Morgunblaðið - 22.02.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.02.2012, Blaðsíða 26
✝ HrafnhildurErla Sigurð- ardóttir fæddist á Landspítalanum í Reykjavík 26. október 1942. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Grund 30. janúar 2012. Foreldrar Erlu eru Bergljót Har- aldsdóttir, f. 6. desember 1922, og Sigurd Evje Markússon, f. 6. ágúst 1918, d. 9. maí 1991. Erla var elst af sjö systkina hópi. Erla ólst upp í Svartagili í Þing- vallasveit en flutt- ist síðar til Reykja- víkur. Erla var kvödd frá Þingvallakirkju 8. febrúar 2012. Nú hefur elskuleg mágkona mín Erla Sigurðardóttir kvatt þessa jarðvist. Ég kynntist Erlu fyrir rúm- um 30 árum þegar ég og bróð- ir hennar Jón Friðrik, eða Nonni eins og hún kallaði hann alltaf, vorum að draga okkur saman. Með okkur Erlu tókst strax mikil og góð vinátta og vorum við ávallt í góðu sambandi, bæði í síma og eins heimsótti ég hana eins oft og ég gat. Erlu tókst því miður aldrei að heimsækja okkur eftir að við fluttum austur en hún átti við veikindi að stríða árum saman. Það var alltaf gaman að koma til Erlu, við gátum alltaf fund- ið eitthvað til að hlæja að og gestrisin var hún mjög og fékk ég, sælgætisgrísinn, alltaf margar tegundir af súkkulaði með kaffinu. Erla var einstaklega falleg, hlý og góð kona með hjarta úr gulli og vildi allt fyrir alla gera og gefa allt sem hún átti. Með þessum orðum kveð ég þig elsku Erla mín. Ég sendi fjölskyldu Erlu svo og öllum ástvinum hennar innilegar samúðarkveðjur. Kolbrún Kristjánsdóttir. Erla Sigurðardóttir 26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2012 ✝ GuðmundurMagnússon fæddist á Hellis- sandi 22. október 1926. Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík 14. febr- úar 2012. Foreldrar hans voru hjónin Magnús Jónsson formaður, f. 17.9. 1889, d. 15.9. 1962, og Sólborg Sæmundsdóttir húsmóðir, f. 23.9. 1890, d. 20.5. 1969. Systkini Guð- mundar eru Sæmundur Halldór, f. 13.8. 1916, d. 4.3. 2009, Jón, f. 12.11. 1917, d. 22.6. 1936, Guð- mundur Hilmar, f. 23.12. 1919, d. 24.6. 1924, Katrín, f. 4.1. 1923, El- ínborg, f. 20.4. 1930, d. 29.9. 2009. Hinn 26. desember 1953 giftist Guðmundur Þorbjörgu Gísladótt- ur, húsmóður, f. 14.2. 1930. For- eldrar hennar voru Gísli Þ. Hall- dórsson, f. 19.12. 1898, d. 7.10. 1990, og Elín S. Jónsdóttir, f. 4.9. 1906, d. 16.9. 1998. Dóttir Guð- mundar og Henríettu Fríðu Guð- bjartsdóttur, f. 13.12. 1928, d. 28.2. 2008, var Eyrún Jóna, f. 11.12. 1953, d. 7.5. 2000. Sonur hennar er Ingvar Jón Hlynsson, f. 1983. db) Elín Klara, f. 24.7. 1992. dc) Hjálmar Gauti, f. 27.1. 1994, núverandi sambýliskona Hanna Antonsdóttir, f. 28.10. 1972. Barnabarnabörnin eru fjögur. Guðmundur fæddist í Gimli á Hellissandi. Faðir hans reisti fjöl- skyldunni myndarlegt hús sem þau fluttu í þegar hann var nokk- urra ára gamall. Húsinu var gef- ið nafnið Ásgarður og átti það alla tíð stóran stað í hjarta hans. Guðmundur ólst upp á Hellis- sandi og Gufuskálum. Hann hóf snemma sjómennsku og tók þátt í nokkrum síldarvertíðum. Þegar þrítugsaldri var náð lá leiðin til Reykjavíkur og þaðan stundaði hann fyrst um sinn vinnu við vegagerð uns hann ákvað að söðla um og hefja nám í trésmíði hjá Pétri Jóhannessyni mági sín- um. Hjá byggingarfyrirtæki Pét- urs, Byggi sf., starfaði hann lung- ann úr sinni starfsævi, m.a. vann hann við að reisa Lögreglustöð- ina í Reykjavík og fleiri stór- byggingar í höfuðstaðnum. Á sama tíma og Guðmundur vann fulla vinnu og hafði fyrir stórri fjölskyldu að sjá, lauk hann meistaranámi í trésmíði með miklum glæsibrag. Þá var hann kominn yfir fertugt. Undir lok starfsævinnar vann hann einnig hjá Hagvirki og Reykjavík- urborg. Útför Guðmundar fer fram frá Árbæjarkirkju í dag, 22. febrúar 2012, og hefst athöfnin kl. 13. 15.8. 1978. Börn Guðmundar og Þor- bjargar eru a) Gísli, f. 14.2. 1954, maki, Margrét Geirs- dóttir, f. 15.2. 1954. Börn þeirra eru aa) Þorbjörg, f. 1.1. 1979, sambýlis- maður Tryggvi Baldursson, f. 4.3. 1980, ab) Ása Val- dís, f. 24.8. 1980, ac) Hjörleifur, f. 3.11. 1984, sam- býliskona María Þ. Þorgeirs- dóttir, f. 15.10. 1985, ad) Mar- grét, f. 24.2. 1990. b) Magnús, f. 5.12. 1957, maki Þórunn Sveins- dóttir, f. 7.10. 1955 börn þeirra ba) Hildigunnur, f. 18.3. 1985, maki Gunnar I. Arnarson, f. 13.12. 1981, bb) Sunna, f. 17.7. 1986, bc) Guðmundur, f. 12.10. 1989. c) Elín S., f. 30.6. 1959, maki Freygarður Þorsteinsson, f. 5.3. 1963. ca) Þorsteinn, f. 10.3. 1999, cb) Halldóra, f. 5.7. 2000, cc) Sólrún Elín, f. 5.7. 2000. d) Jón Halldór, f. 21.1. 1962 var giftur Erlu Arnardóttur, f. 27.1. 1964, þau skildu, börn þeirra da) Halla Karen, f. 22.5. 1983, sambýlis- maður Andri Óttarsson, f. 25.2. Þá er komið að kveðjustund eft- ir tæplega þrjátíu ára kynni. Mér er mjög minnisstætt þegar ég fyrst hitti Guðmund tengdaföður minn á tröppunum í Víkurbakk- anum, þar sem Guðmundur og Þorbjörg tengdamamma bjuggu lengst af. Ég hafði bara ætlað að bíða fyrir utan meðan kærastinn, Maggi næstelsti sonur þeirra, vippaði sér inn til að sækja sund- dót. En viti menn, allt í einu voru þau hjónin komin út á tröppur, trúlega svolítið forvitin að kíkja á gripinn. Þarna varð upphafið að lífslöngum kynnum og þá strax fann maður hið hlýlega viðmót sem ætíð hefur fylgt Guðmundi. Eftir þetta urðu heimsóknirnar í Víkurbakkann fastur liður í til- verunni og alltaf var tekið vel á móti manni. Árin liðu, Hildigunn- ur og Sunna fæddust, og við fjöl- skyldan fluttum til Svíþjóðar. Þá allt í einu komin langt frá ömmu og afa. En Guðmundur og Þor- björg kunnu ráð við því og komu þónokkrar ferðir til okkar sem var ómetanlegt bæði fyrir okkur og stelpurnar litlu; að hitta afa og ömmu, sem áttu heima langt í burtu á Íslandi. Við fjölskyldan fórum á þessum árum með þeim í tvær frábærar sumarferðir, bæði í Svíþjóð og um Þýskaland. Oft er sagt að maður kynnist fólki aldrei betur en á ferðalögum, þar sem fólk er saman bæði daga og nætur og reynt getur á samveruna. En alltaf gekk allt eins og smurt þó að aldursmunur ferðalanganna væri töluverður og þarfirnar ólíkar. Guðmundur afi hæglátur og bros- andi, mildur við barnabörnin og fylgdist vel með þeim. Þó að Guðmundur stundaði ekki sjálfur íþróttir hafði hann ómældan áhuga á að fylgjast með íþróttum, ekki síst boltanum. Fylgdist hann vel með barnabörn- unum á því sviði. Minnisstæð er ævintýraleg ferð með afa og ömmu til Vestmannaeyja til að hvetja Guðmund son okkar, þá tíu ára, í fótbolta. Þau enn og aftur tilbúin að vera í tjaldi, ung í anda og frísk, og nutu þess að vera úti í guðsgrænni náttúrunni með okk- ur í Herjólfsdal. Alveg þangað til hin ógnarsterku öfl náttúrunnar tóku völdin og rifu upp tjöldin í ofsaroki og rigningu. Það spillti ekki gleðinni, það lægði að nýju, pésarnir stóðu sig vel í boltanum og það var fyrir öllu. Guðmundur var mikill hag- leiksmaður og listasmiður. Þegar við Maggi festum kaup á hálf- byggðu húsi til að hýsa fjölskyld- una bauðst Guðmundur tengda- pabbi til að smíða stigann á milli hæða. Hann var þá hættur að vinna sem smiður en átti allt sem til þurfti og smíðaði þennan fína stiga í bílskúrnum í Víkurbakkan- um. Guðmundur hafði ákveðnar skoðanir á ýmsu þó að hann væri ekki alltaf að flíka þeim. En þegar kom að uppsetningu stigans var alveg klárt að hann þurfti að fest- ast á eitthvert haldgott efni. Spónaplata skyldi það heita, því hann hafði enga trú á þessu nýja efni, gipsi, sem menn voru þá farn- ir að tala um. Og auðvitað réði Guðmundur ferðinni. Þykir manni nú enn vænna um stigann en áður – að Guðmundi gegnum. Með þessum orðum kveð ég elskulegan tengdaföður minn. Elsku Þorbjörg, Gísli, Maggi, Ella, Jón og fjölskyldan öll – megi minningin um góðan mann ylja hjörtum okkar og styrkja nú þeg- ar sorgin knýr dyra. Þórunn Sveinsdóttir. Er Gummi frá Ásgarði kominn, hafið þið séð hann, er það hann sem situr þarna á fimmta bekk! Stelpurnar sem sátu fyrir aftan mig pískruðu spenntar, en að- stæður voru spaugilegar, staður- inn kirkja, tilefnið jarðarför og stelpurnar á bekknum fyrir aftan mig voru á áttræðisaldri. Hann Guðmundur frá Ásgarði var tengdafaðir minn og samferða í líf- inu í rúmlega þrjátíu ár. Hann var að sjálfsögðu löngu kominn inn í kirkjuna og sestur. Það gerði hann á sinn rólega og fumlausa hátt, léttstígur, fjaðurmagnaður og glæsilegur. Yfir honum var ein- hver heiðríkja og bjartur svipur, sumir eru einfaldlega fæddir þannig. Stríðnishrukkurnar í augnkrókunum alltaf á sínum stað, enda hafði hann næmt auga fyrir litlu hlutunum í fari sam- ferðamanna sem og afkomenda. Mig grunar að á bak við brosleitan svipinn hafi hann oft verið að hlæja með sjálfum sér að ein- hverju skondnu atviki eða kannski bara hégóma í fari okkar hinna. Guðmundur var ekki maður margra orða, en handartakið var þétt eins og faðmlagið þegar hann heilsaði og kvaddi. Hann var gæfumaður, umvafinn börnum, tengdabörnum og barnabörnum og við hlið hans alla tíð var tengda- mamma, kjölfestan í lífi hans. Hún kom með hugmyndir og tillögur, skipulagði og saman fram- kvæmdu þau. Flestallt sem hún stakk upp á féll í góðan jarðveg: „Þetta líst mér vel á, Þorbjörg,“ sagði hann gjarnan, sérstaklega ef um var að ræða hugmyndir að matseld sem fólu í sér mikið kjöt. Hann var stoltur af sínu fólki og þó að hann hefði ekki mörg orð um það þá fylgdist hann með hverju einasta af afkomendunum, gladd- ist með þegar vel gekk og hafði áhyggjur ef honum fannst eitt- hvað mega betur fara. Síðastliðið sumar fór stórfjöl- skyldan með honum á Snæfells- nesið. Hann fór um æskustöðv- arnar íklæddur léttum sumarjakka og blankskóm, með derhúfu á höfði á meðan við þurft- um öll gönguskó og hlýjan útivist- arfatnað til að halda á okkur hita. Hann lét ekki segja sér fyrir verk- um, og alls ekki hvernig hann ætti að klæða sig. Á Snæfellsnesinu þekkti hann hverja þúfu og hvern stein, en eins og var hans eðli var hann ekkert að flíka því fyrr en við fórum fram á það að hann væri leiðsögumaður. Ferðin var dásam- leg, en kannski vorum við öll með- vituð um að þetta væri sú síðasta með honum á þessar slóðir. Mynd- irnar sem við tókum í þessari ferð eru lýsandi því hann stendur alltaf aðeins til hliðar við fjölskylduna og horfir brosleitur og stoltur á hópinn sinn. „Guðmundur, farðu nær, þú ert ekki inni á myndinni,“ var viðkvæðið. Í lok ferðarinnar tyllti hann sér á trúlofunartröpp- urnar svokölluðu, en undir því nafni ganga tröppurnar á bernskuheimili hans Ásgarði, þar sem hann og tengdamamma settu upp hringana fyrir sextíu árum. Sú mynd sem ég mun geyma í huga mér af honum er úr einni af mörgum sumarbústaðaferðum fjölskyldunnar. Hann er brosandi á pallinum, umvafinn sínum nán- ustu eftir gott grill og mikinn söng sem byrjaði á blaðsíðu 1 í söng- bókinni og leiddur var táknrænt af konunni í lífi hans. Ég kveð Guð- mund tengdaföður minn með þakklæti og söknuði. Margrét Geirsdóttir. Í dag er jarðsunginn afi okkar á Víkó. Okkur langar að minnast hans með nokkrum orðum. Afi okkar var maður sem aldrei kvartaði, jafnvel undir lokin fannst honum alveg óþarfi að allir væru að stjana svona við hann, hann hafði það bara fínt. Hann vissi alltaf hvað hann vildi hvort sem átt var við bjúgu eða boltann. Hann var af þeirri kynslóð sem bjargar sér alltaf. Það er ekki hver sem er sem getur pantað mat og drykk í útlöndum án þess að tala annað tungumál en ís- lensku og fá samt alltaf það sem beðið var um. Öll verk sem hann hóf voru kláruð af krafti og atorkusemi hvort sem var í vinnu, matar- eða kaffiboðum. Hvert boð hafði upp- haf og endi. Þegar búið var að ljúka úr kaffibollanum og eftir- rétturinn búinn af diskinum var boðinu lokið og ekki eftir neinu að bíða. Í skóna fór hann og út í bíl og þeir sem voru honum samferða þurftu að hafa sig alla við að fylgja honum eftir. Tímarnir breytast en afi var mjög vandfýsinn á hvaða nýjung- ar hann vildi tileinka sér. Pitsu- staðir voru ein af þeim nýjungum sem honum líkaði vel við og bauð stoltur upp á kvöldverðinn pöntuð pitsa, soðnar kartöflur og stjörnu- salat. Sjónvarpsherbergið var hans staður í seinni tíð og þar var bolt- inn oftar en ekki á skjánum. Það var ósjaldan sem menn settust þar við hliðina á honum og fengu að vita að þeir bláu væru búnir að skora meira en þeir rauðu. Eins og sönnum Íslendingi sæmir þá hélt hann ekki með neinu ákveðnu liði í enska boltanum heldur Eiði Smára og öðrum íslenskum leik- mönnum. Almennt var hann afi ekki maður margra orða en hann átti þó sína spretti, sér í lagi þegar hans æskuslóðir, Snæfellsnesið, voru umræðuefnið. Við krakkarn- ir höfum farið í tvær pílagríms- ferðir á Snæfellsnesið með afa og í þeim ferðum lýsti hann fyrir okk- ur æsku og uppvaxtarárum sínum á ævintýralegan hátt. Sögurnar voru ýmist af háskalegum sjóferð- um þar sem forfeður okkar létust fyrir aldur fram eða um hvernig þurrka skyldi blóðberg og búa til te úr því. Gaman er að geta tengt þennan fallega stað við afa. Það verður skrýtin tilfinning að koma á Sóleyjarrimann og hitta ekki afa þar og við munum sakna hans. Minningarnar um sterkan, hlýjan, ákveðinn og fjallmyndar- legan mann fylgja okkur áfram. Þorbjörg, Ása Valdís, Hjörleifur og Margrét. Guðmundur Magnússon Fagnandi um fjallasali fórstu löngum sextíu æviár í göngum. (HJ) Þessar ljóðlínur koma upp í hugann við andlát Borgars í Goð- dölum. Með honum er genginn einn af svipmestu bændastólpum Skagafjarðar, skapsterkur dugn- aðarforkur, bóndi af lífi og sál, maður athafna og framkvæmda. Hann var glaðvær og gestrisinn, félagslyndur og fylgdist vel með mönnum og málefnum fjær og nær og hafði fastmótaðar skoðanir sem hann hélt oft fram af nokkru kappi. Við eldhúsborðið í Goðdöl- um áttu sveitungar hans og gestir margar góðar stundir þar sem mál voru krufin til mergjar. Í Goðdöl- um eru jafnan langar smalaleiðir og þarf oft að leggja að baki tugi Borgar Símonarson ✝ Borgar Sím-onarson fædd- ist 12. janúar 1930 í Teigakoti í Skaga- firði. Hann lést 31. janúar 2012 á Heil- brigðisstofnuninni Sauðárkróki. Útför Borgars fór fram frá Goð- dalakirkju 10. febr- úar 2012. kílómetra til að ljúka dagsverki. Borgar átti létt með að til- einka sér nýjungar og á haustdögum mátti líta á bæjar- hlaði ekki aðeins hrausta smalahesta og ýmis hjólatæki, heldur stóð oft flug- vél í túnfæti sem nýttist til fjárleita. Lengi verður minn- isstæð ferðin að Skiptabakka er við fórum nokkrir félagar einn síð- sumardag árið 1975, erindið var að koma upp gistiskála fyrir gangna- menn. Dugnaður hans og lifandi áhugi áttu drjúgan þátt í hve vel gekk en leiðin lá að mestu um hans heimaland þar sem hann þekkti hvern stein og laut. Margar ferðir fórum við saman í göngur og eftirleitir þar sem atorka hans, hjálpsemi og fyrirhyggja léttu störfin. En allar ferðir taka enda, þótt hann væri lengst af við góða heilsu urðu fæturnir honum til ama undir það síðasta, langar smalaferðir líklega tekið sinn toll. Ég kveð vin og sveitunga með söknuði og sendi fjölskyldu og að- standendum samúðarkveðjur. Minning hans mun lengi lifa í döl- um Skagafjarðar. Sigurður Sigurðsson. ✝ Þökkum innilega hlýhug, samúð og vináttu við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, JAKOBS ÓLAFSSONAR, Foldahrauni 37h, Vestmannaeyjum. Elsa Pálsdóttir, Ólafur Jakobsson, Lovísa Inga Ágústsdóttir, Elsa Rún og Birkir Freyr. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför elskulegrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, PÁLÍNU GUÐJÓNSDÓTTUR, Berjanesi, Vestur-Landeyjum, sem lést á heimili sínu laugardaginn 28. janúar. Erna Árfells, Jón Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær sonur, faðir, tengdafaðir og afi, HALLDÓR FANNAR tannlæknir, Háteigsvegi 20, Reykjavík, varð bráðkvaddur á heimili sínu miðviku- daginn 15. febrúar. Útför fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 24. febrúar kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á gjörgæslu- eða Grensásdeild Landspítala. Hanna Aðalsteinsdóttir, Soffía D. Halldórsdóttir, Daði Friðriksson, Halla D. Halldórsdóttir, Bjarni Adolfsson, Halldór Fannar Halldórsson, Róbert Fannar Halldórsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.