Morgunblaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2012 Íslenski dansflokkurinn byrjaðidansárið með frumflutningi áverkinu Minus 16 eftir ísr-aelska danshöfundinn Ohad Naharin sem er listrænn stjórnandi Ísraelska danshópsins – Batsheva. Minus 16 er gamalt verk sem hefur verið sett upp í ólíkum útfærslum víða um heim, en verkið er sniðið að þeim danshópi sem setur verkið upp hverju sinni. Minus 16 er end- urvinnsla valinna kafla úr eldri verkum eftir Ohad. Verkið því mjög brotakennt og uppfullt af and- stæðum. Tónlistin í verkinu kemur úr mjög ólíkum áttum. Teknó, ísr- aelsk þjóðlagatónlist og hefðbundin ballettundirleikur eru meðal þess sem hljómar í verkinu, en þagnir og hljóð úr taktmæli brjóta enn frekar upp fjölbreyttan hljóðheim verks- ins. Upphaf verksins var skemmti- lega óljóst. Þegar áhorfendur streymdu inn í salinn höfðu leik- hústjöldin verið dregin frá og fremst á sviðinu var dansarinn Brad Sykes, uppáklæddur í jakka- föt. Á einkennilegan en jafnframt mjög heillandi hátt gáfu hreyfingar hans það til kynna að hann væri í eigin heimi, en ekki á miðju sviði. Það leit út fyrir að hreyfingar hans væru á einhvern hátt ómeðvitaðar, skapaðar af innra flæði hans sjálfs, frekar en af fyrirfram settum spor- um. Eftir stutta stund komu fleiri dansarar inn á sviðið og hreyfðu þeir sig á svipaðan hátt og Sykes. Þá umbreyttust áhrif hreyfiforms- ins í húmorískt hópatriði. Ljósin í salnum voru enn kveikt og því var ekki fullkomlega ljóst hvort um væri að ræða inngang fyrir verkið eða hvort verkið sjálft væri í raun hafið. Tjaldið var loks dregið niður og ljósin slökkt. Þetta hafði þau áhrif að áhorfendur klöppuðu í takt við tónlistina og biðu þess að sýn- ingin hæfist fyrir alvöru. Þetta var raunar tilfinning sem hélst í gegn- um allt verkið. Fyrsti kaflinn var mjög vel út- færður. Dansararnir sátu á stólum sem saman mynduðu skeifulaga form á sviðinu. Þeir voru klæddir svörtum jakkafötum og hvítri skyrtu og allir höfðu þeir hatt á höfði. Hreyfingar dansaranna mynduðu bylgju þar sem þeir köst- uðu líkamanum aftur hver á fætur öðrum, þannig að hatturinn fauk af höfði þeirra. En einn dansarinn hoppaði ávallt stífur upp á stól sinn, en annar lét sig falla flatan á gólfið. Svona hélt bylgjan áfram í nokkrar umferðir og minnti þetta helst á skyldurækni hermanna sem hætta lífi sínu fyrir föðurlandið. Síðan köstuðu dansararnir af sér jakka, buxum og skóm, en fatahrúgan sem varð eftir á miðju sviðinu ýtti enn undir hugmyndina um vígvöll. Síðan tóku við ólíkir kaflar sem áttu lítið sameiginlegt, hvort sem um var að ræða dansstíl eða val á tónlist. Lík- legt er að með þessu hafi Ohad ver- ið að túlka ástandið í heimalandi sínu Ísrael, þar sem óreiðuástand hefur geisað í fjöldamörg ár. Í einum kaflanum sló taktmælir. Allir kvendansararnir stóðu í beinni línu eftir endilöngu sviðinu og gerðu stuttar og snöggar hreyf- ingar. Þær voru þó ekki alltaf í takt og því virkaði senan ekki eins og skyldi. Það getur þó stafað af því að tæknin sem Ohad Naharin notar, sem kölluð er Gaga-tækni, byggist á skynjun og speglar eru ekki not- aðir á æfingum. Því má ætla að at- riði sem byggist á taktfestu sé einkar erfitt í framkvæmd, er því illskiljanlegt að hann láti reyna á atriði sem þetta. Verkið virkaði illa sem heild vegna brotakenndra dansparta sem áttu lítið skylt hver við annan. Fal- legum og vel útfærðum dúett Emil- íu Benediktu Gísladóttur og Ásgeirs Helga Magnússonar var fylgt eftir með hávaðasamri teknótónlist þar sem dansararnir gengu út í áhorf- endasalinn og leiddu nokkra áhorf- endur með sér upp á svið og fengu þá til þess að dansa. Áhorfendurnir sem urðu fyrir valinu á frumsýn- ingu eiga skilið hrós fyrir góða þátt- töku og eldri kona í rauðri blússu stal senunni. Eftir að „gesta“- dansararnir höfðu gengið aftur til sæta sinna tók við mikill teknód- anskafli og leikhústjöldin voru hvað eftir annað dregin fyrir og dregin frá. Það má því segja að sýningin hafi hvorki byrjað né endað á skýr- an hátt. Það er í sjálfu sér áhuga- vert. Margir kaflar voru vel unnir og dansararnir sýndu mikla lík- amlega færni, en það vantaði skýr- an þráð milli kafla. Lítið sat eftir nema konan í rauðu blússunni sem var tekin af handahófi úr áhorf- endasalnum og dansaði af svo mik- illi gleði og innlifun. Morgunblaðið/Golli Brotakennt „Margir kaflar voru vel unnir og dansararnir sýndu mikla líkamlega færni, en það vantaði skýran þráð milli kafla,“ segir meðal annars um sýningu Íslenska dansflokksins á Minus 16 eftir Ohad Naharin. Brotakenndir danspartar Minus 16 bbmnn Íslenski dansflokkurinn flutti verkið Minus 16 eftir ísraelska danshöfundinn Ohad Naharin. Sýnt í Borgarleikhúsinu 4. febrúar. MARGRÉT ÁSKELSDÓTTIR DANS Gríðarlega mikil umfjöllun var í þýskum fjölmiðlum um Ísland og ís- lenskar bókmenntir og listir, í tengslum við heiðursþátttöku Ís- lands á bókasýningunni í Frankfurt. Sögueyjan, en svo nefnist verk- efnið sem hélt utan um þátttökuna, hefur látið taka saman lista yfir næstum eitt þúsund útvarpsþætti, sjónvarpsinnslög, blaðagreinar og greinar í viðurkenndum vefmiðlum þar sem fjallað var um Ísland og ís- lenskar bókmenntir. Það samsvarar því að þrisvar sinnum á dag allt árið í fyrra hafi Ísland komið fyrir í þýsk- um fjölmiðlum. Í þessari samantekt eru minni miðlar á borð við héraðs- fréttablöð og svæðisútvörp ekki taldir með og ljóst að umfjöllunin var mun meiri í raun og veru. Al- mannatengslafyrirtæki sem sérhæf- ir sig í menningartengdum verk- efnum og hélt utan um kynningar- mál Sögueyjunnar í Þýskalandi tók saman efnið og lagði um leið mat á verðgildi umfjöllunarinnar með við- urkenndum aðferðum. Samanlagt verðgildi nam um það bil 18,5 millj- ónum evra, eða um þremur millj- örðum íslenskra króna. Heildar- framlag ríkissjóðs til Sögueyjunnar nam hins vegar 300 milljónum króna og dreifðist sú upphæð á þrjú ár. Í tengslum við þátttökuna á bókasýn- ingunni komu hátt í hundrað blaða- menn frá hinum þýskumælandi löndum hingað til lands í fyrra. Á bókasýningunni Heiðursþátttaka Íslands vakti mikla athygli. Þriggja milljarða kynning - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is ...þú leitar og finnur Heimsljós (Stóra sviðið) Lau 11/2 kl. 19:30 1.auka Lau 18/2 kl. 19:30 14.sýn Lau 25/2 kl. 19:30 16.sýn Sun 12/2 kl. 19:30 2.auka Sun 19/2 kl. 19:30 15.sýn Sun 26/2 kl. 19:30 17.sýn Ein ástsælasta saga Nóbelsskáldsins í nýrri leikgerð. Les Misérables - Vesalingarnir (Stóra sviðið) Fös 2/3 kl. 19:30 Forsýn Fös 23/3 kl. 19:30 8.sýn Fim 12/4 kl. 19:30 14.sýn Lau 3/3 kl. 19:30 Frums Lau 24/3 kl. 19:30 9.sýn Fös 13/4 kl. 19:30 AUKAS. Fös 9/3 kl. 19:30 2.sýn Sun 25/3 kl. 19:30 10.sýn Lau 14/4 kl. 19:30 AUKAS. Lau 10/3 kl. 19:30 3.sýn Mið 28/3 kl. 19:30 11.sýn Sun 15/4 kl. 19:30 15.sýn Sun 11/3 kl. 19:30 4.sýn Fim 29/3 kl. 19:30 12.sýn Fös 20/4 kl. 19:30 AUKAS. Fös 16/3 kl. 19:30 5.sýn Fös 30/3 kl. 19:30 AUKAS. Lau 21/4 kl. 19:30 16.sýn Lau 17/3 kl. 19:30 6.sýn Lau 31/3 kl. 19:30 AUKAS. Sun 22/4 kl. 19:30 17.sýn Sun 18/3 kl. 19:30 7.sýn Sun 1/4 kl. 19:30 13.sýn Frumsýnt 3. mars Dagleiðin langa (Kassinn) Fös 24/2 kl. 19:30 Frums. Lau 3/3 kl. 19:30 5.sýn Sun 11/3 kl. 19:30 9.sýn Mið 29/2 kl. 19:30 2.sýn Mið 7/3 kl. 19:30 6.sýn Fös 16/3 kl. 19:30 10.sýn Fim 1/3 kl. 19:30 3.sýn Fös 9/3 kl. 19:30 7.sýn Lau 17/3 kl. 19:30 11.sýn Fös 2/3 kl. 19:30 4.sýn Lau 10/3 kl. 19:30 8.sýn Sun 18/3 kl. 19:30 12.sýn Frumsýnt 24.febrúar Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu (Kúlan) Sun 12/2 kl. 13:30 Sun 19/2 kl. 13:30 Sun 26/2 kl. 13:30 Sun 12/2 kl. 15:00 Sun 19/2 kl. 15:00 Sun 26/2 kl. 15:00 Hjartnæm og fjörmikil sýning Ég er vindurinn (Þjóðleikhúskjallarinn) Lau 11/2 kl. 19:30 4.sýn Sun 12/2 kl. 19:30 5.sýn Uppistand - Mið-Ísland (Stóra sviðið) Fös 10/2 kl. 20:00 AUKAS. Fös 10/2 kl. 23:00 AUKAS. Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Eldhaf – Lætur engan ósnortinn E.B. F.bl. Fanný og Alexander (Stóra sviðið) Fim 9/2 kl. 20:00 6.k Lau 25/2 kl. 20:00 aukas Fim 15/3 kl. 20:00 aukas Fös 10/2 kl. 20:00 aukas Fim 1/3 kl. 20:00 11.k Lau 17/3 kl. 20:00 Mið 15/2 kl. 20:00 7.k Fös 2/3 kl. 20:00 12.k Sun 18/3 kl. 20:00 aukas Fim 16/2 kl. 20:00 8.k Sun 4/3 kl. 20:00 aukas Fös 23/3 kl. 20:00 Fös 17/2 kl. 20:00 9.k Fim 8/3 kl. 20:00 Sun 25/3 kl. 20:00 aukas Fim 23/2 kl. 20:00 aukas Fös 9/3 kl. 20:00 Lau 31/3 kl. 20:00 Fös 24/2 kl. 20:00 10.k Sun 11/3 kl. 20:00 aukas Hin stórbrotna fjölskyldusaga loks á svið. Sýningum lýkur í mars Galdrakarlinn í Oz (Stóra sviðið) Lau 11/2 kl. 14:00 Lau 25/2 kl. 14:00 Sun 18/3 kl. 14:00 Sun 12/2 kl. 14:00 Sun 26/2 kl. 14:00 Sun 25/3 kl. 14:00 Lau 18/2 kl. 14:00 Sun 4/3 kl. 14:00 Sun 19/2 kl. 14:00 Sun 11/3 kl. 14:00 Einn vinsælasti fjölskyldusöngleikur allra tíma NEI, RÁÐHERRA! (Stóra svið Borgarleikhússins og Menningarhúsinu Hofi) Lau 18/2 kl. 20:00 Lau 10/3 kl. 19:00 Fös 16/3 kl. 19:00 Lau 3/3 kl. 21:00 Lau 10/3 kl. 22:00 Gríman: Áhorfendasýning ársins 2011. Í Borgarleikhúsinu í febrúar og Hofi í mars Eldhaf (Nýja sviðið) Mið 8/2 kl. 20:00 5.k Sun 19/2 kl. 20:00 10.k Sun 4/3 kl. 20:00 16.k Fim 9/2 kl. 20:00 6.k Fim 23/2 kl. 20:00 11.k Fim 8/3 kl. 20:00 Fös 10/2 kl. 20:00 aukas Fös 24/2 kl. 20:00 12.k Fös 9/3 kl. 20:00 Lau 11/2 kl. 20:00 7.k Lau 25/2 kl. 20:00 aukas Sun 11/3 kl. 20:00 Sun 12/2 kl. 20:00 aukas Sun 26/2 kl. 20:00 aukas Fim 15/3 kl. 20:00 Mið 15/2 kl. 20:00 8.k Mið 29/2 kl. 20:00 13.k Sun 18/3 kl. 20:00 Fim 16/2 kl. 20:00 aukas Fim 1/3 kl. 20:00 14.k Fös 17/2 kl. 20:00 9.k Fös 2/3 kl. 20:00 15.k Ath! Snarpur sýningartími. Aðeins sýnt út mars. Axlar - Björn (Litla sviðið) Lau 11/2 kl. 20:00 8.k Lau 25/2 kl. 20:00 Fim 15/3 kl. 20:00 Sun 12/2 kl. 20:00 aukas Sun 26/2 kl. 20:00 Fim 22/3 kl. 20:00 Lau 18/2 kl. 20:00 9.k Sun 4/3 kl. 20:00 Sun 19/2 kl. 20:00 Fim 8/3 kl. 20:00 Nýtt verk úr smiðju Vesturports Saga Þjóðar (Litla sviðið) Fim 9/2 kl. 20:00 Fim 16/2 kl. 20:00 Fös 24/2 kl. 20:00 Fös 10/2 kl. 20:00 Fös 17/2 kl. 20:00 Lau 11/2 kl. 20:00 Fim 23/2 kl. 20:00 Íslandssagan á hundavaði í tónsjónleik með Hundi í óskilum. Á Stóra sviðinu 11/2 Gói og baunagrasið (Litla sviðið) Lau 11/2 kl. 13:00 frums Lau 18/2 kl. 14:30 aukas Lau 25/2 kl. 14:30 aukas Sun 12/2 kl. 13:00 aukas Sun 19/2 kl. 13:00 4.k Sun 26/2 kl. 13:00 Sun 12/2 kl. 14:30 2.k Sun 19/2 kl. 14:30 aukas Lau 18/2 kl. 13:00 3.k Lau 25/2 kl. 13:00 5.k Leikhústöfrar með Góa og Þresti fyrir börn á öllum aldri Mínus 16 (Stóra sviðið) Sun 12/2 kl. 20:00 2.k Sun 26/2 kl. 20:00 4.k Fös 16/3 kl. 20:00 Sun 19/2 kl. 20:00 3.k Lau 3/3 kl. 20:00 Mið 22/2 kl. 20:00 Lau 10/3 kl. 20:00 Íslenski Dansflokkurinn - Verk eftir rokkstjörnu dansheimsins Ohad Naharin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.