Morgunblaðið - 22.02.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.02.2012, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2012 Tækifæri í skóla- starfi nægjuseminnar munu móta tuttugustu og fyrstu öldina með margvíslegum hætti. Tuttugasta og fyrsta öldin mun lifa í minn- ingu fólks sem öld týndu æskunnar. Tutt- ugasta og fyrsta öld gnægtanna mátti ekki við að týna peningunum sínum án þess að ætlast til miskabóta á kostnað menntakerfisins í landinu. Máttleysi tuttugustu og fyrstu ald- arinnar birtist í þöglu samþykki fólks fyrir því að menntakerfið verði sett í ábyrgð fyrir útvalda uppa. Mistök fjármálastofnana gáfu stjórnvöldum mjólk og rjóma undan alikálfinum, menntun barna þjóðfélags okkar. Mjólk undan sjálfri mjólkurkúnni tókst matráðum nýríku uppanna að næla sér í með væli og heimsenda- spám. Mjólk undan mjólkurkúnni nægði fyrir offjárfestingum, áhættu- fjárfestingum, gróðabraski og góð- ærisgróðanum sem hluthafarnir greiddu sjálfum sér sem fjármagns- ávöxtun fyrir framúrskarandi og óeig- ingjörn störf í þágu fólksins í landinu. Gjafmildi þeirra og góðmennska náði aldrei lengra en að þeirra eigin vasa, mjólkin var uppurin fyrr en varði og fólkið í landinu fékk að moka flórinn eftir að kúnni var slátrað. Nú var kom- ið að alikálfinum, sjálfri menntun æsk- unnar, hann mátti mjólka líka. Ekki mátti gera fjármálastofnanirnar mjólkurlausar, þær þurftu sífellt meiri mjólk til að viðhalda íturvaxinni og frekri tilveru sinni. Fólkið í landinu gleymdi hlutverki sínu gagnvart æskunni. Æska lands- ins ólst upp við það að líf hennar væri minna virði en líf fjármálamanna og sinnti þess vegna ekki menntun sinni og nám varð minna virði en pen- ingar. Æska landsins varð fullorðin þrátt fyrir pen- ingaleysið og mennt- unarleysið, fólkið í land- inu varð gamalt og fjármálamennirnir orðn- ir mettir. Nú mjólkaði alikálfurinn aðeins fyrir peninga því mjólkin fór ógerilsneydd til hæst- bjóðanda. Æskan hafði aðeins fengið mjólk og rjóma á afborg- unum sem jarðlíf þeirra næði ekki að taka ofan af nema vexti og vaxtavexti. Möguleikar menntakerfisins til að vaxa og dafna væru miklir ef nátt- staður unglinganna væri í sjálfu fjósinu hjá alikálfinum. Náttstaður þeirra var þess í stað í mykjuhaug vaxta og vaxta- vaxta þar sem starf unglinganna fólst í mokstri og tunnuþvotti. Æska landsins þrífur skítinn eftir söddu pen- ingamennina sem verða að njóta lífsins og þess munaðar sem mjólk alikálfsins veitti þeim. Iðin æskan verður mjólk- urfleytir og strokkar rjóma peninga- mannanna, býr til smjör, treður mykju og slítur sér út fyrir þá. Næring æsk- unnar er trygging peningamannanna fyrir umbun sinni, yfirdráttarvöxtum og smálánum með okurvöxtum. Mun- aður æskunnar felst í smjörklípu, und- anrennu og súrri mysu, toppurinn á til- verunni er flóuð mjólk en hana þarf að borga með osti og furðu fáir hafa séð ost nema í auglýsingum. Smám saman neitar æskan að drekka mjólk og borða ost en vill í stað þess undanrennu, fúlt smjör og súra mysu. Æska landsins mun öðlast framtíð- arsýn með peninga sem leiðarljós og mottó þeirra verður: Meira. Fleira. Mest. Núna. Æska landsins mun stýra framtíð landsins í menntun þjóð- arinnar, skólastarf þjóðarinnar mun smám saman verða tómlegt vegna peningaleysis og framtíðarsýnar án menntunar í samkennd, samúð og samvinnu. Traust nýju góðborg- aranna á menntun og atvinnulíf mun núna taka mið af tímanum sem tekur að verða ríkur og tímanum sem tekur að afla sér menntunar og peninga. Unglingarnir munu láta sér nægja að verða ríkir án menntunar og án un- aðar gagnvart þeim lífsgæðum sem fást ekki keypt fyrir peninga. Unaður gagnvart myndlist, tónlist, und- ursamlegri örvun andans, verður til- gangslaus vegna þess að hann sækir ekki nauðsynlega og mikilvæga pen- inga. Æska landsins mun móta fram- tíð landsins, snauða af unaði og snauða af nautn. Framtíð æskunnar mun líða fyrir mjólkur- og næring- arleysið, næring unglinganna flýtir fyrir manndómi þeirra, sætleiki lífs- ins freistar þeirra og æsingur pening- anna mótar þá. Æskan mótar framtíð okkar og æskan mun stýra menntun þjóð- arinnar til framtíðar. Núna geta stjórnvöld hindrað framtíð æskunnar með skammsýni sinni, metnaðarleysi og stefnuleysi. Æska þjóðarinnar mun fullorðnast og hún mun sækja fyrirmynd sína til önnum kafinna stjórnmálamanna sem meta peninga meir en menntun. Undanrenna æskunnar vökv- ar tækifæri framtíðarinnar Eftir Brynju Dís Björnsdóttur »Æska þjóðarinnar mun fullorðnast og hún mun sækja fyrir- mynd sína til önnum kafinna stjórnmála- manna sem meta pen- inga meir en menntun. Brynja Dís Björnsdóttir Höfundur er móðir barns í grunnskóla. Í aðdraganda hruns- ins þegar bankarnir féllu þá var það ekki einvörðungu vegna ytri áhrifa og verðbólgu heldur vegna spillingar og glæpa í bankakerf- inu og fjármálakerfinu almennt séð í heild. ESB hafði lagt sitt á vogarskálarnar til að hjálpa upp á gjald- þrotið en ESB hafði lagt það til við fyrrverandi seðla- bankastjóra Davíð Oddsson og fleiri í Seðlabanka Íslands að það væri í stakasta lagi að afnema bindiskyldu Seðlabanka Íslands. Það má álykta sem svo að glæpir í banka- og fjár- málakerfinu ásamt afnámi bindi- skyldu hafi valdið efnahagserf- iðleikum Íslands. Það má hrósa Geir Haarde og Davíð Oddssyni fyrir að hafa stöðvað lánveitingar til föllnu bankanna. Bankarnir voru í glæpa- rannsókn og mátti Seðlabanki Ís- lands ekki lána bönkunum. Vanda heimilanna er sá að þau hafa mörg hver fengið niðurfærslu eða niðurfellingu allt að 110% miðað við upphaflegan höfuðstól húsnæð- islána. Þessi heimili ættu að fá skaða- bætur vegna ofbeldis en þau höfðu ekki völ á öðrum lánum. Bankarnir brutu lög um fjármálastofnanir með því að bjóða húsnæðislán miðuð við einstakan erlendan gjaldmiðil. Mér dettur það í hug varðaandi stöðu heimilanna sem fengu þessi ólöglegu húsnæðislán frá bönkunum sem mið- uðust við staka erlenda galdmiðla að samtök þeirra ættu að reyna að kæra lánveitingarnar og meðferðina gagn- vart lánunum til Alþjóðavið- skiptastofnunarinnar (WTO) í Genf í Sviss og krefjast skaðabóta frá ríkinu en bankarnir störfuðu með blessun stjórnvalda, einnig gætu þessir aðilar (heimilin og hagsmunaaðilar þeirra ) reynt að sækja málið fyrir dóm- stólum hér á landi þó ég telji ekki mikla von að það beri árangur vegna þess að stjórnvöld kynnu að hafa áhrif á dómsvaldið. Þá finnst mér fyr- irtæki sem jafnan hafa haft nægt svigrúm í gegnum tíðina til þess að borga nánast enga eða litla skatta eigi ekki að verðlauna við þær að- stæður að glæpamenn hafa farið ránshendi um obinberar stofnanir, banka og fleiri aðila. Mér finnst að fyrirtækin eigi að bera þungann af þessum óförum jafnt og hinn vinn- andi maður en ekki að fá afskrifaðar ómælt skuldir sem leggjast við skuld- areikning okkar í erlendum skuldum. Gagnvart þessari ólöglegu heild- rænu einkavæðingu sem hefur við- gengist og núverandi stjórnvöld virð- ast ætla að viðhalda brýtur það í bága við alþjóðalög um bann við hægriöfg- um og nasisma með lögum árið 1940 á Jalta. Heildræn einkavæðing bank- anna brýtur í bága við Genfarsátt- málann sem bannar pyntingar á fólki, einnig er þetta brot á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Að því er virð- ist líðst stjórnmálamönnum að fót- umtroða mannréttindi. Interpol (al- þjóðalögreglan) virðist ekki telja það í sínum verkahring að vinna bug á skipulagðri glæpastarf- semi hvað varðar heild- ræna einkavæðingu bankanna. Interpol skýlir sér á bak við að þeir megi ekki skipta sér af innanríkismálum þjóða. Lögreglan hér á Íslandi virðist hafa ver- ið meðvirk í þessum mannréttindabrotum, þ.e. ólöglegri heild- rænni einkavæðingu bankanna í tíð fyrri valdhafa og væntanlega núverandi valdhafa, ef Merði Árnasyni og Steingrími J. verður eitthvað ágengt í heildrænni einkavæðingu á bönkunum. Svokallaðar breytingar í fiskveiði- stjórnarmálum verða líklega nánast engar þegar upp er staðið. Breyting úr kvótakerfi með framsali eða leigu í kerfi sem miðast við veiðireynslu en bannar sölu er í raun nánast sama kerfi því menn fara líklega bara framhjá lögum og versla þannig með kvótann. Fiskveiðiheimildirnar verða áfram í höndum örfárra útvalinna skrifborðsmanna en ekki í höndum ungra manna sem vildu gjarnan brjótast áfram af dugnaði og hug- rekki. Það er líklega dapurleg ásýnd stjórnmálanna nema hin nýju fram- boð í stjórnmálunum söðli um og jafni stöðu allra sem vilja stunda sjávarútveg og sjómennsku. Ég tel að þessi nýju framboð eða flokkar í stjórnmálunum muni taka mikið fylgi af öllum þeim flokkum sem fyrir eru í stjórnmálunum. Helgast það af mörgu, t.d. ólöglegum heildstæðum einkavæðingum bankanna, fiskveið- stjórnunarkerfi ójöfnuðar, ýmissi óráðsíu í ríkisfjármálum, dugleysi stjórnvalda í nýsköpun í iðnaði, miklu atvinnuleysi, miklum ójöfnuði í laun- um og mikilli stéttaskiptingu, slæmu aðgengi þeirra sem eiga undir högg að sækja í þjóðfélaginu af einhverjum ástæðum til náms, félagsleg hjálp fyrir lítilmagnann er nánast engin, niðurskurður í löggæslumálum, nið- urskurður í heilbrigðismálum, nið- urskurður í skólamálum, lítil aðstoð við heimilin í landinu, lítill og ónógur tækjakostur á sjúkrahúsum, lítill og ónógur tækjakostur í skólum, einnig úrræðaleysi stjórnvalda við að segja upp samningi við Magma-Kan- adamanninn sem er kominn inn í orkugeirann. Ég tel úr því sem komið er í fisk- veiðistjórnunarmálum að það mætti auka strandveiðikvótann úr 7% í 10%, byggðakvótann úr 8% í 30% þannig að ungir og dugandi menn fái að njóta sín. Þá vil ég að úthlutun byggðakvóta verði pólitísk í sveit, bæ, borg. Þá mætti stilla veiðigjöld- um í hóf, t.d. 2% á allan landaðan fisk og það sé beinskattur við sölu en hóf- legt gjald fyrir opinbert leyfisbréf vegna veiðanna. Geir og Davíð Eftir Kristján Snæ- fells Kjartansson » Bankarnir voru í glæparannsókn og mátti Seðlabanki Ís- lands ekki lána bönk- unum. Kristján Snæfells Kjartansson Höfundur er skipstjóri. Íslandsmótið í tvímenningi um helgina Íslandsmótið í tvímenningi verður haldið dagana 25.-26. febrúar nk. Mótið verður haldið í Valsheim- ilinu (Vodafonehöllinni) og hefst kl. 10 á laugardaginn Spiluð verða 3-4 spil á milli para en það ræðst af þátttöku hversu mörg spil verða spiluð á milli para. Hægt er að skrá sig í síma 5879360 og á www.bridge.is Bridsdeild Breiðfirðingafélagsins Nú er lokið fimm kvölda tvímenn- ingskeppni, þar sem fjögur bestu kvöldin gilda til verðlauna. Röð efstu para varð þessi. Sveinn Sveinsson - Karólína Sveinsd. 1044 Unnar A Guðmss. - Hulda Hjálmarsd. 1014 Oddur Hanness. - Árni Hannesson 1002 Þorleifur Þórarinss. - Haraldur Sverriss. 955 Ragnar Haraldss. - Bernhard Linn 945 Sunnudaginn 19/2 var spilað á 10 borðum. Hæsta skor í N/S: Oddur Hanness. - Árni Hannesson 264 Þórarinn Bech - Jón Úlfljótsson 251 Garðar Jónss. - Sigurjón Guðmundss. 242 Austur/Vestur Karólína Sveinsd. - Sveinn Sveinsson 262 Þorsteinn Láruss. - Ragnar Pálsson 260 Ólöf Ólafsd. - Jón Hákon Jónss. 250 Sunnudaginn 26/2 verður eins- kvölds tvímenningur. Sunnudaginn 4/3 hefst svo þriggja kvölda hrað- sveitakeppni. Skráning hjá Sturlaugi í síma 869 7338. Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, á sunnudögum klukkan 19. Eldri borgarar Hafnarfirði Föstudaginn 17. febrúar var spilað á 16 borðum hjá FEBH með eftirfar- andi úrslitum í N/S: Auðunn Guðmss. – Sigtryggur Sigurðss. 398 Ragnar Björnsson – Pétur Antonsson 376 Oliver Kristóferss. – Magnús Oddsson 352 Albert Þorsteinsson – Björn Árnason 336 Bjarni Þórarinsson – Jón Lárusson 334 A/V. Ágúst Vilhelmsss. – Kári Jónsson 367 Elgi Einarsson – Ágúst Stefánsson 357 Oddur Halldórss. – Hrólfur Guðmss. 346 Erla Sigurjónsd. – Jóhann Benediktss. 341 Oddur Jónsson – Stefán Ólafsson 340 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Árin fyrir hrun fór margt úrskeiðis á Ís- landi. Þá léku lausum hala gráðugir siðblindir sótraftar með einbeitt- an brotavilja sem svif- ust einskis. Eftirlit og aðhald var í molum og ef einhver sýndi lit í þeim efnum var um- svifalaust reynt að kaupa viðkomandi eða eyðileggja mannorð hans. Allt of mikið var af meðvirkum nytsömum sakleys- ingjum. Þau voru mörg atvikin sem maður var gáttaður á og síðan kom margt í ljós í Skýrslu rannsókn- arnefndar Alþingis. Þar var kominn grundvöllur til uppgjörs við fortíðina, en í ljósi þess sem sést hafði fyrir hrun var ekki ástæða til of mikillar bjart- sýni. Ef vitleysan átti ekki að halda áfram þurfti að manna vel lykilstöður eins og stöðu forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Í það starf þurfti mann með víðtæka þekkingu á fjármálakerfinu, en jafn- framt mann með þor og þrautseigju til að komast til botns í flóknum og vafa- sömum málum og standast árásir og brögð óprúttinna manna sem forðast réttvísina. Ég gladdist því mjög þegar Gunnar Andersen sótti um stöðu for- stjóra Fjármálaeftirlitsins og fékk hana. Gunnar hefur glímt við margt í þessu starfi. Sumt var fyrirséð, eins og það að sótraftarnir og skósveinar og leigupennar þeirra hafa verið óþreyt- andi við að reyna að ata Gunnar auri og hafa verið heldur pirraðir á hve illa það hefur gengið. Gunnar var svo verðlaun- aður fyrir störf sín með myndarlegri launalækkun! Hvorugt lét hann á sig fá og hélt ótrauður áfram. Eftir að Gunnar var nefndur í rann- sóknarskýrslu Alþingis í tengslum við aflands- félög fyrir 10 árum, fékk þáverandi stjórn Fjár- málaeftirlitsins Andra Árnason hæstaréttarlög- mann til þess að skrifa greinargerð um hæfi Gunnars. Stjórnin ákvað í framhaldinu að ekki væri tilefni til neinna við- bragða. Hælbítar héldu samt ótrauðir áfram og núverandi stjórn Fjár- málaeftirlitsins bað Andra aftur að skoða hæfi Gunnars og komst hann aftur að sömu niðurstöðu. Þá var bætt um betur og Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður og Ásbjörn Björnsson, löggiltur endur- skoðandi, fengnir til að rýna bæði álit Andra! Þarna er kominn verulegur óþefur af aðgerðum stjórnar Fjármálaeft- irlitsins og kannski ráð að draga fram aðgerðaáætlun um viðbrögð við ein- elti. Ástráður og Ásbjörn eru að flestu leyti jákvæðir í umsögn sinni. Það nei- kvæðasta er „huglægt“ mat, en slegið úr og í. Þeir tala um opinbera umfjöll- un eins og hún komi þeim á óvart. Í framhaldi af þessu virðist stjórn Fjármálaeftirlitsins hafa ákveðið að segja Gunnari upp störfum. Beitt er gamalkunnu bragði til þess að lág- marka fjölmiðlaumfjöllun, en það er að stjórn FME tilkynnir þetta seint á föstudegi og Gunnari er gefinn and- mælafrestur til mánudags! Þetta er fyrirlitleg framkoma og gerir trúverð- ugleika stjórnar FME að engu. Málflutningur stjórnar FME er líka í mýflugumynd og þar virðist lítill áhugi á að kanna nánar réttmæti þess sem „huglæga“ matið byggðist á. Þeir einu sem hagnast á þessu brölti stjórnar FME eru skjálfandi skúrkar sem vita að unnið hefur verið af fagmennsku að rannsókn mál þeirra og það þola þeir ekki. Ekki er örgrannt um að sú hugsun leiti á að stjórn Fjármálaeftirlitsins ætti að segja af sér, svo skipa megi aðra sem stendur þétt við bak for- stjóra og styður hann í mikilvægum störfum hans, en gengur ekki í lið með þeim sem verið er að rannsaka! Ekki er örgrannt um … Eftir Braga Leif Hauksson Bragi Leifur Hauksson »Ekki er örgrannt um að sú hugsun leiti á að stjórn Fjármálaeft- irlitsins ætti að segja af sér, svo skipa megi aðra sem stendur þétt við bak forstjóra. Höfundur er tölvunarfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.