Morgunblaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Niðurstaðakönnunar sem Viðskiptaráð Íslands lét gera fyrir sig um við- horf almennings til atvinnulífsins þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart. Engu að síður er hún ánægjuleg, því að hún sýnir að 94% landsmanna telja íslensk fyrirtæki skipta öllu eða miklu máli við að skapa góð lífskjör í landinu. Allur þorri lands- manna hefur sem sagt skilning á mikilvægi þess að hér þrífist öflugt atvinnulíf, en því miður nær þessi skilningur ekki til ríkisstjórnarinnar. Í tíð henn- ar hefur verið unnið markvisst að því að halda atvinnulífinu niðri og hindra vöxt þess. Í stað þess að halda skatt- heimtu hóflegri til að auka þrótt atvinnulífsins hafa svo að segja allir skattar verið hækkaðir og að auki hafa ver- ið lagðir á nýir. Þetta hefur ekki síst beinst gegn ferða- þjónustunni, at- vinnugrein sem er mikill vaxt- arbroddur og á drjúgan þátt í gjaldeyrissköpun þjóðarinnar. Sú grein sem mestan gjald- eyri skapar og er helsti und- irstöðuatvinnuvegur þjóð- arinnar hefur síðan sætt alveg sérstökum árásum og hefur nú búið við óþolandi óvissu í þrjú ár. Enn ein gjaldeyrisskapandi atvinnugreinin, stóriðjan, hef- ur mætt miklum andbyr í rík- isstjórninni, sem gerir allt til að koma í veg fyrir nýjar framkvæmdir og aukna orku- öflun. Ömurlegt er, þegar lands- menn hafa svo ríkan skilning á mikilvægi öflugs atvinnulífs, að hér skuli sitja ríkisstjórn sem sýnir í verki að hún til- heyrir þeim fámenna hópi sem telur atvinnulífið engu skipta um lífskjör landsmanna. 94% landsmanna hafa aðra skoðun á atvinnulífinu en ríkisstjórnin} Atvinnulífið undirstaða lífskjara Skýrsla sú semlífeyrissjóð-irnir stofn- uðu til og greiddu 70 milljónir fyrir að láta setja saman hefur vakið umræður. Við- brögð þeirra sem pöntuðu verkið eru dálítið æfð og sam- hljóða. Þeir fagna skýrslunni og segjast ætla að læra af henni, og láta eins og þar með sé málið afgreitt. Eins og stundum áður eru fjölmiðla- menn sumir uppnumdir yfir því hve skýrslan sé löng, einar áttahundruð síður. Það verður til þess að sárafáir munu leggja í lestur hennar. En bent hefur verið á að lengd skýrsl- unar felist ekki síst í því að stór hluti hennar er endur- prentun upplýsinga, m.a. líf- eyrissjóðanna sjálfra, sem þegar liggja fyrir á netinu og eins endurprentun umfjöll- unar Rannsóknarnefndar Al- þingis sem að lífeyrissjóðunum sneri. Tillögur hinnar nýju rann- sóknarnefndar sem snúa að framtíðarskipulagi sjóðanna eru ekki endilega líklegar til að girða fyrir glöp af því tagi sem rakið er í skýrslunni og munu bitna á kjörum lífeyr- isþega á næstu árum og ára- tugum. En vafalítið getur um- ræða um þær verið mjög þarfleg engu að síður. Á sama tíma fer fram um- ræða um verð- tryggingu, eins og stundum áður. Fyrir tilkomu verðtryggingar voru allir lífeyr- issjóðir, utan opinberrar ábyrgðar, lítils megnugir og næsta ónýt trygging fyrir sjóðsfélaga við starfslok. Helsta kostinn við lífeyr- issjóðsþátttöku sáu menn þá í því að eiga kost á óverð- tryggðu láni hjá sínum lífeyr- issjóði vegna húsakaupa, sem verðbólgan sæi svo um að gera þægilegt í endurgreiðslu. Sem þýddi um leið að sjóðurinn sjálfur skaðaðist sem því nam. Verðtrygging lánsskuld- bindinga á tímum þegar verð- bólga tekur kipp og laun fylgja seint og illa á eftir gerir greið- endum erfitt fyrir. Líkur standa þó til þess að kaupmátt- araukning slétti smám saman úr hinni óþægilegu kúrfu og að lokum endurgreiði menn lán sín með jafnverðmiklum krón- um eða hærri og þeim sem skuldin er skráð í. Án verð- tryggingar er óhætt að ætla að raunvaxtabyrðin verði hærri vegna þess að óvissuþátturinn, sem þá vex sé tekinn inn í vaxtakröfuna. Nauðsynlegt er að ræða verðtryggingu í þaula og í þeirri umræðu verða menn að standast freistingar ódýrrar umræðu. Nýleg skýrsla um lífeyrissjóði segir ekki alla söguna} Umræður um lífeyri og verðtryggingu E in af röksemdum þeirra sem standa að undirskriftasöfnun þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson að gefa kost á sér til áframhaldandi setu á Bessastöð- um er að hann hafi staðið öruggan vörð um ís- lenska hagsmuni í erfiðum milliríkjadeilum á síðustu árum. Forsetanum sé að þakka að Ice- save-málið sé að þróast bærilega, enda hafi hann í deilum haft hælkrók á Breta og Hollend- inga með rökvísi sinni og þekkingu. Þetta er hárrétt; forsetinn hefur verið réttur maður á réttum tíma og stað. Hann þekkir flestum bet- ur refilstigu alþjóðlegra samskipta og ætti nú, eftir góðan árangur í hagsmunamálum sem varða þjóðina miklu, að láta leik lokið. Enginn er ómissandi. Að vilja að forsetinn sitji sem lengst á Bessastöðum, sakir snilldarleiks í baráttu við erlendar stórþjóðir, lýsir mikilli vantrú undirskriftafólks á íslenskri þjóð og nánast einfeldingslegri vanþekkingu. Framganga Ólafs Ragnars er ekkert einsdæmi. Jafnan þegar mikil tíðindi gerast fylgir því að fram á sjónarsviðið koma óvænt – nánast eins og huldufólk út úr kletti – einstaklingar sem eru sniðnir í hlutverk leiðtogans. Standa beinlínis undir væntingum fólksins og koma stórum hlutum til leiðar. Um þetta get- um við nefnt ýmis dæmi. Árið 1973 hófst eldgos í Vestmannaeyjum og þá var það Magnús H. Magnússon bæjarstjóri sem talaði kjark í fólk- ið og sá sífellt fleiri nýja möguleika opnast eftir því sem eldgosið og eyðingarmáttur þess varð hrika- legri. Árið 1975 þegar konur á Íslandi tóku á sig rögg og fóru að berjast fyrir réttindum sín- um var nefnt að kona ætti að taka við búsfor- ráðum á Bessastöðum. Og þegar sviðið var autt snemma árs 1980 var nefnt í látlausu lesandabréfi að Vigdís Finnbogadóttir væri ágætt forsetaefni. Framhald sögunnar þekkja allir. Ný viðhorf voru að myndast og kona nýrra viðhorfa var kjörin forseti. Og kannski eru allir líka búnir að gleyma snjóflóðinu á Flateyri árið 1995 þar sem í forsvari byggð- arlagsins var frábærlega frambærileg kona, Magnea Guðmundsdóttir, sem stappaði stálinu í alla og talaði af kjarki og einurð. Algjörlega óþekkt kona varð þjóðhetja á einni dagstund – enda vel til forystu fallin. Fleiri svona dæmi um sérstakt forystufólk mætti nefna. Í eftirleik hrunsins hefur verið leiðinlegt andrúmsloft á Íslandi. Hver fylkingin reynir að níða skóinn af hinni og í helstu og mikilvægustu áhrifastöðum situr fólk sem á að baki áratugalangan feril og mikla reynslu en hefur allt meira og minna mótast í átakahefð sem er vont veganesti. Hér skal hvergi á hæfileika og þekkingu þessa fólks hallað en við þurfum nýtt blóð, ný andlit og nýjan tón í um- ræðuna. Og þegar Ólafur Ragnar segir afdráttarlaust að hann sé á förum – sem hann þarf að gera ekki seinna en í þessari viku – munu efnilegir kandídatar í embætti forseta Íslands bókstaflega ganga út úr álfaborgunum og þykja svo efnilegir að allir vildu Lilju kveðið hafa. sbs@mbl.is Sigurður Bogi Sævarsson Pistill Forsetaefnin koma úr klettunum STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon BAKSVIÐ Karl Blöndal kbl@mbl.is S auli Väinämö Niinistö, ný- kjörinn forseti Finn- lands, ávann sér traust og trúverðugleika með frammistöðu sinni á stóli fjármálaráðherra, en hann er finnsk- um kjósendum einnig kunnur fyrir að hafa átt í sambandi við fyrrver- andi fegurðardrottningu og sloppið naumlega undan flóðbylgjunni á Indlandshafi 2004. Niinistö var kjörinn forseti Finn- lands á sunnudag með 62,6% at- kvæða gegn 37,4% græningjans Pekka Haavisto. Hann var fjár- málaráðherra fyrir Sameining- arflokkinn frá 1996 til 2003 þegar miklir fjárhagslegir erfiðleikar steðjuðu að Finnlandi. Hann var talsmaður mikils aðhalds í fjár- málum og þótti bjargvættur í krepp- unni. „Þetta var einn af hápunktum hans pólitíska ferils og fólk hugsar hlýtt til hans fyrir vikið,“ sagði Ville Parnaa, sérfræðingur um finnska þingið við háskólann í Turku, við fréttastofuna AFP. Tuomo Martikainen, prófessor í stjórnmálafræði við Helsinki- háskóla, tók í sama streng og sagði að í hugum margra Finna væri Niin- istö birtingarmynd praktískrar efnahagslegrar sérþekkingar. Niinistö leiddi Finna inn í evruna í ráðherratíð sinni. Fyrir fyrri umferð finnsku forsetakosninganna 22. jan- úar sögðu kjósendur að evru- kreppan væri þeirra helsta áhyggju- efni. Niinistö fékk þá flest atkvæði, en þó ekki meirihluta þannig að kjósa þurfti aftur milli hans og Haa- vistos, sem fékk næstflest atkvæði. Frambjóðandi flokksins Sannir Finnar, sem hvað harðast hefur bar- ist gegn evrunni, komst ekki áfram. Árið 1995 lést kona Niinistös, Marja-Leena Niinistö, í bílslysi. Saman áttu þau tvo syni. Níu árum síðar bjargaðist hann ásamt yngri syni sínum, Matias, undan flóðbylgj- unni 2004 með því að klifra upp í símastaur í sjávarþorpinu Khao Lak á Taílandi. Í ráðherratíð sinni átti Niinistö í sambandi við þingmanninn Tönju Karpelu, fyrrverandi fegurð- ardrottningu, sem síðar varð menntamálaráðherra. Þau trúlof- uðust 2003, en slitu trúlofuninni 2004. Árið 2009 kvæntist Niinistö Jenni Haukio, talsmanni flokks síns, Sam- einingarflokksins. Hún er 29 árum yngri en hann. Sameiningarflokkurinn stendur vel að vígi um þessar mundir og er nú bæði með stól forseta og for- sætisráðherra. Utanríkismál heyra að hluta til undir forsetann, en þing- ið samþykkti nýverið að taka Evr- ópumálin úr höndum hans. Í kosn- ingabaráttunni gaf Niinistö til kynna að hann myndi fylgjast náið með og kvaðst meðal annars vera að velta fyrir sér að bjóða stjórninni til reglulegra funda í forsetabústaðn- um. Niinistö fæddist í ágúst 1948. Hann nam lög og rak lögmannsstofu áður en hann hóf afskipti af pólitík. Hann varð formaður Sameining- arflokksins 1994 og árið eftir dóms- málaráðherra í stjórn Paavos Lippo- nens. 1996 varð hann fjármálaráðherra eins og áður sagði og gegndi því embætti í rúm sjö ár. Þá var hann aðstoðarforsæt- isráðherra frá 1995 til 2001. Hann var forseti finnska þingsins 2007 til 2011. Hann var kjörinn formaður finnska knattspyrnusambandsins 2009. Niinistö bauð sig fram til forseta árið 2006 og tapaði þá í annarri um- ferð fyrir Törju Halonen. Fjármálavit Niinistös höfðaði til kjósenda Reuters Verðandi forseti Sauli Niinistö, sigurvegari í forsetakosningunum í Finn- landi, ásamt Jenni Haukio, konu sinni, á lokaspretti kosningabaráttunnar. Finnskir stjórnmálaskýrendur segja að nú þurfi Sauli Niinistö, verðandi forseti Finnlands, að gera grein fyrir afstöðu sinni í lykilmálum á borð við aðild að Atlantshafsbandalaginu og samskiptin við Rússa. Forset- anum er ætlað að móta utanrík- isstefnu landsins ásamt ríkis- stjórninni. Finnland stendur fyrir utan Nató, en um helm- ingur Finna er hlynntur aðild og stuðningurinn er meiri meðal kjósenda Sameiningarflokksins, flokks Niinistös og Jyrkis Katai- nens forsætisráðherra. Spurt um Nató-aðild GENGIÐ Á NIINISTÖ Af eða á Niinistö hefur ekki rætt afstöðu sína til aðildar að Nató.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.