Morgunblaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2012 ✝ Margrét Þ. Sig-urðardóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 3. febrúar 1925. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 26. jan- úar 2012. Foreldrar henn- ar voru Sigurður Þorleifsson og Mar- grét Gunnlaugs- dóttir. Margrét átti níu systkini: Gunnlaugur, f. 1921, látinn, Sigríður, f. 1922, látin, Una Rósmunda, f. 1923, látin, Fjóla, f. 1928, Pálína, f. 1929, Ei- ríkur, f. 1931, látinn, Oddný Rósa, f. 1933, Einara, f. 1936, Pétur hálfbróðir, sammæðra, lát- inn. Hún var tekin 5 ára í fóstur að Söndum í Meðallandi, þar bjuggu Páll Pálsson og Sigríður Sæmundsdóttir. Uppeldissystkini hennar voru Páll, Sigurjón, Jón, Þorbjörg, Lóa, þau eru öll látin. Margrét giftist þann 3. ferbrú- ar 1951 Guðbergi Þorsteinssyni frá Mýrarkoti á Álftanesi. Þau eignuðust þrjár dætur. 1) Sigríð- ur, f. 1944, börn hennar, Guð- bergur Grétar Birkisson, Svan- dís Birkisdóttir. 2) Steinþóra, f. 1949, börn hennar, Þröstur Laxdal Hjartarson, Berg- þóra Laxdal Hjart- ardóttir. 3) Mar- grét, f. 1950, maki Baldur Björnsson, börn þeirra, Sig- urður og Róbert Jónssynir úr fyrra sambandi, Inga Birna Bald- ursdóttir, Guð- bergur Baldursson. Afkomendur eru 44 talsins. 16 ára fór hún til Vest- mannaeyja í atvinnuleit. Síðan fór hún til Reykjavíkur og vann ýmis störf. Eftir að hún settist að í Hafnarfirði með manni sínum þá vann hún við fiskvinnslu bæði í bæjarútgerðinni og Norður- stjörnunni. Hún var mikil hann- yrðakona og saumaði mikið út. Henni þótti gaman að veiða. Fóru þau hjónin ófáar ferðinar út á land til að veiða í vötnum og lækjum austur í Meðallandi og nágrenni. Útför Margrétar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 7. febrúar 2012, og hefst athöfnin kl. 13. Fallin er frá okkar elskulega amma í Hafnarfirði. Minning- arnar okkar um ömmu eru allar ljúfar og góðar. Hún tók alltaf á móti manni með sínum mjúka faðmi og sínu hlýja brosi. Þegar farið var til Reykjavík- ur var komið við á Álfaskeiðinu til að kíkja á ömmu áður en farið var aftur austur. Þaðan fórum við aldrei svöng, því amma pass- aði alltaf upp á að þaðan færu allir í sveitina með vel mettan maga. Talaði hún oft um álfana í hrauninu á Álfaskeiðinu. Hún bar mikla virðingu fyrir þeim og passaði alltaf uppá að raska ekki ró þeirra. Amma kom stundum í heim- sókn austur fyrir fjall. Eitt skiptið stendur sérstaklega upp úr. Það var þegar hún kom með rútunni og enginn bíll var í hlaðinu heima svo ákveðið var að sækja hana á traktornum. Enn þann dag í dag munum við eftir svipnum á ömmu þegar hún sá fararskjótann sinn. Þegar heilsan fór að gefa sig fluttist hún á Hrafnistu í Hafn- arfirði. Talaði hún oft um það hvað henni liði vel og að þar væri dekrað við sig. Þegar hún var búin að segja okkur góða sögu frá því hún var ung, eða búin að brýna fyrir okkur að lifa lífinu þá endaði hún oft á að segja „já lífið er lotterí“. Elsku amma, við þökkum þér fyrir þær góðu stundir sem við höfum átt saman. Nú vitum við að þér líður betur. Núna ertu komin til afa og eruð þið eflaust dansandi undir harmonikkuleik eins og þið oft gerðuð. Guð geymi þig. Guðbergur og Inga Birna. Hún amma mín er búin að kveðja. Það var að kvöldi óveð- ursdagsins 26. janúar að mamma mín, sem var búin að vera hjá þér síðustu dagana hringdi og sagði okkur að þetta væri búið. Við vissum svo sem í hvað stefndi síðustu vikurnar og þegar ég sá þig síðast þann 28. desember og kyssti þig bless fékk ég það á tilfinninguna að ég sæi þig ekki aftur á lífi. Mér fannst vera stutt í það að þú færir að hitta hann Begga afa, sem þú ert búin að sakna svo mikið í 24 ár. Þú hefðir orðið 87 ára þann 3. febrúar síðastliðinn, og þó að hægt sé að segja að það sé hár aldur og búast megi við að endastöðin sé á næsta leiti þá er það alltaf erfitt að kveðja og þá sérstaklega þegar fólk eins og þú og afi eruð búin að vera svo stór partur af mínu lífi. Ég hugsa um veiðitúrana í Heiðarvatn. Það eru til myndir af okkur Róberti bróður með þrjá fulla plastpoka og hálffullan þvottabala af fiski eftir aðeins tvo daga í Heiðarvatni. Afi var alltaf í grænu vöðlunum sínum að vaða útí til að kasta fyrir okk- ur og þegar hann kom til baka með stöngina og rétti okkur þá var kominn fiskur á. Svona gekk þetta allan daginn og það var þreyttur afi sem lagðist til svefns um kvöldið. Svo var fólk sitthvorum megin við okkur sem fékk ekki bröndu og kom svo til okkar og spurði hvað í ósköp- unum við værum að nota. Ég stend í eilífri þakkaskuld við ykkur, amma mín og afi, hvað þið hafið gert fyrir mig í gegnum tíðina. Allar gistinæt- urnar sem ég fékk að vera hjá ykkur á Álfaskeiðinu, þær eru ekki fáar, allar máltíðirnar sem ég fékk að borða hjá ykkur. Og svo bara allar samverustundirn- ar á spjalli við eldhúsborðið sem við áttum saman á síðustu árum. Þar fékk ég oft að heyra „ég held að þú hafir bara þroskast aðeins“. Þú minntist oft á, þegar við vorum að ræða málin, með svolítilli biturð í röddinni þegar þú varst send fimm ára gömul frá Vestmanneyjum í fóstur austur í Meðalland með hinu fornfræga skipi Íslending, til Víkur í Mýrdal, og svo á hesti restina af leiðinni og þegar þið voruð að fara yfir Kúðafljót þá var það svo vatnsmikið að straumurinn hreif þig af baki en þú náðir að grípa í faxið á hest- inum og hanga í, þangað til þið voruð komin yfir. En svo birti yfir þér þegar þú sagðir hvað þú hefðir nú lent hjá góðu fólki á bænum Söndum í Meðallanda- sveit, það hefðu nú ekki allir verið svona heppnir sem voru sendir í burtu heiman frá sér vegna fátæktar. Já, eins og þú sagðir, lífið er ekki alltaf dans á rósum. Jæja, amma mín, ég gæti skrifað svo miklu meira og sagt frá svo mörgum fallegum minn- ingum um þig og afa en ég læt nú staðar numið. Ég vil bara að þú og afi vitið það að ég er mjög þakklátur fyrir að hafa átt ykk- ur að og fyrir allt sem þið gerð- uð fyrir mig. Og nú sé ég ykkur fyrir mér sitjandi á árbakka við sólsetur með veiðistöng á ein- hverjum fallegum stað, jafnvel að skála í koníaki, hamingjusöm og sameinuð á ný. Ykkar dóttursonur, Sigurður. Margrét Þ. Sigurðardóttir kvaddi þennan heim eftir erfiða sjúkdómslegu. Þótt ég vissi hvert stefndi er ég engu að síður miður mín af sorg. Við höfum þekkst og verið traustar vinkonur nánast frá fæðingu. Sem smástelpur á Hólavalla- og Hávallagötu lékum við okkur tímunum saman á Landakotstúninu, sem var okkar undraheimur. Þegar fjölskylda mín fluttist á Laufásveginn dró úr sambandinu, en það rofnaði aldrei. Við sátum saman í fjóra líflega vetur í Versló. Katrín fór til Þýskalands en ég til Minne- sota, þar sem ég dvaldi í nokkur ár. Á meðan brúaði bréfasam- bandið tengslin milli okkar. Eftir heimkomu unnum við saman á skrifstofu Loftleiða í 11 ár. Svo fæddist Sigurlaug Anna og Katr- ín sneri sér að barnauppeldi og fljótt bættust við dæturnar Hanna Lilja og Hjördís Hildur og ég eignaðist Áslaugu Svövu og Hörð Hákon. Þau voru öll á svip- uðu reki. Barnauppeldið styrkti enn betur vináttubönd okkar Katrínar og skóp óteljandi sam- verustundir. Ekki má gleyma saumklúbbnum okkar sem haldið hefur vinkvennahópnum þétt saman í áratugi. Nú kveður Katr- ín fyrst okkar þann ljúfa hóp. Hún heldur nú á vit forfeðra sinna á sólríkum sléttum eilífð- arinnar eftir að hafa verið lögð að velli af skelfilegu meini um aldur fram. Katrín var einstök vinkona. Ljúf og góð. Skipti aldrei skapi og átti til hlýju fyrir okkur öll. Deilur voru henni ekki að skapi og sjaldan hækkaði hún röddina. Hún var glæsileg, fáguð kona og yfir henni var svo mikil reisn að eftir var tekið. Því miður er þessum kafla lífs hennar lokið og eftir sitjum við vinkonurnar í djúpri sorg. Sím- tölin verða ekki fleiri. Samveru- stundir heyra sögunni til. Eftir lifir minning um yndislega vin- konu sem sárt er saknað. Ég og mín fjölskylda sendum dætrum Katrínar og fjölskyldum þeirra innilegar vinar- og samúð- arkveðjur á sorgarstundu. Megi sá sem öllu ræður blessa minn- ingu Katrínar vinkonu minnar. Áslaug G. Harðardóttir. Elsku hjartans vinkona mín, Katrín. Söknuðurinn er mikill. Vinskapur okkar er búinn að vara í yfir 50 ár svo aldrei bar skugga á. Allar minningar mínar um samverustundir okkar eru mér svo dýrmætar. Við þekktum hvor aðra svo vel. Nú á ég aldrei eftir að heyra þig segja í símann „Komd þú sæl“. Sorgin er mest hjá dætrum þínum, tengdasonum, barna- börnum og systkinum. Ég kveð þig, elsku vinkona mín, með sorg í hjarta. Þín, Anna. Kveðja frá saumaklúbbnum Kallið er komið. Okkar elskulega skóla- og saumaklúbbssystir Katrín lést á Líknardeild Landakots 28. jan- úar sl. Er hún sú fyrsta úr okkar hópi sem kveður þennan heim. Það var vorið 1958 sem nokkrar skólasystur úr Verzlunarskóla Íslands ákváðu að stofna sauma- klúbb, og urðum við alls 14 í hópnum og höfum haldið saman alla tíð síðan. Kata, þessi huggu- lega og fallega kona, var ein af þeim. Eins og títt er um fólk sem hefur óvenju marga kosti og mikla hæfileika var hún með en- dæmum hógvær og hlédræg. Hún var afburða greind, vel lesin og víðsýn, en notaði aldrei gáfur sínar til að gera lítið úr öðrum, en þess í stað var hún trygg og traust. Hún kláraði háskólanám sitt með láði ásamt því að ala upp þrjár dætur. Á saumaklúbbskvöldum var oft mjög glatt á hjalla. Stundum saumað, prjónað, lakkaðar negl- ur en ekki síst bara spjallað og haft gaman af. Kata var lista- kokkur og var alltaf spennandi þegar hún hafði klúbb, hvað við fengjum nú hjá henni, því við vor- um allar mikið fyrir mat og drykk. Margar ferðir fór sauma- klúbburinn bæði innanlands og utan og má t.d. nefna ferðina til Bolungavíkur að heimsækja Duddu, og gistum við allar hjá henni. Að sjálfsögðu var þetta menningar- og skemmtiferð, en satt best að segja var ekki mikið sofið þessa helgina. Dætur Kötu eru Sigurlaug Anna, Hanna Lilja og Hjördís Hildur og eiga þær nú allar um sárt að binda er þær kveðja elskulega mömmu sína, sem var þeim stoð og stytta alla tíð. Við kveðjum Kötu með sökn- uði, virðingu og þökk og biðjum Guð að styrkja dætur hennar og fjölskyldur um ókomna tíð. Guð blessi minningu góðrar konu. Þá hlæja hvítir fossar, þá hljóma strengir allir. Þá hlýnar allt og brosir, þá fagna menn og dýr. Þá leiðast gamlir vinir um vorsins skógahallir. Þá verður nóttin dagur og lífið ævintýr. (Davíð Stefánsson.) Anna, Áslaug, Birna, Halldóra, Ellen, Gerður, Guðlaug, Ingunn, Jytte, Margrét, Peta, Soffía og Þórdís. Með söknuði og djúpri hryggð kveð ég góða vinkonu mína, Katrínu Jónsdóttur. Hún hafði lengi barist við óvæginn sjúkdóm af mikilli þrautseigju. Síðustu dagarnir urðu henni mjög erfiðir því að það var eins hún teldi sig enn þurfa að vernda sína nán- ustu, þó að það bitnaði á henni sjálfri. Katrín tók sjúkdómi sín- um með miklu æðruleysi. Katrín var falleg og greind og hafði sérstaklega góða nærveru. Katrín gerði ekki miklar kröfur fyrir sjálfa sig, en lét sér mjög annt um heimilið og fjölskylduna. Það má segja að líf hennar hafi gengið út á að vera ætíð til staðar fyrir dætur sínar og fjölskyldur þeirra. Það hefði verið auðvelt fyrir Katrínu að fara í langskólanám, þar sem hún var mikill námsmað- ur og dúxaði á stúdentsprófi. Hún gifti sig ung og stofnaði fjöl- skyldu sem var henni allt. Á þeim vinnustöðum, sem hún vann um ævina, var hún alls staðar vel metin og vel liðin. Síðar lauk Katrín BA-prófi í þýsku og al- mennri bókmenntafræði frá Há- skóla Íslands og til viðbótar námi í kennslu- og uppeldisfræði. Katrín var mikill lestrarhestur og var hin síðari ár alltaf með bók í hendi. Bókasmekkur Katrínar var fjölbreyttur, en hún las þýsku og ensku jafn vel og íslensku. Í ljóði Hannesar Péturssonar „Við sjúkrabeð“ segir: Ó legg þú laufblað ósýnilegt á tungu vinar míns, nú undir vetur sjálfan að hann sofið geti vongóður, eins og hann þráir – í þessari sprungu. Dætur Katrínar, þær Sigur- laug Anna, Hanna Lilja og Hjör- dís Hildur, launuðu svo sannar- lega móður sinni tryggð hennar og umhyggju. Þær voru óslitið við sjúkrabeð hennar síðustu vik- urnar og létu hana finna fyrir nærveru sinni þó að Katrín væri ekki með meðvitund. Þær töluðu til hennar og umvöfðu hana hlýju og væntumþykju. Að leiðarlokum vil ég þakka samfylgdina og allar góðar minn- ingar. Ég, dætur mínar og fjöl- skyldur sendum dætrum Katrín- ar og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Hafsteinn Hafsteinsson. Elsku fallega Linda mín. Ég trúi því ekki enn að þú sért farin frá okkur. Þú sem varst svo kát og með svo fallegt bros. Minningar streyma fram þegar ég hugsa um þig. Öll skiptin sem ég hitti þig Linda Hrund Káradóttir ✝ Linda HrundKáradóttir fæddist 7. maí 1991. Hún lést 23. janúar 2012. Útför Lindu Hrundar fór fram frá Egilsstaða- kirkju 4. febrúar 2012. hjá afa og ömmu með litlu fallegu stúlkuna þína hana Unni Kristínu. Það er svo sárt að þurfa að kveðja þig, elsku Linda mín, en núna ertu á góðum stað og líður vel. Elsku Linda mín, nú kveð ég þig í hinsta sinn. Ástar- þakkir fyrir sam- fylgdina á liðnum árum. Elsku Sólveig, Kári, Katrín og Björn, okkar dýpstu samúðarkveðjur og megi Guð vera með ykkur. Þórey, Ragnar og dætur. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eigin- manns míns, föður, tengdaföður, afa og lang- afa, VILHELMS INGIMUNDARSONAR, Fróðengi 1, Reykjavík. Ragnhildur J. Pálsdóttir, Hjörtur Ingi Vilhelmsson, Vilborg Sigrún Ingvarsdóttir, Jóhanna E. Vilhelmsdóttir, Sigurjón Bolli Sigurjónsson, Gunnar Vilhelmsson, Bjarnveig Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, LJÓSBJARGAR PETRU MARÍU SVEINSDÓTTUR, Steina-Petru. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á hjúkrunarheimilinu Uppsölum, Fáskrúðsfirði. Ingimar Jónsson, Guðmunda Ingibergsdóttir, Elsa Lísa Jónsdóttir, Magnús Aðils Stefánsson, Sveinn Lárus Jónsson, Þórunn Björg Pétursdóttir, Þórkatla Jónsdóttir, Jón Lúðvíksson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, VALDEMAR GUNNARSSON mjólkurfræðingur, Kjarnagötu 14, Akureyri, sem lést föstudaginn 27. janúar, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 10. febrúar kl. 13.30. Brit Mari Gunnarsson, Kristín Irene Valdemarsdóttir, Jón Marinó Sævarsson, Bryndís Elfa Valdemarsdóttir, Jón Birgir Gunnlaugsson, Berglind Mari Valdemarsdóttir, Sverrir Ásgeirsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.