Morgunblaðið - 22.02.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.02.2012, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Kristinn Streita Jack James við rannsóknarbílinn þar sem komið hefur verið fyrir fullbúinni rannsóknarstofu, en í rannsókninni verða bæði félagslegir og líkamlegir þættir kannaðir. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Unglingsárin geta að mörguleyti verið streituvald-andi tímabil í lífi fólks.Ýmiss konar breytingar verða á þessum árum, bæði lík- amlegar og félagslegar. Hingað til hefur streita meðal unglinga lítið verið könnuð en ein fyrsta slíka rannsóknin mun hefjast hérlendis á næstunni. Rannsóknin er á vegum teymis sérfræðinga við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík með prófess- orinn Jack James í fararbroddi. Auknar kröfur gerðar Útbúin hefur verið fullbúin rannsóknarstofa í litlum sendi- ferðabíl sem ekið verður á milli skóla. „Rannsakaðir verða félagslegir um aðferðum getum við aflað víð- tækra upplýsinga um stressið sem hver manneskja upplifir,“ segir Jack. Telja aftur á bak Rannsókin fer fram í Reykjavík og víðar og hefur hlotið styrk frá Rannís. Rannsóknarteymið við Há- skólann í Reykjavík vinnur verkefnið í samstarfi við Rannsóknir og grein- ingu sem og vísindamenn við erlenda háskóla, svo sem á Írlandi, í Banda- ríkjunum og í Svíþjóð. Jack segir bíl- inn koma sér vel því auðveldast sé að ná til unglinga með því að leita til þeirra. Ein ástæða þess að streita í unglingum hafi lítið verið könnuð sé einmitt sú að erfitt getur verið að ná í Streita unglinga lítt rannsökuð Unglingsárin geta verið stressandi en streita meðal unglinga hefur hingað til verið lítið rannsökuð. Mik- ilvægt er að skoða sem fyrst þá þætti sem valda streitu til að draga megi úr áhrifum hennar síðar meir. þættir sem valda streitu meðal ung- linga. Hingað til hefur áherslan verið á að skoða streitu meðal fullorðinna en unglingsárin geta jú verið stress- andi tími. Unglingurinn fer úr hlut- verki barnsins og til hans eru gerðar auknar kröfur. Ofan á það leggst einnig félagslegur þrýstingur frá jafnöldrum. Æða- og hjarta- sjúkdómar eru helsta dánarorsök Ís- lendinga og það hefur sýnt sig að stress er einn af þeim þáttum sem valdið geta slíkum sjúkdómum. Því er mikilvægt að skilja betur hvað or- sakar streitu snemma á lífsleiðinni þar sem einkennin sýna sig strax á unglingsaldri. Rannsókn okkar mið- ar að því að skoða bæði líkamlega og félagslega þætti. Blóðþrýstingur og hjartsláttur verður skoðaður og einnig tekin munnvatnssýni. Þá verður svefnmynstur kannað og koffínneysla og reykingar. Með þess- þá. Rannsóknin verður gerð á 14, 15 og 18 ára unglingum og er vonast til að ná til sem flestra til að niðurstöð- urnar verði sem marktækastar. „Rannsóknin tekur um klukku- tíma og hluti hennar er að skapa stressandi aðstæður. Við ætlum þó alls ekkert að hrella fólk heldur ein- faldlega skapa aðstæður úr daglegu lífi. Aðrar rannsóknir hafa sýnt að auðvelt er að kalla fram stress- einkenni með því að leggja fyrir fólk ögrandi verkefni. Þetta munum við nýta okkur og t.d. biðja unglingana að telja stóra tölu aftur á bak. Slíkt gefur góða hugmynd um hvernig þau gætu brugðist við í hversdagslegum aðstæðum. Þetta gefur okkur heilsteyptari mynd af þeim þáttum sem skapað geta stress hjá unglingum. Með rannsókninni viljum við geta fundið leiðir til að draga úr þessu stressi,“ segir Jack. Hann bætir við að sérstök áhersla verði lögð á að skoða koffín- neyslu. Framleiðendur gos- og orku- drykkja einbeiti sér æ meira að því að ná til unglinga, en Jack segir rannsóknir sínar hafa sýnt að koff- ínneysla hafi áhrif á svefnmynstur unglinga sem geti síðan haft sín áhrif á námsárangur. Ljósmynd/Norden.org Sælar Unglingsárin eru skemmtileg en þá eru líka gerðar auknar kröfur. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2012 Hugmyndir fyrir heimilið er fjölbreytt og flott vefsíða sem þær Anna Lísa og Ingibjörg halda úti. En samkvæmt vefsíðunni eru þær léttgeggjaðar furðuverur og alltaf í stuði. Síðan var fyrst stofnuð á Facebook en óx og dafnaði hratt. Á hugmyndirfyrirheim- ilid.is er að finna uppskriftir, föndur, handavinnu og hönnun. Allt á einum stað fyrir fagurkerann og þær Anna Lísa og Ingibjörg eru duglegar að leita að því nýjasta á netinu og setja inn. Vefsíðan hugmyndirfyrirheimilid.is Hannyrðir Á vefsíðunni er að finna margar skemmtilegar hugmyndir. Hugmyndabanki heimilisins Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Verðlaun voru veitt í ljóða- og rit- gerðasamkeppni Yrkjusjóðs í Nor- ræna húsinu á föstudaginn var. En efnt var til samkeppninnar í tilefni af Alþjóðlegu ári skóga 2011 og 20 ára formlegu afmæli Yrkjusjóðs árið 2012. Þema samkeppninnar var „Þetta gerir skógurinn fyrir mig“. Er það tilbrigði við meginstef Alþjóðlegs árs skóga „Þetta gerir skógurinn fyrir þig“. Rúmlega 300 ljóð og rúmlega 80 ritgerðir bárust í keppnina, frá grunnskólabörnum um land allt. Verðlaun verða veitt fyrir ritgerð og ljóð í tveimur flokkum, fyrir miðstig (5.-7. bekk) og efsta stig (8.-10. bekk). Auk viðurkenningarskjals fengu verðlaunahafar 25.000 króna verðlaun til glaðnings sínum bekk. Sigurður Pálsson, skáld og formaður Yrkjusjóðs, afhenti verðlaunin. Ljóða- og ritgerðasamkeppni Verðlaunahafar Halldór Smári Arnarsson, Áslaug Erla Haraldsdóttir og Haf- þór Gísli Hafþórsson. Á myndina vantar Andreu Dís Steinarsdóttur. Þetta gerir skógurinn fyrir mig Fimmti fundur vetrarins í fræðslu- fundaröð Laugaskokks og World Class um málefni tengd hlaupum og hlaupaþjálfun verður í kvöld klukkan 20 í Laugum. Fundurinn verður helg- aður styrktarþjálfun hlaupara, kynn- ingu á hlaupahópnum Laugaskokki og æfingaáætlun hópsins. Fyrirles- arar eru Rakel Ingólfsdóttir lækna- nemi og Björn Margeirsson vélaverk- fræðingur, þjálfarar Laugaskokks. Endilega… …kynnið ykkur styrktarþjálfun Morgunblaðið/Ernir Skokk Holl útivera og góð hreyfing.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.