Morgunblaðið - 22.02.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.02.2012, Blaðsíða 36
Morgunblaðið/Birkir Fanndal Klettadrangar með einhverju fegursta og fjölbreyttasta stuðlabergi á Norðausturlandi Seljahjallagil er víða 100-150 metra djúpt og um 500 m breitt að meðaltali. Nyrst í gilinu hefur leysingavatn grafið nýtt gil ofan í hraunið og koma þar fram miklir klettadrangar með einhverju fegursta og fjölbreyttasta stuðla- bergi sem finnst á austanverðu Norðurlandi. Einn gígurinn í jarðeldunum þegar Laxárhraun yngra rann er í gilinu. Hraunið rann um Mývatnssvæðið, niður Laxárdal allt að Skjálfanda. Mývatn varð til í núverandi mynd. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta er í sjálfu sér ekki í hættu en rétt þótti að setja undir lekann, svo ekki sé tekin áhætta með það,“ segir Hjörleifur Sigurðarson, bóndi á Grænavatni IV í Mývatnssveit. Unn- ið er að friðlýsingu Seljahjallagils, Bláhvamms og nágrennis, í landi jarðarinnar, í góðu samkomulagi Umhverfisstofnunar, landeigenda og sveitarstjórnar Skútustaða- hrepps. Friðlýsing svæðisins sem náttúru- vættis hefur verið auglýst og búast má við að umhverfisráðherra stað- festi hana fljótlega, hugsanlega í næstu viku. Þá tekur við vinna við verndaráætlun. Svæðið er friðað vegna merkra minja frá jarðeldunum sem skópu Mývatn og umgjörð þess. Þarf að laga veginn Jeppaslóði liggur að svæðinu og búast má við að áhugi aukist á að fara þangað vegna umræðu um feg- urð þess og friðun. Hjörleifur á Grænavatni segir að einn og einn sé að fara inn að Seljahjallagili og ein- hverjar gróðurskemmdir hafi orðið vegna þess. Hann segir að friðunin sé meðal annars gerð í þeim tilgangi að um- hverfisráðuneytið taki ábyrgð á svæðinu og beiti sér fyrir bættu að- gengi fólks. Bergþóra Kristjánsdóttir, sér- fræðingur hjá Umhverfisstofnun á Mývatni, segir venju að tekið sé á slíkum málum við gerð verndaráætl- unar sem komi í kjölfar friðlýsingar. Hún segir svæðið viðkvæmt og það þoli ekki mikinn ágang. Því sé betra að undirbúa það áður en ferðafólki verði beint þangað. Hún telur brýn- ast að gera göngustíga og merkja hættu sem er á leiðinni, meðal ann- ars við gil. Þá þurfi að koma fyrir upplýsingaskiltum. Á síðasta ári var samþykkt frið- lýsing Dimmuborga og Hverfjalls. Bergþóra bendir á að þeirri friðun hafi fylgt fimm milljóna króna fjár- veiting til að gera svæðinu til góða. Náttúruperlur verða friðaðar Haust Bláhvammur er gróðurríkt hlíðasvæði suður af Seljahjallagili, vaxið birkiskógi og blómgróðri. Klettahvilft sem jökulvatn hefur grafið.  Seljahjallagil lýst náttúruvætti MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 53. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Grétar Rafn trúlofaður 2. Lést í umferðarslysi í Tansaníu 3. Bjórkvöld fór úr böndunum 4. Sofið í strætóskýlum »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Sin Fang og Captain Fufanu spila á Undiröldunni, tónleikaröð sem fram fer í Hörpu næsta föstudag. Langt er síðan Sin Fang hefur komið fram hér á landi en hann er tilnefndur til Ís- lensku tónlistarverðlaunanna. »31 Sin Fang kemur fram í Undiröldunni  Fjörutíu breskir nemendur í kvik- myndagerð við háskólann í Cov- entry eru á leið- inni til Íslands á næstu dögum. Ætlun þeirra er að skjóta þrjár stutt- myndir og eina heimildamynd í Reykjavík og ná- grenni. Verkefnið kallast The Grýla Project. Það er Jón Gústafsson sem er milliliður í verkefninu. Nemendur í kvik- myndagerð til Íslands  Valgeir Guðjónsson mun skunda með hljómsveit og gesti til Vest- mannaeyja á föstudaginn og leika í Höllinni. Með Valgeiri verður sex manna hljómsveit skipuð þeim Jóni Ólafssyni, Stefáni Má Magnússyni, Eyjólfi Kristjánssyni, Ásgeiri Ósk- arssyni og Tóm- asi Tómassyni. Gestir verða Ragga Gísla og Diddú. Valgeir Guðjónsson í Vestmannaeyjum Á fimmtudag Austlæg átt 8-15 m/s og rigning eða slydda, en snjókoma með köflum á N-landi. Hiti kringum frostmark S-til. Á föstudag Él víða um land, einkum fyrripartinn. Frost 0 til 5 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG NA 3-10 m/s á N-verðu landinu og of- ankoma, en suðvestlæg átt S-lands og skúrir eða slydduél. Yfirleitt úrkomulítið í kvöld. Hiti 1 til 6 stig síðdegis. VEÐUR Andre Villas-Boas, knatt- spyrnustjóri Chelsea, er orðinn mjög valtur í sessi og ekki lagaðist staða hans í gærkvöldi þegar Lundúnaliðið beið lægri hlut fyrir Napoli, 3:1, í Meistaradeildinni. Í Moskvu náðu heimamenn í CSKA jafntefli gegn níföldum Evrópumeisturum Real Madrid þar sem Cristiano Ronaldo var enn og aftur á skotskónum. »3 Villas-Boas orð- inn valtur í sessi Theódór Elmar Bjarnason knatt- spyrnumaður verður frá keppni í sex til átta mánuði hið minnsta en hann sleit krossband í hné á laugardaginn. „Sjálfsagt er aldrei hægt að tala um að maður meiðist á góðum tíma, en það er þó óhætt að segja að þessi meiðsli hjá mér hafi komið á versta tíma,“ sagði Elmar við Morgun- blaðið. »2 Þessi meiðsli komu á versta tíma Íslenska landsliðið í handknattleik karla verður í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir und- ankeppni Evrópumóts landsliða í Kaupmannahöfn föstudaginn 20. apríl. Þetta er ljóst eftir að Hand- knattleikssamband Evrópu gaf út styrkleikalista sinn fyrir síðustu helgi. Íslenska landsliðið er í fimmta sæti listans. »1 Íslendingar í fyrsta styrkleikaflokki ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.