Morgunblaðið - 22.02.2012, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.02.2012, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2012 AF TÖLVULEIKJUM Friðjón Fannar Hermannsson fridjon@mbl.is Ultimate fighting cham-pionship„UFC“, er stærstafyrirtækið í heiminum sem skipuleggur og stendur fyrir keppn- um í blönduðum bardagaíþróttum eða mixed martials arts „MMA“. Þessir bardagar fara fram á átt- hyrndum leikvelli og eru oftast nær þrjár lotur í hverjum bardaga en hver lota varir í fimm mínútur. Svip- að og í boxi þá eru það dómarar sem úrskurða sigurvegara samkvæmt stigakerfi ef sigur fæst ekki með rot- höggi, tæknilegu rothöggi eða upp- gjöf annars hvors keppandans. Regl- urnar eru frjálslegri og ruddalegri en í boxi og má m.a. sparka, kýla, slá, fleygja mönnum til til að vinna knýja fram sigur. Það má hins vegar ekki bíta, skalla, rífa í hár, sparka í klof eða aftan í höfuð! Þessi nýútkomni tölvuleikur fyrir PS3 er sá þriðji í röðinni frá UFC og hafa framleiðendur hans lagt í miklar endurbætur frá fyrri leikjum.    Fyrri leikirnir voru víst fullerf-iðir viðureignar að því leyti að stjórn á leikmanninum var stirð og of flóknar skipanir þurfti til þess að ná fram árangursríkum bardaga- brögðum. Mér finnst viðleitni þeirra að einfalda leikinn hafa tekist ágæt- lega til. Grafík er ansi flott og eru bardagarnir flottir og raunveruleg- ir. Boðið er upp á góða æfinga- kennslu til að kenna helstu brögðin og undirbúa spilarann fyrir kom- andi átök. Þú getur valið um 150 leikmenn í átta mismunandi þyngdarflokkum Að berjast eða ráðast á? eða valið að byggja upp þinn eigin leikmann. Spilarar geta valið eigin bardagaaðferð sem hentar hverjum og einum og hafið æfingar. Kickbox- ing, Brazilian jiu-jitsu, karate, Muay Thai, wrestling eða judó er meðal þeirra bardagaaðferða sem þú getur valið um. Það sem gerir þennan leik eigu- legan og endingargóðan er sú stað- reynd að það eru svo margar út- færslur á því hvernig hægt er að spila hann. Í grunninn má segja að um sé að ræða tvær leiðir, annars vegar hefðbundinn UFC-bardaga og svo „Pride“-aðferðina þar sem svo gott sem allt er leyft. Sá bardagi fer fram í venjulegum ferhyrndum boxhring og telur þrjár lotur. Fyrsta lotan er 10 mínútur og næstu tvær 5 mín- útur. Þar reynir mikið á úthald og skipulag bardagans.    Ultimate Fight mode: Þar get-ur spilari endurspilað marga af eftirminnilegustu bardögum UFC, valið hvorn bardagamanninn sem er og reynt að sigra eða verja titla. Þegar leikmaður hefur unnið alla bardagana hlýtur hann verðlaun sem eru myndbandsupptökur frá al- vöru bardögunum, nokkuð nett!    Netspilunin er góð og þar reyn-ir virkilega á getu hvers og eins leikmanns. Fyrst þegar ég spilaði leikinn valdi ég að spila á léttasta stigi eða level og fór beint í Title Race. Þar vann ég alla átta bardag- ana mína nær eingöngu með því að spila eins og boxari og varð meistari. Í framhaldi af þessari góðu byrjun fór ég og spilaði leikinn á netinu. Í stuttu máli, þá var ég laminn sundur og saman, rotaður og tekinn út í fyrstu lotu. Helsti galli þessa leiks er sú langa bið meðan leikurinn er að hlaða sig inn fyrir bardaga og drepur það svolítið stemninguna. En þegar í bardagann sjálfan er komið er upplif- unin svolítið á pari við það að vera að horfa á beina útsendingu frá alvörub- ardaga. Grafíkin og framsetningin er flott, þegar þungu höggin eða spörk- in hitta andstæðinginn lækkar tón- listin, stýripinninn nötrar og þú upp- lifir bardagann ansi vel. Þetta hljómar allt svo gróft og blóðugt, en það er einmitt svolítið kjarninn í UFC. UFC Undisputed 3 er massa- flottur slagsmálaleikur þar sem mörg fornfræg bardagaform mætast í hringnum. Ofbeldið er mikið og vakin er athygli á því að leikurinn er ekki ætlaður 13 ára og yngri. »Helsti galli þessaleiks er sú langa bið meðan leikurinn er að hlaða sig inn fyrir bar- daga og drepur það svo- lítið stemninguna. Tölvuleikur Grafíkin hefur tekið völdin í flestum tölvuleikjum og þykir orðin ansi raunveruleg og nákvæm. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Læknirinn syngjandi, Helgi Júlíus Óskarsson, hefur gefið út þrjár plöt- ur á undanförnum tveimur árum en að hans sögn hefur tónlistin alltaf verið honum kær. „Áhugi minn á tónlist byrjaði snemma og sem ung- lingur var ég töluvert í tónlistinni. Ég fór síðan í læknisfræði og eftir að ég fór út í framhalds- nám gafst lítill tími fyrir tónlist- ina nema bara rétt á kvöldin til að slaka á eftir vinnu,“ segir Helgi sem ílengd- ist úti í tuttugu og fimm ár. „Eftir að ég kom heim og mér hefur gefist meiri tími til að sinna tón- listinni hef ég minnk- að við mig læknastörfin og gefið tónlistinni enn meiri tíma.“ Helgi fór að taka upp lagahugmyndir sínar og kom þeim á endanum til KK sem hvatti hann til þess að gefa út tónlistina og kom honum í samband við trúbadorinn Svavar Knút. „Svavar tók að sér verkefnið og hjálpaði mér með út- setningu og hljóðfæraleik. Frá þeim tíma hef ég gefið út þrjár plötur en sú fyrsta kom út 2010 og heitir Sun for a Lifetime og síðan gaf ég út plötuna Haustlauf í nóvember og í janúar gaf ég út plötuna Kominn heim.“ Þjóðlagapoppið, reggí og blús Fyrstu tvær plötur Helga eru í ró- legri kantinum og lýsir hann þeim sjálfur sem þjóðlagapoppi af rólegri endanum. Nýjasta plata hans Komin heim er þó af öðrum toga en þar er að finna reggítónlist sem Helgi held- ur mikið upp á. „Margir hafa komið að máli við mig og sagt mér að fyrstu tvær plöturnar minni á tónlist James Taylor og Paul Simon. Nýja platan er svo í allt öðrum stíl eða reggí og næsta plata sem ég vinn að verður blúsplata.“ Margir tónlist- armenn eru farnir að gefa út plötur sínar á vínil ásamt því að selja tónlistina á netinu en Helgi segist ekki hafa nein áform um vínilútgáfu. „Það kostar sitt að brenna tónlistina á geisladiska og ég get ímyndað mér að vínillinn sé töluvert dýrari. Það er líka erfitt að selja tónlist í dag því ungt fólk hleður hana af netinu svo ég sé bara til með framhaldið og ví- nilinn.“ Aðspurður um tónleikahald segist Helgi vera að vinna í því að halda tvöfalda útgáfutónleika í vor og geta þá aðdáendur tónlistar hans fengið að heyra bæði blúslög eftir hann og reggítónlist en Helgi segist vilja hafa í bland tónlist af nýjustu plöt- unni og þeirri sem hann er að vinna að í dag. Morgunblaðið/Golli Helgi Júlíus Hjartalæknir og tónlistarmaður sinnir hjörtum annarra þegar hann mætir í vinnuna en í frítímanum sínum hjartans málum, tónlistinni. Fagrir tónar frá Helga Júlíusi SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5% THIS MEANS WAR KL. 5.45 - 8 - 10.15 14 THIS MEANS WAR LÚXUS KL. 5.45 - 8 - 10.15 14 STAR WARS EPISODE 1 3D ÓTEXTUÐ KL. 5 10 SAFE HOUSE KL. 5.30 - 8 - 10.30 16 SKRÍMSLI Í PARÍS 3D KL. 3.30 L CHRONICLE KL. 6 - 8 - 10 12 CONTRABAND KL. 8 - 10.30 16 ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 KL. 3.40 L TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! FRÉTTABLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS THIS MEANS WAR KL. 8 - 10 14 SAFE HOUSE KL. 10 16 STAR WARS EPISODE 1 3D ÓTEXTUÐ KL. 5.40 10 SÁ SEM KALLAR KL. 6 L FRÁBÆR GRÍNHASARMYND SEM ENGIN MÁ MISSA AF! FT/SVARTHÖFÐI.IS N.R.P., BÍÓFILMAN.IS A.E.T, MORGUNBLAÐIÐ H.V.A. FRÉTTABLAÐIÐ THIS MEANS WAR KL. 5.45 - 8 - 10.15 14 STAR WARS EP1 3D ÓTEXTUÐ KL. 6 - 9 10 SAFE HOUSE KL. 8 - 10.30 16 THE DESCENDANTS KL. 5 .30 L LISTAMAÐURINN KL. 6 - 8 - 10 L TOTAL FILMBOXOFFICE MAGAZINE SVARTHÖFÐI.IS SVARTHÖFÐI.IS Tryggðu þér miða á www.hhi.is, í síma 8OO 66 11 eða hjá næsta umboðsmanni. DRÖGUM 24. FEBRÚAR Nú er vinningurinn 2O milljónir á einn miða. Í hverri Milljónaveltu drögum við að auki út 5 stakar milljónir, aðeins úr seldum miðum. MILLJÓNAVELTAN VELTUR ÁFRAM! NÚ KEYRUM VIÐ ÚT MILLJÓNIR PI PA R\ TB W A • SÍ A • 12 02 09

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.