Morgunblaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2012 Ráðherrar ríkisstjórnarinnarhafa varið hátt bensínverð með oddi og egg allt frá fyrstu bensínskattahækkunum stjórn- arinnar.    Ýmsum ráðum erbeitt í þessum efnum og það sem oftast hefur verið notað er að benda á að bensínskattar sem hlutfall af bens- ínverði séu ekki eins háir nú og þeir hafi verið þegar verðið var lægra.    Þetta er út af fyrir sig rétt, enskiptir bara engu máli.    Það sem máli skiptir fyrir neyt-endur er hversu margar krón- ur þeir greiða fyrir lítrann og þar með hversu margar krónur af hverjum lítra fara í ríkissjóð.    Þær hafa aldrei verið fleiri en núog eru að sliga almenning.    Þegar innkaupaverð á bensínisnarhækkar og kaupmáttur al- mennings rýrnar ætti ríkið að mæta því með lægri álagningu. Rík- ið þarf ekki að taka 120 krónur af lítranum nú þegar það þurfti aðeins 60 krónur áður.    Til að styðja við þann áróður rík-isstjórnarinnar að í raun séu bensínskattar ekki hærri en áður hefur Sigmundur Ernir nú verið fenginn í það að leggja fram fyrir- spurn til fjármálaráðherra um hlut- fall skatta af útsöluverði eldsneytis.    Ráðherrar seilast langt til aðverja skattastefnu ríkisstjórn- arinnar, en hvers vegna lætur Sigmundur Ernir hafa sig út í þennan blekkingarleik? Sigmundur Ernir Rúnarsson Bensínblekkingin STAKSTEINAR Veður víða um heim 6.2., kl. 18.00 Reykjavík 6 léttskýjað Bolungarvík 8 rigning Akureyri 10 skýjað Kirkjubæjarkl. 6 alskýjað Vestmannaeyjar 6 skýjað Nuuk -2 skýjað Þórshöfn 5 skýjað Ósló -3 snjókoma Kaupmannahöfn -7 léttskýjað Stokkhólmur -7 heiðskírt Helsinki -6 léttskýjað Lúxemborg -7 heiðskírt Brussel -2 heiðskírt Dublin 7 skýjað Glasgow 2 þoka London 2 skýjað París -1 skýjað Amsterdam -3 heiðskírt Hamborg -10 heiðskírt Berlín -11 heiðskírt Vín -7 alskýjað Moskva -13 heiðskírt Algarve 17 heiðskírt Madríd 13 léttskýjað Barcelona 13 léttskýjað Mallorca 12 léttskýjað Róm 2 léttskýjað Aþena 13 skúrir Winnipeg -3 alskýjað Montreal 2 alskýjað New York 5 heiðskírt Chicago -1 alskýjað Orlando 22 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 7. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:51 17:34 ÍSAFJÖRÐUR 10:10 17:25 SIGLUFJÖRÐUR 9:53 17:07 DJÚPIVOGUR 9:24 16:59 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is „Eins og hún orðaði það sjálf þá elskar hún Ísland. Hún var að skoða náttúruna og hefur komið hingað nokkrum sinnum áður svo hún kannaðist við aðstæður,“ segir Þór Bínó Friðriksson hjá Björg- unarfélagi Akraness. Hann er einn af tíu björg- unarsveitarmönnum sem sóttu er- lenda konu við fossinn Glym í Hvalfirði í fyrrinótt. Þar var konan á ferðalagi og hafði slegið upp tjaldi sem hún hugðist sofa í um nóttina. Um miðnætti fór að hvessa mik- ið og svo fór að tjaldið fauk af henni og búnaðurinn með út í veð- ur og vind. Konan óskaði því eftir aðstoð í gegnum Neyðarlínuna og fóru björgunarsveitarmenn frá Akranesi til aðstoðar. Þeir voru fljótir að finna hana og óku henni í bíl sem hún var með á bílastæðinu fyrir neðan Glym. Konan ók þaðan sjálf til Reykjavíkur. Þór segir að konan sé búin að vera á Íslandi í einhvern tíma, hún haldi til í Reykjavík og fari þaðan í styttri ferðir um landið. Þá segir hann að konunni hafi verið brugðið þegar tjaldið fauk í burtu en hún hafi orðið rólegri eftir að hún vissi að þeir væru á leiðinni og hafi bara verið í góðum gír þegar þeir fundu hana. Lítið af tjöldum yfir háveturinn Það er ekki mikið um það að ferðamenn tjaldi á Íslandi yfir vetrartímann þó stundum berist fréttir af einum og einum. Markús Einarsson, framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra farfugla sem rekur tjaldsvæðið í Laugardalnum, segir að þar sjáist ekki margir er- lendir ferðamenn í tjöldum yfir vetrartímann. „Það er góður reyt- ingur af tjöldum fram í miðjan október og jafnvel aðeins lengur en úr því fer þeim fækkandi. Núna hef ég ekki séð tjald í Laug- ardalnum síðan um miðjan nóv- ember. Það er algjör undantekning ef fólk er yfir háveturinn. Svo fer að koma einn og einn í mars og apríl,“ segir Markús. Einar Torfi Finnsson hjá Ís- lenskum fjallaleiðsögumönnum segir menn þar á bæ ekki verða mikið vara við ferðamenn sem eru einir á ferð með tjald yfir vet- urinn. „Við vitum stundum af leið- öngrum en að fólk sé eitt á ferð er afar sjaldgæft.“ Einar segir að 95% þeirra sem fari í vetrarferðir hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum séu útlend- ingar og þá séu léttar dagsferðir frá Reykjavík vinsælastar, eft- irspurn eftir öfgafullum og erfiðum vetrarferðum sé ekki mikil og hafi ekki vaxið neitt á undanförnum ár- um. Mjög sjaldgæft að ferða- menn tjaldi yfir háveturinn  Tjald fauk ofan af erlendum ferðamanni í fyrrinótt  Var að skoða náttúruna í Hvalfirðinum  Nánast ekkert tjaldað í Laugardalnum frá október fram í mars Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Óvæntur gestur Þessi ferðalangur tjaldaði á Blönduósi 2. desember síðast- liðinn þrátt fyrir snjó og kulda, en fólk tjaldar annars sjaldan hér á veturna. Erlendir gestir í janúar hafa aldrei verið fleiri en í ár sam- kvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu, þeim fjölgaði um 17,5% frá janúar í fyrra. Um 26 þúsund erlendir gestir fóru frá landinu í nýliðnum janúar og er um að ræða 3.900 fleiri brott- farir en 2011. Flestir þeirra komu frá Bretlandi, eða 26,6%, Bandaríkjamenn voru 15%. Dvalarlengd erlendra gesta er að jafnaði í kringum tíu nætur að sumri og fimm að vetri. Að sögn Oddnýjar Þóru Óladóttur, rannsóknastjóra Ferða- málastofu, er stærsti hluti dvalarinnar yfir vetrartímann bundinn við höfuðborgarsvæðið. Oddný segir ferðamönnum utan háannatíma hafa fjölgað mikið og átta af hverjum tíu komi hingað á eigin vegum jafnt sumar sem vetur. Flestir á eigin vegum ERLENDIR FERÐAMENN Gistinætur eftir árstíðum 1.000.000 900.000 800.000 700.000 600.000 500.000 400.000 300.000 200.000 100.000 0 2008 2009 2010 2008 2009 2010 Höfuðborgarsvæðið Landsbyggðin Vetur Vor/haust Sumar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.