Morgunblaðið - 22.02.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.02.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Starfshópur á vegum umhverfis- ráðherra, Svan- dísar Svavars- dóttur, vill láta friða fimm teg- undir sjófugla á þeirri forsendu að hindra verði of- veiði en sams kon- ar friðun er í gildi í löndum Evrópu- sambandsins. Guðlaugur Þór Þórðar- son, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til ráðherra vegna málsins og óskað eftir skriflegu svari. Guðlaugur Þór spyr í upphafi hve- nær umhverfisráðuneytið eða stofn- anir þess hafi haft upplýsingar um að íslensk lög frá 1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, væru ósamrýmanleg fuglatilskipun ESB. „Lá tillaga Náttúrufræðistofnunar og Umhverfisstofnunar um að til að samræmast löggjöf Evrópusam- bandsins (ESB) þyrfti að breyta ákvæðum laga nr. 64/1994 þannig að nýting hlunninda gengi ekki framar friðunarákvæði laga fyrir þegar starfshópur um svartfugla var starf- andi?“ spyr Guðlaugur. „En í grein- argerð á vef utanríkisráðuneytis um undirbúning rýnifunda um umhverf- ismál í tengslum við aðildarviðræður Íslands og ESB sem unnin var á tímabilinu janúar til júní 2010 má finna þessa tillögu stofnananna. Var hópurinn beinlínis stofnaður til að fela ástæður lagabreytingarinnar sem eru nauðsynlegar vegna um- sóknar Íslands í ESB?“ VG með forystuhlutverk í aðlögunarferli? Einnig spyr þingmaðurinn hvaða rannsóknir eða upplýsingar séu fyr- irliggjandi um það hvort hlunninda- nýting hafi afgerandi áhrif á afkomu svartfuglastofna. „Er þetta allt í framhaldi af því að nú eru hafnar alvörusamningavið- ræður um ESB og hefur VG tekið að sér forystuhlutverk í umsóknar- og aðlögunarferlinu?“ spyr Guðlaugur Þór. Svartfuglafriðun fyrir ESB?  Þingmaður spyr umhverfisráðherra hvort VG hafi nú forgöngu um að laga ís- lensk lög að fuglatilskipun sambandsins vegna aðildarviðræðnanna Morgunblaðið/Eggert Á Stórhöfða Lundinn er meðal fimm tegunda sem lagt er til að friða. Guðlaugur Þór Þórðarson „Það gengur ágætlega,“ sagði Arnþór Hjörleifs- son, skipstjóri á Lundey NS, í gærkvöldi. Skipið var þá á leið til Vopnafjarðar með fullfermi, en aflinn fékkst austur af Þorlákshöfn. Loðnan hef- ur gengið hratt vestur með landinu síðustu daga. Arnþór segir talsvert af loðnu á ferðinni. „Þetta gengur nokkuð vel þessa dagana þegar veðrið er til friðs.“ Á myndinni er verið að dæla loðnu úr nót Faxa RE 9 yfir í Lundey fyrir helgi. Ljósmynd/Börkur Kjartansson Góður gangur í loðnuveiðum undanfarið Loðnan gengur hratt vestur með landinu Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is „Það er alveg ljóst að það sem eftir er þarf að bíða þar til botn fæst í hvernig eigi að reikna vextina. Við erum að meta fordæmisgildið og hversu víðtækt það er. Á meðan að- höfumst við ekki mikið,“ segir Krist- ján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans. Íslandsbanki og Landsbankinn hafa sett endur- útreikning gengislána til fyrirtækja á bið á meðan skorið verður úr um þýðingu vaxtadóms Hæstaréttar sem féll í síðustu viku. Alls ætlaði Landsbankinn að reikna út 4.400 lán til fyrirtækja upp á nýtt en af þeim eru um fimmtán prósent eftir. Alls gerir það á sjö- unda hundrað lána. Sum lánanna voru hjá SpKef. Hjá Arionbanka fengust þær upp- lýsingar að lokið hefði verið við að endurreikna öll fyrirtækjalán, sem hinn svokallaði Motormax-dómur náði til, um áramótin. Hins vegar þyrfti að bíða eftir niðurstöðu um fordæmisgildi vaxtadómsins frá því í síðustu viku fyrir lán sem þegar hafa verið endurreiknuð. Samkvæmt upplýsingum Íslands- banka eru ekki mörg mál á bið þar en endurútreikningur fyrirtækja- lánanna hafi verið mjög langt kom- inn. Ástæðan fyrir því að ekki hafi þegar verið lokið við endurútreikn- inginn sé sú að Motormax-dómurinn hafi náð til lánaforms hjá Lands- bankanum. Því hafi Íslandsbanki þurft að fara yfir dóminn og yfir- færa niðurstöðuna á sín lán. Það hafi tekið nokkurn tíma. Fyrirtækja- lán Lands- banka á bið  Arionbanki búinn að endurreikna lánin Morgunblaðið/Kristinn Kristján Jónsson kjon@mbl.is Sjávarútvegsráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, segir að nýtt ríkis- stjórnarfrumvarp um fiskveiði- stjórnun verði lagt fram á næstu vik- um. Hann segir að mið verði tekið af því sem áður hafi verið unnið og at- hugasemdum við fyrri frumvörp, þ.á m. um hliðarráðstafanir í kerfinu eins og pottana frægu. „Þetta hefur reynst viðamikið og skoða þarf ýmis svið, efnahagsleg, bókhaldsleg og afkomuleg,“ segir Steingrímur. „Einnig veiðigjald, skatta og sjálft grundvallarfyr- irkomulagið. Síðan hef ég verið að halda upplýsingafundi með ýmsum í greininni, kynnt hvernig við nálg- umst þetta. Ég hef náð að funda á undanförnum vikum með velflestum stærstu hagsmunaaðilum, hef rætt við LÍÚ, Samtök fiskvinnslustöðva, Sjómannasamtökin, Starfsgreina- sambandið og smábátasjómenn en á eftir að hitta fleiri. Þetta er gert til þess að það sé talsamband á milli að- ila. Og svo hef ég borið mig saman við félaga mína í stjórnarflokkunum, eins hafa þau komið aðeins að þessu Guðbjartur Hannesson og Katrín Jak- obsdóttir sem voru í ráðherra- nefndinni.“ Um sé að ræða mikla efnislega vinnu, ekki sé hægt að neita því að hún sé nokkuð á eftir áætlun. En miklu skipti að vanda smíðina. Skoða meðferð bókfærðra veiðiheimilda – Var þetta stærra verkefni en þú hafðir gert þér grein fyrir? „Ég segi það nú ekki en sumpart kom á óvart hvað ýmiss konar út- færsla þarf mikla skoðun ef menn vilja vera með fast land undir fótum varðandi þau atriði. Við höfum með- al annars verið að skoða álitamál sem tengjast meðferð bókfærðra veiðiheimilda í núverandi sjávar- útvegsfyrirtækjum, hvernig búa eigi um þau mál þannig að það verði eng- in röskun á þeim.“ – Fyrirtækin standa misvel. Er ekki líklegt að einhver fái skell ef gerð verður róttæk breyting? „Auðvitað reynum við að finna leiðir sem koma þannig út að inn- byrðis afkoma í greininni raskist ekki og þetta sé þá sanngjarnt miðað við stöðu og afkomu mismunandi greina. Það er ekkert leyndarmál að framleiðni og afkoma er mismunandi milli greina útgerðarinnar. Finna þarf leið í sambandi við veiði- gjaldtöku og annað sem mætir því.“ Steingrímur J. Sigfússon Reyna að forðast röskun  Sjávarútvegsráðherra heitir samráði um nýtt frumvarp um fiskveiðistjórnun Bjarni Benedikts- son, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, hélt því fram á Alþingi í gær í um- ræðum um þings- ályktunartillögu um meðferð frum- varps stjórnlaga- ráðs til stjórnar- skipunarlaga, að greinilegt væri af áherslu stjórnarliða á að koma mál- inu í gegnum þingið að það væri greiðslan til Hreyfingarinnar fyrir að verja ríkisstjórnina falli. Nokkur kurr varð í þingsalnum við þessi orð Bjarna en enginn kom hins vegar upp í ræðustól í kjölfarið og hafnaði þeim. Þá sagðist Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokks- formaður Framsóknarflokksins, telja að ekki myndi takast að breyta stjórnarskránni með þeim aðferðum sem lagt hefði verið upp með til þess. Aðferðafræðin sjálf sæi til þess. Greiðsla til Hreyfing- arinnar Bjarni Benediktsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.