Morgunblaðið - 22.02.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.02.2012, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2012 ✝ Jón GrímkellPálsson fædd- ist að Hólabraut 9 á Skagaströnd 27. desember 1955. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Kefla- víkur 11. febrúar 2012. Grímkell var sonur hjónanna Páls Ólafssonar Reykdals Jóhann- essonar, sjómanns og síðar hús- varðar á Skagaströnd, f. 20. ágúst 1907, d. 29. janúar 1989, og Gestheiðar Jónsdóttur, hús- móður og verkakonu, f. 28. febr- úar 1919, d. 6. nóvember 2010. Alsystkini Grímkels eru: Jó- hanna Sigríður, f. 26. júní 1949, hjúkrunarfræðingur í Noregi, stúlka, f. 12. júní 1950, dó á fyrsta ári, Jóhannes, f. 31. maí 1951, d. 23. nóvember 1986, sjó- maður og bátasmiður síðast bú- settur í Sandgerði, Snorri, f. 8. júní 1953, dó á fyrsta ári. Hálf- systir Grímkels, samfeðra, er: Unnur Skagfjörð, f. 9. febrúar 1925, húsmóðir í Reykjavík. Grímkell kvæntist Ástríði Björgu Bjarnadóttur, f. 21. jan- úar 1955. Þau skildu. Synir þeirra eru: 1) Hörður Bjarni, f. 11. maí 1977, sonur hans er: hann kom aftur heim til Íslands stofnaði hann plastbáta- smíðastöð með Jóhannesi bróð- ur sínum. Ráku þeir það fyr- irtæki í sameiningu um skeið, en síðar fjárfesti Grímkell í körfubílum og hafði aðal- framfæri sitt af útgerð þeirra á meðan honum entist heilsa. Ein- hvern tímann á starfsævinni sá hann um rekstur sjoppu á Hraunborgum í Grímsnesi fyrir félaga sinn Magnús Helga Sig- urðsson. Og hann fór á nám- skeið í Dale Carnegie-fræðum hjá Konráð Adolphssyni. Síð- ustu tvo áratugina sem Grímkell lifði var hann farinn að heilsu. Fyrst greindist hann með MS- sjúkdóm, sem stundum gekk af- ar nærri honum, en svo komu tímabil á milli sem hann var betri. Síðar fékk hann heilablóð- fall, sem hann náði sér reyndar merkilega eftir, en um síðast- liðna páska greindist hann með heilabilun og hrakaði honum mjög ört eftir það. En þrátt fyr- ir heilsuleysi sitt lagði Grímkell ekki alveg árar í bát fyrst fram- an af þessum tveimur áratug- um. Hann sinnti sölumennsku, stundaði bifreiðaviðgerðir með félaga sínum Guðjóni Sig- urbjörnssyni og smíðaði og lag- færði um skeið allmikið fyrir annan vin sinn Sigurð Óla Sig- urðsson, veitingamann á A. Hansen í Hafnarfirði. Útför Grímkels fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 22. febrúar 2012, og hefst athöfnin kl. 15. Flóki Hrafn, f. 7. maí 2002. 2) Hauk- ur Emil, f. 21. mars 1983. Grímkell ólst upp hjá foreldrum sínum á Skaga- strönd og var á unglingsárum í sveit í Hvammi í Svartárdal hjá föð- urbróður sínum Þorleifi Skagfjörð Jóhannessyni og konu hans Þóru Sigurðardóttur. Þegar hann hafði aldur til sótti hann almenna vinnu sem til féll í fæð- ingarbæ hans og einhvern tím- ann á lífsleiðinni aðstoðaði hann mömmu sína við flatkökubakst- ur. Reyndist það arðvænlegt fyrirtæki því flatkökurnar runnu út í búðum í nágrenninu. Grímkell lauk gagnfræða- prófi frá Laugalækjarskóla í Reykjavík og var svo um skeið aðstoðarvélstjóri á Hópsnesinu, sem gert var út frá Grindavík. Svo gerðist hann aðstoð- armaður í vélarrúmi á stóru norsku flutningaskipi og sigldi allvíða, meðal annars til New Orleans í Bandaríkjunum. Á manndómsárum sínum bjó hann allnokkurn tíma úti í Noregi og lærði þar plastbátasmíði. Þegar Grímkell Pálsson var meðal- maður að hæð, dökkeygur, dökk- ur á hár og lét sér oft vaxa al- skegg á seinni árum. Hann var afburðahraustmenni, meðan heill var, duglegur verkmaður og áhugasamur um það sem hann tók sér fyrir hendur, bráð- greindur að náttúrufari, hagur til smíða og vélaviðgerða og ým- iss konar lagfæringa. Hann hafði gaman af vélknúnum ökutækj- um, naut þess að keyra bíl og sigla bát, og fyrir kom að hann fékk að taka í flugvél hjá æsku- vini sínum Helga Þór Bjarna- syni, vélstjóra frá Skagaströnd. Grímkell var mikill skapmað- ur en stilltur vel. Hann átti til að loka á fólk, en aldrei varð ég var við að hann hataði nokkurn mann eða óskaði honum ófarn- aðar. Hann var stoltur að eðl- isfari en yfirlætislaus í fram- komu. Dómgirni og siðdekur voru ekki til í honum. Og hann var algerlega laus við fals. Grímkell hafði gaman af því að rabba við fólk, gjarnan með bjórglas í hönd. Hann gerði sér aldrei mannamun eftir stétt eða stöðu, heldur mat fólk fyrst og fremst eftir mannkostum og einnig eftir því sem það hafði til brunns að bera að öðru leyti. Ná- vist hans var þægileg, geislaði frá sér skapstyrk og hlýju. Hann trúði fastlega á Jesú Krist, var eldheitur ættjarðarvinur og ein- dreginn sósíalisti. Kynni okkar Grímkels hófust norður á Sauðárkróki fyrir um það bil átján árum. Þá var hann illa haldinn af MS-sjúkdómnum og höfðu læknar spáð honum fullkominni lömun í fótum og mögulega dauða innan skamms. Ég leitaði til Björns Mikaelsson- ar huglæknis og bað hann um að reyna að bæta Grímkeli. Og skömmu síðar var hann búinn að sleppa hækjunum. Vinátta okkar stóð óslitið síðan og gisti ég oft- ast hjá honum í íbúð hans á neðrihæðinni að Hellisgötu 22 í Hafnarfirði, þegar ég var á ferð á höfuðborgarsvæðinu, stundum með unga dóttur mína, Guðnýju Klöru. Oftast nær kom ég þó einn og fórum við þá oft saman á veit- ingahúsið A. Hansen og fengum okkur bjórglas. Undir það síð- asta létum við okkur nægja nokkra bjóra fyrir svefninn í íbúð hans og tókum svo rúnt daginn eftir, því Grímkell átti bíl og var fær um að keyra hann þar til í byrjun síðasta árs. Mörgu góðu fólki kynntist ég í tengslum við Grímkel í Hafnarfirði. Fólk laðaðist að honum vegna hans hlýlega og falslausa viðmóts og ekki síður fyrir þær sakir að hann var manna skemmtilegast- ur, orðhagur og hafði ríka kímni- gáfu. Hann gat líka verið stríð- inn og meinlegur, ef svo bar undir, en mun þó aldrei hafa sært neinn djúpum sárum. Grímkell Pálsson var raun- góður vinur, skemmtilegur félagi og ræktarsamur ættingi, sem hljóp fúslega undir bagga með skyldmennum sínum, jafnvel þó að efni hans leyfðu það tæpast. Betri vin og félaga hef ég ekki eignast á lífsleiðinni. Vertu blessaður, vinur minn. Hafðu þökk fyrir samverustundirnar sem við áttum, góðvildina sem þú sýndir mér og lífsviskuna sem þú miðlaðir mér. Farnist þér vel í ferðinni yfir móðuna miklu. Vonandi eigum við eftir að sjást einhvern tímann aftur. Ég votta ættingjum og vinum dýpstu samúð mína. Það voru mikil forréttindi að fá að kynnast þér. Guðmundur Sigurður Jóhannsson. Það brenna hús, það brenna hjörtu, úr bálsins hafi reykir stíga; við bláan himin bjarmi leikur; í bleika ösku vonir hníga. Það brenna hús, það brenna hjörtu, í börnin glefsa rauðir vargar við öldnum hvæsa eldsins tungur, – en er þá nokkur von til bjargar? Að húskofanum hundruð þyrpast og hamast þar uns lausn er fengin en eitt í hljóði hjartað brennur, – þar hjálpar enginn enginn enginn. (Jóhannes úr Kötlum.) Elsku drengurinn minn! Þá ertu fluttur í Sumarlandið og ég held að skemmtanastigið muni hækka þar töluvert er þú mætir með þínar óborganlegu sögur. Ég get því miður ekki fylgt þér þessi síðustu spor í jarðlífinu. Verð að eiga í minn- ingunni „stíginn okkar“ á Han- sen þar og þá. Þakka þér „stund- irnar í viskubrunninum“ mér og mínum til handa og megi eilífðin hossa þér og dilla svo sem þú átt skilið. Þín, Óla. Jón Grímkell Pálsson ✝ Jenný KarlaJensdóttir fæddist á Ísafirði 22. desember 1932. Hún lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 28. janúar síðastliðinn. Foreldrar henn- ar voru Jens Karl Magnús Stein- dórsson frá Melum í Trékyllisvík, Ár- neshreppi, f. 28. okt. 1902, d. 14. feb. 1965, og Guðrún Þórð- ardóttir frá Hrúti á Rang- árvöllum, f. 4. nóv. 1905, d. 28. 2002. Foreldrar hans voru Ingi- björg Jónína Guðrún Jónsdóttir, f. 7. okt. 1903, d. 4. maí 1986, og Sigurgeir Sigurðsson, f. 18. júní 1896, d. 2. des. 1941. Börn þeirra eru: 1) Sigurgeir, f. 31. jan. 1952, d. 12. maí 1995, dóttir Jenný Rut, f. 1972, gift Stein Simonsen. 2) Elísabet, f. 1. apríl 1955, gift Guðjóni Guðmundssyni, f. 4. júlí 1954, sonur Sigurður, f. 1978, í sambúð með Jónínu Aðalsteins- dóttur. 3) Ingibjörg, f. 22. júní 1964, gift Jóni Gunnari Bald- urssyni, f. 2. júní 1962, börn Guð- rún Kamilla, f. 1985, Selma Polly, f. 1992, Magnús, f. 1994. Langömmubörnin eru fjögur. Heimilið og fjölskyldan hafði alltaf forgang hjá henni. Hún vann ýmis störf hjá hinu op- inbera. Útför hennar hefur farið fram. maí 1972. Systkini Jennýjar eru Katrín Þórný, f. 8. des. 1928, gift Mikael Þórarinssyni, Ragnar Steindór, f. 31. mars 1930, d. 7. des. 2002, Guðrún, f. 10. ágúst 1937, gift Hermanni Stef- ánssyni, og Jóhann- es Helgi, f. 31. ágúst 1945, d. 2. júlí 2000. Jenný giftist 24. desember 1952 Sigurði Sigurgeirssyni húsasmíðameistara, f. í Hafn- arfirði 31. mars 1931, d. 3. nóv. Elsku besta amma. Nú er kom- ið að kveðjustund. Erfitt að kveðja þig, en ég verð bara að sætta mig við það að ömmur deyja á undan barnabörnum sínum. En það er alltaf erfitt að kveðja ömmu. Sérstaklega Jennýju ömmu. Þú varst ekki nútímaamma, sem er svo upptekin að hún hefur ekki tíma fyrir barnabörn og fjöl- skyldu. Þú hafðir alltaf tíma fyrir okkur og vildir allra helst bara vera með fjölskyldunni. Má segja að þú hafir alla tíð vakað yfir öllu fólkinu þínu með alúð og væntum- þykkju. Þú hélst líka skilyrðis- laust með okkur og það var svo ótrúlega gott að vita af því. Ég vissi að ég gæti sagt þér frá hverju sem er, þú myndir alltaf halda með mér. Þess vegna feng- uð þið afi fyrst að vita af því að Steini væri til. Hef hugsað mikið um það síð- ustu dagana að þú varst jafngöm- ul mér núna, þegar ég fæddist. Ég var ekki í leikskóla fyrstu tvö árin, því þú passaðir mig. Þú kenndir mér stafina á Rafha-eldavélinni áður en ég varð tveggja ára. Og þú sást til þess að ég varð aldrei lyklabarn, því ég gat alltaf farið heim til ykkar afa eftir skóla. Svo bjó ég í kjallaranum hjá ykkur afa síðustu árin áður en ég flutti til Noregs. Alltaf var opið upp til ykkar, alltaf var eitthvað gott til að borða og alltaf tími til þess að spjalla, spila myllu eða fá góð ráð. Eftir andlát pabba, þá var það svo gott að eiga ykkur afa að. Mér fannst pabbi alltaf vera til staðar í gegnum ykkur. Eins og í brúð- kaupinu okkar Steina. Var svo ótrúlega stolt af þér þegar þú og Mildrid tengamamma leiddust inn kikjugólfið, eftir að þið voruð búnar að taka á móti öllum gest- unum. Við barnabörnin kölluðum þig ömmu rakettu. Því þú keyrðir svo ótrúlega hratt. Man einu sinni þegar ég var að koma úr leiðsögn og sat í rútunni og bílstjórinn var að keyra mig heim. Við vorum að bíða á rauðu ljósi og svo sé ég þig í Volvoinum við hliðina á okkur, einum bíl framar. Bilstjórinn vildi ná þér og ég óskaði honum góðs gengis. Svo kom grænt ljós, þú bræddir malbikið og varst búin að leggja bílnum og komin inn á Hverfisgötu 42 þegar við komum að húsinu. Þá verð ég að viður- kenna að ég var pínu grobbin, þó að ég hafi oft verið hrædd með þér í bíl. Ég þekki engan eins og þig, sem alltaf hefur tekið öllu með hugrekki, æðruleysi og styrk. Vona að ég verði einhvern tímann eins sterk og hugrökk og þú. Þeg- ar þú fékkst að vita að þú værir komin með krabbamein, þá tókst þú þá ákvöðrun að lengja ekki líf- ið, heldur hafa það gott síðustu mánuðina. Sjálfri þér lík þá spurð- ir þú okkur öll hvort við hefðum það gott, værum örugglega enn vel gift og hvað þú gætir gert fyrir okkur síðustu vikurnar þínar. Svo spurðir þú hvort það væri í lagi að þú myndir kveðja. Hugga mig við það að ég veit að þú ert hjá pabba og afa. Eina skiptið sem ég sá þig virkilega bugast var þegar pabbi dó. Þess vegna ann ég þér að vera hjá þeim núna, veit að þú ert búin að sakna þeirra mikið. Vona þó að þú fáir að standa við það sem þú lofaðir mér og Ísaki og Viljari þegar við kvöddum, að þú kíkir við í Hegge- dal hjá okkur. Við bíðum spennt. Þín Jenný Rut. Jenný Karla Jensdóttir Elsku amma Katrín. Takk fyrir allar samverustundirnar. Þú varst alltaf svo góð og skemmti- leg. Lummurnar þínar voru alltaf í uppáhaldi hjá mér og verða það alltaf. Það var alltaf svo gott að koma til þín að kúra og spjalla. Ég elska þig af öllu mínu hjarta og mun sakna þín svo mikið eins og allir í fjölskyldunni. Ég mundi gera allt til að láta þér batna, elsku amma mín. Þín ömmustelpa, Jóhanna Freyja. Með hlýju í hjarta verður mér hugsað til Katrínar, sem ég kynntist bæði sem móður vinkonu minnar og nágranna. Katrín var einstaklega glæsileg og falleg kona. Hún hafði einstaka nærveru og í hvert sinn sem við hittumst voru mín málefni henni alltaf of- arlega í huga og það sem var að gerast hjá mér og mínum nán- ustu. Þannig var Katrín, henni var eðlislægt að láta sér annt um náungann. Katrín var stolt af stelpunum sínum og fjölskyldum þeirra sem hún átti einstakt sam- band við og var þeim góð móðir, amma, tengdamóðir og vinkona. Missir þeirra er mikill og sár en minningar um fallega og yndis- lega konu lifir í hjörtum þeirra. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (HJH) Elsku Sigurlaug, Hanna Lilja, Hjördís Hildur og fjölskyldur, ég votta ykkur mína innilegustu samúð. Ykkar Auður Lind. Stórt skarð hefur nú verið höggvið einu sinni enn í okkar litla hóp stúdenta sem útskrifaðist frá Verzló vorið 1962 og sem innan nokkurra mánaða mun halda upp á hálfrar aldar útskriftarafmæli. En því miður mun ekki sú gleði ríkja sem til stóð, nú þegar Kötu okkar vantar í hópinn. Við stönd- um nú hnípin og raunamædd hjá. Ekki þýðir að deila við almættið og mitt í sorginni má þó gleðjast yfir að nú er okkar kæra vinkona laus við kvalir sem fylgja baráttu við hinn illvíga sjúkdóm og komin til æðri og fegurri heima. Á unglingsárum finnst flestum tíminn oft líða fremur hægt, Katrín Jónsdóttir ✝ Katrín Jóns-dóttir fæddist í Reykjavík 9. sept- ember 1941. Hún lést 28. janúar 2012. Útför Katrínar fór fram frá Garða- kirkju 7. febrúar 2012. óþreyjufullir eftir að komast út í lífið. Því var ljóst eftir sex ára samveru í Verzlun- arskólanum að öll vorum við, skóla- systkinin, orðin mjög áfjáð og alveg tilbúin að taka okkur eitthvað nýtt og spennandi fyrir hendur. Sé hins veg- ar litið tilbaka er sem tíminn hafi liðið með örskots- hraða. Það verður að játast að þegar komið var að ákvörðun um stúd- entsferðalagið okkar, sem við höfðum baki brotnu safnað fyrir allan seinasta veturinn og hlakkað mikið til, þá náðist lítil samstaða í hópnum. Það varð því úr að við þrjár, Kata, Björg Eysteinsdóttir og ég, tókum okkur far með Heklunni sem sigldi til Stavanger í Noregi. Þar kvöddum við Kata Björgu og vinkonu hennar, en þær héldu för sinni viðstöðulaust áfram áleiðis til Þýskalands. Eftir nokkurra daga dvöl í Stavanger héldum við stoltar upp í okkar langþráða stúdentsferðalag með hvítu kollana. Brunuðum áfram með lestum um skóglendi, firði, fjöll og firnindi og skoðuðum okk- ur um í helstu borgum á leiðinni, svo sem Osló, Gautaborg og Kaupmannahöfn. Sigldum loks til Helgolands að heimsækja Helgu Guðjónsdóttur, gamla skólasyst- ur okkar, sem var þar í sumar- vinnu og auðvitað fengum við hin- ar ljúfustu móttökur. Til að gera langa sögu stutta þá enduðum við loks í Hamborg, þar sem við höfðum mælt okkur mót við kærastana okkar sem biðu þar í ofvæni eftir okkur. Þar skildi um sinn leiðir okkar Kötu eftir stór- skemmtilega og viðburðaríka daga, sem liðu auðvitað allt of fljótt. Á þessum tímapunkti vorum við, hvor um sig, að hefja alger- lega nýtt líf, fullar af tilhlökkun og væntingum um nánustu framtíð okkar. Síðan liðu árin og áratug- irnir við alls konar annir eins og tíðkast hjá ungu fólki. Við hitt- umst þó reglulega á skólaafmæl- um og rifjuðum þá upp hvað hefði nú gerst áhugavert í lífi hvor ann- arrar. Þetta voru góðar stundir. Þegar svo fór að halla á seinni hlutann í lífinu og meiri tími gafst til tómstunda höfum við nokkuð margar skólasysturnar, okkur til mikillar gleði og ánægju, hist reglulega nú í meira en áratug og hefur það verið okkur mjög svo dýrmætt. Kæru systur, Sigurlaug, Hanna Lilja og Hjördís, nú þegar þið sjáið á bak ykkar ástríku móð- ur vil ég fyrir hönd okkar skóla- systkina votta ykkur og fjölskyld- um ykkar mína dýpstu samúð. Hvíl í friði, kæra vinkona og skólasystir. Ingibjörg G. Haraldsdóttir. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýs- ingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeig- andi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánu- degi eða þriðjudegi). Minningargreinar S:HELGASON 10 - 50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM LEGSTEINUM Vandaðir legsteinar á betra verði!!! - Sagan segir sitt - Skemmuvegur 48 s: 557 66 77

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.