Morgunblaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 10
Himalaya Lísbet með samferðarfólki sínu á toppi Stok Kangri. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég geng sex til átta kíló-metra hvern einasta dagallt árið. Ég syndi líka tíukílómetra í hverri viku og svo hjóla ég þegar hægt er að hjóla vegna færðar. Ég hjóla alltaf til og frá vinnu á sumrin og þess á milli fer ég í góða hjólreiðatúra. Að meðaltali hreyfi ég mig í sjötíu mínútur dag- lega. Þar fyrir utan fer ég í fjall- göngur bæði innanlands og utan. Þó það sé gaman að fara til útlanda í gönguferðir þá finnst mér ekki síður gaman að ganga á íslensk fjöll. Síð- astliðið haust gekk ég til dæmis með systur minni upp á Kaldbak við Eyjafjörð sem var mikill sigur, því við sukkum í snjó upp að hné í hverju skrefi,“ segir Lísbet Gríms- dóttir yfirlífeindafræðingur á klín- ískri lífeindafræðideild Landspítala- háskólasjúkrahúss en hún hefur tvisvar fengið platínuverðlaunin í Lífshlaupinu, heilsu- og hvatningar- verkefni ÍSÍ sem fór af stað í fimmta sinn nýlega. „Ég á Lífshlaupinu mikið að Helgidómur kyrrð- arinnar á fjöllum Lífshlaupið hefur verið henni mikil hvatning og hún hefur tvisvar unnið sér inn platínumerki í því átaki. Síðast þegar hún tók við verðlaununum hafði hún hreyft sig í 335 daga samfleytt. Hún syndir, gengur og hjólar en auk þess fer hún í fjall- göngur bæði innanlands og utan. Sæl Lísbet með leiðsögumanni að lokinni göngu á fjallið Stok Kangri. 10 DAGLEGT LÍFÚtivist og hreyfing MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2012 Íslenski fjallahjólaklúbburinn heldur úti vefsíðunni fjallahjolaklubb- urinn.is en þar segir að klúbburinn sé fyrir alla þá sem noti reiðhjól sem samgöngutæki. Á síðunni er að finna margvíslegar upplýsingar er varðar hjólreiðar og þar eru einnig allar uppákomur klúbbsins auglýstar. Meðal þess sem finna má á vefsíð- unni er grein um sögu reiðhjólsins á Íslandi eftir Óskar Dýrmund Ólafs- son. Þar segir meðal annars svo; „Fyrstu fregnir af reiðhjólum sem vitað er til að hafi birst hérlendis á prenti eru þegar orðið hjólhestur er notað í grein um „Atgervi kvenna“ árið 1887 í Fjallkonunni. Í greininni eru rök færð fyrir því að þrátt fyrir allt þá geti konan nú ýmislegt og jafnvel í sumum tilvikum skarað fram úr karlmönnum. „Ein kona hefir nú á dögum náð að skara svo fram úr í stærðfræði, að enginn karl- maður er henni fremri. Önnur hefir á einum degi ferðazt 160 enskar mílur á hjólhesti (Bicycle).“ Hér er verið að vitna til kvenna erlendis en víða voru hjólreiðar orðnar að tískuæði þar.“ Vefsíðan www.fjallahjolaklubburinn.is Morgunblaðið/Ómar Hjólað Í dag ferðast margir um á hjólum allan ársins hring. Hjólhestur frá árinu 1887 Landssamtök hjólreiðamanna standa fyrir hjólreiðaferðum frá Hlemmi á laugardagsmorgnum og farið verður hvern laugardag fram til loka apríl. Vikulegar upplýsingar birtast á Fa- cebook-síðu LHM: Landssamtök hjól- reiðamanna. Mæting er á Hlemmi milli kl. 10:00 og 10:15 og er hjólað af stað kl. 10:15. Hjólaðar eru mismunandi leiðir um borgina og höfuðborgarsvæðið eftir rólegum götum og stígum í 1-2 tíma. Markmiðið er að hittast og sjá og læra af öðrum hjólreiðamönnum hversu auðvelt er að hjóla í borginni. Þessar ferðir eru ekki ósvipaðar þriðjudags- kvöldferðum Fjallahjólaklúbbsins á sumrin en áherslan er hér á sam- gönguhjólreiðar í borginni og mikið lagt upp úr spjalli og rólegri ferð. Fyrir áhugasama má nálgast nánari upplýsingar á vefsíðunni lhm.is/lhm/ frettir/759-laugardagsferdir- vorid-2012. Endilega … … hjólið um borgina í laugar- dagsrólegheitum Morgunblaðið/ÞÖK Hjólreiðar Svifið um á einum af mörgum hjólastígum höfuðborgarinnar. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Aðalfundur Marel hf. 2012 Aðalfundur Marel hf. verður haldinn í höfuðstöðvum félagsins, Austurhrauni 9, Garðabæ, miðvikudaginn 29. febrúar nk., kl. 16:00. Dagskrá: • Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt grein 4.13 í samþykktum félagsins. • Tillaga um að heimila félaginu að kaupa eigin hlutabréf. • Önnur mál, löglega borin fram. Fundarstörf fara fram á ensku. Sérstaklega er bent á að þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn skulu tilkynna það skriflega til stjórnar félagsins að minnsta kosti fimm sólarhringum fyrir upphaf aðalfundar. Til þess að tillögur frá hluthöfum sem leggja á fyrir á fundinum verði teknar þar til umræðu verður að skila þeim til stjórnar félagsins eigi síðar en sjö dögum fyrir fundinn. Frekari upplýsingar um tímafresti þá sem gilda í tengslum við rétt hluthafa til að fá mál sett á dagskrá hluthafafundar, leggja fram ályktunartillögur fyrir fundinn, o.fl. er að finna á aðalfundarvef félagsins, www.marel.com/agm. Þar er jafnframt að finna allar frekari upplýsingar í tengslum við aðalfundinn, þ.m.t. ársskýrslu félagsins, drög að dagskrá fundarins, tillögur stjórnar félagsins, ársreikning félagsins fyrir árið 2011, upplýsingar um heildarfjölda hluta og atkvæðafjölda í félaginu m.v. 7. febrúar 2012, umboðsform auk upplýsinga um skjöl sem lögð verða fyrir fundinn. Endanleg dagskrá fundarins og tillögur verða aðgengilegar hluthöfum sjö dögum fyrir fundinn á framangreindum aðalfundarvef félagsins sem og á skrifstofu félagsins að Austurhrauni 9, 210 Garðabæ. Umboðsmenn hluthafa skulu framvísa skriflegum umboðum við inngang. Atkvæðaseðlar og önnur gögn verða aðgengileg á fundarstað frá kl. 15.30. Stjórn Marel hf. www.marel.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.