Morgunblaðið - 22.02.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.02.2012, Blaðsíða 28
28 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2012 Sudoku Frumstig 7 4 5 6 7 4 9 3 8 6 4 3 9 7 1 8 3 9 6 5 5 1 8 4 2 6 2 4 9 2 3 5 6 4 9 3 5 1 6 9 2 8 3 6 9 5 1 8 6 3 3 5 8 2 4 5 1 2 9 7 4 8 1 5 7 9 6 7 1 2 4 7 6 8 8 2 3 7 4 6 1 9 5 4 9 7 5 1 8 3 6 2 1 6 5 3 2 9 4 7 8 7 1 8 4 9 3 2 5 6 6 3 2 1 8 5 7 4 9 5 4 9 6 7 2 8 3 1 2 5 6 8 3 7 9 1 4 3 8 4 9 5 1 6 2 7 9 7 1 2 6 4 5 8 3 5 1 4 6 8 3 7 2 9 8 3 7 2 9 1 5 4 6 6 2 9 7 4 5 1 3 8 1 7 2 3 6 9 4 8 5 4 8 5 1 7 2 9 6 3 3 9 6 8 5 4 2 7 1 7 5 1 4 3 8 6 9 2 9 4 3 5 2 6 8 1 7 2 6 8 9 1 7 3 5 4 9 3 1 8 5 4 2 7 6 4 7 6 2 1 3 9 5 8 5 2 8 7 9 6 1 3 4 8 9 5 3 4 1 6 2 7 7 1 4 9 6 2 5 8 3 3 6 2 5 8 7 4 9 1 6 8 7 4 2 5 3 1 9 1 5 3 6 7 9 8 4 2 2 4 9 1 3 8 7 6 5 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er miðvikudagur 22. febrúar, 53. dagur ársins 2012 Orð dagsins: Og orð hans býr ekki í yð- ur, því að þér trúið ekki þeim, sem hann sendi. (Jóh. 5, 38.) Þegar Víkverji kom heim frá út-löndum um daginn blöstu við honum ósmekklegustu auglýsingar sem hann hefur séð í íslenskri versl- un. Þær var að finna í Fríhöfninni en það vill svo til að hún er í eigu rík- isins. Greinilegt er af auglýsing- unum að Fríhöfnin telur sjálfsagt að leggja fast að foreldrum að kaupa sælgæti fyrir börnin sín og helst sem allra mest af því. Hér eru nokkur dæmi: Fyrir ofan stóra poka með hlaupi stóð: „Enga skeifu bara BROS“. Fyrir ofan of- urbleik Hello Kitty-leikföng stóð: „Ertu að GLEYMA einhverjum?“ Á sælgætisrekka var fullyrt um árang- urinn af kaupunum: „Lítill pakki lít- ið bros, stór pakki STÓRT bros“ og á enn öðrum stað var spurt: „Ferð þú tómhentur heim?“ x x x Væru þessar auglýsingar settarupp við sælgætisrekka í ein- hverri annarri búð, s.s. í Hag- kaupum eða Krónunni, er Víkverji næsta viss um að Lýðheilsustöð myndi gera athugasemdir. Líklega myndi Lýðheilsustöð benda á að tannheilsa barna á Íslandi sé verri en víðast hvar í nágrannalöndunum. Um leið myndi hún vafalaust nota tækifærið til minna á að offita sé einn helsti heilsufarsvandi Vest- urlandabúa og að offita meðal barna færist í vöxt. Einnig myndi Lýð- heilsustöð örugglega benda á að Ís- lendingar ættu Norðurlandamet í sykurneyslu. Ekkert er minnst á þetta ríkisversluninni Fríhöfninni og það er eðlilegt enda hefur hún allt önnur markmið en ríkisstofnunin Lýðheilsustöð. Í Fríhöfninni gildir sölumennskan og í þessu tilviki er hún ekki af smekklegri sort. x x x Það er gott að Fríhöfnin bjóði uppá sælgæti, leikföng, tölvuleiki og DVD-myndir fyrir börn í komu- verslun sinni. Hún ætti aftur á móti að sjá sóma sinn í að fjarlægja þess- ar ömurlegu auglýsingar. Um leið mætti Fríhöfnin íhuga að bjóða líka barnabækur til sölu. Þær endast betur en flest annað sem þar er boð- ið upp á. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 vaðfugl, 8 ungir hestar, 9 ræfla, 10 ýlfur, 11 hafa fyrir sið, 13 ávinningur, 15 kátur, 18 dreng, 21 skyn- semi, 22 byggja, 23 verur, 24 liggur á meltunni. Lóðrétt | 2 ávöxturinn, 3 rudda, 4 stallur, 5 jakaburð- ur, 6 styrkt, 7 brumhnappur, 12 hrúga, 14 legil, 15 ástand, 16 gestagangur, 17 dökkt, 18 vísa, 19 dóna, 20 bæla sig. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 hnika, 4 fussa, 7 rorra, 8 mágum, 9 rúm, 11 anna, 13 garð, 14 pilla, 15 hopa, 17 traf, 20 stó, 22 gjóta, 23 mætur, 24 skaft, 25 ránið. Lóðrétt: 1 herða, 2 iðrun, 3 afar, 4 fimm, 5 sigla, 6 afmáð, 10 út- lit, 12 apa, 13 gat, 15 hagls, 16 prófa, 18 rætin, 19 fárið, 20 satt, 21 ómur. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Djúpköfun. Norður ♠K972 ♥D102 ♦873 ♣K98 Vestur Austur ♠8 ♠64 ♥Á8753 ♥K964 ♦DG102 ♦K64 ♣D73 ♣G1065 Suður ♠ÁDG1053 ♥G ♦Á95 ♣Á42 Suður spilar 4♠. Venjulega er rétt að setja lágt í ann- arri hendi, alls ekki alltaf – þum- alputtareglur eru viðmiðanir, ekki al- gild lögmál. Vandinn er að vita hvenær eigi að sveigja af leið. Í spili gærdags- ins snerist málið um að nýta innkomu millihandar strax. Hér er önnur ástæða að baki. Suður spilar 4♠. Út- spilið er ♦D, sem sagnhafi dúkkar, drepur næsta tígul, tekur tvisvar tromp og spilar loks hjarta úr borði. Austur á leikinn. Þetta er lymskulega spilað. Ef aust- ur fylgir þumlinum og setur smátt í slaginn, verður síðar hægt að tromp- svína fyrir ♥K og þá mun lítið fara fyr- ir laufslag varnarinnar. Nei, austur verður að bregða venjunni og stinga upp kóng. Það er erfið vörn að finna við borðið, því fæstir kafa djúpt í svo hversdagslegri stöðu? 22. febrúar 1903 Fríkirkjan í Reykjavík var vígð. Í söfnuðinum, sem var stofnaður haustið 1899, voru þá um fimm þúsund manns. 22. febrúar 1952 Byggingarnefnd Þjóðminja- safns afhenti menntamála- ráðherra hús safnsins við Suð- urgötu, en bygging þess hófst í ágúst 1945. Húsið var sagt vera „morgungjöf lýðveldisins til þjóðarinnar“. 22. febrúar 1979 Menningarverðlaun Dagblaðs- ins voru veitt í fyrsta sinn. Þau hafa verið veitt árlega síðan. 22. febrúar 1980 Hæstiréttur kvað upp dóma í Guðmundar- og Geirfinns- málum en mennirnir höfðu horfið rúmum fimm árum áð- ur. Sex sakborningar voru dæmdir í fangelsi frá einu ári upp í sautján ár. „Hæstiréttur mildaði dóma undirréttarins,“ sagði Dagblaðið. 22. febrúar 1984 Snjóflóð féll á steypustöð á Ólafsvík. Tveir menn voru hætt komnir. Húsið eyðilagð- ist svo og ýmis tæki. Á sama tíma féllu snjóflóð á veginn um Ólafsvíkurenni. 22. febrúar 1991 Sigríður Snævarr afhenti trúnaðarbréf sitt sem sendi- herra í Svíþjóð og varð þar með fyrst íslenskra kvenna til að gegna slíku embætti. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … „Hvert ár er áfangi sem ber að fagna,“ sagði Jó- hann G. Jóhannsson, tónlistarmaður og listmálari, sem er 65 ára í dag. Hann ætlar að taka því rólega í dag en tónlistin er honum ofarlega í huga og stendur til að sinna henni eitthvað á þessu ári. „Ég ætla að setja nýtt lag í spilun í dag og sjá hver viðbrögðin verða,“ sagði Jóhann. „Lagið heitir Á síðasta séns og er sungið af Stefaníu Svav- arsdóttur. Pétur Hjaltested tók upp lagið. Vignir Snær Vigfússon spilar á gítar og Ásgeir Ósk- arsson á trommur. Ég fékk gamla Fender-bassann minn og spila bassann sjálfur.“ Ófærðin eftir áramótin og einangrunin sem henni fylgdi gaf Jó- hanni næði til að leggjast yfir nýtt verkefni. „Ég setti saman söngleik fyrir alla fjölskylduna, hvað sem verður. Ég á mikið efni, t.d. frá því ég samdi krakkalög með jákvæðum boðskap fyrir Ruth Reginalds. Ég velti því fyrir mér hvort það mætti raða þessu efni og fleiru í söngleik og hef verið að fást við það,“ sagði Jóhann. Lagið Hjálpum þeim var endurútgefið í fyrra til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar. Jóhann sagði að styðja þyrfti hjálparstarfið allt árið og stendur til að fylgja endurútgáfu lagsins eftir á þessu ári. gudni@mbl.is Jóhann G. Jóhannsson er 65 ára Nýtt lag í spilun í dag Nýirborgarar Reykjavík Sóldís Eva fæddist 24. nóv- ember kl. 16.42. Hún vó 3.800 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Rósey Reynisdóttir og Reynir Örn Jóhann- esson. Flóðogfjara 22. febrúar Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 0.36 0,3 6.47 4,1 13.00 0,2 19.03 3,9 9.01 18.22 Ísafjörður 2.42 0,1 8.43 2,1 15.09 0,1 21.00 1,9 9.14 18.19 Siglufjörður 4.51 0,1 11.09 1,3 17.22 0,0 23.35 1,1 8.57 18.02 Djúpivogur 4.03 2,0 10.09 0,2 16.10 2,0 22.21 0,1 8.33 17.50 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú ert kominn út í horn og þarft nú að setjast niður og hugsa málið upp á nýtt. Ef einhver sýnir þér rausnarskap skaltu á hinn bóginn rétta fram höndina og þakka fyrir þig. (20. apríl - 20. maí)  Naut Jafnvel ástríkustu vinasambönd lenda í undarlegum pyttum endrum og sinnum. Fáðu aðstoð, ef það er það sem þarf til þess að þú getir staðið við þitt. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Óvissa af þinni hálfu er tækifæri fyrir aðra til þess að ná stjórninni. Notaðu innsæi þitt til að velja þá réttu. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Að undanförnu hefurðu þurft að tak- ast á við gömul vandamál sem tengjast börn- um eða fornum ástum. Skoðaðu vináttu þína og annarra. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú skalt stefna að því að eiga notalega stund með fjölskyldunni í kvöld. Einbeittu þér að því að grynnka á, í stað þess að bæta við. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú munt hugsanlega hjálpa vinnu- félaga þínum að leysa einhvers konar vanda- mál í dag. Hættu að fela tilfinningarnar þínar, og deildu þeim frekar. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú hrífst af hverju sem er í dag. Farðu hægar í sakirnar og veltu hlutunum vandlega fyrir þér áður en þú segir af eða á. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Einhver á eftir að koma þér skemmtilega á óvart með ummælum sínum um þig og þín störf. Allt á sinn tíma og nú er það vinnan sem þarf að hafa forgang. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Það er alltaf heppilegra að vera sveigjanlegur heldur en að sitja fastur í ein- hverju hjólfarinu. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú ert óvenjugóðhjartaður og samúðarfullur þessa dagana. Gerðu allt sem þér er unnt til þess að byggja upp þína eigin sjálfsmynd, í stað þess að iðka niðurrif. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Dagurinn í dag er kjörinn til að fara í gegnum eigur sínar, tímarit, bækur og hluti sem þú hefur haldið í heima hjá þér. Taktu óhrædd(ur) við aukinni ábyrgð. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Efasemdir um sjálfa(n) þig og lísvið- horf þitt valda þér hugarangri. Fólk er tilbúið til að hjálpa þér og veita þér þann stuðning sem þú þarft til að ljúka ákveðnu verki. Stjörnuspá 1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. Bg5 c5 4. e3 b6 5. Rbd2 cxd4 6. exd4 Bb7 7. Bd3 Be7 8. c3 d6 9. De2 Rbd7 10. a4 Rd5 11. Be3 a6 12. a5 b5 13. Re4 Rf8 14. Bd2 Rg6 15. g3 h6 16. c4 bxc4 17. Bxc4 O-O 18. Bd3 Dd7 19. O-O e5 20. Rc3 Staðan kom upp á Skákþingi Reykjavíkur, Kornax-mótinu, sem lauk fyrir skömmu í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur. Alþjóðlegi meistarinn Bragi Þorfinnsson (2426) hafði svart gegn Haraldi Baldurssyni (2000). 20… Rdf4! 21. Bxf4 Rxf4 22. De3 Dh3 23. Re1 Rg2! Svartur vinnur nú skipta- mun. 24. Bf5 Rxe3 25. Bxh3 Rxf1 26. Kxf1 exd4 27. Re2 Bf6 28. Hd1 Hfe8 29. Rxd4 Bxd4 30. Hxd4 Bc6 31. Rd3 Bb5 32. Bg4 He4 33. Hxe4 Bxd3+ 34. He2 Hb8 35. Kg2 Bxe2 36. Bxe2 Hxb2 37. Bxa6 Ha2 38. Kf3 Hxa5 og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Svartur á leik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.