Morgunblaðið - 22.02.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.02.2012, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2012 Jón Yngvi Jóhanns- son bókmenntafræð- ingur hefur skrifað ævi- sögu Gunnars Gunnarssonar rithöf- undar. Það er vel, og þess var þörf. Ég ætla ekki að segja hér eitt orð um bókmenntalega hlið þessa verks, hún er ekki til umræðu hér. Ég tel víst að höfundurinn hafi unnið það verk samvizku- samlega. En í kaflanum um Heiðah- arm og slysið á Þorbrandsstöðum vorið 1910 hefur komizt inn svo ótrú- leg vitleysa, að ekki verður hjá því ko- mizt að leiðrétta hana opinberlega. Á bls. 381 stendur: „Í Vopnafirði lifðu lengi sögur um að Bergljótu hefði orðið svo mikið um útkomu Heiðaharms að hún hefði sturlast um tíma …“ „En sagan um sturlun Bergljótar á Fossi er gott dæmi um fjöður sem verður að hænsnahóp. Gunnar sendi Bergljótu söguna áritaða og henni varð ekki meint af,“ segir Jón Yngvi. „„Það sem gerðist var, að hún fékk dýrasmit í höndina og hún fékk háan hita og komst alveg í dauðann,“ sagði sonur hennar Sveini Skorra Hösk- uldssyni“. Ja, hérna. Mig setur hljóðan. Þarna er öllu öfugt snúið og ekki eitt orð satt né rétt með farið og eru áhöld um hvor óvandvirkari er, Sveinn Skorri eða Jón Yngvi. Báðum hefði verið í lófa lagið að komast að hinu sanna um sturlun Bergljótar. Trúir nokkur maður því að samferðamenn hennar hefðu farið að ljúga þessu upp í opið geðið á henni? Er mönnum ekki sjálfrátt? Hún lifði í sæmd í 27 ár eftir þetta og dó vorið 1968, á 96. aldursári. Ég veit að ég þarf ekki að fræða sveitunga mína um það sem hér fer á eftir, en við Jón Yngva Jóhannsson vil ég segja þetta: Faðir minn, Sigurður Þor- steinsson, sem bjó í Fremri-Hlíð í Vopnafirði í 32 ár, var alinn upp á Fossi frá eins árs aldri og átti þar heima fram yfir tvítugt. Lang- nánast var á milli hans og Aðalbjargar fóstru hans, og einnig milli hans og Bergljótar, svo segja mátti að hún væri hans önnur fóstra, enda ellefu árum eldri en hann. Aldrei gleymi ég þeim degi vorið 1941 – ég var þá fjórtán ára – þegar Stefán á Fossi (einmitt hann!) kom ríðandi norður í Fremri-Hlíð, kallaði pabba á eintal og spurði hvort hann gæti komið upp í Foss og hjálpað til að flytja mömmu sína á spítala, hún væri búin að vera alveg sturluð heima og þetta gæti ekki gengið svona lengur. Jú, auðvit- að. Það var sjálfsagt. Þegar í Foss kom sá pabbi strax að fóstursystir hans var mjög mikið veik. Hún talaði í sífellu um börnin sín sem drukknuðu og sagði: Þau voru þrjú en ekki tvö. Af hverju gat hann ekki haft það rétt, fyrst hann fór að minnast á það? Ástæðan fyrir sturluninni leyndi sér ekki, hvorki þá né síðar. Nú þarf ekki að segja það neinum, að margir samtíðarmenn Bergljótar á Fossi vildu að sögur væru „sannar“, eða a.m.k. „sennilegar“. Þeir gerðu ekki alltaf skýran mun á skáldskap og veruleika. Skáldin máttu ekki „af- baka“, sízt jafn alvarlegan hlut sem dauða manns eigin barna. Og Berg- ljót las og las, varð andvaka, missti al- veg svefn og sturlaðist um síðir. Hún var flutt á sjúkraskýli héraðs- ins í kaupstaðnum. Það hét Garður. Sjálfur heimsótti ég hana á spítalann, eftir að henni var tekið að batna, og ég get bent á fólk í Vopnafirði, Reykjavík og á Akureyri, sem getur staðfest frásögn mína. Og svo kynni ég nú einnig að þekkja líf konunnar sem var í senn fóstursystir og fóstra föður míns, lifði þangað til ég var rúmlega fertugur, og alltaf mikið samband á milli heimilanna. Veikindi Bergljótar á Fossi vorið 1941 voru aldrei neitt sveitarslúður. En hvernig kemst öll hin vitleysan í gang? Og „dýrasmitið“. Jú, hún fékk einu sinni blóðeitrun í handlegg (ekki hönd). En það var nokkrum áratug- um fyrr! Í sambandi við slysið á Þorbrands- stöðum veit ég ýmislegt sem aldrei hefur verið sagt frá opinberlega. All- ar þær heimildir eru frá föður mínum og sumt skrifaði ég upp eftir honum og geymi það hér hjá mér. Jóni Yngva Jóhannssyni er vor- kunn þótt hann treysti handrits- drögum Sveins Skorra. (Þótt maður eigi reyndar alltaf að kanna gildi heimilda). Hitt er með öllu óskilj- anlegt hvers vegna slíkum manni sem Skorra varð á sú reginskyssa að spyrja ekki um trúverðugleik heim- ildarmanns síns, heldur láta fylla sig af fjarstæðum. Hafi hann aflað þess- ara „upplýsinga“ sumarið 1975, sem eflaust er rétt, hefði honum verið auð- velt að athuga þetta nánar, því þá var enn á lífi margt fólk í Vopnafirði sem lifði þessa atburði og mundi þá. Menn gleymdu ekki harmi og veikindum Bergljótar. Hitt er alvarlegri spurning, hvað í ósköpunum gat komið Stefáni frá Fossi til að segja þetta – sem hann sjálfur vissi manna bezt að var þver- öfugt við allar staðreyndir. Og að allir aðrir vissu sannleikann. Og hinn ungi bókmenntafræðingur hefði gjarna mátt vanda sig betur. Hann hefði t.d. getað hringt í mig! og þannig sparað sér háðsglósurnar um fjöðrina og hænsnahópinn, því að þær eiga ekki heima þarna. Aftur á móti höfum við hér fyrirtaks dæmi um það, hversu langt má komast frá hinu rétta með nógu óvandlegum vinnu- brögðum. Ævisaga Gunnars Gunnars- sonar – Athugasemd Eftir Valgeir Sigurðsson »Er mönnum ekki sjálfrátt? Hún lifði í sæmd í 27 ár eftir þetta og dó vorið 1968, á 96. aldursári. Valgeir Sigurðsson Höfundur er fyrrverandi blaðamaður. Fyrir nokkru sá Ög- mundur Jónasson sig knúinn til að biðjast af- sökunar á orðum sínum í pontu Alþingis en þar talaði hann um að emb- ættismenn hefðu í ferð- um sínum til Brussel ánetjast kerfinu sem færði þeim dagpeninga sem þeir fengju á ferða- lögum. Ekki veit ég hvað fékk Ögmund til að biðjast af- sökunar því þessi orð hans voru full- komlega réttmæt. Svo mikil læti voru vegna þessara orða Ögmundar að Fé- lag háskólamenntaðra dagpen- ingafíkla Stjórnarráðsins var með ályktun um orð hans tilbúna þar sem átti að mótmæla. En skoðum nú mál- ið aðeins. Fjöldi embættismanna og annarra starfsmanna stjórnsýslunnar er á sífelldum tilgangslausum ferða- lögum og fær greidda skattsvikna dagpeninga á þessum ferðum sínum. Við skulum ekki gleyma því að í dag býður tæknin upp á að fundir sem þessir geta farið fram gegnum fjar- fundabúnað fyrir utan það að í flest- um tilfellum kemur ekkert gagnlegt út úr þessu ferðabrölti. En hvað eru dagpeningar? Jú, þeim er ætlað að standa straum af þeim kostnaði sem launamaður verður fyrir vegna tilfall- andi ferða sinna á vegum vinnuveit- anda utan venjulegs vinnustaðar (hvar er venjulegur vinnustaður ef viðkomandi „vinnur“ við að flækjast milli landa?). Dagpen- inga skal svo færa sem tekjur á skattframtali. Á móti fengnum dag- peningum mega þeir sem fá greidda dagpen- inga hins vegar færa til frádráttar á móti fengn- um tekjum að hámarki upphæð sem ríkisskatt- stjóri vísar til í leiðbein- ingum sínum. Það þýðir þó ekki að færa eigi há- marksupphæðina til frádráttar eins og tíðk- ast hefur um áraraðir. Að sjálfsögðu eiga menn aðeins að færa til frádrátt- ar þá upphæð sem þeir hafa varið til greiðslu ferðakostnaðar og greiða a.m.k. skatt af því sem þeir halda eft- ir. En í raun ættu þessir aðilar að skila því sem umfram er og ekki er varið til greiðslu ferðakostnaðar. En skattayfirvöld hafa engan áhuga á að taka á þessum málum vegna þess að embættismenn þar hafa mestan hag af óbreyttu kerfi. Ríkisskattstjóri er með her fólks í vinnu við að fara yfir nótur ein- staklinga vegna endurgreiðslu vsk vegna viðhalds á íbúðarhúsnæði. Væri ekki nær að nýta þennan mannafla til að kalla eftir gögnum varðandi fengna dagpeninga og færa réttar tölur til frádráttar? Væri kannski rétt að launaskrifstofa rík- isins kallaði eftir þessum gögnum hjá sínum starfsmönnum þannig að ríkið væri réttilega að greiða eingöngu það sem því ber? Þarna liggja svörtu pen- ingar þeirra sem njóta dagpeninga og þarna er eftir talsverðu að slægjast fyrir ríkið og þá bæði launaskrifstof- una og skattinn. Talsvert meiru er eftir að slægjast hjá skattyfirvöldum vegna þess að þetta er einnig misnotað skattalega í einkageiranum. Getur t.d. einhver gefið haldbæra skýringu á hvaða ferðakostnað flugfélag endurgreiðir flugliða sem fer með flugfari að morgni og kemur til baka sama dag án þess að bera nokkurn ferðakostn- að? – Þessir aðilar fá samt greidda skattsvikna dagpeninga. Þetta sama fólk sem nýtur þessara svörtu tekna hneykslast yfirleitt mest á iðn- aðarmanninum sem fær greitt fyrir einhverja klukkutíma nótulaust og yfirleitt er slík greiðsla að kröfu verk- kaupans enda er það hann sem nýtur þess að vsk er stolið undan en ekki iðnaðarmaðurinn. Er ekki orðið tímabært að vinda of- an af þessu dagpeningasukki og krefja menn um nótur með skatt- framtalinu? Hvernig ætli utanrík- isráðherrann okkar færi þessar greiðslur á sínu framtali? Dagpeningafíklar Eftir Örn Gunnlaugsson »Er ekki orðið tíma- bært að vinda ofan af þessu dagpeninga- sukki og krefja menn um nótur með skatt- framtalinu? Örn Gunnlaugsson Höfundur er launamaður í einkageiranum. –– Meira fyrir lesendur PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 5. mars. FERMINGAR Fermin g SÉRBLAÐ Föstudaginn 9. mars kemur út hið árlega Fermingarblað Morgunblaðsins. Fermingarblaðið hefur verið eitt af vin- sælustu sérblöðumMorgunblaðsins í gegnum árin og verður blaðið í ár sérstaklega glæsilegt. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is MEÐAL EFNIS: Veitingar í veisluna. Mismunandi fermingar. Fermingartíska. Hárgreiðslan. Myndatakan. Fermingargjafir. Fermingar erlendis. Hvað þýðir fermingin? Viðtöl við fermingarbörn. Nöfn fermingarbarna. Eftirminnilegar fermingargjafir. Fermingarskeytin. Boðskort. Ásamt fullt af spennandi efni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.