Morgunblaðið - 22.02.2012, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.02.2012, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2012 Áhrif flugs á Íslandi Hafa flugsamgöngur meiri áhrif á eyríki langt úti í Atlantshafi en ríki á meginlandi Evrópu? Hver eru áhrif flugs á Íslandi? Að undanförnu hefur hið þekkta rannsóknarfyrirtæki Oxford Economics unnið að úttekt á efnahagslegum áhrifum flugstarfsemi í 55 löndum um allan heim í samstarfi við IATA, Alþjóðasamtök flugfélaga. Nú er skýrslan um Ísland komin út og á fundinum verða athyglisverðar niðurstöður hennar kynntar undir fundarstjórn hinnar góðkunnu sjónvarpskonu Þóru Arnórsdóttur. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: Efnahagslegur ábati af flugrekstri á Íslandi Kynning á niðurstöðum skýrslu Oxford Economics Julie Perovic, hagfræðingur IATA Pallborðsumræður um efni skýrslunnar Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og atvinnumálaráðherra Pétur K. Maack, flugmálastjóri Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group Fáið nýjustu upplýsingar um samgöngumál á Íslandi beint í æð. Vinsamlega skráið þátttöku á info@saf.is. Aðgangur er ókeypis. Morgunverðarfundur á Hilton Reykjavík Nordica, fimmtudaginn 23. febrúar kl. 8:30-9:45. ÍS L E N S K A /S IA .I S /I C E 58 35 4 02 /1 2 Skaðabótamál slitastjórnar Glitnis á hendur Jóni Ásgeiri Jó- hannessyni, Pálma Haralds- syni og Lárusi Welding auk þriggja lyk- ilstarfsmanna bankans var tekið fyrir í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Bankinn krefst sex milljarða króna frá sexmenningunum vegna svonefnds Aurum-máls. Þá keypti Glitnir hlutabréf í enska félaginu Aurum Holding Ltd. af félaginu Fons, sem var í eigu Pálma Haralds- sonar, fyrir 6 milljarða króna. Aur- um var hins vegar í bókum Fons metið á 1,5 milljarða króna og voru hlutabréfin talin verðlaus um mitt ár 2009 þegar Fons var tekið til gjald- þrotaskipta. Málið var höfðað árið 2010 en að sögn Hróbjarts Jónatanssonar, lög- manns slitastjórnarinnar, stendur lögreglurannsókn enn yfir á því auk þess sem verið er að afla matsgerða og standa vonir til að niðurstaða lög- reglurannsóknarinnar gæti legið fyrir í apríl. kjartan@mbl.is Sex milljarða krafa á Glitnismenn tekin fyrir í héraðsdómi Glitnir Skaðabóta- mál tekið fyrir. Þrír karlar á þrí- tugsaldri hafa játað að hafa brotist inn á tveimur stöðum í austurborginni aðfaranótt mánu- dags og stolið peningaskápum. Reyndar fóru þjófarnir tómhentir frá fyrri staðn- um því ekki tókst þeim að opna peningaskápinn sem þar var að finna og eins reyndist hann of stór og þungur til að flytja á annan stað þar sem halda mætti verkinu áfram. Þrátt fyrir þetta neituðu menn- irnir að gefast upp enda brotavilji þeirra mjög einbeittur, segir í frétt frá lögrelgunni. Þeir fóru því í beinu framhaldi og brutust inn hjá öðru fyrirtæki á svipuðum slóðum en þar var að finna tvo pen- ingaskápa, öllu minni, sem menn- irnir tóku með sér af vettvangi. Þessu næst var ekið á afvikinn stað og þar voru skáparnir brotnir upp en í þeim báðum var að finna reiðufé. Því var skipt bróðurlega á milli mannanna sem síðan héldu til síns heima. Skófar á vettvangi Á litlu var að byggja við rann- sókn málsins utan þess að skófar fannst á vettvangi. Það og brjóstvit lögreglumanna leiddi þó til þess að skömmu síðar var bankað upp á hjá manni sem hefur áður komist í kast við lögin. Sá kom svefndrukkinn til dyra og var lítt um þessa heimsókn gefið. Í forstofu hans var hins vegar að finna skó sem ástæða þótti til að skoða nánar og þá tók hringurinn að þrengjast en húsráðandi var handtekinn og fluttur á lög- reglustöð. Annar maður var vakinn skömmu seinna í öðru húsi á höfuðborgar- svæðinu en hann var sömuleiðis við- riðinn málið og því færður til yfir- heyrslu. Hjá þeim báðum fundust peningar sem þeir höfðu stolið úr peningaskápunum. Þriðji maðurinn var svo handtekinn um hádegisbil og hafði þegar eytt sínum hluta af ránsfengnum, segir í frétt lögreglu. Peninga- skápurinn of þungur  Þrír menn hafa við- urkennt tvö innbrot Heimboð Íslendinga til erlendra ferðamanna í tengslum við markaðs- verkefnið „Ísland allt árið“ náði að kitla fréttanef fréttastjóra ótal fjöl- miðla. Fréttir um átakið birtust í 57 löndum og þeirra á meðal eru marg- ar af stærstu fréttastofum heims. Þá náðu heimboðin miklu flugi í sam- félagsmiðlum af öllu tagi. Heimboðin voru upphaflega hugs- uð sem upptakturinn að þriggja ára markaðsverkefni, „Ísland – allt ár- ið“, sem miðar að því að fjölga er- lendum ferðamönnum utan hins hefðbundna ferðamannatíma um sumarið. Árangurinn fór fram úr björtustu vonum og mikill fjöldi Ís- lendinga um allt land tók þátt í verk- efninu við miklar og góðar und- irtektir erlendu gestanna og heimspressunnar, segir í frétt frá iðnaðarráðuneytinu. Í upphafi var einungis reiknað með að heimboð stæðu í tvo mánuði, en vegna góðrar þátttöku og mikils áhuga ferðamanna hefur verið ákveðið að heimboðin verði áfram hluti af verkefninu, en reynt verður að tengja þau áherslum herferð- arinnar hverju sinni. Heimboð Íslendinga vöktu víða athygli Morgunblaðið/Golli Á Bessastöðum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tók þátt í átakinu Ísland allt árið og bauð upp á pönnukökur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.