Morgunblaðið - 22.02.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.02.2012, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2012 Við fengum bassa- leikara Alice Cooper band til að spila með okkur sem var mikill heiður. 32 » Árni Matthíasson arnim@mbl.is Í nóvember síðastliðnum sendi djasspíanistinn Sunna Gunnlags- dóttir frá sér diskinn Long Pair Bond sem er meðal annars for- vitnilegur fyrir þær sakir að á hon- um spilar hún með tríói, en hún gaf síðast út disk með tríói fyrir fimm- tán árum; upp frá því hefur hún starfað með kvartett. Diskinn kynn- ir Sunna á tónleikum í Þjóðmenn- ingarhúsinu á fimmtudag, en tríóið skipa með henni Scott McLemore á trommur og Þorgrímur Jónsson á bassa. Sunna bjó lengi og starfaði í Bandaríkjunum, en fluttist hingað til lands fyrir nokkrum árum og seg- ir að hugsanleg skýring á því af hverju hún taki upp tríóformið að nýju sé einmitt íslensk landslag og umhverfi; „hér eru meiri víðáttur, meira rými en í æsingnum og troðn- ingnum í New York og kannski hef- ur það sitt að segja. Við Scott fórum að spila í tríói með Þorgrími og þetta þróðaist upp úr því, en svo var Lana Kolbrún líka að skjóta á mig að það væri tími til kominn að gera aðra tríóplötu og það hafði sitt að segja.“ Eins og Sunna lýsir vinnunni við diskinn þá settu þau saman hug- myndir hvert í sínu horni sem þau hafa prufukeyrt saman á tónleikum víða um land á síðustu árum. Þau komu svo saman í Salnum síðastliðið sumar og tóku plötuna upp á einum degi, „enda vorum við komin með vegvísi að því hvernig við ætluðum að meðhöndla lögin“. Long Pair Bond kom svo út 11. nóvember síðastliðinn og hefur verið vel tekið víða um heim. Hann fékk þannig mjög jákvæða umsögn á vef- ritinu All About Jazz, helsti djass- gagnrýnandi Japans, Hiroki Sugita, valdi hann sem disk mánaðarins, franska síðan BlogsEtCie valdi hann sem uppgötvun vikunnar, ritstjóri CD Baby valdi hann á lista sinn, austurríska tímaritið Concerto gaf honum fimm stjörnur, Jazzwrap valdi Long Pair Bond sem einn af diskum síðastliðins árs og svo má telja. Öll þessi umfjöllun hefur orðið til að auka mjög áhuga á tríóinu ytra, sem vonlegt er, og framundan er tónleikahald á árinu, vestan hafs og austan. Þannig hefur þeim verið boðið að spila á JazzAhead-hátíðinni í Bremen í Þýskalandi í apríl næst- komandi og einnig er í bígerð tón- leikaferð til Bandaríkjanna, búið að bóka tvenna tónleika á djasshátíðum í sumar og frekari spilamennka í undirbúningi. „Við erum að legga lokahönd á Bandaríkjatúrinn sem er farinn að teygja sig í tvær vikur, en svo stefnum við á að fara aftur til Evr- ópu í haust, ef við höfum tíma til að sinna því. Meðan ég bjó í New York fórum við til Evrópu þrjú ár í röð og spiluðum þá aðallega í Þýskalandi og Austurríki og svo fór ég með kvartett þangað síðasta haust. Ég þekki það því vel hve frábært er að spila í Evrópu, auðvelt að ferðast og áheyrendur eru ofsalega fínir, þann- ig að ég vil gjarnan spila mun meira þar.“ Til viðbótar fyrirhugaðrar ferðar vestur um haf og tónleikahalds í Evrópu er tríóið einnig að vinna í tónleikaferð til Japans að sögn Sunnu. „Það hjálpar okkur mikið hvað fólk tekur diskinum okkar vel, það getur verið mikið mál að komast í gegnum fjöldann.“ Meiri víðáttur og meira rými  Nýjum diski tríós Sunnu Gunnlaugs- dóttur hefur verið vel tekið víða um heim Ljósmynd/Hörður Sveinsson Víðátta Tríó Sunnu Gunnlaugsdóttur; Sunna, Scott McLemore og Þor- grímur Jónsson, spilar í Þjóðmenningarhúsinu á fimmtudag. Guðmundur Andri Thorsson fjallar um nýjustu skáldsögu sína Valeyrarvalsinn á bóka- kaffi í Gerðubergi í kvöld kl. 20. Í bókinni segir frá lífinu í einu af þessum þorpum þar sem allt virðist fara fram fyrir opnum tjöldum en ýmislegt er samt sem áður dulið, jafnvel þaggað niður og bælt eða einfaldlega grafið djúpt í fortíðinni. Bóka- kaffið hóf göngu sína í Gerðu- bergi haustið 2011. Markmiðið með því er að kynna áhugaverðar bókmenntir og ræða um þær á óformlegan hátt svo og að sýna fjölbreytileika íslenskra bókmennta og sagnamennsku. Bókakaffi Valeyrarvalsinn í Gerðubergi Guðmundur Andri Thorsson Halldóra Jónsdóttir verkefn- isstjóri og Þórdís Úlfarsdóttir ritstjóri kynna netorðabókina ISLEX á hádegisfyrirlestri í dag í tilefni af 90 ára afmæli Norræna félagsins á Íslandi. Fyrirlesturinn hefst í fyr- irlestrasal Þjóðminjasafns Ís- lands kl. 12.05. ISLEX-orðabókin var vígð 16. nóvember sl. en hún er fyrsta rafræna orðabókin sem tengir saman mörg norræn mál. Viðfangsmálið er íslenska, en sænska, norskt bókmál, nýnorska og danska eru markmál. Hún hefur að geyma um 50.000 flettur og þýðingar á þeim. Íslenska Netorðabókin ISLEX kynnt Halldóra Jónsdóttir Annað kvöld, fimmtudag klukkan 20, flytur Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur fyr- irlestur í Hafnarborg. Fyr- irlesturinn kallar hann Tíu kyrralíf (og nokkur til vara). Aðalsteinn mun þar fjalla um kyrralífsmyndina í sögulegu og hugmyndalegu ljósi. Efni fyr- irlestrarins tengist sýningunni Kyrralíf sem nú stendur yfir í aðalsal Hafnarborgar. Á sýn- ingunni er að finna rúmlega fjörutíu verk eftir listamenn ólíkra kynslóða, þar á meðal eru verk eftir Kristínu Jónsdóttur, Jón Stefánsson, Júlíönu Sveinsdóttur, Kjarval og Louisu Matthíasdóttur. Myndlist Aðalsteinn fjallar um kyrralífsverk Aðalsteinn Ingólfsson Leiksýning leikfélagsins Hugleiks, Sá glataði, hefur verið valin fulltrúi Ís- lands á alþjóðlegri leiklistarhátíð Norður-evrópska áhugaleikhús- sambandsins (NEATA) í sumar. Sýningin byggist á dæmisögum Nýja Testamentisins, með sögurnar af týnda sauðnum og glataða syninum í forgrunni. Handritshöfundur er Sig- ríður Lára Sigurjónsdóttir en Ágústa Skúladóttir leikstýrir. Ellefu leikarar taka þátt í uppsetningunni. „Það er mikill heiður að vera valin,“ segir Þorgeir Tryggvason, varafor- maður Hugleiks. „Þátttaka í hátíð sem þessari er mikil lyftistöng fyrir okkur. Þátttakendur sjá ólíkar sýn- ingar og nýjar aðferðir, og það hefur sýnt sig að þessi upplifun skilar sér á margbreytilegan hátt í það sem við gerum.“ Verkið var frumsýnt í upphafi þessa mánaðar og hefur hlotið góða dóma og mikla aðsókn. Áætlað er að sýna fram í miðjan mars í húsnæði Hugleiks að Eyjarslóð 9. Þessi leiklistarhátíð er haldin annað hvert ár í einu aðildarlanda NEATA, sem eru Norðurlöndin og Eystrasalts- löndin. Árið 2010 var hún á Akureyri, en að þessu sinni verður hún í Sønder- borg á Jótlandi. Á hátíðinni verður ein sýning frá hverju aðildarlandanna, auk gestasýninga og námskeiða. Hugleikur hefur tekið þátt í fjórum NEATA-hátíðum á síðastliðnum tólf árum og hefur alls fjórtán sinnum tek- ið þátt í lista- og leiklistarhátíðum, meðal annars í Mónakó, Rússlandi og Suður-Kóreu. Hugleikur sýnir í Danmörku  Sá glataði verður fulltrúi Íslands Úr sýningunni Sá glataði verður sýndur í Sønderborg í júlí. Síðustu vetrartónleikarKammermúsíkklúbbsinsfóru fram á sunnudagskvöldvið frábæra aðsókn í nýjum vistarverum Hörpu. En með því að kammerkerar eru ósjaldan einnig sinfóníugestir er ekki nema sann- gjarnt að biðjast fyrst afsökunar á að hafa hvergi þótzt finna ókynnt auka- lag Hilary Hahn í Eldborg 9.2. s.l. í einleikspartítum og – sónötum Bachs. Sú fullyrðing reyndist stórlega ýkt, því þar fór Siciliano úr I. Sónötu í g- moll. En hvað er það svosem hjá þeim stórmerkilegu tímamótum KMK að geta fagnað 55 ára starfsafmæli í fyrstu viðeigandi umgjörð í sögu samtakanna? Því það má alveg stað- festa strax, að þó að Norðurljósin gerðu ekkert kraftaverk fyrir tor- heyrðan sembalinn í Zelenka frekar en flestir salir stærri en dagstofa – og varla heldur fyrir selló fylgibassans er mátti sín lítils gagnvart fagottinu (e.t.v. hefði átt að spara bassahtví- blöðunginn fyrir forte-kaflana), þá sýndi fiðlukvartett Bartóks ótvírætt fram á kosti Norðurljósa við, að mér var tjáð, 80% af stillanlegum ómtíma – umfram að vísu mýkri en líka þurr- ari heyrð gamla fastaheimilisins í Bú- staðakirkju. „Bleytustig“ ómvistar er reyndar alltaf talsvert smekksatriði. Að minni hyggju hefði Bartók vel þolað full 100 prósent, en þau verða sjálfsagt reynd síðar. Hitt er svo eftir að sjá hvort KMK treysti sér til að mæta dýrari húsaleigu með aukinni aðsókn meðan er lag í skjóli nýjabrums Hörpu og vaxandi menningarferðamennsku. Vonandi gengur það dæmi upp, enda allt útlit fyrir að landið hafi nú eign- azt kammersal á heimsmælikvarða. Samtímamaður J. S. Bachs, Jan Dismas Zelenka (1679-1745) var flestum gleymdur fyrir 50 árum þar til óbósnillingurinn Heinz Holliger tók hann upp á sína arma og þóttist jafnvel kenna hjá honum ýmsa „framsækna“ drætti. En þótt radd- færslufagmennska og örðulaust tón- flæði Bæheimsbúans séu óumdeil- anleg, þá kemst hann í formsköpun, harmóníu og lagferli hvorki nærri meistaranum frá Eisenach né Händel sem næstur var á dagskrá. Engu að síður hélt Tríósónatan í g-moll fyrir 2 óbó og fylgibassa (hér sembal, selló og fagott) góðri athygli þrátt fyrir of- urlítinn stirðleikavott og tæpa inn- tónun á köflum. Þýzku „Brockes“-aríur Händels fyrir sópran, fiðlu (eða óbó) og fylgi- bassa komu sömuleiðis allvel út, jafn- vel þótt fullmikill styrkmunur sópr- ansins milli toppnótna og neðra sviðs spillti stundum fyrir samvægu flæði. Mesta ánægjuefnið var þó hvað 4. strengjakvartett Bartóks heppnaðist vel í blábjarma Norðurljósasalarins – einkum ef haft er í huga að verkið er ekkert lamb að leika sér við, jafnvel ekki fyrir sjóuðustu atvinnufereyki. Hér komust menn ótrúlega langt á viljanum, enda var leikið af lífi og sál. Þótt hrynskerpan hefði mátt vera ívið hvassari, þá jafnaði eldheit innlifun hópsins það að mestu leyti. Eftir stóð leiftrandi meistaraverk úr huglægri upphafningu Balkanþjóðlaga sem haldið hefur ferskleika sínum óskertum eftir 80 ára linnulausa til- raunamúsík – og gott betur. Í bláu bjarmabandi Morgunblaðið/Ómar Afmælistónleikar Camerarctica lék á síðustu vetrartónleikum KMK. Norðurljósum í Hörpu Kammertónleikar bbbmn Zelenka: Tríósónata nr. 4 í g (1722). Händel: aríur nr. 6, 7 & 9 úr Níu þýzkum aríum (1724-27). Bartók: Strengjakvar- tett nr. 4 (1928). Camerarctica: Marta G Halldórsdóttir sópran, Eydís L Franz- dóttir & Peter Tompkins óbó, Kristín M Jakobsdóttir fagott, Guðrún Ósk- arsdóttir semball, Hildigunnur Halldórs- dóttir & Bryndís Pálsdóttir fiðla, Svava Bernharðsdóttir víóla og Sigurður Hall- dórsson selló. Sunnudaginn 19. febrúar kl. 19.30. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.