Morgunblaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2012 Tíska & Förðun 17. febrúar gefurMorgunblaðið út sérblað tísku og förðun. Í Tísku og förðun verður fjallað um tískuna vorið 2012 í förðun, snyrtingu, og fatnaði, fylgihlutir auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira MEÐAL EFNIS: • Förðun. • Nýjar og spennandi förðu- narvörur. • Litir og línur vorið 2012. • Húðin,krem og meðferð. • Snyrting. • Nýjustu ilmvötnin. • Nýjustu herrailmirnir. • Neglur. • Kventíska. • Herratíska. • Fylgihlutir fyrir dömu og herra. • Skartgripir. • Tíska, í förðun og hári fyrir árshátíðirnar. • Straumar og stefnur í tískunni í vor. • Ásamt fullt af öðru spennandi efni. Þann um LifunTíska og fö rðun SÉ RB LA Ð –– Meira fyrir lesendur Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 13. febrúar Nú eru liðnar þrjár vikur frá því að slitn- aði uppúr samstarfi meirihluta Samfylk- ingar, Vinstri Grænna, Y-listans og Næstbesta flokksins í Kópavogi. Síðan þá hefur ekki tekist að mynda starfhæfan meirihluta. Ástæður þess eru augljósar hverjum manni með opin augu. Gunnar I. Birgisson og Ómar Stefánsson bæjarfulltrúar sæta báðir ákæru vegna misferlis í viðskiptum Lífeyrissjóðs starfs- manna Kópavogsbæjar við Kópa- vogsbæ. Þá var Gunnar Birgisson bæjarstjóri á sama tíma og hann gegndi stjórnarformennsku í líf- eyrissjóðnum. Ómar var þá for- maður bæjarráðs og sat í stjórn sjóðsins sömuleiðis. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar, Flosi Eiríksson og Jón Júlíusson, sæta einnig ákæru í þessu máli en þeir sitja ekki lengur í stjórn bæjarins. Um þessar mundir er rekið mál fyrir dómstólum þar sem tekist verður á um sýknu eða sekt. Þáttur Gunn- ars Birgissonar er áhugaverðastur í þessu tilliti þar sem hann sat í stóli bæjarstjóra um leið og hann var formaður stjórnar LSK, en eins og kunnugt er lánaði sjóð- urinn bænum peninga umfram heimildir og Gunnar sat í lyk- ilstöðum beggja vegna borðsins. Hér verður ekki lagt mat á eðli brotsins eða hver er sekur og hver saklaus en bara sú staðreynd að tveir fyrrnefndir bæjarfulltrúar, Ómar og Gunnar, sæta ákæru í svo alvarlegu máli sem tengist fjármálum bæjarsjóðs hlýtur að kasta rýrð á trúverðugleika bæj- arstjórnar Kópavogs og er einnig stór hindrun í samstarfi við Fram- sóknarflokkinn og Sjálfstæð- isflokkinn eins og komið hefur á daginn. Mönnum hefur orðið tíðrætt um ábyrgð og skyldur bæjarfulltrúa til að mynda starfhæfan meirihluta í bæjarstjórn. En hver og einn get- ur ekki tekið ábyrgð á öðrum en sjálfum sér í þeim efnum. Sumt þarf maður einfaldlega að gera upp við sína samvisku. Engum hefði þótt óeðlilegt ef Gunnar Ingi Birgisson og Ómar Stefánsson hefðu stigið til hliðar og vikið sæti þann tíma sem dómsmálið varðandi LSK stendur yfir. Það hefði vissu- lega styrkt trúverð- ugleika þeirra flokka sem þeir eru mál- svarar fyrir og það hefði líka án efa styrkt trúverðugleika bæjarins og ekki síst bæjarstjórnarinnar í Kópavogi. En þetta verða þessir ágætu menn að gera upp við sjálfa sig og síst ætla ég að gerast dóm- ari í þeirra sök. Sá meirihluti sem virðist vera í burðarliðnum nú ef marka má fréttir og sýnist mér borinn uppi af reynsluboltunum í stjórnmálum í Kópavogi, fyrr- greindum Ómari Stefánsyni og Gunnar I. Birgissyni, er ekki starf- hæfur að mínu mati. Í fyrsta og öðru lagi er ekki hægt að mynda starfhæfan meiri- hluta með Gunnari Birgissyni nema hann sjálfur leiði þann hóp og stjórni honum, einn. Gunnar er einfaldlega svo vanur því að stjórna einn að hann hefur glatað þeim hæfileika að starfa með öðr- um, það er að segja ef hann hefur einhverntíma búið yfir þeirri hæfni. Honum gengur einstaklega illa að starfa með flokkssystkinum sínum í Sjálfstæðisflokknum eins og hundrað dæmi sanna og er til mikils vansa fyrir starfið í bæj- arstjórninni. Þá virðist hann hafa ímigust á hverskyns samvinnu milli sveitarfélaganna á höfuðborg- arsvæðinu og finnur öllum samein- ingar- eða samstarfshugmyndum allt til foráttu. Samskipti hans við stofnanir ríkisins eru á sömu lund og þegar Gunnar reyndi að vera í þingflokki og meirihlutasamstarfi á Alþingi gat hann ekki einu sinni fundið sig í samstarfi við sam- flokksmenn sína og lagði m.a. fram sína eigin vegaáætlun, sem frægt varð. Hann bætti um betur þegar hann kom, á eigin vegum, inn í bæjarstjórn Kópavogs 2010 og lagði fram sína eigin prívat fjár- hagsáætlun þrátt fyrir að sam- flokksmenn hans þrír hefðu unnið með hinum 7 bæjarfulltrúunum ásamt varafulltrúum hörðum hönd- um að gerð sameiginlegrar fjár- hagsáætlunar sem var síðan sam- þykkt með 10 atkvæðum gegn einu. Gunnar Birgisson er því ein- faldlega ekki samstarfshæfur. Í þriðja lagi er það dómsmálið varð- andi LSK. Möguleikarnir, kostirnir í stöð- unni sem fulltrúarnir 5 frá Sjálf- stæðisflokki, Framsóknarflokki og Y-lista Kópavogsbúa hafa, eru í rauninni engir. Eða kannski einn. Sá að Gunnar Birgisson taki að sér að stjórna bænum, einn. Þá vaknar spurningin hvort sé meira virði, samstarf allra flokka án meiri/ minnihluta eða vondur óstarfhæfur meirihluti sem hefur hvorki for- ystu né trausta ásýnd. Ég hef lagt það til að við breyt- um vinnubrögðunum í bæjarstjórn og hættum þessu meiri- og minni- hlutakjaftæði. Hugmynd mín geng- ur út á breyttar áherslur í verka- skiptingu og að fela þeim flokkum sem hafa eða kunna að sitja í minnihluta meiri ábyrgð í nefndar- störfum. Þá legg ég til að teknir verði upp vinnufundir með odd- vitum framboðanna og hinir svo- kölluðu meirihlutafundir verðir lagðir niður. Kostir þessa eru fleiri en gallarnir samanborið við meiri- hlutaræðið og kjaftæðið og mun minni líkur á því að gerð séu al- varleg mistök við stjórnun bæj- arins. Enn og aftur vil ég hvetja bæjarfulltrúa og fjölmiðla og alla þá sem hafa áhuga á að kynna sér þessar hugmyndir, sem eru langt því frá að vera byltingarkenndar, til hlítar. Tillagan var lögð fram í bæjarráði sl. fimmtudag og verður tekin til umfjöllunar á næsta bæj- arstjórnarfundi ef bæjarstjórnin leyfir. Óstarfhæfur meirihluti Eftir Hjálmar Hjálmarsson » Í fyrsta og öðru lagi er ekki hægt að mynda starfhæfan meirihluta með Gunnari Birgissyni nema hann sjálfur leiði þann hóp og stjórni honum, einn. Hjálmar Hjálmarsson Höfundur er fulltrúi Næstbesta flokksins og forseti bæjarstjórnar Kópavogs. Umfjöllun og við- tal viðskiptablaðs Morgunblaðsins 2. feb. sl. undir yf- irskriftinni „Verður prótein ein mik- ilvægasta útflutn- ingsvara Íslands“ veitti landsmönnum fróðlega innsýn í störf og stefnu líf- tæknifyrirtækisins ORF. Ekki verður annað greint en að blaðamaður hafi við gerð umræddrar greinar tekið að sér starf kynningarfull- trúa ORF Líftækni. Hvort starfsemi ORF Líftækni muni stuðla að breytingum sem við þurfum til þess að reka hér heilbrigt, sjálfbært og þokkalega siðað samfélag í sátt við íslenska náttúru og umheiminn verður ekki lagt á vogarskálar í þessari grein. Þó vekur furðu að vöxtur líftæknifyrirtækis hér á landi skuli helgast af regluverki sem er mun slakara en almennt gerist í öðrum Evrópulöndum. Þá er einnig athyglivert að þótt við- urkennd sé áhætta af völdum erfðabreytts lyfjabyggs skuli um- fjöllun blaðsins gagnrýnislaust beitt til að gera lítið úr þeirri áhættu án þess að styðja það vís- indalegum rökum. Hverjum þeim sem er þokka- lega upplýstur má vera fullljóst að hvar sem ræktun erfða- breyttra lífvera fer fram utan- húss veldur hún mengun á ann- arri ræktun og ómældu tjóni fyrir umhverfi, lífríki og þá bændur sem þjóna vaxandi markaði sem kallar eftir ó-erfðabreyttum mat- vælum og fóðri. Það er miður að blaðamaður Morgunblaðsins skuli hliðra sér hjá umfjöllun um svo þekktar staðreyndir en end- urvarpa þess í stað fullyrðingum hagsmunaaðila um að hvergi stafi hætta af erfðabreyttum lífverum. Og hvað veldur þeirri þröngsýni blaðamanns að draga einn ís- lenskan erfðavísindamann til vitnis um að aðrir vísindamenn – jafnvel heimsþekktir sameinda- líffræðingar – sem benda á gríðarlega áhættu af völdum erfðabreyttra lífvera séu allir óalandi og óferjandi fáráðlingar sem jafnan hafi rangt fyrir sér? Það varpar einnig skugga á umfjöllun blaðsins um ORF að hún skuli fléttuð nið- urlægjandi og meið- andi umfjöllun um önnur fyrirtæki og einstaklinga sem unnið hafa hörð- um höndum að sjálfbærri þróun á Íslandi, vegna þess eins að til- greindir einstaklingar hafa sett fram rökstudda og málefnalega gagnrýni á hina áhættusömu erfðatækni sem ORF notar og af- leiðingar hennar fyrir hagsmuni þjóðarinnar og það dýrmæta um- hverfi sem okkur er skylt að varðveita komandi kynslóðum til heilsu og heilla. Að gefnu tilefni skal tekið fram að Gunnar Á. Gunnarsson er framkvæmdastjóri Vottunarstof- unnar Túns, starfar þar í umboði stjórnar félagsins og nýtur til þess óskoraðs trausts. Þá skal einnig áréttað að Sandra B. Jóns- dóttir kemur hvergi nálægt stjórnun Túns, hefur aldrei verið starfsmaður félagsins, en stundar sjálfstæð rannsóknar- og ráðgjaf- arstörf á eigin vegum. Áhættusöm meðferð erfða- breyttra lífvera verður ekki rétt- lætt með meiðyrðum, dylgjum og rógburði um bændur, almanna- samtök, nýsköpunarfyrirtæki og starfsmenn þeirra, sem leggja nótt við dag að varðveita hrein- leika og orðspor íslenskrar mat- vælaframleiðslu. Erfðabreytt – að gefnu tilefni Eftir Bjarna Óskar Halldórsson Bjarni Óskar Halldórsson » Áhættusöm meðferð erfðabreyttra lífvera verður ekki réttlætt með meiðyrðum og róg- burði. Höfundur er formaður stjórnar Vottunarstofunnar Túns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.