Morgunblaðið - 22.02.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.02.2012, Blaðsíða 6
BAKSVIÐ Andri Karl andri@mbl.is Farið var fram á það við aðalmeðferð í gær að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Marcin Tomasz Lech, einn þeirra sem tóku þátt í ráninu í Mich- elsen úrsmiðum 17. október sl., í fimm ára fangelsi. Verjandi Lechs sagði hins vegar að tveggja ára fangelsi væri hæfileg refsing fyrir brot hans. Hefði Lech tekið verkið að sér vegna langvarandi atvinnuleysis og peningaskorts. Hann hefði ekki vitað nákvæmlega hvað stóð til, annað en að hann ætti að flytja úr landi og til Póllands illa feng- inn varning. Lech sagði sögu sína í réttar- salnum í gær. Hún hófst klukkan tíu að föstudagskvöldi 7. október sl. en þá óku fjórir pólskir menn frá heimabæ sínum og í átt að Kaup- mannahöfn. Þangað voru þeir komnir um klukkan sex morguninn eftir. Lech skildi mennina eftir á hóteli en hélt sjálfur áfram ferð sinni, því hann átti miða í Norrænu til Seyð- isfjarðar. Frá Seyðisfirði ók hann til Reykjavíkur. Hinir áttu flugfar til Reykjavíkur síðar á laugardeginum en hópurinn hittist síðan á hóteli í Síðumúla aðfaranótt fimmtudagsins 13. október. Planið breyttist „Þetta átti að vera innbrot, hinir höfðu ákveðið að brjótast inn að nóttu til. Planið breyttist svo hjá þeim. Af einhverri ástæðu gátu þeir ekki brot- ist inn að nóttu til en ákváðu þá frek- ar að fremja rán að degi til,“ sagði Lech. Hann lýsti því að á mánudeginum 17. október hefði hann sótt hina mennina þrjá á hótel þeirra um klukkan níu um morguninn. Hann ók niður í miðbæ og lagði bíl sínum hjá kirkju. Hann gat ekki nefnt kirkjuna en sagði hana stóra og í miðbænum. Lech sagðist hafa skilið mennina þrjá eftir þar en sjálfur farið aftur á hótelið sitt. „Milli hálfellefu og ellefu fékk ég símtal. Ég fór út fyrir hótelið og þeir komu þarna þrír en aðeins einn fer með mér inn á herbergi. Hann bað mig að koma með salernis- pappír og límband og byrja að pakka inn úrunum.“ Úrapakkana földu þeir vandlega í bílnum sem Lech kom á til landsins. Hinir þrír flugu síðan úr landi daginn eftir. Handtekinn en sleppt strax „Daginn eftir, það var þriðjudagur eða miðvikudagur, kom lögreglan til mín. Þeir spurðu mig spurninga, svo vildu þeir fá að leita í bílnum. Þeir fóru með mig niður á höfn og gegn- umlýstu bílinn, en slepptu mér svo lausum. Ég fór aftur á hótelið og hafði samband við strákana. Ég sagði þeim hvað gerðist en þeir sögðu mér að vera rólegur, ef lögreglan ætlaði að handtaka mig hefði hún gert það strax. Ég ætti bara að vera rólegur og bíða. Mig langaði að losa mig við úrin og ég hafði á tilfinningunni að verið væri að fylgjast með mér.“ Eftir þetta fór hann að keyra um bæinn til að athuga hvort verið væri að fylgjast með sér. Hann hafði aftur samband við samverkamenn sína sem sögðu honum enn að vera róleg- ur. „Ég beið í viku, til næsta miðviku- dags, en þá kom sérsveitin og hand- tók mig á hótelinu.“ Laug að fjölskyldunni Lech sagði að sér hefði ekki litist á blikuna þegar áætlunin breyttist úr því að vera innbrot í rán og að hann skammaðist sín. „Ég laug að allri fjölskyldu minni, sagðist vera að fara til Svíþjóðar að leita að vinnu. Kærastan mín vissi þetta aðeins rétt fyrir handtöku. Þetta var ekki það sem ég ætlaði mér að gera.“ Morgunblaðið/Kristinn Leiddur í réttinn Marcin Tomasz Lech kemur í réttarsal Héraðsdóms Reykja- víkur í fylgd lögreglumanna. Krafist er fimm ára fangelsis yfir honum. Skartgriparánið átti fyrst að vera innbrot  Krafist fimm ára fangelsisdóms yfir pólskum karlmanni 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2012 Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði á Al- þingi í gær, að honum og efnahags- og viðskiptaráðuneytinu hefði verið gerð grein fyrir því ferli, sem stjórn Fjármálaeftirlitsins hafði sett mál Gunnars Andersen forstjóra í. Sagði Steingrímur að þetta hefði m.a. verið umræðuefni á fundi hans og Aðalsteins Leifssonar, stjórnar- formanns Fjármálaeftirlitsins, í síð- ustu viku. „En það var eingöngu í upplýsingarskyni til að upplýsa ráðuneytið um það ferli, sem stjórn- in væri með þessi mál í, en ekki til að ráðuneytið hefði af því afskipti,“ sagði Steingrímur. Hann var að svara fyrirspurn frá Gunnari Braga Sveinssyni, þing- manni Framsóknarflokks, sem vildi fá upplýsingar um fund Steingríms og Aðalsteins í ljósi ummæla Stein- gríms í blaðaviðtali um að hann hefði frétt af uppsögn Gunnars Andersen, forstjóra Fjármálaeftir- litsins, í fjölmiðlum 17. febrúar. „Ég sagðist ekki hafa vitað af því að uppsögn hefði farið fram fyrr en ég heyrði um slíkt í fjölmiðlum enda kom á daginn, að það var ekki rétt. Forstjóra Fjármálaeftirlitsins hefur ekki verið sagt upp heldur hefur stjórn (FME) rætt við hann um hugsanleg starfslok,“ sagði Stein- grímur. Hann ítrekaði, að samskipti for- manns og varaformanns FME við ráðuneytið hefðu eingöngu verið að upplýsa um það ferli, sem verið hefði í gangi á vegum stjórnar stofnunarinnar, þar á meðal að afla álitsgerða frá lögmönnum. Á fund- inum hefði komið fram, að á grund- velli þeirra álitsgerða yrði rætt við forstjórann og reynt að leysa úr málinu í samræmi við það sem stjórn FME teldi efni standa til. gummi@mbl.is Upplýstur um ferlið sem mál forstjóra FME var í  Segir ráðuneytið engin afskipti hafa haft af málinu Morgunblaðið/Ómar Var upplýstur Steingrímur J. Sigfús- son, efnahags- og viðskiptaráðherra. Skúli Hansen skulih@mbl.is Bílamenning í Reykjavík var rædd á fundi borgarstjórnarinnar í gær. Á fundinum var tekist á um bílastæða- mál í miðborginni og þá einkum yf- irvofandi hækkun stöðumælagjalda sem nýlega var samþykkt í um- hverfis- og skipu- lagsráði Reykja- víkur. Í ræðu sinni á fundinum mót- mælti Kjartan Magnússon, borg- arfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, harðlega yfirvof- andi hækkun bíla- stæðagjalda sem nemur um 67-88%. „Í fyrsta lagi er þetta alltof mikil hækkun í einu. Þegar það er verið að reyna að fá aðila í þjóðfélaginu, ekki síst opinbera aðila, til að stilla hækk- unum í hóf kemur slík hækkun, upp á hátt í hundrað prósent, náttúrlega eins og skrattinn úr sauðarleggnum,“ segir Kjartan í samtali við blaðamann. Kjartan bendir á að rekstrarumhverfi miðborgarinnar sé viðkvæmt og versl- unum þar hafi fækkað á milli ára. „Við slíkar aðstæður hljóta stjórnmála- menn að líta til þess að grípa ekki til neinna þeirra aðgerða sem aukið gætu á þennan fyrirtækjaflótta úr miðborg- inni,“ segir Kjartan og bætir við að ámælisvert sé að ekkert samráð hafi verið haft við hagsmunaaðila áður en hækkanirnar voru samþykktar í um- hverfis- og samgönguráði. „Borgarráð á eftir að staðfesta hækkunina og ég lagði til að það yrði fallið frá þessum hækkunum, eða mál- inu a.m.k. frestað, og tíminn notaður til þess að efna til víðtæks samráðs rekstraraðila á Laugaveginum,“ segir Kjartan. Útilokar ekki frekari hækkanir Hjálmar Sveinsson, varaborgar- fulltrúi Samfylkingarinnar, flutti erindi á fundinum um stefnu meiri- hlutans varðandi umferðarmál og bíla- menningu í borginni. „Þessi stefna snýst um það að reyna að snúa við þeirri þróun sem er búin að eiga sér stað í nokkra áratugi og hefur gert Reykjavík að ofboðslega mikilli bíla- borg,“ segir Hjálmar. Hann bendir á að þó svo að einkabíllinn sé merkilegt fyrirbæri hafi mikil umferð einkabíla marga ókosti í för með sér, t.d. meng- un, gríðarlegar umferðar- og vega- framkvæmdir og minni hreyfingu hjá fólki. „Ég held að það sem gæti hjálpað þessu svæði – og það er það sem við viljum gjarnan að gerist – er að það eigi sér stað miklu meiri uppbygging við Hlemm, kannski að beina þangað öllum þeim sem vilja byggja hótel hér á næstu árum, þá myndi skapast ann- ar mannlífstónn þarna í kringum Hlemm og það myndi væntanlega geta hjálpað kaupmönnum efst á Lauga- veginum,“ segir Hjálmar og bætir við: „En að mínu mati hefur það ekkert með bílastæði að gera, þvert á móti. Of mörg bílastæði í götuplássunum á Laugaveginum gera Laugaveginn að fráhrindandi götu.“ Aðspurður segir Hjálmar alls ekki útilokað að bíla- stæðagjöld í miðborginni verði hækk- uð enn frekar. Margir ókostir við einkabíla  Tekist á um bíla, stæði og stöðumæla Morgunblaðið/Kristinn Sektir Stefnt er að því að hækka bílastæðagjöld í miðborginni um 67-88%. Kjartan Magnússon Hjálmar Sveinsson FYRIR HEIM ILIÐ! ÓDÝRT – fyrst og fremst ódýr! Meðal þeirra sem komu fyrir dómara við aðalmeðferð vegna úraránsins í Michelsen úrsmiðum voru eigandi og starfsfólk verslunarinnar. Þau lýstu því öll að ránið hefði haft mikið áhrif á þau. Þá óttuðust þau um líf sitt á meðan ráninu stóð. Sigrún Ragnarsdóttir, starfsmaður verslunarinnar, sagði að sér hefði liðið hræðilega meðan á ráninu stóð. Hún hefði heyrt háan hvell. „Ég hugsaði með mér hvort væri búið að skjóta Frank (Michelsen úrsmið) og hvort við værum næst.“ Hún sagði eins og aðrir starfsmenn að tortryggni hefði aukist. „Þegar einhver kemur inn, ég tala nú ekki um þegar það eru ungir menn sem tala ekki íslensku, þá fer maður strax í viðbragðsstöðu. Síðast gerðist það í gær,“ sagði hún. Starfsfólkið óttaðist um líf sitt MIKIÐ ÖRYGGISLEYSI Í KJÖLFAR ÚRARÁNSINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.