Morgunblaðið - 22.02.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.02.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2012 Iceland Walker og félagar hafa fimm vik- ur til að ljúka fjármögnun á kaupunum. ● Malcolm Walker á nú í samninga- viðræðum við fimm banka, til þess að fjármagna tilboð í Iceland Foods sem hann og lykilstjórnendur fyrirtækisins gerðu slitastjórnum Landsbankans og Glitnis og samþykkt var í síðustu viku, með fyrirvara um að fjármögnun á til- boðinu tækist. Reuters-fréttaveitan greindi frá þessu í gær. Samkvæmt heimildum Reuters eru bankarnir sem um ræðir Credit Suisse, Deutsche Bank, HSBC, Nomura og Ro- yal Bank of Scotland. Upphæðin sem Reuters segir að Walker og félagar reyni að semja um lán á nemur 885 milljónum punda, eða um 174 millj- örðum króna. Tilboðið í 77% hlut í Ice- land hljóðaði hins vegar upp á 1,55 milljarða punda, eða liðlega 300 millj- arða króna. Walker stofnaði Iceland árið 1970. Hann á, ásamt lykilstjórnendum Iceland 23% í félaginu, en slitastjórnir Lands- bankans (67%) og Glitnis (10%) sam- þykktu í liðinni viku að semja við Walker um söluna á 77% hlut þeirra í félaginu. Semur við fimm banka um fjármögnun lána BAKSVIÐ Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Eftir miklar hækkanir á gulli á síð- asta ári áttu kannski ekki allir von á því að það myndi hækka enn meira en raunin er sú að frá áramótum hef- ur verð á gulli farið upp um heil 11%. Það hækkaði um 0,6% í gær og er nú í 1.740,3 Bandaríkjadollurum únsan. Þessi hækkun í gær er rakin til þess að fréttir bárust af því að fjármála- ráðherrar evruríkja færðust nær lausn á skuldavanda Grikklands og 50 punkta lækkun vaxta hjá Seðla- banka Kína. En ástæður þessarar stöðugu hækkunar gulls eru flóknari. Gull sem gjaldmiðill Gull var notað sem gjaldmiðill fram á 19. öldina og voru helstu gjaldmiðlar heimsins tengdir gulli allt fram að lokum síðustu aldar. En Richard Nixon afnam tengingu Bandaríkjadollara við gullið til að geta borgað betur skuldir vegna Ví- etnam stríðsins. Eftir það hafa flestir gjaldmiðlarnir aðeins byggst á tiltrú fólks á þeim og ríkjunum sem prenta seðlana (e.fiat money). Þannig hafa stjórnmálamenn getað prentað út mikið af peningum til að fjármagna ýmis verkefni en almenningur þarf síðan að gjalda fyrir það vegna auk- innar verðbólgu og minnkandi kaup- máttar. Það er það sem hefur verið að gerast á Vesturlöndum á undan- förnum árum að í raun hefur gull ekki verið að hækka heldur hefur virði gjaldmiðla á Vesturlöndum ver- ið að minnka. Í ágætri úttekt Ásgeirs Ingvarssonar í Morgunblaðinu á gull- æðinu um áramótin benti hann á að ofan á vantraust markaða á ríkis- stjórnir Vesturlanda og peninga- prentun þeirra hefur eftirspurn eftir gulli í framleiðslu tölvubúnaðar og aukin eftirspurn eftir gulli sem skarti og fjárfestingar hjá nýríku fólki í As- íu valdið verðhækkunum. Prenta meiri pening Þegar rætt er við Ívar Pál Jónsson, efnahagsráðgjafa hjá Lemberg, segir hann að peningaprentun hjá ríkjum Vesturlanda sé aðalástæða þess að fólk sæki í gull um þessar mundir. „Ef við horfum til bandaríska rík- isins sjáum við að það safnar skuldum sem eru líklega ósjálfbærar. Þar er ekki skorið niður í ríkisrekstri svo neinu nemi. Ríkissjóður Bandaríkj- anna skuldar það miklar upphæðir að eina lausnin sem hann virðist hafa er að prenta peninga og gjaldfella eigin gjaldmiðil. Þetta hafa bandarísk stjórnvöld verið að gera með marg- víslegum hætti. Til dæmis með kaup- um Seðlabanka Bandaríkjanna á ríkisskuldabréfum (quantitative eas- ing). Það sama er að gerast í Evrópu. Evrópski Seðlabankinn hefur verið að kaupa ríkisskuldabréf. En til þess að það beri alvöru árangur þarf stór- tækari peningaprentun, og þar hafa Þjóðverjar spyrnt við fótum - eðlilega þar sem þeir minnast óðaverðbólg- unnar á Weimar-tímabilinu. En Þjóð- verjar munu líklegast þurfa að sætta sig við enn meiri peningaprentun og þar með verðminni evru, og þá dul- búnu skattahækkun sem í því felst. Örlög þýskra banka eru að miklu leyti samofin örlögum annarra banka í álfunni og ríkissjóða. Þýskir bankar eiga bæði skuldabréf beint á hinar svokölluðu jaðarþjóðir, sem eiga á hættu að lenda í greiðsluþroti, og svo óbeint með því að eiga kröfur á aðra banka í álfunni, sem eiga svo mikið af kröfum á fyrrnefndar þjóðir. Þar á ég við Grikkland, Portúgal, Spán og Ítalíu. Þess vegna eru líkur á því að Þjóðverjar sætti sig við umfangs- mikla peningaprentun, til að bjarga eigin bankakerfi. Staðan í alþjóða- hagkerfinu um þessar mundir er í raun sú að ríkisstjórnir heimsins eru í kapphlaupi um að skaða eigin gjaldmiðla. Eini gjaldmiðillinn í heiminum sem ekki er hægt að prenta er gull. Hann geymir verðmæti öfugt við pappírspeningana sem eru ekki virði annars en pappírsins. Það er nefni- lega ekki gullið sem er að hækka í verði heldur gjaldmiðlarnir sem eru að rýrna,“ segir Ívar Páll. Almennt er talið að gull muni til lengri tíma litið áfram hækka, þótt niðursveiflur komi inná milli. Skemmst er að minnast fjármála- ráðgjafans Kyle Bass sem var til umfjöllunar hér á síðum blaðsins, en hann sagðist kaupa mikið af gull- stöngum og geyma heima hjá sér. Virði gjaldmiðla er að lækka Heimsmarkaðsverð á gullúnsu síðustu áratugi 1.800 1.600 1.400 1.200 1.000 800 600 400 200 0 1978 1980 1985 1990 1995 2000 2005 2010 2012 B an da rí kj ad al ur /ú ns a 589,8 1.740,0  Gullið virðist hækka en það sem í raun er að gerast er að virði gjaldmiðla er að lækka  Aukin peningaprentun veldur vinsældum gullsins  Öfugt við seðlana eru raunveruleg verðmæti í gullinu Gullið » Bretton Woods-sam- komulagið var gert milli 44 þjóða í Bandaríkjunum árið 1944 þar sem þjóðirnar tengdu sig Bandaríkjadollar sem var með gullfót. » Árið 1971 aftengdi Richard Nixon Bandaríkjaforseti gullið dollaranum endanlega og hef- ur dollarinn síðan þá ekki haft neitt annað á bak við sig en loforð ríkisstjórnarinnar. » Verð á gulli hefur farið úr 589 dollurum árið 1978 og upp í 1.740 dollara í dag. Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 143 milljörðum króna fyrstu 11 mánuði ársins 2011, janúar til og með nóvember, samanborið við tæpa 125 milljarða á sama tímabili 2010. Aflaverðmæti hefur því aukist um 18,3 milljarða króna eða 14,7% á milli ára. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar, sem birtar voru í gær. Botnfiskur fyrir 87 milljarða Aflaverðmæti botnfisks fyrstu 11 mánuði ársins nam 87,4 milljörðum króna og jókst um 0,7% sé miðað við sama tímabili árið 2010. Verð- mæti þorskafla var um 42,3 millj- arðar og jókst um 2,3% frá fyrra ári. Aflaverðmæti ýsu nam 10,9 millj- örðum og dróst saman um 23,8%, en verðmæti karfaaflans nam 13,3 milljörðum, sem er 21,9% aukning miðað við sama tímabil árið 2010. Verðmæti ufsaaflans jókst um 6,2% milli ára í 8,3 milljarða. Bein sala útgerða til vinnslu 60 milljarðar króna Verðmæti flatfiskafla nam tæpum 9,4 milljörðum króna fyrstu 11 mán- uði ársins sem er 9,5% aukning frá fyrra ári. Aflaverðmæti uppsjávar- afla jókst um 59% milli ára og nam 42,4 milljörðum. Stafar sú aukning að stærstum hluta af verðmæta- aukningu loðnuaflans, sem jókst um 256% á milli ára og nam 8,9 millj- örðum króna. Verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu inn- anlands nam 60,5 milljörðum króna og jókst um 17,7% frá árinu 2010. Aflaverðmæti sjófrystingar var 57,4 milljarðar sem er 25,8% aukning frá fyrra ári. Verðmæti afla sem keypt- ur er á markaði til vinnslu innan- lands nam um 18 milljörðum króna, sem er 1,1% aukning frá janúar- nóvember 2010. Aflaverðmæti jókst um tæp 15% á milli ára Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Verðmæti Sjófrysting gaf 57,4 millj- arða króna fyrstu 11 mánuði ársins.  Verðmætið var 143 milljarðar króna ● Innovit Nýsköpunar- og Frumkvöðlasetur gengst fyrir atvinnu- og nýsköp- unarhelgi á Akureyri um næstu helgi, 24. til 26. febrúar. Viðburðurinn er hald- inn í þeim tilgangi að hjálpa einstaklingum að koma hugmyndum sínum í fram- kvæmd. Innovit og Landsbankinn í samstarfi við Akureyrarbæ og Tækifæri fjárfestingarsjóð eru skipuleggjendur helgarinnar. Eins styðja fjölmörg önnur viðburðinn. Allir geta tekið þátt; þeir sem hafa hugmynd að vöru eða þjónustu og einnig þeir sem vilja hjálpa hugmyndum annarra við að verða að veruleika. Hugmynd í framkvæmd á 48 stundum ● Enn lækkar gengi krónunnar og nálgast gengisvísitalan óðum 223 stig. Hefur gengi krónunnar ekki ver- ið svo lágt miðað við gengisvísitöl- una síðan um miðjan maí árið 2010. Frá áramótum nemur veiking krón- unnar rúmlega 2,5%, og af helstu viðskiptamyntum hefur krónan veikst einna mest gagnvart evrunni á tímabilinu. Þetta kemur fram í Morg- unkorni greiningardeildar Íslands- banka í gær. Hefur krónan veikst um rúm 3,0% frá áramótum gagnvart evrunni, sem hefur ekki verið eins dýr og nú síðan í lok ágúst í fyrra. Enn veikist krónan STUTTAR FRÉTTIR Yfirmenn í bönk- um Royal Bank of Scotland (RBS) og Barcla- ys munu líkleg- ast halda bón- usum sínum þrátt fyrir hrika- legt tap bank- anna. Lloyds bankinn setti ákveðið fordæmi á mánudaginn einsog sagt var frá í Morg- unblaðinu þar sem þeir tóku til baka um það bil 400 milljóna króna bónusa af tíu yfirmönnum bankans enda höfðu ákvarðanir þeirra leitt til mikils tapreksturs, sérstaklega vegna sölu á ákveðnum tryggingum fyrir greiðslu af lánum ef fólk veiktist. Þessi sala á tryggingum reyndist ólögleg og leiddi til málsókna og mikils taps fyrir bankana. Þessu fordæmi um afturköllun bónusa ætla hinir bankarnir ekki að fylgja þótt allir hafi þeir selt slíkar tryggingar og valdið bönkum sín- um miklu tjóni. Stærstu bresku bankarnir hafa lagt til hliðar um 6 milljarða punda (1.175 milljarða króna) til að mæta kostnaði við endurgreiðslur á þessum trygg- ingum og málarekstri. Lloyds bankinn var einna öfl- ugastur í sölu á þessum trygg- ingum en RBS tapaði einnig um 850 milljónum punda á þessum viðskiptum eða yfir 166 millj- örðum íslenskra króna. Halda bónusum  Bara Lloyds tekur bónusana til baka RBS Bankinn                                          !"# $% " &'( )* '$* +,-.,/ +01.22 +,-./ ,+.0-1 ,+.3/3 +2.4+3 +-4.50 +.41-2 +05.40 +3-.++ +,-.43 +04.-4 +,1.53 ,+.002 ,+./1 +2.4/ +-4.1/ +.412- +0+.+3 +3-.4/ ,,1.-4+/ +,-.24 +04.2, +,1.1, ,,.53, ,+.251 +2.3,1 +-4.24 +.44,2 +0+./- +31.5- Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.