Morgunblaðið - 22.02.2012, Síða 18

Morgunblaðið - 22.02.2012, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Svandís Svav-arsdóttirumhverf- isráðherra fékk af- hent fyrsta eintak nýrrar skýrslu um loftslagsbreyt- ingar og áhrif þeirra á end- urnýjanlega orkugjafa á þess- ari öld, hér á landi og hjá hinum Norðurlandaþjóðunum og í Eystrasaltsríkjunum. Skýrslan er samvinnuverkefni fjölda stofnana og vísinda- manna í þessum löndum og at- hyglisverð tilraun til að rýna inn í framtíðina og meta mögu- lega orkuframleiðslu með end- urnýjanlegum orkugjöfum á næstu áratugum. Alkunna er að spádómar af þessu tagi eru ekki létt verk og niðurstöðurnar háðar mikilli óvissu. Þetta vita vísindamenn manna best enda eru fá orð sem koma oftar fyrir í skýrsl- unni en einmitt þetta orð; óvissa. En þó að framtíðin kunni að vera þokukennd og ekki heiglum hent að sjá hvað framundan er verður að reyna og stilla upp mögulegum kost- um og meta líklega þróun. Skýrslan er þess vegna gagnleg og niðurstöður hennar allrar athygli verðar. Ein meg- inniðurstaðan hvað Ísland snertir er að gert er ráð fyrir nokkurri hlýnun loftslags sem hafi þau áhrif að jöklar bráðni hraðar en þeir byggist upp og að afrennsli frá þeim aukist verulega. Merki þessara breyt- inga greina menn þegar en gert er ráð fyrir að aukningin nái hámarki á árunum 2040 til 2070. Fólk er almennt íhaldssamt og þess vegna er flestum án efa sárt um jöklana og vilja helst ekki sjá mikl- ar breytingar á þeim. Þetta eru ósköp eðlilegar til- finningar en mega þó ekki verða til þess að þau tækifæri sem í bráðnun jöklanna felast verði ekki nýtt. Höfundar skýrslunnar telja að vegna bráðnunarinnar muni framleiðslugeta raforku aukast um allt að fimmtung hér á landi. Þetta er mjög jákvætt og getur nýst landsmönnum vel, en krefst þess að sjálfsögðu að ekki verði staðið í vegi fyrir því að tækifærið verði nýtt. Nýting þessarar væntanlegu viðbót- arframleiðslugetu krefst þess að hér verði heimilaðar auknar virkjanir. Virkjanir kalla á fram- kvæmdir og umsvif í náttúru landsins og þess vegna er nauðsynlegt að fara að öllu með gát. Á hinn bóginn verður að heimila skynsamlega nýt- ingu en ekki standa í vegi fyrir öllum hugmyndum í þá veru og þar með að standa í vegi fyrir aukinni verðmætasköpun í landinu. Þess vegna má segja að það hafi verið viss kaldhæðni að einmitt núverandi umhverf- isráðherra, sem er í hópi þeirra sem helst standa gegn slíkri verðmætasköpun, hafi fengið fyrsta eintak skýrslunnar í hendur. Vonandi verður það til þess að hún kynni sér þau tækifæri sem í framtíðinni fel- ast en setji skýrsluna ekki á sama stað og hefur geymt rammaáætlunina allt of lengi. Því er spáð að hlýn- un loftslags færi Ís- landi aukin tækifæri í orkuframleiðslu} Tækifæri í framtíðinni Þá eru þeir íBrussel loks- ins búnir að af- greiða annan efnahagspakka vegna Grikklands. Vonandi þýðir það að þrengingar Grikkja verði eitthvað bærilegri næstu mánuði og misseri. Því miður ganga þó frómar óskir af því tagi gegn líkum. Atvinnuleysi fer sífellt vax- andi og er nú komið vel yfir 20% og nálgast hörmungar- ástandið í systur-evruríkinu Spáni. Þær aðgerðir, sem Grikkir hafa verið þvingaðir í, eru líklegar til að ýta at- vinnuleysisstiginu enn frekar upp, svo Spánarmetið er vís- ast í verulegri hættu. Hinar háu fjárhæðir sem nefndar eru til sögunnar og heiti þeirra, „efnahagsaðstoð frá ESB og AGS“, segja ekki einu sinni hálfa söguna. Það er ekki verið að bjarga Grikklandi með aðgerðunum, þótt svo sé látið heita. Þess er vendilega gætt að ekki evra af háu fjárhæðunum komist í hend- ur Grikkja. Þeir fá bara að skrifa undir skuldavið- urkenningarnar. Upphæð- unum verður mjatlað til bankakerfis Evrópu, einkum banka í Þýskalandi, Frakk- landi og Hollandi, og eru önnur ríki á evrusvæðinu þvinguð til að leggja fé í púkkið. Fyrirkomulag „efnahags- aðstoðarinnar“ við Grikkland er að öðru leyti þeirrar gerð- ar að ekki verður séð að gríska ríkið eigi nokkra að- komu að beinum lánamarkaði næstu áratugina. Grikkir fá því kannski bylshlé, en björg- un er þetta varla. Vonandi getur gríska þjóðin andað léttara, þótt um skamma stund verði} Bylshlé en ekki björgun Ö ll erum við vitsmunaverur sem tökum sjálfstæðar ákvarðanir eftir eigin dómgreind. Eða því viljum við gjarnan trúa. En jafn- vel þótt okkur finnist við sjálf vera meðvituð og gagnrýnin í hugsun er stað- reyndin sú að við höfum takmarkaðan aðgang að eigin huga og þannig geta ytri aðstæður stundum stýrt því hvernig við högum okkur ómeðvitað. Sálfræðingurinn Daniel Kahnem- an segir í bók sinni Thinking, Fast and Slow frá rannsóknum á mannlegri hugsun og atferli sem grafa svolítið undan ímynd okkar sem sjálfstæðar vistmunaverur. Stundum er sagt: „Brostu! Þá líður þér betur.“ Slíkir Pollýönnu- leikir eru ekki alvitlausir. Í tilraun einni voru tveir hópar háskólanema látnir lesa teikni- myndasögur Garys Larsons, The Far Side. Annar hópurinn var látinn halda blýanti þvert milli tannanna á meðan, þannig að munnvikin spenntust upp í „bros“. Hinn hópurinn hélt blýanti milli varanna þannig að munnsvipurinn varð stúrinn. Niðurstaðan var sú að hópnum með gervibrosið fannst sögurnar skemmtilegri en þeim sem skoðuðu þær með stút á munni. Í annarri tilraun voru þátttakendur látnir hlusta á upplestur leið- ara úr dagblaði, undir því yfirskini að verið væri að kanna hljómgæði heyrnartólanna. Annar hópurinn var látinn kinka kolli á meðan hann hlustaði, en hinn látinn hrista höfuðið. Eftir á voru þeir fyrrnefndu líklegri til að segjast sammála leiðaranum, en þeir síðarnefndu voru frekar ósammála. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á því sem kallað er ýfingaráhrif, þegar eitthvað sem við upplifum hefur ómeð- vituð áhrif á hegðun okkar strax á eftir. (Það er t.d. gild ástæða fyrir því að kosninga- áróður er bannaður við kjörstaði á kjördag.) Í einni slíkri rannsókn voru áhrif hugsana um peninga könnuð. Þátttakendur voru óbeint minntir á peninga, í orðum eða myndrænt, og í kjölfarið látnir takast á við óvæntar að- stæður. Í ljós kom að ómeðvituð hugrenn- ingatengsl við peninga virtust vekja með þátttakendum meiri einstaklingshyggju. Þeir urðu sjálfstæðari í hugsun en samanburð- arhópurinn, en jafnframt eigingjarnari. Pen- ingahópurinn bað síður um hjálp við að leysa erfitt verkefni strax á eftir og var líka mun síður tilbúinn að eyða tíma í að hjálpa ókunnugum manni að tína upp hluti sem hann missti. Í sambærilegri tilraun var þátttakendum sagt að þeir ættu að spjalla við ókunnuga manneskju og þeir beðnir að stilla upp tveimur stólum meðan hún var sótt. Þeir sem minntir voru á peninga stuttu áður stilltu stólunum upp með að jafnaði 38 cm meira millibili en hinir sem höfðu engin ómeðvituð hugrenningatengsl við peninga. Þetta er umhugsunarvert. Getur verið að menning sem minnir okkur stöðugt á peninga hafi ómeðvituð áhrif á fram- komu okkar hvert við annað? Í öllu falli er gott að vera meðvituð um að við höfum kannski ekki jafnfullkomin tök á eigin huga og við viljum trúa. una@mbl.is Una Sig- hvatsdóttir Pistill Veistu hvað þú ert að hugsa? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Sigrún Rósa Björnsdóttir sigrunrosa@mbl.is Skúli Bjarnason, lögmaður Gunnars Þ. Andersen, forstjóra Fjármálaeft- irlitsins (FME), setti í bréfi til stjórnar FME á mánudagskvöld spurningarmerki við málsmeðferð í máli hans. Sagði lögmaðurinn Gunnari ekki fært að neyta and- mælaréttar nema fá skýrar fram á hvaða grundvelli fyrirhuguð upp- sögn byggðist. Hann lagði jafnframt áherslu á að Gunnar nyti starfsrétt- inda sem embættismaður. Grundvöllur tilkynningar Stjórnin hefur svarað þeim spurningum sem lögmaður Gunnars sendi henni. Ekki hefur verið greint frá því út frá hvaða sjónarmiðum stjórnin gekk í tilkynningu sinni til forstjórans. Hvort þar var horft til trúverðugleika, mögulegra hags- munatengsla eða einhvers annars og hvort ástæða sé til að víkja hon- um að fullu úr starfi eða veita lausn um stundarsakir. Hvort stjórnin byggi á nýjustu álitsgerðinni og/eða hvort önnur atriði liggi þar til grundvallar. Reglur um embættismenn Teljist forstjóri FME emb- ættismaður þarf að fylgja ákveðnum reglum komi til upp- sagnar hans úr starfi. Við máls- meðferð þarf að hafa í huga að bæði lög um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins (starfsmannalög) og stjórnsýslulög gilda þegar kemur að ákvörðunum er varða störf embætt- ismanna. Ríkisstarfsmenn njóta ríkrar verndar í starfsmannalögum og al- mennt þarf mikið að koma til og vera sýnt fram á mjög skýrt brot í starfi svo hægt sé að víkja embætt- ismanni frá störfum. Einn lögfræðingur bendir á að slíkt geti þó komið til, sé ásetningur um brot er varði hæfi, þannig að gefnar séu villandi upplýsingar eða þeim haldið leyndum. Raunverulegur réttur Í VI. kafla starfsmannalaganna er að finna ákvæði er lúta að lausn embættismanna frá embætti um stundarsakir. Er þar meðal annars í 26. grein kveðið á um hvernig staðið skuli að slíku og kveðið á um að slík lausn skuli ávallt vera skrifleg, með tilgreindum ástæðum. Hvað andmælaréttinn varðar segja þeir lögfræðingar sem rætt var við að meginreglan sé sú að fresturinn þurfi að vera raunhæfur til að um raunverulegan andmæla- rétt sé að ræða. Til dæmis sé orða- lagið „til skoðunar er að segja þér upp störfum“ eðlilegt í því ljósi að þannig nýtist andmælarétturinn raunverulega. Viðkomandi verði þó að vita hverju eigi að andmæla. Ef í tilkynningu til hans er greint frá því að verið sé að segja honum upp, þá beri hún með sér að ákvörðun hafi þegar verið tekin; þannig sé farið gegn eðli og tilgangi andmælarétt- ar. Nefnd um lausn Þegar kemur að ferli stjórn- sýsluákvörðunar sem fellur undir stjórnsýslulögin þarf að gæta þess að viðkomandi njóti andmælaréttar í reynd áður en slík ákvörðun er tekin. Viðkomandi væri þá tilkynnt hvort til skoðunar væri að veita honum áminningu, lausn um stundarsakir eða segja upp störfum. Sé um að ræða brot embættis- manns í starfi er málum vísað til nefndar samkvæmt 27. gr. laga 70/ 1996 um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins. Nefndin, sem starf- ar á vegum fjármálaráðuneytisins, skal gefa álit sitt á því hvort lausn um stundarsakir sé í samræmi við lög. Morgunblaðið/Eyþór Fjármálaeftirlitið Forstjórinn hefur fengið framlengdan frest til að koma á framfæri andmælum vegna fyrirhugaðrar uppsagnar til fimmtudagskvölds. Lagaramminn ekki sá einfaldasti Forstjóri FME » Stjórn Fjármálaeftirlitsins afhenti Gunnari Þ. Andersen, forstjóra FME, bréf síðastlið- inn föstudag þar sem kom fram að honum yrði hugs- anlega sagt upp störfum. » Honum var veittur frestur fram á mánudagskvöldið síð- asta til að nýta andmælarétt sinn og svara bréfi stjórnar. » Fresturinn var í fyrra- kvöld framlengdur að ósk lög- manns Gunnars þar til annað kvöld. » Stjórn Félags forstöðu- manna ríkisstofnana sendi frá sér ályktun vegna máls Gunn- ars og krafðist þess að tekið yrði tillit til þeirra lögbundnu réttinda hans að farið yrði að stjórnsýslu- og starfs- mannalögum » Ásbjörn Björnsson, lög- giltur endurskoðandi, og Ást- ráður Haraldsson hrl. unnu að ósk stjórnar FME skýrslu um hæfi forstjóra stofnunarinnar. » Áður hafði Andri Árnason hrl. unnið tvö álit þar sem hæfi forstjórans var metið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.