Morgunblaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2012
✝ Katrín Jóns-dóttir fæddist í
Reykjavík 9. sept-
ember 1941. Hún
lést í faðmi fjöl-
skyldunnar á líkn-
ardeild Landspít-
alans Landakoti 28.
janúar 2012.
Katrín var dóttir
Jóns Loftssonar
stórkaupmanns, f.
11. desember 1891,
d. 27. nóvember 1958, og Bryn-
hildar Þórarinsdóttur, hús-
móður, f. 14. maí 1905, d. 29.
ágúst 1994. Systkini Katrínar
eru Ingibjörg Jónsdóttir, f. 22.
okt. 1930, d. 3. maí 1988, maki
hennar Árni Björnsson, f. 6. ág.
1927, d. 24. júlí 1978. Sigríður
Þóranna Jónsdóttir, f. 20. ág.
1933, maki hennar Ásgeir Guð-
mundsson, f. 16. jan. 1933. Loft-
ur Jónsson, f. 10. apr. 1937, d.
21. apríl 1999, maki hans Ásta
Margrét Hávarðardóttir, f. 27.
ág. 1936. Gunnhildur Sig-
urbjörg Jónsdóttir, f. 20. des.
1944, maki hennar Gunnar
Magnús Hansson, f. 13. júlí 1944.
Þórarinn Jónsson, f. 19. apr.
Katrín var um skeið í sambúð
með Hafsteini Hafsteinssyni
hæstaréttarlögmanni og hélst
góð vinátta þeirra alla tíð.
Katrín ólst upp í Reykjavík,
gekk í Landakotsskóla og fór
þaðan í Gagnfræðaskóla Vest-
urbæjar. Að grunnskólanámi
loknu lagði hún stund á nám við
Verzlunarskóla Íslands og lauk
þaðan stúdentsprófi árið 1962
með góðum vitnisburði. Síðar
lauk hún BA námi í þýsku og al-
mennri bókmenntafræði frá Há-
skóla Íslands og aflaði sér jafn-
framt kennsluréttinda. Katrín
starfaði um hríð hjá fyrirtæki
föður síns Jóni Loftssyni hf., þá
hjá Loftleiðum og síðar Flug-
leiðum. Um nokkurt árabil
starfaði hún hjá Skeljungi. Hún
var mikil tungumálamanneksja
og eftir að hún lét af venjulegri
dagvinnu vann hún lengi heima-
við við þýðingar, hvort tveggja
úr ensku og þýsku. Katrín las
mjög mikið alla sína tíð og var
lestur góðra bóka hennar helsta
tómstundaiðja. Samvera með
hennar nánustu var henni mik-
ilvæg og naut hún sín hvergi
betur en umvafin fjölskyldu
sinni.
Útför Katrínar fer fram frá
Garðakirkju í dag, 7. febrúar
2012, og hefst athöfnin kl. 13.
1947, maki hans
Anna Kristín Þórð-
ardóttir, f. 14. mars
1947.
Katrín giftist Jó-
hanni Scheither,
leiðsögumanni, f.
27. júní 1940. Þau
skildu. Dætur
þeirra eru: 1) Sig-
urlaug Anna, f. 13.
febrúar 1972,
stjórnmálafræð-
ingur. Maki hennar er Ásgeir
Örvarr Jóhannsson, húsasmið-
ur. Dætur þeirra eru Katrín
Ósk, f. 24. maí 1994, og Jóhanna
Freyja, f. 15. nóv. 2000. 2)
Hanna Lilja, f. 13. júní 1975,
námsráðgjafi og lýðheilsufræð-
ingur. Maki hennar er Lúðvík
Örn Steinarsson hæstarétt-
arlögmaður. Börn þeirra eru
Lilja Hrund, f. 6. júní 1999, Hild-
ur Arna, f. 1. nóv. 2004, og
Steinar Jóhann, f. 16. apríl 2010.
3) Hjördís Hildur, f. 14. okt.
1976, háskólanemi, maki hennar
er Ellert Kristófer Schram, f.
22. nóv. 1974, byggingafræð-
ingur. Synir Ellerts eru Krist-
ófer, Tindur og Maríus.
Þegar ég hugsa til Katrínar
Jónsdóttur, ástkærrar tengda-
móður minnar, geri ég það af
hlýju og virðingu. Ég held að í
brjósti allra sem hugsa til hennar
bærist þessar sömu tilfinningar.
Það eru eftirmæli sem flestir
óska sér.
Katrín lést eftir harða og erf-
iða baráttu við krabbamein þar
sem úrslitin voru fyrirfram
ákveðin. Slík barátta er alltaf
ósanngjörn. En ósanngirnin fólst
kannski ekki síst í því hversu síð-
ustu dagar hennar voru erfiðir.
Slíkt átti hún ekki skilið.
Katrín mætti raunar áður
mótlæti á lífsleiðinni og lífið fór
ekki alltaf mjúkum höndum um
þessa sómakonu sem hafði svo
sannarlega ekki áunnið sér slíkt.
Hún mætti hins vegar jafnan
mótlæti af æðruleysi – bognaði
kannski en brotnaði aldrei.
Katrín var einstaklega vel
gerð og vel gefin kona. Hún las
mikið og var vel að sér, án þess
nokkru sinni að flagga kunnáttu
sinni. Hún stóð fast á sinni mein-
ingu en bar virðingu fyrir skoð-
unum annarra.
Það sem henni var hugleiknast
og kærast á lífsleiðinni voru dæt-
urnar þrjár, Sigurlaug Anna,
Hanna Lilja og Hjördís Hildur.
Velferð þeirra, menntun og ham-
ingja var henni allt. Það var stór-
kostlegt að sjá hversu mikla alúð
og væntumþykju hún sýndi þeim.
Þær bera henni líka fagurt vitni.
Það voru síðan rósir í hennar
hnappagat þegar barnabörnin
litu dagsins ljós – voru öll sól-
argeislar í hennar augum og hún
þeim einstaklega góð amma.
Ég er Katrínu ákaflega þakk-
látur fyrir margt. Fyrir ótal sam-
verustundir, stórar og smáar.
Ferðalög heima og erlendis og í
raun samferðina á þessu ferða-
lagi sem lífið sjálft er. Það ferða-
lag hennar hefði sannarlega mátt
verða lengra. Þakklátastur er ég
henni þó fyrir að treysta mér fyr-
ir einu af hennar dýrmætustu
djásnum – dóttur hennar og eig-
inkonu minni, Hönnu Lilju.
Dætur mínar munu af hlýju
minnast ömmu sinnar ævina á
enda. Þeirra verk verður jafn-
framt að segja Steinari Jóhanni
litla bróður sínum frá henni og
hversu góð amma hún var en það
fékk hann að upplifa í allt of
skamman tíma.
Ég fann á þínum dánardegi,
hve djúpt er staðfest lífs vors ráð. –
Ég sá allrar sorgar vegi
er sólskin til með von og náð. –
Og út yfir þitt ævikvöld
skal andinn lifa á nýrri öld.
(Einar Benediktsson)
Missir dætra Katrínar er
mestur enda var hún þeim mjög
hjartkær og verður sá tími sem
þær dvöldu við sjúkrabeð hennar
þeim mikilvæg lífsreynsla, þó svo
að sú reynsla hafi verið óendan-
lega sár og erfið. Ég er sann-
færður um að þann frið sem
Katrín fann á endanum hlaut hún
ekki hvað síst fyrir þann styrk
sem dætur hennar veittu henni.
Ástin og umhyggjan var áþreif-
anleg. Þið stóðuð ykkur eins og
hetjur og samúð okkar allra er
hjá ykkur.
Fyrir hönd fjölskyldunnar
færi ég þakkir öllu því góða fólki
sem lagði hönd á plóg til að létta
undir með Katrínu í veikindum
hennar. Þar varð ég vitni að því
hversu frábært fólk við eigum
sem sinnir umönnunarstörfum.
Á kveðjustundu þakka ég
Katrínu aftur fyrir allt. Ég bið
hinn almáttuga að umvefja hana
og minningu hennar hlýju og um-
hyggju.
Guð blessi minningu Katrínar
Jónsdóttur.
Lúðvík Örn Steinarsson.
Elsku amma Katrín. Mér
finnst mjög leiðinlegt að þurfa að
kveðja þig svona snemma. Við
höfum átt margar og góðar
stundir saman í gegnum tíðina en
samt finnst mér þær allt of fáar.
Ég vil trúa því að það skipti engu
máli á hvaða aldri maður er þeg-
ar maður yfirgefur þennan heim.
Það er allt út af því að maður hef-
ur annan tilgang á öðrum stað.
Stað sem er miklu betri. Og ég
veit að þú ert á þessum stað núna
með öllum þeim manneskjum
sem þú hefur einhvern tímann
elskað en hafa þurft að kveðja.
Og ég vona að þegar ég yfirgef
þennan heim þá verðir þú á þess-
um stað og takir á móti mér.
Þessi tími hefur verið erfiður
fyrir okkur öll en líklega hefur
hann verið erfiðastur fyrir þig.
Þó að þú finnir ekki til líkamlega
er ábyggilega erfitt að kveðja allt
og alla sem þú elskar. Ég mun
aldrei gleyma allri hlýjunni og
ástinni sem fylgdi samveru við
þig og öllum lummunum og sög-
unum af Rósu! Ég vona að ævi
minni muni fylgja jafn mikill
kærleikur og fylgdi þinni ævi. Ég
elska þig af öllu hjarta og ég veit
að góðri manneskju eins og þér
líður nú vel.
Ástarkveðjur.
Lilja Hrund.
Kveðja til ömmu.
Við höfði lútum í sorg og harmi
og hrygg við strjúkum burt tárin af
hvarmi.
Nú stórt er skarð í líf okkar sorfið
því fegursta blómið er frá okkur horfið.
Með ástúð og kærleik þú allt að þér
vafðir
og ætíð tíma fyrir okkur þú hafðir
þótt móðuna miklu þú farin sért yfir
þá alltaf í huga okkar myndin þín lifir.
Við kveðjum þig, amma, með söknuð í
hjarta,
en minning um faðmlag og brosið þitt
bjarta.
Allar liðnar stundir um þig okkur
dreymi
og algóður Guð á himnum þig geymi.
(Sigfríður Sigurjónsdóttir)
Ég elska þig amma.
Hildur Arna Lúðvíksdóttir.
Með söknuð í huga kveð ég
elskulega mágkonu.
Fyrir tæpum tveimur árum
greindist hún með illvígan sjúk-
dóm sem hún tókst á við með ein-
staklega jákvæðu hugarfari og
miklum hetjuskap allt til hins síð-
asta.
Það kom okkur sem þekktum
hana reyndar ekki á óvart. Kata
var alltaf dugnaðarforkur sem
tókst á við lífið af hógværð og já-
kvæðni. Hún var vel menntuð,
greind og vandvirk kona sem
leysti þann fjölda verkefna sem
hún tók að sér á starfsævinni af
mikilli alúð og samviskusemi.
Hún hafði góða nærveru og gat
verið ákveðin á sínu ef því var að
skipta.
Eins og gefur að skilja koma
margar minningar upp í hugann
þegar horft er til baka þau rúm-
lega 45 ár sem við höfum þekkst.
Fyrir utan hefðbundin fjöl-
skylduboð og ættarmót hefur
systkinahópurinn og makar hist
reglulega hjá hvert öðru til fjölda
ára og átt skemmtilega og líflega
laugardaga saman. Hópurinn
ferðaðist saman hérlendis og
spilaði meðal annars stundum
golf síðustu árin okkur öllum til
mikillar ánægju.
Kata var stolt af dætrum sín-
um þremur og minntist þess oft
hve hún væri lánsöm að eiga
þessar yndislegu dætur, tengda-
syni og barnabörn. Við Gulla
biðjum góðan Guð að blessa þau
og vernda og gefa þeim styrk til
að takast á við þeirra mikla missi.
Gunnar M. Hansson.
Hjartkær mágkona mín and-
aðist á líknardeild Landspítlans á
Landakoti 28. janúar í faðmi fjöl-
skyldu og systra eftir alvarleg
veikindi síðustu mánaða. Naut
hún og fjölskyldan einstakrar að-
stoðar og umönnunar starfsfólks
deildarinnar á síðustu dögum
hennar í þessu lífi.
Ekki verður rætt um Katrínu,
eina af sex börnum Jóns S. Lofts-
sonar og Brynhildar Þórarins-
dóttur, án þess að geta um æsku-
heimilið að Hávallagötu 13. Þar
var hinn trausti heimur elsku og
atlætis á uppvaxtarárum systk-
inanna sem ólust þar upp í ein-
stakri umhyggju Brynhildar og
Jóns. Það var vakað yfir velferð
þeirra og lögð áhersla á heilbrigt
líf, vinnusemi og trúmennsku og
séð til þess að koma þeim til
mennta. „Lengi býr að fyrstu
gerð“, segir máltækið og má
segja að þau gildi sem lögð voru
til grundvallar hafi fylgt börnun-
um alla tíð.
Katrín var barn að aldri þegar
undirritaður hóf komur sínar á
Hávallagötuna, einstaklega glöð
og kotroskin stelpa og að sjálf-
sögðu uppáhald systur sinnar
sem ég var að heimsækja. Við
Katrín höfum því átt samleið í yf-
ir 60 ár. Þegar við Sirrý hófum
búskap á neðri hæðinni á Há-
vallagötunni var hún stöðugur
gestur og fylgdist grannt með
framvindu mála, sérstaklega
þegar bumban á stóru systur fór
að stækka. Elstu tvær dætur
okkar sem fæddust á Hávallagöt-
unni fengu því góðan leikfélaga
og barnfóstru þegar tíminn leið.
Katrín hóf skólagönguna í
Landakoti, þá í Gaggó-Vest og
síðan í Verslunarskóla Íslands,
en þar lauk hún stúdentsprófi
1962. Allt gekk þetta eftir áætlun
enda var Katrín mikill námsmað-
ur, hörkudugleg og ákveðin. Síð-
ar meir sótti hún nám í Háskóla
Íslands, lauk BA prófi í þýsku og
almennri bókmenntafræði árið
1984 og í kennslu og uppeldis-
fræði árið 1990.
Í Verslunarskólanum kynntist
Katrín Jóhanni Scheither og þau
giftu sig árið 1964. Þau eignuðust
þrjár dætur Sigurlaugu Önnu,
Hönnu Lilju og Hjördísi Hildi,
yndislegar stúlkur, augasteinar
foreldra sinna, sem allar hafa
gengið menntaveginn og eignast
sínar fjölskyldur.
Katrín hélt út á vinnumarkað-
inn fyrst í Þýskalandi og í þýska
sendiráðinu þá hjá Loftleiðum og
Flugleiðum og síðast hjá Skelj-
ungi. Allsstaðar reyndist hún frá-
bær og vel liðinn starfskraftur.
Síðasta áratuginn eða svo hafa
systkinin og við makar þeirra
hist reglulega nokkrum sinnum á
ári á „löngum laugardögum“. Þar
er skipst á upplýsingum um fjöl-
skylduna, tekist á um álitamál í
þjóðfélaginu, skipst á skoðunum
um mennta- og menningarmál og
hvað eina sem áhugavert er.
Þessar samverustundir eru
ómetanlegar og hafa smitað út
frá sér til yngri kynslóðarinnar
og styrkt fjölskyldutengslin.
Síðasti „langi laugardagurinn“
okkar var 3. desember sl. og var
Katrín þá með okkur ótrúlega
hress og skemmtileg og sagði
okkur frá gangi mála í sinni fjöl-
skyldu. Þessi stund var okkur
hinum mikilvæg því öll vissum
við hvert stefndi. Við munum
halda áfram að hittast en Katr-
ínar verður sárt saknað. Á sakn-
aðarstundu er hugurinn hjá
börnunum og fjölskyldum þeirra.
Megi minningin um Katrínu ylja
ykkur um ókomna tíð.
Blessuð sé minning hennar.
Ásgeir Guðmundsson.
Glæsileg, smart og ótrúlega
falleg. Þannig mynd af Katrínu
kemur upp í hugann er ég minn-
ist okkar fyrstu kynna. Seinna
urðum við mágkonur og við nán-
ari kynni varð mér ljóst hvílík
perla og mannkostakona hún var.
Við áttum samleið í 45 ár og nú
þegar ég kveð hana í hinsta sinn
sæki ég í sjóð minninganna.
Minningar um skemmtilegar
samverustundir með fjölskyldum
okkar í sumarbústaðnum á Þing-
völlum, minningar um fjölskyldu-
samkomur og ættarmót og ekki
síst ómetanlegar minningar um
„golfferðirnar“ á Akureyri og
boðin sem systkini og makar hafa
haldið reglulega undanfarin ár.
Björt er minningin úr síðasta
systkinaboði í byrjun desember
en þá var Katrín óvenju glöð og
hamingjusöm og naut sín vel.
Fyrir það ber að þakka.
Katrín var ákveðin og greind,
og hafði sterkar skoðanir á
mönnum og málefnum. Hún var
einstaklega hlýleg, prúð og hóg-
vær í allri framkomu. Í barátt-
unni við krabbameinið skiptust á
skin og skúrir, sigrar og ósigrar.
Sú barátta einkenndist af æðru-
leysi, jákvæðni og bjartsýni.
Katrín átti ýmsar góðar stundir
milli stríða sem hún naut með
dætrum sínum og fjölskyldum
þeirra og heimsótti meðal annars
yngstu dóttur sína til Danmerkur
síðla hausts.
Um miðjan desember var
nokkuð ljóst að hverju stefndi. Þá
kom sterkur persónuleiki Katr-
ínar vel í ljós. Hún var þakklát
fyrir allt, bað aldrei um neitt og
kvartaði aldrei. Banalegan var
löng og erfið en þann 28. janúar
lést Katrín umvafin elsku dætra
sinna og fjölskyldna þeirra sem
önnuðust hana af stakri um-
hyggju og ástúð í veikindunum.
Það er sárt að þurfa að kveðja
en að leiðarlokum þakka ég Katr-
ínu vináttu öll þessi ár og kveð
hana með virðingu og söknuði.
Dætrunum Sigurlaugu Önnu,
Hönnu Lilju, Hjördísi Hildi og
fjölskyldum þeirra, systkinum og
öllum öðrum sem syrgja Katrínu
sendi ég hugheilar samúðar-
kveðjur.
Megi bjartar minningar um
sterka og fallega og umfram allt
yndislega manneskju ylja okkur í
framtíðinni.
Anna Kristín Þórðardóttir.
Eitthvað það dýrmætasta í líf-
inu er að kynnast og fá að verða
samferða góðu fólki. Slík kynni
eiga sér oft margskonar rætur og
verða mismunandi náin en marka
alltaf spor, hafa mótandi áhrif og
skilja eftir sig dýrmætar minn-
ingar þegar þau eru rofin. Og víst
er að nú verða minningar um
Katrínu Jónsdóttur ein af perl-
unum í fjársjóði minninga okkar.
Það var gæfa að tengjast henni
fjölskylduböndum, fá að njóta
nærvistar hennar og þeirrar
gleði sem fylgdi því að eiga sam-
eiginleg barnabörn. Samferðin
hefði þó mátt vera miklu, miklu
lengri. Það var svo margt sem
átti eftir að segja og gera. En um
slíkt er ekki spurt. Við ráðum
ekki sjálf hvernig og hvenær veg-
ferðinni lýkur.
Katrín hafði einstaklega gef-
andi návist. Hún var hógvær
kona. Tranaði sér ekki fram en
hafði ákveðnar skoðanir og lét
þær í ljós þegar því var að skipta.
Hún var greind, vel menntuð og
víðlesin og einkar vel að sér í bók-
menntum sem gjarnan voru um-
ræðuefnið. Hún las ekki bara til
þess að lesa heldur til þess að
ígrunda og skilja. Á sinn yfirveg-
aða hátt kunni hún að gleðjast
með glöðum og þegar á bjátaði
var hún alltaf til staðar og bauð
fram krafta sína á þann hátt sem
þeir gera sem leggja vilja lið án
þess að vænta einhvers í staðinn.
Hún var einstaklega vönduð
manneskja bæði til orðs og æðis.
Og oft var unga fólkið, afkom-
endurnir, umræðuefnið. Fylgst
var með hverju fótmáli án af-
skiptasemi og kannski var gleði
hennar mest þegar hún sá og
heyrði það taka út þroska sinn.
Henni fundust spor, sama hve
örsmá þau voru, vera auðnuspor.
Sagði oftast fátt en í brosi hennar
fólst hamingja.
Nú lifir minning hennar með
okkur. Því erfiða stríði sem hún
háði síðustu mánuðina er lokið.
Sjálf gerði hún sér fulla grein
fyrir því að hverju stefndi. Um-
vafin kærleika þess fólks sem
stóð henni næst og einstöku
hjúkrunarfólki á Líknardeild
Landakotsspítala hélt hún á fund
herra síns sem sagði forðum
daga að sælir væru hógværir. Og
þótt kveðjustundin sé sár og
kæmi alltof fljótt vitum við sem
trúum einlæglega að þegar hin
afmarkaða stund okkar rennur
upp mun hún taka á móti okkur
með brosi sínu og einlægri
hjartahlýju.
Guð blessi Katrínu Jónsdótt-
ur. Hennar verður minnst þegar
góðra er getið.
Gullveig Sæmundsdóttir
og Steinar J. Lúðvíksson.
„Allt skal fölna og falla, deyja
til þess að lifa um eilífð alla“ segir
meistaraskáldið William Shake-
speare í Hamlet. Þessar línur
komu upp hugann þegar ein mín
besta vinkona, Katrín Jónsdóttir,
Katrín Jónsdóttir
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SVANLAUG BÖÐVARSDÓTTIR
frá Laugarvatni,
sem lést sunnudaginn 29. janúar, verður
jarðsungin frá Háteigskirkju fimmtudaginn
9. febrúar kl. 15.00.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar
er bent á MS-félagið.
Sigrún D. Jónsdóttir,
Ingunn Jónsdóttir, Gunnar Þór Kristjánsson,
Kristín Jónsdóttir, Örn Jónsson,
Böðvar Leós, Linda M. Þórólfsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn,
ÁSTÞÓR GUÐNASON
skipstjóri,
Hlíðargötu 35,
Fáskrúðsfirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Uppsölum,
Fáskrúðsfirði fimmtudaginn 2. febrúar.
Jarðsungið verður frá Fáskrúðsfjarðarkirkju laugardaginn
11. febrúar kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
mInnast hans er bent á félag þroskaheftra.
Fyrir hönd aðstandenda,
Þórunn Ingólfsdóttir.