Morgunblaðið - 22.02.2012, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.02.2012, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2012 „Þegar ég kom til Íslands 19. desember 2009 gat ég barið saman nokkrar setningar. Ég man daginn sem ég kom því það var svo stutt til jóla. Áður en ég kom keypti ég geisla- disk og bók með kennsluefni á íslensku. Síðan hef ég komist betur inn í málið og get nú haldið uppi samræðum um daginn og veginn á íslensku. Ég á hins vegar erfiðara með að ræða flóknari hluti,“ segir Mike McKenzie um fyrstu skref sín í íslenskunámi. Eiga saman dóttur McKenzie er fæddur í Bri- stol, borg í SV-Englandi sem telur 550.000 íbúa ef nágrannabæir eru taldir með. Ástin leiddi hann til Íslands en hann er í sambúð með Kristínu Hrönn Hreinsdóttur og eiga þau saman fimm mán- aða dóttur, Evu Frances McKenzie. Fyrir á Kristín Hrönn níu ára stúlku, Anja Is- is Brown, og er McKenzie stjúpfaðir hennar. Hann starf- ar nú sem klippari hjá Gagn- virkni í Kópavogi. Stundum er sagt að enska sé annað tungumál Íslend- inga. Spurður hvort samt sé nauðsynlegt að læra íslensku til að komast inn í íslenskt samfélag segir hann svo vera. „Það er mikilvægt að læra tungumál landsins sem maður flytur til. Hér hjálpar til að Ís- lendingar eru einstaklega hjálpsamir þegar tungumálið er annars vegar. Það gerist til dæmis undantekningarlaust þegar ég er í verslun að af- greiðslufólkið heyrir á hreimnum að íslenska er ekki mitt móðurmál. Samt heldur það áfram að tala við mig á ís- lensku þótt það tali líklega betri ensku en ég tala ís- lensku. Nú er ég farinn að skilja hvað er verið að fjalla um í fjölmiðlum. Fyrir tveim árum horfði ég á íslensku kvikmyndina Sódómu Reykjavík. Um daginn horfði ég á hana aftur og hafði þá meira gaman af enda farinn að skilja meira í málinu. Reynsla mín er sú að tungumálið er ekki þrösk- uldur þegar kemur að því að eignast íslenska vini og kunn- ingja. Það hjálpar hins vegar mikið til að ná tökum á mál- inu. Það hefur auðveldað manni að auka færnina að sækja íslenskutíma í Mol- anum í Kópavogi.“ Íslendingar hjálpa til við íslenskuna Morgunblaðið/Sigurgeir S. Frá Bristol McKenzie í vinnunni hjá Gagnvirkni. ,,Viltu tala meiri íslensku?“ er verkefni sem hófst í jan- úar 2009 hjá Kópavogsdeild Rauða kross Íslands. Þar hitta íslenskir sjálfboðaliðar vikulega innflytjendur og tala saman á íslensku. Með verkefninu vildi Kópavogs- deild miða að því að ná til innflytjenda og gefa þeim tækifæri til að þjálfa sig í ís- lensku og bæta orðaforða sinn. Verkefninu er einnig ætlað að rjúfa félagslega ein- angrun innflytjenda sem og auðvelda aðlögun þeirra að íslensku samfélagi. ,,Tungumálið getur verið mikil hindrun og ýtt undir fé- lagslega einangrun. Fólk af erlendum uppruna sem hefur sótt námskeið í íslensku vant- ar oft meiri reynslu af að- stæðum þar sem það fær að tala íslensku frjálslega við ýmsar aðstæður,“ segir Hrafnhildur Helgadóttir, verkefnastjóri hjá Kópavogs- deild Rauða krossins, um þjálfun fólks af erlendum uppruna í íslensku, en hún veitir verkefninu forstöðu. Eykst ár frá ári „Aðsóknin hefur aukist með ári hverju. Um tíu manns hafa sótt hverja sam- veru hjá okkur að jafnaði en þær eru yfirleitt haldnar í Molanum, samkomuhúsi í Kópavogi. Stærri hópur, um 60 manns, hittist á lokaðri Fésbókar-síðu þar sem fólk getur hjálpast að. Öflugur hópur sjálfboðaliða gerir okkur kleift að halda úti svona verkefnum. Mann- fræðinemar hafa til dæmis tekið virkan þátt í verkefn- inu og svo eru aðrir sem hafa mikinn áhuga á innflytjenda- málum. Bakgrunnur sjálf- boðaliða er ólíkur en þessi áhugi sameinar. Hópurinn hittist vikulega, fer á lista- söfn, horfir á íslenskar kvik- myndir og spjallar um þær á íslensku, svo eitthvað sé nefnt. Auk þess ganga sumar samverur út á að auka orða- forða þátttakenda um ákveð- in málefni. Gott er að hafa ákveðinn grunn í íslenskunni áður en farið er að þjálfa tal- málið en nokkrir þátttak- enda hafa tekið þátt í verk- efninu frá upphafi og náð ótrúlegum árangri.“ Leggja sig mikið fram Hrafnhildur segir lagt upp með að allir taki virkan þátt. „Við leggjum áherslu á að hafa þetta afslappað og efla sjálfstraust í gegnum þátt- töku í umræðum. Fólkið er virkilega að leggja sig fram og það sést hvernig það verð- ur hugrakkara með aukinni færni. Við erum með mjög al- þjóðlegan hóp. Til okkar mæta einstaklingar frá Bret- landi, Þýskalandi, Víetnam, Frakklandi, Hollandi, Pól- landi og Serbíu svo eitthvað sé nefnt. Sumir eru giftir Ís- lendingum og eiga börn sem eru komin langt fram úr þeim í íslensku. Þeir tala jafnvel ensku við maka og skortir þjálfun í íslenskunni. Hvað snertir þátttöku þeirra á vinnumarkaði er reynsla mín sú að langflestir hafi vinnu. Sumir hafa þó þurft að taka sér hlé frá störfum vegna þess að þeir þurfa að komast betur inn í málið áð- ur en þeir fara aftur á vinnu- markaðinn. Það sem fólkið á sameiginlegt er viljinn til þess að komast betur inn í ís- lenskt samfélag í gegnum tungumálið,“ segir Hrafn- hildur. Slípa íslenskuna í spjalli  Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Kópavogi kenna nýbúum málið  Afslappað andrúmsloft og áherslan á að efla færni með samræðu Morgunblaðið/Sigurgeir S. Verkefnastjóri Hrafnhildur starfar fyrir Rauða krossinn. TAKMARKAÐ FRAMBOÐ! Skráðu þig núna í síma 560 1010 eða á mottaka@heilsuborg.is Vilt þú breyta um lífsstíl en veist ekki hvar þú átt að byrja? Pantaðu tíma í heilsumat og við leiðbeinum þér með næstu skref. NÝ NÁMSKEIÐ AÐ HEFJAST STOÐKERFISHÓPUR Þjálfun 3x í viku, fyrirlestrar um verki, svefn ofl. Þjálfari María Jónsdóttir, sjúkraþjálfari. 8 vikur. Hefst 12. mars. Verð 21.200 kr. pr. mánuð. HEILSULAUSNIR - OFÞYNGD Hentar þeim sem eru í ofþyngd og eru búnir að prófa „allt“ án árangurs! Þjálfun, fræðsla, ráðgjöf, viðtöl, aðhald og stuðningur. Hefst 12. mars. Tilboð 14.900 kr. pr. mán í 12 mán. STAFGANGA Kennsla 10. mars kl. 9:00 - 11:00. Verð 2.900 kr. ZUMBA TONING OG ZUMBA Þri og fim kl. 16.30/17:30. 4 vikur - Verð 11.900 kr. 60 ÁRA OG ELDRI Frábær félagsskapur, aðhald og stuðningur. Mán og mið kl. 11:00 eða 15:00. 4 vikur - Verð 9.900 kr. ÞJÁLFUN FYRIR GOLFARA Mán og mið og fös kl. 7:45, 9:00 eða 12:10. 4 vikur - Verð 13.900 kr. KVENNALEIKFIMI Fyrir konur á öllum aldri. Þri og fim kl. 10:00. 4 vikur - Verð 11.900 kr. 4 VIKNA NÁMSKEIÐ HEFJAST 5. MARS Betri heilsa borgar sig!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.