í Tékklandi. Stór- meistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2531) hafði hvítt gegn úkraínsku skák- konunni Elenu Cherednichenko (2113). 23. Hxf6! Hxf6 24. Rxd7 Hf7 25. Re5 Hff8 26. Rxg4 Kh8 27. De5+ Dxe5 28. Rxe5 og hvítur innbyrti vinninginn nokkru síðar. Stórmeistararnir Nidjat Mamedov (2601) og Alexandr Fier (2603) urðu jafnir og efstir á mótinu með 7½ vinning af 9 mögulegum en Hannes fékk 6½ vinning og deildi þriðja sætinu á mótinu ásamt sjö öðrum skák- mönnum. Frammistaða hans samsvar- aði árangri upp á 2488 skákstig. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.