Morgunblaðið - 22.02.2012, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.02.2012, Blaðsíða 25
staðfest að tengdafaðir minn hafði kvatt þennan heim. Snöggt fráfall hans kom á óvart þó svo að hann hafi verið svo lánsamur að lifa löngu og innihaldsríku fjöl- skyldulífi. Hilmari verður ef til vill best lýst sem fjölskylduföður- num sem var alltaf til staðar, fyrir fjölskyldu, vini og ættingja. Það er kostur sem ef til vill er ekki nógu mikils metinn fyrr en hann er ekki lengur til staðar. Þeim hefur fækkað um einn, harðdug- legum Íslendingum, sem eru knúnir áfram af vinnusemi og finnst ekkert skemmtilegra en að taka til hendinni. Það er mín von nú þegar Hilmar stendur frammi fyrir nýjum verkefnum að hann muni loks gefa sér meiri tíma fyr- ir tónlist og veiði. Takk fyrir allt, Hilmar. Hvíl í friði. Kveðja, Tryggvi Rúnar. Elsku afi. Af einhverjum ástæðum hef ég enga hugmynd um hvernig ég á að lýsa því hvernig mér líður núna, hvaða orð geta lýst öllum hugsunum mínum best. Þetta gerðist allt svo fljótt. Aðeins nokkrum klukkutímum áður en þitt undursamlega líf tók enda kyssti ég þig bless og sagði: „Heyrðu afi, ég er farin aftur upp í skóla, ég sé þig á morgun,“ og smellti koss á kinnina eins og ég gerði alltaf. Ég mun alltaf vera þakklát fyrir þessa setningu og fyrir að hafa komið til ykkar þennan morgun. Það eru svo ótal margar minn- ingar sem við eigum saman, afi. Allir fótboltaleikirnir sem þú horfðir á mig keppa, allir leikirnir sem við sáum meistaraflokk Breiðabliks spila, allir brandar- arnir sem við sögðum okkar á milli og lengi gæti ég talið. Ég hafði alltaf jafn gaman af því þeg- ar þú sagðir mér sögur frá því þegar þú varst í fótbolta. Í hvert sinn sem þú byrjaði sögur af þín- um fótboltaferli byrjaðirðu á að segja mér hvernig þú varst minnstur af öllum í liðinu þínu og spilaðir sem miðvörður en samt varstu langbestur í vörninni. Ég heyrði þessa setningu ófáum sinnum en ég varð aldrei þreytt á því að heyra hana. Allir leikirnir sem þú og amma komuð að horfa á mig spila voru ómetanlegir og ekki margir leikir sem þú misstir af á rúmum 10 árum. Stelpurnar með mér í liði vissu allar hver þið voruð og sögðu alltaf hvað þið væruð miklar dúllur að mæta allt- af og styðja okkur. Áður en þú veiktist fóruð þið amma út að labba á hverjum degi. Amma fór reyndar ekki út að labba, hún fór út að hlaupa eins og þú orðaðir það. Amma alltaf nokkrum metrum á undan þér og þú eins og hundur í eftirdragi (engin skömm, ég á í erfiðleikum með halda í við hana). Þú sagðir mér sögur frá því þegar þið voruð úti í útlöndum og amma var kom- in nokkra tugi metra á undan öll- um hópnum því henni lá svo mikið á og þú sagðist ekki hafa hug- mynd um hver þessi kona væri. Ég man hvað ég hló mikið þegar þú sagðir þetta. Þú hafðir kannski ekki mikla orku í að fara í göngu- túra þessa síðustu mánuði en ég er viss um að þú ert að spila fót- bolta af miklum krafti með öðrum góðum félögum uppi á himni. Vegna þín munu fílar, frímerki, lottó og íþróttir alltaf hafa aðra þýðingu fyrir mér. Fyrir mér eru þetta ekki bara dýr og dauðir hlutir. Þetta eru hlutir sem gerðu afa að afa Hilmari, afa sem allir elska og ómögulegt að líka ekki við. Þú ert kannski ekki hérna til að kyssa og knúsa en þú ert í hjarta okkar allra og verður þar að eilífu. Ég er ánægð að þú ert kominn á góðan og hlýjan stað þar sem þú spriklar um í fótbolta og skemmtir þér með gömlum vin- um. Megir þú hvíla í friði. Þitt barnabarn, María Mjöll. Elsku afi. Þá er komið að kveðjustund. Þú varst alltaf glaður og bros- mildur, þegar ég kom í heimsókn til þín og ömmu. Þú tókst utan um mig og kysstir. Takk fyrir að koma og horfa og styðja mig á fimleika-, fótbolta- og handboltamótunum. Síðast sá ég þig þegar þú komst að horfa á mig á handbolta- móti, það var tveimur dögum áður en þú kvaddir þetta líf. Takk fyrir að vera afi minn. Ég hugsa til þín með þakklæti í hjarta. Sjáumst á ný björtu sól- skini í. Þitt barnabarn. Elísa Björk. Elsku afi minn. Ég sakna þín mjög mikið en ég veit að þú ert á góðum stað núna. Þar get ég séð þig fyrir mér glað- an og frískan, laus við allar þján- ingar. Ég vil þakka þér fyrir að koma að horfa á fótboltaleiki með mér og vera alltaf svona góður. Þú hef- ur kennt mér mikið og gefið mér mikið í gegnum tíðina. Núna ertu þarna uppi að fylgj- ast með okkur og búinn að hitta fólkið sem á undan þér er farið og það hefur tekið vel á móti þér. Í minningunni man ég eftir okkur saman að borða ís og nammi. Elsku afi, vonandi hefur þú það gott og við sjáumst síðar. Kristbjörg Karen Björnsdóttir. Elsku besti afi Hilmar minn, hefði ég vitað að síðast þegar ég sá þig yrði það allra síðasta hefði ég faðmað þig og aldrei viljað sleppa. Að fá þær fréttir að þú hafir fallið frá eru svo óhugsan- lega sorgmæddar. Að hugsa til þess að það verði enginn afi með okkur á blikaleikjunum í sumar, enginn afi til að gefa okkur gúmmígott lengur, enginn afi til að spjalla við um fótboltann, eng- inn afi til að spila skák við, og svona gæti ég endalaust talið áfram. Þú varst með eindæmum langbesti afinn til að geta hugsað sér og allar minningarnar með þér eiga stóran stað í hjarta mínu. Þú ert nú kominn á betri stað og ert í örmum Guðs og engla með öðrum kærkomnum og ég veit að þér líður nú vel. Nú sefur þú í kyrrð og værð og hjá englunum þú nú ert. Umönnun og hlýju þú færð og veit ég að ánægður þú sért. Ég kvaddi þig í hinsta sinn ég kveð þig nú í hinsta sinn. Megi minning þín lifa að eilífu og ég mun aldrei gleyma þér. Hvíl í friði elsku afi. Þitt barnabarn, Rakel Rut. Góður vinur og vinnufélagi til margra ára er látinn. Það var mikil og góð lífsreynsla fyrir mig að fá að starfa í liðlega 50 ár með jafn heilsteyptum manni og Hilmari. Við stofnun Ora byrjuðum við að vinna sam- an, þá báðir ungir menn. Hilmar var drengur góður í þess orðs fyllstu merkingu, sam- vinnufús og bóngóður starfsmað- ur sem stóð og féll með því sem hann tók sér fyrir hendur. Reglu- semi, stundvísi og snyrtimennska voru hans aðalsmerki. Það var sama hvaða störf Hilmar tók að sér, alltaf stóð hann við allt sem honum var falið að gera og skilaði því með prýði. Hilmar var léttur og kátur á sínum yngri árum, og var vinnu- dagurinn oft langur hjá honum, því hann tók að sér kvöld- og helg- arstörf fyrir fyrirtækið sem ósjaldan þurfti að sinna á þeim ár- um. Hann sá um hráefnislager fyrirtækisins til margra ára og sá til þess að allir vöruflokkar væru til og geymdir við réttar aðstæð- ur, og að allt væri tilbúið þegar vinnslan fór í gang að morgni. Atorkusemi Hilmars var ekki ein- göngu bundin við vinnustaðinn, heldur réðst hann í húsbyggingu við Kársnesbrautina á sínum yngri árum, byggði þar stórt og mikið hús fyrir sig og fjölskyld- una. Hilmar var afburða verklag- inn og útsjónarsamnur, fann oft upp á ýmsu sem öðrum hafði ekki komið til hugar. Við áttum einnig okkar gleðidaga utan vinnunnar, fórum t.d. eitt sumarið í ferð norð- ur í land og til Austfjarða og heimsóttum þá síldarverkun í leiðinni sem fyrirtækið keypti síld af, það var ógleymanleg ferð. Hilmar var farsæll í sínu einkalífi, átti því láni að fagna að eiga góð- an lífsförunaut sér við hlið, eig- inkonuna Marie og sólargeislana sem þau hjónin unnu svo heitt, börnin og barnabörnin. Að leiðarlokum vil ég þakka Hilmari fyrir alla þá vináttu og traust sem hann ætíð sýndi mér og fjölskyldu minni. Við sendum Marie og fjölskyldunni okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Hilmars. Magnús Tryggvason. MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2012 MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Rvk • s. 587 1960 • www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Í tilefni af 60 ára starfsafmæli okkar bjóðum við fría uppsetningu á höfuðborgarsvæðinu og fría pökkun á legsteinum sem fara út á land Mikið úrval - Vönduð vinna - Gott verð Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MARINÓ DAVÍÐSSON, Dalbraut 18, lést á Hrafnistu Reykjavík laugardaginn 4. febrúar. Útförin fór fram fimmtudaginn 16. febrúar. Innilegar þakkir fyrir hlýhug, samúð og vináttu. Sérstakar þakkir til starfsfólks á H-2 Hrafnistu Reykjavík. Guðrún Dröfn Marinósdóttir, Stefán Sigurjónsson, Eggert Már Marinósson, Hjördís Davíðsdóttir, Halldór Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR MAGNÚSSON húsasmíðameistari frá Hellissandi, Sóleyjarima 7, sem andaðist á Landspítalanum í Reykjavík þriðjudaginn 14. febrúar, verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju í dag, miðvikudaginn 22. febrúar kl. 13.00. Þorbjörg Gísladóttir, Gísli Guðmundsson, Margrét Geirsdóttir, Magnús Guðmundsson, Þórunn Sveinsdóttir, Elín S. Guðmundsdóttir, Freygarður Þorsteinsson, Jón H. Guðmundsson, Hanna Antonsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, ÓLAFS ODDGEIRSSONAR, Stapaseli 13, Reykjavík, verður frá Seljakirkju föstudaginn 24. febrúar kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á heimahlynningu Landspítalans í Kópavogi, sími 543 1159. Dóra Ingvarsdóttir, Þórunn Ólafsdóttir, Marteinn Sigurðsson, Berglind Marteinsdóttir, Ólafur Marteinsson. ✝ Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, JÓNAS H. HARALZ hagfræðingur, Efstaleiti 12, Reykjavík, lést mánudaginn 13. febrúar. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni mánu- daginn 27. febrúar kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Barnaspítala Hringsins. Halldór Haralz, Gyða Rafnsdóttir, Belinda Ýr Albertsdóttir, Atli Már Ólafsson, Jónas Halldór Haralz, Guðrún Gyða Haralz, Ásdís Gyða Atladóttir. ✝ Ástkær móðir mín, SVANHILDUR BÁRA ALBERTSDÓTTIR, áður til heimilis í Hátúni 8, Reykjavík, sem lést á Droplaugarstöðum sunnudaginn 12. febrúar, verður jarðsungin frá Fossvogs- kapellu föstudaginn 24. febrúar kl. 15.00. Albert Birgisson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTJANA LILJA KRISTINSDÓTTIR, Barðastöðum 9, Reykjavík, lést á hjartadeild Landspítalans mánudaginn 13. febrúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Kristinn Guðbjartur Guðmundsson, Ingveldur Einarsdóttir, Salvör Kristín Héðinsdóttir, Ingþór Pétur Þorvaldsson, Lilja Jónína Héðinsdóttir, Sigrún Eir Héðinsdóttir, Karl-Johan Brune, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Bróðir okkar, KRISTJÁN GUÐMUNDSSON, Sunnuhvoli, Vatnsleysuströnd, lést á hjartadeild Landspítalans mánudaginn 20. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda, Ágúst S. Guðmundsson, Guðfinna E. Guðmundsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn og vinur, GÍSLI GARÐARSSON skipstjóri, Vatnsholti 26, Keflavík, fórst með Hallgrími SI 77 miðvikudaginn 25. janúar. Minningarathöfn fer fram í Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 24. febrúar kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta Slysavarnaskóla sjómanna njóta þess. Valdís Árnadóttir og aðstandendur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, TRAUSTI KRISTJÁNSSON bóndi, Einiholti, Biskupstungum, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 8. febrúar. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til Ásgerðar Sverrisdóttur læknis og starfsfólks Landspítalans og einnig Karítas heimahjúkrun fyrir framúr- skarandi störf. Þökkum sýnda samúð. Fyrir hönd aðstandenda, Kristín Erna Hólmgeirsdóttir, Ágústa Björk Traustadóttir, Aziz Naili, Arnbjörg Traustadóttir, Guðjón Guðbjörnsson, Helena Traustadóttir, Kristján Einir Traustason, Guðrún Erna Þórisdóttir. ✝ Systir okkar, mágkona og frænka, MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR frá Eyvindarhólum, lést á Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn 10. febrúar. Útförin fer fram frá Eyvindarhólakirkju laugar- daginn 25. febrúar kl. 14.00. Jón Sigurðsson, Vilborg Sigurðardóttir, Guðjón Jósepsson, Þóra Sigurðardóttir, Reynir H. Sæmundsson, Magnea Gunnarsdóttir, systkinabörn og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.