Morgunblaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 38. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Fundu afhöfðuð lík 2. Í haldi vegna manndráps 3. Léttist um 60 kg 4. Fannst látinn í líkamsrækt »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Sigurður Sigurðsson, munnhörpu- leikari og söngvari, gaf nýlega út plötu með lögum við kvæði Þórarins Eldjárns. Á fimmtudagskvöld halda hann og hljómsveitin Katanes út- gáfutónleika á Kaffi Rósenberg. Spilar lög við kvæði Þórarins Eldjárns  „Þetta var nátt- úrlega ofsalega spennandi, þrátt fyrir að ég komi bara örstutt fram í myndinni,“ segir Gunnar Atli Cauthery, hálf- íslenskur leikari sem fer með lítið hlutverk í kvikmyndinni War Horse, nýjustu mynd Stevens Spielbergs. Gunnar segir Spielberg sinna leik- stjórninni af mikilli ástríðu. »32 Lék lítið hlutverk í myndinni War Horse  Fjallað verður um bókina Konan við 1000° eftir Hallgrím Helgason á bókakvöldi Súfistans í Bókabúð Máls og menningar kl. 20 annað kvöld. Útvarpsmaðurinn Freyr Eyj- ólfsson mun taka á móti Hallgrími og spjalla við hann um bókina og mörk skáldskapar og veruleika sem fólki hefur orð- ið tíðrætt um eftir að bókin kom út. Hallgrímur Helgason við 1000° á Súfistanum Á miðvikudag Sunnan og suðvestan 8-13 m/s, en 13-18 á NV- verðu landinu til hádegis. Rigning eða slydda með köflum, en úr- komulítið fyrir norðan. Hiti 0 til 5 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Snýst í suðvestan 18-25 S- og A-lands seinnipartinn. Víða rigning, talsverð úrkoma SA-lands. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast fyrir norðan. VEÐUR Tindastóll leikur til úrslita í bikarkeppninni í körfubolta í fyrsta skipti um aðra helgi. Þröstur Leó Jóhannsson, Keflvíkingurinn í liði Tinda- stóls, segir að áhuginn á Sauðárkróki sé geysilega mikill. „Ég hef verið að keyra brauð um allan bæ í morgun og það eru allir að tala um úrslitaleikinn,“ segir Þröstur en Tindastóll mætir Keflavík í Laugardalshöllinni 18. febrúar. »3 Bikarstemning á Sauðárkróki New York Giants vann Ofurskálina í fjórða sinn í fyrrinótt og Eli Manning var valinn maður leiksins, eins og þegar Giants vann Patriots í úrslitum fyrir fjórum árum. Þetta var í sjöunda sinn á tímabilinu sem Giants tryggði sér sigur á lokamínútunum eftir að hafa verið undir í leikn- um. »4 Enn tryggði Giants sér sigurinn í lokin „Hjá mér er allt á réttri leið. Vonandi get ég farið að æfa með liðinu í næstu viku og hugsanlega spilað með eftir hálfan mánuð ef allt gengur upp. Ég set stefnuna á það,“ sagði handknattleiksmaðurinn Sigurbergur Sveinsson hjá svissneska A-deildar- liðinu RTV Basel í gær, en hann er að jafna sig eftir að hafa farið í aðgerð á hné í nóvember. »1 Gæti spilað eftir tvær vikur ef allt gengur upp ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Dagur leikskólans var haldinn hátíð- legur í fimmta sinn í gær en 6. febr- úar telst til merkisdaga í íslenskri leikskólasögu sökum þess að þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara sín fyrstu samtök. Tilgangur dagsins er einkum sá að auka jákvæða umræðu um leik- skólann, hlutverk hans og starfsemi, en einnig er markmiðið að kynna betur starf leikskólakennarans. Starfsfólk og börn leikskólanna héldu upp á daginn með marg- víslegum hætti um land allt en á leikskólanum Rauðhóli í Norð- lingaholti í Reykjavík var m.a. lögð áhersla á sköpunargleði barnanna í bland við rólegt og þægilegt and- rúmsloft. Fiskur og kartöflur Sigríður Sigurjónsdóttir, deild- arstjóri á Bláudeild, segir starfsfólk leikskólans vinna eftir ákveðinni hugmyndafræði þar sem kenn- ararnir stýra starfinu á sínum for- sendum í rólegu og góðu andrúms- lofti í stað þess að notast við skipulagt hópastarf. „Það er í raun hálfgert flæði þar sem einhverjir eru í leikfimi, einhverjir inni í lista- smiðju og enn aðrir að gera eitthvað annað,“ segir Sigríður en Rauðhóll er einn stærsti leikskólinn á höf- uðborgarsvæðinu með um 150 börn á sjö deildum ásamt fjörutíu starfs- mönnum. Þrátt fyrir merkisdaginn í gær segir Sigríður að ekki hafi verið um að ræða neina sérstaka dagskrá í leikskólanum, né heldur hátíðarhádegisverð. Þess í stað var starfsemi leik- skólans með hefðbundnu sniði. „Við erum ekki að brjóta hann neitt sér- staklega upp, það var ákveðið að gera það ekki,“ segir hún og bætir við að börn- unum á Rauðhóli hafi verið boðið upp á ljúffengan fisk og kartöflur, líkt og aðra mánudaga. Leir til ýmissa nota Við eitt borðanna sátu fjórir hressir krakkar og sýndu listir sínar með grænum leir. Þeir Óskar Óli Valgeirsson og Hinrik Árni Wium, fjögurra ára, sátu öðrum megin borðsins og bjuggu til ægileg skrímsli á meðan stúlkurnar Emilía Ingibjörg Heimisdóttir, fjögurra ára, og Birna María Unnarsdóttir, fimm ára, voru önnum kafnar við að baka og skreyta dýrindis tertur. Sköpunargáfan leyndi sér ekki hjá þessum kláru krökkum því auk þess að skapa listaverk úr leir, skrímsli og kruðerí, þykir þeim öllum skemmtilegt að kubba og mála. Skrímsli og grænar kökur  Hressir krakkar á leikskólanum Rauðhóli nutu sín vel á Degi leikskólans í gær Morgunblaðið/Sigurgeir S. Ungir listamenn Krakkarnir Óskar Óli Valgeirsson, Hinrik Árni Wium, Emilía Ingibjörg Heimisdóttir og Birna María Unnarsdóttir sátu og leiruðu ægileg skrímsli og dýrindis tertur úr grænum leir á Degi leikskólans í gær. Sérstaða Rauðhóls verður að teljast vera nálægðin við nátt- úruna og segir Sigríður Sig- urjónsdóttir, deildarstjóri á Bláudeild, ósjaldan haldnar útikennslustundir þar sem krakkarnir kynnast m.a. bæði dýra- og plöntulífi og upplifa þannig nátt- úruna milliliðalaust. Sú deild er til húsa í Skógarhúsinu í Björns- lundi. „Þangað fara börn á hverj- um einasta degi […] og þar er mikil áhersla lögð á útikennslu og -nám en einnig -eldun,“ segir Sigríður og bætir við að þegar veður leyfi sé gjarnan eldað á hlóðum og bakað fyrir krakkana. Auk þess að upplifa náttúruna og dýralíf í nágrenni Skógar- hússins er lagt kapp á göngu- ferðir um næsta nágrenni leik- skólans. Áhersla á útiveru og náttúru SKÓGARHÚSIÐ Í BJÖRNSLUNDI Sigríður Sigurjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.