Morgunblaðið - 22.02.2012, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.02.2012, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2012 Landsbankinn landsbankinn.is 410 4040 Sjóðurinn fjárfestir í dreifðu safni skuldabréfa, hlutabréfa og hlut- deildarskírteina. Grunnfjárfesting sjóðsins er í verðbréfum með ábyrgð ríkisins. Þannig verður áhættan meiri en í hreinum ríkis- skuldabréfasjóðum og vænt ávöxtun til lengri tíma hærri. Reglubundinn sparnaður Með reglubundnum sparnaði í sjóðum getur þú byggt upp eignasafn með áskrift frá 5.000 kr. á mánuði. Enginn munur er á kaup- og sölugengi í áskrift. Sparnað í sjóðum má alltaf innleysa. Eignabréf – Eignasamsetning 01.01.2012 Eignasamsetning ræðst af fjárfestingarstefnu og markaðsaðstæðum hverju sinni. Fjárfestingarstefnu má finna í útboðslýsingu á landsbankinn.is. Fyrirvari: Eignabréf er fjárfestingarsjóður samkvæmt lögum nr. 128/2011 og lýtur eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Landsvaki hf. er rekstrarfélag sjóðsins og Landsbankinn hf. vörslufélag hans. Áhætta fylgir ávallt fjárfestingu í sjóðum þar sem gengi þeirra getur bæði hækkað og lækkað. Ávöxtun í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarávöxtun. Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna í útboðslýsingu eða útdrætti úr henni á landsvaki.is eða landsbankinn.is. Fjárfestum er bent á að kynna sér útboðslýsinguna áður en fjárfest er í sjóðnum, en þar er meðal annars ítarleg umfjöllun um fjárfestingarstefnu sjóðsins og áhættu sem felst í fjárfestingu í honum. Eignabréf er nýr blandaður fjárfestingarsjóður sem hentar vel fyrir reglubundinn sparnað. Sjóðurinn hentar vel í langtímasparnað fyrir einstaklinga sem vilja ávaxta hluta af sparnaði sínum í öðrum verðbréfum en ríkisskuldabréfum. Komdu við í næsta útibúi, hringdu í 410 4040 eða sendu okkur póst á fjarmalaradgjof@landsbankinn.is. Nýr kostur í sparnaði Skuldabréf, víxlar og aðrar kröfur með ríkisábyrgð 83% Hlutabréf9% Reiðufé7% Innlán hjá fjármála- fyrirtækjum 1% Nýtt átaksverkefni til atvinnu- sköpunar sem miðar að því að fjölga störfum og fækka atvinnu- lausum hófst í gær. Um er að ræða sameiginlegt verkefni sam- taka atvinnurekenda, sveitarfé- laga, stéttarfélaga og ríkisins und- ir yfirskriftinni Vinnandi vegur. Með því er atvinnurekendum gert auðveldara að ráða nýtt starfsfólk og er átakinu sérstaklega beint að þeim sem hafa verið lengi án at- vinnu. Með þátttöku í verkefninu eiga atvinnurekendur kost á styrk með ráðningu nýrra starfsmanna úr hópi atvinnuleitenda samkvæmt upplýsingum Samtaka atvinnulífs- ins. Þannig er t.d. styrkur fyrir 100% vinnu 167.176 krónur auk 8% framlags í lífeyrissjóð. Mark- mið er að skapa allt að 1.500 ný störf. Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg munu beita sér fyrir því að sveitarfélögin skapi a.m.k. helming starfa innan verkefnisins, alls 750 störf. Fyr- irtæki á almennum vinnumarkaði munu skapa hinn helminginn fyrir milligöngu Samtaka atvinnulífsins. Átaksverkefni sett í gang sem hefur að markmiði að skapa 1.500 ný störf Morgunblaðið/Árni Sæberg Störf Boðið verður upp á almennar ráðn- ingar, starfsþjálfun og reynsluráðningar. Mennta- og menningarmálaráðherra hefur að fenginni tilnefningu háskólaráðs Hólaskóla – Háskólans á Hólum skipað Erlu Björk Örnólfs- dóttur í embætti rektors skólans til fimm ára frá 1. apríl nk. að telja. Hún tekur við starfinu af Skúla Skúlasyni. Erla Björk lauk meistaraprófi í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1994 og doktorsprófi í sjávarlíffræði frá Texas A&M University árið 2002. Frá árinu 2006 hefur hún verið forstöðu- maður VARAR – sjávarrannsóknarseturs við Breiðafjörð. Skipuð rektor háskólans á Hólum Erla Björk Örnólfsdóttir Icelandair og Reykjavíkurborg hafa undirritað samning til þriggja ára við Samtök iðnaðarins (SI) um rekstur Food & Fun-hátíðarinnar, sem byrjar hinn 29. febrúar og er nú haldin í 11 skiptið. Þá hafa SI og viðburðafyrirtækið Main Course ehf. undirritað samning um að þeir síðarnefndu hafi umsjón með verk- legum hluta hátíðarinnar ásamt verkefnastjóra. Í tilkynningu segir að með samn- ingnum sé lagður traustur grunnur að því að þróa og efla matarhátíð- ina. Hátíðin í ár verður sú umfangs- mesta til þessa en 16 veitingahús taka á móti erlendum mat- reiðslumeisturum og fjöldi er- lendra blaðamanna hefur aldrei verið meiri. Morgunblaðið/Árni Sæberg Samkomulag Orri Hauksson og Einar Örn Benediktsson, fulltrúar SI og borgarinnar. Samkomulag um rekstur Food & Fun til næstu þriggja ára Reykvískir kennarar ætla að fjölmenna á ráðstefnu í dag þar sem leitað verður svara við því hvert grunnskólinn stefni og hvernig hann standi sig í samanburði við önnur lönd. Vel á sjöunda hundrað kennara er skráð til leiks. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Athyglinni verður beint að grunnskólanum í dag, ein- kennum hans og þróun í alþjóðlegu samhengi. Farið verður í stöðu og starfshætti grunnskólans, þarfir fram- tíðarsamfélagsins fyrir nýsköpun og fjölbreytta þekk- ingu, nýjar leiðir til kennslu og námsmats og mótun menntastefnu. Innlendir og erlendir fræðimenn gera grein fyrir því sem best er gert á þessu sviði og er vel á sjöunda hundrað kennara skráð til leiks. Á sjöunda hundrað kennara á ráðstefnu Ráðstefna Ræða þróun grunnskóla. Ráðgjafarþjónusta Krabbameins- félags Íslands heldur á morgun, frá kl. 16.30-18 í Skógarhlíð 8, örráð- stefnuna: Eru lögbundin réttindi krabbameinssjúklinga virt? Guðríður Þorsteinsdóttir, skrif- stofustjóri velferðarráðuneytinu, mun fjalla um framkvæmd laga um réttindi sjúklinga. Vilhelmína Har- aldsdóttir, framkvæmdastjóri lyf- lækningasviðs Landspítalans, fjallar um hvort heilbrigðisþjón- ustan getur staðið sig betur og tveir einstaklingar deila reynslu sinni af samskiptum við heilbrigð- iskerfið. Réttindi sjúklinga Alþingismenn og ráðherrar lesa úr úr Passíusálmunum í Grafarvogs- kirkju alla virka daga föstunnar. Hver lestur hefst kl. 18 í tengslum við helgistund í kirkjunni. Þessar stundir hafa verið nefndar „Á leið- inni heim“ og eru hugsaðar þannig að fólk geti komið við í kirkjunni að loknum vinnudegi. Svandís Svavarsdóttir umhverf- isráðherra byrjar í dag, á öskudag, kl. 18 og les fyrsta sálminn en í dag hefst fastan. Lesa Passíusálmana STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.