Morgunblaðið - 22.02.2012, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.02.2012, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2012 Skrímslið litla systir mín erbarnaleikrit sem er sýnt íNorræna húsinu af leikhús-inu Tíu fingrum. Í því segir frá hugmyndaríkum strák sem eign- ast litla systur. Í hans augum er hún lítið skrímsli, sem étur allt sem hún kemst í, meðal annars mömmu hans. Strákurinn er hugrakkur og ákveður að bjarga heiminum og mömmu sinni frá litla skrímslinu. Til þess ferðast hann um skuggalegar lendur; skóga, hella og drekaslóðir. Hann fer með systur sína alla leið út á heimsenda og á leiðinni þangað lærir hann að elska hana, hún er nefnilega lítið, skrítið og skemmti- legt skrímsli. Þetta er óvenjuleg leiksýning – engin læti, glys og græjur. Sviðs- myndin er stórir pappírsstrangar sem Helga Arnalds skapar söguna á. Hún málar, sker og rífur. Hún lætur pappírinn lifna við á ótrúlegan hátt. Helga er líka sögumaðurinn, leikur hlutverkin og notast við fingra- brúður. Ég hef aldrei séð viðlíka heim skapaðan úr jafn „litlu“. Sagan og persónurnar lifnuðu við á auð- veldan hátt. Tónlist og ljós hjálpa svo til við sköpunina og tekst all- staðar jafn vel til. Sýning er rúmur hálftími að lengd og allan tímann sat ég bergnumin, það er ekki oft sem manni er boðið inn í slíkan ævintýraheim. Börnin sátu líka heilluð og lifðu sig inn í sög- una. Þetta er leikrit er þó ekki fyrir mjög ung börn að mínu mati, ekki mikið yngri en 3 ára. Að sýningu lok- inni fengu börnin að búa til dreka úr pappírnum sem var notaður í sýn- ingunni. Það þótti þeim spennandi og fylgdarsveinn minn, 4 ára, er enn að leika sér að sínum; láta hann fljúga, vera kolkrabba eða marg- fættan karl. Það þarf ekki meira til en tættan pappír og límband til að skapa heilan heim fyrir börn. Skrímslið litla systir mín er ein magnaðasta leiksýning sem ég hef séð. Sýningin er virkilega vel gerð, sannfærandi og lætur hugann vinna sitt verk í að skapa enn stærri æv- intýraheim en sést á sjálfu sviðinu. Ævintýri Helga Arnalds skapar ótrúlegan ævintýraheim fyrir börn og full- orðna úr pappír í verkinu Skrímslið litla systir mín. Magnaður ævintýraheim- ur skapaður úr pappír Barnarleikrit Skrímslið litla systir mín bbbbb Leikhúsið 10 fingur. Norræna húsið, 19. febrúar 2012. Höfundur og flytjandi: Helga Arnalds. Leikstjóri: Charlotte Bö- ving. Tónlist: Eivör Pálsdóttir. Búningar: Eva Signý Berger. Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmsson. INGVELDUR GEIRSDÓTTIR LEIKHÚS Hljómsveitin Tenórarnir tveir, sem er samstarfasverkefni saxófónleik- aranna Stefáns S. Stefánssonar og Ólafs Jónssonar, leikur á fyrstu tónleikum tónleikararðar Jazz- klúbbsins Múlans á nýju ári sem fram fara í Norræna húsinu í kvöld kl. 21. Með þeim leika Agnar Már Magnússon píanóleikari, Þor- grímur Jónsson bassaleikari og Einar Scheving sem leikur á trommur. Dúó Ólafur og Stefán leika saman í kvöld. Tenórarnir tveir leika í Múlanum Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Marteinn Helgi Sigurðsson, lektor í íslenskum fræðum við Kaup- mannahafnarháskóla, fjallar um Grím geitskó og upphaf Alþingis á rannsóknarkvöldi Félags íslenskra fræða sem fram fer í kvöld kl. 20 í fundarsal ReykjavíkurAkademíunn- ar í JL-húsinu við Hringbraut 121. „Umfjöllun Ara fróða um stofnun þjóðríkisins í Íslendingabók er ein af þessum grundvallarmýtum ís- lensks þjóðfélags. Talsvert hefur verið fjallað um Úlfljót sem kom með lögin frá Noregi í kringum 930, en mun minna um fóstbróður hans, Grím geitskó. Það eina sem við vitum er að Grímur fór, að ráði Úlfljóts fóstbróður síns, í sérstaka sendiför um Ísland allt,“ segir Mar- teinn og tekur fram að menn greini á um hver hafi verið til- gangur ferð- arinnar. „Margir halda að tilgangurinn hafi verið að kanna und- irtektir lands- manna við starf Úlfljóts og þá hugmynd að stofna þing. Aðrir halda að Grímur hafi einnig átt að finna þingstað á Ís- landi, en samband Gríms við val á þingstað er mjög dularfullt,“ segir Marteinn og bendir á að landið Blá- skógar hafi lent í almenningseign þegar eigandi landsins myrti einn þræla sinna og var í framhaldinu gerður útlægur. „Það er afar hent- ugt að þarna hafi maður myrt mann með þeim afleiðingum að þessi ótrúlegi staður, þ.e. Þingvellir við Öxará, hafi getað orðið þing- staður,“ segir Marteinn og tekur fram að hann ætli að skoða tengsl Gríms við þá atburði. „Ég reyni sérstaklega að varpa ljósi á Grím í tengslum við bardagann mikla sem braust út á þinginu eftir Njáls- brennu um árið 1011. Þá snerist Al- þingi í andhverfu sína, þ.e. Þing- völlur varð vígvöllur, þar sem þjóðfélagið hrundi og lögin dugðu ekki lengur. Þegar frásagnir af þessum atburðum eru skoðaðar sér maður að rifjað er upp hvernig landið varð að þingstað og hvaða hræðilegu atburðir lágu þar að baki. Sagan um upphaf þingsins minnir fólk á hvað gerist þegar menn halda ekki lög og frið.“ Hver var Grímur geitskór? Marteinn H. Sigurðsson Tilkynnt hefur verið um þau tónlistarmyndbönd og plötuumslög sem eru til- nefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Myndböndin eru „Kimba“ með Retro Stefson (leikstjóri Árni Sveinsson), „Over“ með GusGus (Ellen Lofts og Þor- björn Ingason), „Smashed Birds“ með Sóley (Ingibjörg Birgisdóttir), „Two Bo- ys“ með Sin Fang (Ingibjörg Birgisdóttir) og „Slowlights“ með Sin Fang (Máni M. Sigfússon). Plötuumslögin eru Arabian Horse með GusGus (hönnun Paul McMenamin), Summer Echoes með Sin Fang (Ingibjörg Birgisdóttir), Órar með Hjálmum (Bobby Breiðholt), Inni með Sigur Rós (Sarah Hopper) og Me- sópótamía með Sykri (Siggi Odds). Athygli vekur að Ingibjörg Birgisdóttir er með samtals þrjár tilnefningar. Á vef mbl.is er hafin kosning á vinsælasta tón- listarflytjandanum. Kosningin stendur yfir til miðnættis 28. febrúar. Bestu plötuumslög og tónlistarmyndbönd ársins Les Misérables - Vesalingarnir (Stóra sviðið) Fim 1/3 kl. 19:30 Forsýn Mið 28/3 kl. 19:30 11.sýn Mið 25/4 kl. 16:00 AUKAS. Fös 2/3 kl. 19:30 Forsýn Fim 29/3 kl. 19:30 12.sýn Fös 27/4 kl. 19:30 18.sýn Lau 3/3 kl. 19:30 Frums Fös 30/3 kl. 19:30 AUKAS. Lau 28/4 kl. 19:30 19.sýn Fös 9/3 kl. 19:30 2.sýn Lau 31/3 kl. 19:30 AUKAS. Sun 29/4 kl. 19:30 20.sýn Lau 10/3 kl. 19:30 3.sýn Sun 1/4 kl. 19:30 13.sýn Fös 4/5 kl. 19:30 21.sýn Sun 11/3 kl. 19:30 4.sýn Fim 12/4 kl. 19:30 14.sýn Lau 5/5 kl. 19:30 22.sýn Fös 16/3 kl. 19:30 5.sýn Fös 13/4 kl. 19:30 AUKAS. Sun 6/5 kl. 19:30 23.sýn Lau 17/3 kl. 19:30 6.sýn Lau 14/4 kl. 19:30 AUKAS. Fös 11/5 kl. 19:30 24.sýn Sun 18/3 kl. 19:30 7.sýn Sun 15/4 kl. 19:30 15.sýn Lau 12/5 kl. 19:30 25.sýn Fös 23/3 kl. 19:30 8.sýn Fös 20/4 kl. 19:30 AUKAS. Sun 13/5 kl. 19:30 26. sýn Lau 24/3 kl. 19:30 9.sýn Lau 21/4 kl. 19:30 16.sýn Sun 25/3 kl. 19:30 10.sýn Sun 22/4 kl. 19:30 17.sýn Athugið - einungis sýnt í vor! Heimsljós (Stóra sviðið) Lau 25/2 kl. 19:30 16.sýn Fim 8/3 kl. 19:30 18.sýn Fim 15/3 kl. 19:30 síð.sýn Sun 26/2 kl. 19:30 17.sýn Mið 14/3 kl. 15:00 AUKAS. Ein ástsælasta saga Nóbelsskáldsins í nýrri leikgerð. Dagleiðin langa (Kassinn) Fös 24/2 kl. 19:30 Frums. Lau 3/3 kl. 19:30 5.sýn Sun 11/3 kl. 19:30 9.sýn Mið 29/2 kl. 19:30 2.sýn Mið 7/3 kl. 19:30 6.sýn Fös 16/3 kl. 19:30 10.sýn Fim 1/3 kl. 19:30 3.sýn Fös 9/3 kl. 19:30 7.sýn Lau 17/3 kl. 19:30 11.sýn Fös 2/3 kl. 19:30 4.sýn Lau 10/3 kl. 19:30 8.sýn Sun 18/3 kl. 19:30 12.sýn Frumsýnt 24.febrúar Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu (Kúlan) Sun 26/2 kl. 13:30 Sun 4/3 kl. 13:30 Sun 11/3 kl. 15:00 Sun 26/2 kl. 15:00 Sun 4/3 kl. 15:00 Sun 18/3 kl. 13:00 Sun 26/2 kl. 17:00 AUKAS. Sun 11/3 kl. 13:30 Sun 18/3 kl. 15:00 Hjartnæm og fjörmikil sýning Sjöundá (Kúlan) Lau 25/2 kl. 19:30 Fim 8/3 kl. 19:30 Fim 15/3 kl. 19:30 Sun 4/3 kl. 19:30 Mið 14/3 kl. 19:30 Ný leiksýning um morðin á Sjöundá Orð skulu standa (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 23/2 kl. 21:00 Fim 1/3 kl. 21:00 Fim 8/3 kl. 21:00 Útvarpsþátturinn Orð skulu standa öðlast nýtt líf á sviði! Nei Ráðherra – í Hofi í mars. Fanný og Alexander (Stóra sviðið) Fim 23/2 kl. 20:00 aukas Sun 4/3 kl. 20:00 aukas Lau 17/3 kl. 20:00 Fös 24/2 kl. 20:00 10.k Fim 8/3 kl. 20:00 Sun 18/3 kl. 20:00 aukas Lau 25/2 kl. 20:00 aukas Fös 9/3 kl. 20:00 Fös 23/3 kl. 20:00 Fim 1/3 kl. 20:00 11.k Sun 11/3 kl. 20:00 aukas Sun 25/3 kl. 20:00 aukas Fös 2/3 kl. 20:00 12.k Fim 15/3 kl. 20:00 aukas Lau 31/3 kl. 20:00 lokas Hin stórbrotna fjölskyldusaga loks á svið. Sýningum lýkur í mars Galdrakarlinn í Oz (Stóra sviðið) Lau 25/2 kl. 14:00 Sun 4/3 kl. 14:00 Sun 18/3 kl. 14:00 Sun 26/2 kl. 14:00 Sun 11/3 kl. 14:00 Sun 25/3 kl. 14:00 Einn vinsælasti fjölskyldusöngleikur allra tíma NEI, RÁÐHERRA! (Menningarhúsinu Hofi) Lau 3/3 kl. 21:00 Lau 10/3 kl. 22:00 aukas Fös 16/3 kl. 22:00 Lau 10/3 kl. 19:00 Fös 16/3 kl. 19:00 Gríman: Áhorfendasýning ársins 2011. Sýnt í Hofi í mars Eldhaf (Nýja sviðið) Fim 23/2 kl. 20:00 11.k Fim 1/3 kl. 20:00 14.k Sun 11/3 kl. 20:00 Fös 24/2 kl. 20:00 12.k Fös 2/3 kl. 20:00 15.k Fim 15/3 kl. 20:00 Lau 25/2 kl. 20:00 aukas Sun 4/3 kl. 20:00 16.k Sun 18/3 kl. 20:00 Sun 26/2 kl. 20:00 aukas Fim 8/3 kl. 20:00 Mið 29/2 kl. 20:00 13.k Fös 9/3 kl. 20:00 Ath! Snarpur sýningartími. Síðustu sýningar Axlar - Björn (Litla sviðið) Lau 25/2 kl. 20:00 Sun 4/3 kl. 20:00 Fim 15/3 kl. 20:00 Sun 26/2 kl. 20:00 Fim 8/3 kl. 20:00 Fim 22/3 kl. 20:00 Nýtt verk úr smiðju Vesturports. Síðustu sýningar Saga Þjóðar (Litla sviðið) Fim 23/2 kl. 20:00 Lau 3/3 kl. 20:00 Sun 11/3 kl. 20:00 Fös 24/2 kl. 20:00 Fös 9/3 kl. 20:00 Fös 16/3 kl. 20:00 Fös 2/3 kl. 20:00 Lau 10/3 kl. 20:00 Lau 17/3 kl. 20:00 Íslandssagan á hundavaði í tónsjónleik með Hundi í óskilum. Á Stóra sviðinu 11/2 Gói og baunagrasið (Litla sviðið) Lau 25/2 kl. 13:00 5.k Sun 4/3 kl. 13:00 Sun 18/3 kl. 13:00 Lau 25/2 kl. 14:30 aukas Sun 4/3 kl. 14:30 Sun 25/3 kl. 13:00 Sun 26/2 kl. 13:00 Sun 11/3 kl. 13:00 Mið 28/3 kl. 13:00 Sun 26/2 kl. 14:30 Sun 11/3 kl. 14:30 Leikhústöfrar með Góa og Þresti fyrir börn á öllum aldri Mínus 16 (Stóra sviðið) Mið 22/2 kl. 20:00 Lau 3/3 kl. 20:00 Fös 16/3 kl. 20:00 Sun 26/2 kl. 20:00 4.k Lau 10/3 kl. 20:00 Íslenski Dansflokkurinn - Verk eftir rokkstjörnu dansheimsins Ohad Naharin Sinfóníuhljómsveit Íslands Örfá sæti laus Miðasala » www.sinfonia.is » www.harpa.is » 528 5050 Eftirlætis barokk fim. 23.02. Kl. 19.30 Stjórnandi og einleikari: Isabella Longo Einsöngvari: Simone Kermes Arcangelo Corelli: Concerto grosso op. 6 nr. 4 Giuseppe Tartini: „A rivi,a fonti,a fiumi“, úr fiðlukonserti í A-dúr G.F. Händel: Óperuaríur Antonio Vivaldi: Óperuaríur Antonio Vivaldi: Konsert í g-moll fyrir strengi og fylgibassa Tectonics tónlistarhátíð 1.- 3. mars Árleg tónlistarhátíð helguð nýrri tónlist, bæði innlendri og erlendri, í samstarfi við tónlistarmenn úr ýmsum áttum. Listrænn stjórnandi er Ilan Volkov. Kynnið ykkur dagskrána á tectonicsfestival.com eða á sinfonia.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.