Morgunblaðið - 22.02.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.02.2012, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2012 ✝ Ragnhildur Að-alsteinsdóttir fæddist í Reykjavík 7. júlí 1923. Hún lést 29. janúar 2012. Foreldrar henn- ar voru Kristín Jak- obína Árnadóttir, f. 26. júní 1886, d. 3. júní 1967 og Að- alsteinn Jónsson, f. 19. ágúst 1880, d. 17. ágúst 1962. Hálfsystir Ragnhildar sam- mæðra var Þórdís Hansen, f. 7. júlí 1921, d. 22. mars 2009. Börn Ragnhildar eru: Kristín Rut Jónsdóttir, f. 10. febrúar 1946, d. 20. febrúar 1996. Hennar börn eru: 1) Guðlaug, f. 19. ágúst 1966, maki Axel. Börn Guðlaugar eru Hafsteinn, Arnar Freyr og Dag- ur Ingi. 2) Guðjón Ármann, f. 22. júní 1976, maki Hildur. Börn Guðjóns eru Eiður Andri, Kristín Rán og Hrafn Darri. Guðrún M Jónsdóttir, f. 23. júlí 1948. Sveinn Austmann, f. 2. október 1950. Ragnhildur fæddist í Reykja- vík og ólst upp með systur sinni við fremur kröpp kjör þar sem móðir þeirra, sem var ein með þær, þurfti að vinna mikið til þess að sjá þeim farborða. Þær bjuggu í Reykjavík í fyrstu en móðir hennar flutti síðar með þær systur vest- ur í Haukadal þar sem hún gerðist kaupakona í nokkur ár. Síðan lá leiðin aft- ur til Reykjavíkur þar sem hún bjó upp frá því. Ragnhildur veikt- ist mjög ung af heila- himnubólgu og bar andlegt at- gervi hennar upp frá því merki þeirra veikinda. Ragnhildur bjó með börnin sín hjá móður sinni á meðan hennar naut við og eftir andlát hennar með yngri börnum sínum tveimur allt þar til hún fluttist í þjónustuíbúð við Norð- urbrún. Eftir að heilsu hennar tók að hraka fluttist hún fyrst á hjúkr- unardeild á Víðinesi og svo þaðan á hjúkrunarheimilið Mörk við Suðurlandsbraut. Á öllum þessum stöðum naut hún góðrar umönn- unar og fór vel um hana þar. Börnin hennar sýndu henni ætíð mikla tryggð og umhyggju og var hún mjög tengd þeim alla tíð. Ragnhildi var sungin sálumessa frá Landakotskirkju 6. febrúar 2012. Elsku amma. Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, – augun spyrja eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar brjósti sætt og rótt. Amma er dáin – amma finnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drengur leggst á koddann – lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir – amma kyssir undurblítt á kollinn hans. breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum.) Takk fyrir allt. Guðlaug og Guðjón. Ragnhildur Aðalsteinsdóttir ✝ Ingibjörg Hall-dórsdóttir fæddist í Hólshjá- leigu í Hjaltastað- arþinghá 24. desem- ber 1921. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 5. febrúar 2012. Foreldar hennar voru hjónin Sig- urbjörg Þorláks- dóttir og Halldór Gíslason, ábúendur í Hólshjá- leigu. Ingibjörg var yngst í sínum systkinahópi en systkini hennar voru Guðmundur, Vilborg, Björg, Sigvarður og Geir sem öll eru látin. Eiginmaður Ingibjargar var Gunnþór Þor- steinsson frá Húsa- vík í Borgarfirði eystra, f. 3. júní 1911, d. 4. apríl 2006. Þau eignuðust soninn Sigurbjörn, f. 29. janúar 1955, sem lést af slysför- um 25. ágúst 1974. Ingibjörg og og Gunnþór bjuggu á Akureyri nær alla sína búskapartíð, lengst af í ein- býlishúsi sem þau reistu sér að Kambsmýri 6. Ingibjörg starfaði lengst af í Sambandsverksmiðj- unum á Akureyri. Útför Ingibjargar fór fram í kyrrþey 15. febrúar 2012. Imba mín, ég ætla ekki að fara að skrifa um þig langa minning- argrein enda yrðir þú sjálfsagt ekki hrifin af því þó að margs sé að minnast frá liðinni tíð. Mér verður sérstaklega hugsað til æskuáranna okkar heima í Hólshjáleigu. Við vorum báðar hestkærar og áttum sinn hestinn hvor. Þú Bleik og ég Fák. Oft var nú sprett úr spori á þeim, enda reiðvegir góðir þarna á eyjunum. Kom fyrir að sundriðið var í tjörnunum sem nóg var af þarna. En það var nú ekki vel séð af fullorðna fólkinu. Þegar þú varst tæplega þrítug fluttuð þið Gunnþór til Akureyr- ar. Ég elti þig svo norður þrem- ur árum seinna og þú tókst mig undir þinn verndarvæng. Ég átti heimili hjá ykkur næstu árin. Fyrst meðan þið bjugguð í Norð- urgötu 1 og síðan að Kambsmýri 6 þar sem þú áttir þitt fallega heimili til æviloka. Á þessum ár- um styrktist okkar góða vinátta enda varst þú vinur vina þinna. Það var eftirtektarvert hvað þú lagðir mikla rækt við húsið og garðinn í Kambsmýrinni. Þar var snyrtimennskan í hávegum höfð. Þú lést hlutina aldrei reka á reiðanum og ótal stundum eyddir þú í að fegra umhverfi þitt. Blómarækt var eitt af áhugamálum þínum og þú lagðir mikla alúð í umhirðu þeirra hvort sem um var að ræða blóm í garðinum eða pottablóm inni í gluggunum. Hannyrðir voru líka eitt af áhugamálunum þínum og ótal blómamyndir saumaðir þú út í gegnum árin. Þú virtist hafa óbilandi starfsþrek sem Elli kerling virtist ekki bíta á og varst ætíð tilbúin að rétta hjálp- arhönd. Það var ekki í kot vísað þegar litið var í heimsókn til þín í Kambsmýrina. Þá var allt besta meðlætið borið fram og hitað nóg af kakói. Þú varst alltaf með fulla könnu af kakói og slepptir henni helst ekki fyrr en allt var búið úr henni. Þá var nú eins gott að standa sig í kakódrykkjunni! Addi frændi þinn þakkar þér óteljandi kakóbolla síðustu árin. Ég minnist líka allra ferðalag- anna sem við fórum saman á bernskuslóðirnar austur á land. Í þeim ferðum naust þú þín því þér þótti svo vænt um æskustöðv- arnar. Þar lágu ræturnar okkar. Að endingu vil ég þakka þér fyrir samfylgdina í gegnum árin og allan velvilja og umhyggju sem þú sýndir mér alla tíð. Ég og fjölskylda mín þökkum þér hjartanlega fyrir allt sem þú varst okkur, þú varst alltaf til staðar. Hvíl í friði, elsku frænka. Sigurbjörg (Didda) og fjölskylda. Ingibjörg Halldórsdóttir ✝ Kjartan JónHjartarson vél- stjóri fæddist á Hvanneyri í Borg- arfirði 28. febrúar 1933. Hann and- aðist á Hrafnistu í Hafnarfirði 30. jan- úar 2012. Foreldrar hans voru hjónin Hjörtur Jónsson kennari og ráðs- maður og Guðný Margrét Runólfsdóttir húsfreyja. Börn þeirra hjóna voru fjögur og var Kjartan þeirra elstur, en systkini hans eru þau Geir, f. 1936, Ingólfur Þórir, f. 1939 og Kristín Guðrún, f. 1943. Kjartan kvæntist Sigríði Svan- laugu Heiðberg, f. 30.3. 1938, d. 22.2. 2011, þau skildu. Með seinni eiginkonu sinni Ásdísi Finns- dóttur, f. 22.8. 1957, þau slitu samvistum, eignaðist hann þrjá vel gerða syni. Jóhannes Andri, f. 5.2. 1979, er þeirra elstur, kona hans er Ragnheiður Björgvins- dóttir og synir þeirra þeir Atli Þór og Axel Óli. Næstur er Guðbjörn Ívar, f. 11.1. 1980, kona hans er Allyah og börn þeirra eru þau Gabríel Jusef og Ísabella. Ágúst Ingi er yngstur, f. 19.5. 1989, unnusta hans er Freydís Halla Friðriks- dóttir. Kjartan lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræða- skóla Austurbæjar og tók síðan stefnu á iðnnám. Hann hafði mik- inn áhuga á allri véltækni og vél- smíði og lagði því stund á vél- virkjanám hjá vélsmiðjunni Hamri hf. Próf tók hann frá Iðn- skólanum í Reykjavík, vélstjórn- arpróf frá Vélskóla Íslands í Reykjavík og einnig próf frá raf- magnsdeild sama skóla. Eftir nám starfaði Kjartan í landi og síðar til sjós við fag sitt. Útför Kjartans fór fram í kyrrþey frá Hafnarfjarðarkap- ellu 9. febrúar 2012. Kjartan var oft langtímum saman að heiman vegna starfs síns. Þegar hann var í landi sinnti hann hugðarefnum sínum af áhuga og mikilli ástundunarsemi. Hann var alla tíð áhugamaður um vélar og vélsmíði og gat dundað sér tímunum saman utan heimilis- ins. Hann var listasmiður á járn og vélar. Þá höfðaði ljósmyndun einnig til hans og var hann dugleg- ur að taka myndir og íhuga myndavélatæknina. Kjartan var afar hlédrægur maður. Hann hafði ekki mörg orð um hlutina heldur kaus að láta verkin tala. Hann átti ekki marga vini, en þeir sem hann eignaðist voru traustir. Sumarið 1999 fékk hann heilablóðfall með alvarlegum afleiðingum. Missti þar með mál og mátt í hægri hluta líkamans. Hann náði sér aldrei eftir áfallið og fluttist á Hrafnistu í Hafnar- firði þar sem hann dvaldist uns hann lést. Starfsfólki Hrafnistu er þakkað fyrir velvild og einstaka umönnun. Guð blessi minningu Kjartans. Systkinin, Geir, Ingólfur Þórir og Kristín Guðrún. Kjartan Jón Hjartarson ✝ Páll ArnarGeorgsson fæddist í Vest- mannaeyjum 4. mars 1958. Hann lést á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum 12. febrúar 2012. Hann var sonur Georgs Stanleys Aðalsteinssonar og Arndísar Páls- dóttur. Fyrrverandi eiginkona hans er Guðrún Jóna Reynisdóttir bæði með föður sínum og Heiðari bróður sínum ásamt fleirum. Hann vann ötullega að ýmsum félagsstörfum, var í Björgunarfélagi Vest- mannaeyja, Skátafélaginu Faxa, var trúnaðarmaður hjá verkalýðsfélaginu Drífandi, var í mótorhjólaklúbbnum Drullusokkum o.fl. Síðustu áratugina vann hann í Fiski- mjölsverksmiðjunni FES í Vestmannaeyjum. Útför Páls fór fram frá Landakirkju 18. febrúar 2012. og áttu þau saman Reyni, f. 1978 og Arndísi, f. 1982, barnabörnin eru fjögur. Páll kláraði grunnskólann í Eyjum og fór að honum loknum í Vélskólann í Vest- mannaeyjum það- an sem hann út- skrifaðist sem vélstjóri. Hann fór fljótlega á sjóinn sem vélstjóri og reri Ég man fyrst eftir Palla þegar hann rak vídeóleigu heima í Eyj- um og ég sem peyi var að þvælast þar að leigja myndir. Í kring um 1985 lágu síðan leiðir okkar sam- an þegar hann gekk í Björgunar- félag Vestmannaeyja. Það má segja um Palla að þegar hann tók sér eitthvað fyrir hendur þá hellti hann sér af fullum krafti út í það og þannig var um starfið hans hjá Björgunarfélaginu. Þær voru ófáar æfingarnar og ferðirnar sem við Palli fórum saman á og margar minningar sem koma upp í kollinn þegar ég hugsa til baka, vaktir á Þjóðhátíð standa þar kannski einna helst upp úr. Seinna meir störfuðum við um allnokkurt skeið saman í dyra- vörslu og vorum því ekki óvanir því að vinna saman á ýmsum vettvangi. Eftir að ég flutti frá Eyjum var það fastur liður að kíkja í kaffi þegar ég kom heim og alloft kíkt- um við á kaffihús þegar hann kom í borgina. Þar gátum við set- ið og rifjað allt það sem við höfum brallað saman í gegn um tíðina. En eftir sitja minningar um góðan félaga sem kvaddi allt of snemma. Elsku Reynir, Arndís, Stanley og Heiðar. Ég votta ykkur samúð mína og vona að góður Guð veiti ykkur styrk á þessum erfiðu tím- um. Takk fyrir samveruna, vinur. Aðalsteinn. Páll Arnar Georgsson ✝ Helgi Þór Sig-urðsson fædd- ist á Sauðárkróki 10. nóvember 1935. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 13. febrúar 2012. Móðir hans var Anna Sig- urbjörg Helgadótt- ir, fædd á Haf- grímsstöðum í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði 20. maí 1913, d. 15. október 1976. Helgi Þór var elstur þriggja hálfsystkina en þau eru Elín Ingigerður Karls- dóttir, f. 1938, Ólafur Guð- mundsson, f. 1947, og Sig- urbjörg Guðmundsóttir, f. 1951. Helgi Þór giftist Guðbjörgu Guðjónsdóttur, f. 6.7. 1950, árið 1984, þau skildu 1994. Þau eign- uðust þrjú börn: 1) Anna Lýdía Helga- dóttir, f. 3.3. 1978, leikskólakennari, gift Ólafi Ívari Jónssyni húsa- smiði, f. 25.4. 1975, þau eiga eina dótt- ur; Emelíönu Líf, f. 15.8. 2005, og einn son Guðjón Helga, f. 4.11. 2010. 2) Elín Þóra Helgadóttir, f. 7.2. 1981, hún lést í bílslysi 22.10. 2000. 3) Theódór Helgi Helgasson, f. 31.3. 1984. Helgi Þór var bifvélavirki. Útför Helga Þórs var gerð frá Keflavíkurkirkju 21. febr- úar 2012. Elsku pabbi minn. Frá því ég man eftir mér hef ég alltaf verið mikil pabbas- telpa. Þú varst góður maður og vildir að öllum liði vel og máttir ekkert aumt sjá, þá þurftir þú að fara að bjarga málunum. Við eigum svo margar góðar minn- ingar ég og þú. Ég ætla að rifja upp nokkrar; ég man eftir að í hádeginu á föstudögum kíktu ég og mamma oftast á þig í vinnuna og færðum þér hádeg- ismat frá Villabar, mér fannst alltaf svo gaman að kíkja til þín á bílaverkstæðið. Ég man líka eftir að ein jólin gafstu mér veiðistöng í jólagjöf, og eftir veiðiferðunum sem við fjöl- skyldan fórum í saman eftir að þú hættir að vinna. Man ég hvað þú varst mikill húsfaðir, einu sinni þegar ég kom heim úr skólanum gekk ég inn í eld- húsið og borðið var fullt af jóla- kökum sem þú hafðir verið baka. Ég var 12 ára gömul þegar þú fékkst hjartaáfall, ég var svo hrædd um þig en jafnframt mjög stolt af þér að taka málin í þínar hendur, þú varst svo duglegur að fara út að ganga og hugsa um heilsuna sem gerði það að verkum að við gát- um átt fleiri minningar saman, þar má nefna giftinguna mína og tvö barnabörn. Þú varst svo flottur afi og ég veit að Eme- líana Líf og Guðjón Helgi eiga eftir að sakna afa Helga, en minning þín lifir í hjörtum okk- ar allra. Við eigum eftir að sakna þess að vakna á morgn- ana og finna Fréttablaðið í lúg- unni og heyra brakið í hurðinni þegar þú varst að koma kíkja á okkur eftir að ég kom heim úr vinnunni og um helgar. Ég hefði aldrei getað trúað því að þú værir orðinn svona veikur þegar þú varst hjá okk- ur á aðfangadag enda sýndir þú engin merki um það. En ég hafði miklar áhyggjur af þér annan í jólum þegar þú varst farinn að finna til. Ég hugsaði strax um hjartað en lungna- bólga sögðu þeir og þú fórst heim með lyf. Ég skildi ekki al- veg af hverju þér batnaði ekki. En hinn 4. janúar hringdi ég á sjúkrabíl, mér leist ekkert á þetta og var mjög hrædd um þig en aldrei hugsaði ég um krabbamein en 6. janúar var hringt í mig, læknarnir höfðu fundið meinvörp og seinna kom í ljós að þetta var lungna- krabbamein sem var búið að dreifa sér víða og leiðin lá ekki aftur heim. Þú varst ótrúlega duglegur, tókst öllu með svo miklu jafnaðargeði, ég er svo stolt af þér. Ég var þakklát að fá að vera hjá þér og halda í höndina á þér þegar þú kvaddir þennan heim. Ég var ekki tilbúin að kveðja þig en þér leið ekki vel, þú varst orðinn svo veikur. En ég er jafnframt mjög þakklát fyrir allar stund- irnar sem við áttum saman. Þú tókst af mér loforð tveim- ur dögum áður en þú kvaddir að ég ætti ekkert að vera að gráta, en pabbi, ég á erfitt með halda það loforð, ég get stund- um ekki haldið aftur af mér, ég sakna þín svo mikið. En veistu hvað, pabbi, þegar þessu verk- efni er lokið er ég nokkuð viss um að ég verð sterkari og mun halda áfram að brosa framan í lífið. Takk, pabbi, fyrir að vera besti pabbi sem ég hefði getað hugsað mér. Þú ert mín fyr- irmynd. Ástar- og saknaðarkveðja, Anna Lýdía. Vinur okkar Helgi gamli eins og við kölluðum hann er látinn. Leiðir okkar Helga lágu saman þegar nýir eigendur tóku við Áhaldaleigu Suðurnesja. Segja má að Helgi hafi fylgt með í kaupunum. Það tókst strax með okkur góð vinátta. Við áttum oft leið í áhaldaleiguna og þar var Helgi alltaf með heitt á könnunni og tilbúinn að taka vel á móti gestum og gangandi. Þeir voru ófáir fastagestirnir sem komu til að sýna sig og sjá aðra. Þar var oftast glatt á hjalla enda Helgi mikill húm- oristi og minnumst við hans varla öðruvísi en með bros á vör og segjandi skemmtilegar sögur. Helgi var einstaklega hjálpsamur maður og leituðu margir til hans með ýmis erindi bæði stór og smá. Helgi fór að koma við hjá okkur hjónunum oftast á sunnudagsmorgnum enda nokkuð víst að allavega húsbóndinn var kominn á ról. Hér voru þjóðmálin rædd, oftar en ekki á léttu nótunum og yf- irleitt fundin lausn á þeim öll- um. Við kveðjum góðan vin og þökkum honum samfylgdina. Ættingjum og vinum Helga sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Kristinn Arnar og Hrönn. Helgi Þór Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.