Morgunblaðið - 22.02.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.02.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2012 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Skortur á færni í íslensku kann að hamla stærri hóp við atvinnuleit á Íslandi en talið hefur verið til þessa. Staða erlendra ríkisborgara á ís- lenskum vinnumarkaði er erfið. Vandinn kann hins vegar að snerta fleiri en talið hefur verið fram að þessu ef horft er til þeirra sem hafa íslenskan ríkisborgararétt en hafa ekki náð fullu valdi á íslensku. Ari Klængur Jónsson, sérfræð- ingur hjá Fjölmenningarsetrinu á Ísafirði, leiðir líkur að þessu þegar talið berst að stöðu erlendra ríkis- borgara á íslenskum vinnumarkaði. Tilfinningin að talan sé hærri „Menntun innflytjenda er vannýtt auðlind. Þetta er vandamál sem er ekki einskorðað við Ísland heldur er þekkt í ýmsum öðrum þjóðfélögum. Það er mikið atvinnuleysi á meðal innflytjenda á Íslandi í dag en við höfum engar tölur um atvinnuþátt- töku þeirra sem hafa fengið íslensk- an ríkisborgararétt. Tilfinning okk- ar hjá Fjölmenningarsetri er sú að atvinnuleysi meðal þessa hóps kunni að vera meira en landsmeðaltalið,“ segir hann en það var 7,2% í jan. sl. Frank Friðrik Friðriksson, hag- fræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir engar greiningar hafa verið gerðar um atvinnuleysi þeirra sem fengið hafa íslenskan ríkisborg- ararétt vegna þess að upplýsingar um uppruna þeirra liggi ekki fyrir hjá Vinnumálastofnun. Langflestir vilja læra íslensku Líkt og rakið var í Morgunblaðinu nýverið leiddi nýleg könnun Efl- ingar á meðal félagsmanna í ljós að aðeins einn af hverjum átta Pólverj- um sem voru í atvinnuleit kvaðst geta haldið uppi almennum samræð- um á íslensku. Var hlutfallið 13%. Athyglisvert er að bera þetta hlut- fall saman við niðurstöður viðhorfs- könnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands og Fjölmenningar- seturs á meðal innflytjenda sem gerð var um og eftir efnahagshrunið. Langflestir vilja læra íslensku Nokkrar niðurstöður könnunar- innar eru raktar í grafinu hér fyrir ofan og er ein megin niðurstaðan sú að yfirgnæfandi meirihluti, eða 86% aðspurðra af 797 þátttakendum, vill læra íslensku betur. Aðeins einn af hverjum 16, eða um 6%, hafði ekki áhuga á að læra íslensku yfirhöfuð eða læra málið betur. Annað sem athygli vekur er að 24,9% aðspurðra sögðust aldrei hafa farið á námskeið í íslensku, 23,8% sagðist lítið umgangast Íslendinga og 13,8% kvaðst sjaldan heyra ís- lensku talaða. Samanlagt merktu 62,5% aðspurðra við einhvern þess- ara valmöguleika. Spurður um þessar niðurstöður segir Ari Klængur, sem kom að könnuninni fyrir hönd Fjölmenningarseturs, að horfa beri til þess að 45% aðspurðra hafi komið til landsins eftir áramótin 2005/2006 eða skömmu áður en hafist var handa við gerð könnunarinnar í árs- byrjun 2008. Margir þátttakendur hafi því ekki dvalið lengi á landinu þegar þeir voru spurðir um kunnáttu sína í málinu. Engu að síður séu niðurstöðurnar sterk vísbending um að efla þurfi íslenskukennslu til handa innflytjendum. Það sé lykilþáttur í aðlögun þeirra. Hlutfallið hærra í ár Ari Klængur vísar að lokum í vinnuskýrslu Fjölmenning- arseturs frá því í mars sl. en þar kemur m.a. fram að í byrjun árs 2000 voru erlendir ríkisborgarar rúmlega 2% af fólki á atvinnuleysisskrá. Í byrjun árs 2011 var hlutfallið 16% en það var 17,6% í jan. sl. Atvinnulausir erlendir ríkisborgarar fjöldi í lok mánaðar Heimildir: Hagstofa Íslands / Vinnumálastofnun / Innflytjendur á Íslandi: Viðhorfskönnun, Félagsvísindastofnun / Fjölmenningarsetur október 2009 „Talar þú móðurmál þitt við börnin þín?“ Sep. 2008 Jan. 2009 Júl. 2009 Jan. 2010 Júl. 2010 Jan. 2011 Júl. 2011 Jan. 2012 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 370 1.674 1.672 2.231 2.059 2.360 1.848 2.126 Atvinnulausir erlendir ríkisborgarar eftir búsetu Janúar 2007 Janúar 2012 125 2.126 Reykjavík 1.089 Önnur sveitarf. á hb.489 Suðurnes 252 Vesturland 46 Vestfirðir 33 Norðurland vestra 6 Norðurland eystra 54 Austurland 39 Suðurland 118 Höfuðborgarsvæðið: 1.578 Landsbyggðin: 548 Höfuðborgarsvæðið: 68 Landsbyggðin: 57 Reykjavík 52 Önnur sveitarf. á hb. 16 Suðurnes 14 Vesturland 0 Vestfirðir 4 Norðurland vestra 2 Norðurland eystra 19 Austurland 2 Suðurland 16 Dæmi um hlutfall atvinnulausra eftir upprunalandi (janúar 2011) 1.600 1.400 1.200 1.000 800 600 400 200 0 Litháen Lettland Portúgal Eistland Alls á Íslandi, skv. Hagstofu Án atvinnu, skv. Vinnumála- stofnun 248 108 64 4 (17,68%) (17,42%) (14,04%) (3,88%) 1.403 alls 620 alls 456 alls 103 alls „Hvers vegna var erfitt fyrir þig að læra íslensku?“ Hef aldrei farið á námskeið í íslensku Umgengst Íslendinga lítið Heyri íslensku sjaldan talaða Íslenskan er mjög ólík mínu móðurmáli Skortur á framboði á íslenskunámskeiðum Íslenskunámskeiðin henta mér ekki Get oft ekki mætt á íslenskunámskeiðin vegna vinnu eða fjölskyldu Kostar of mikið Mig vantar kennslubækur Mig vantar orðabækur Annað Hlutfall svara Hlutfall svarenda* *Svarendur voru beðnir að merkja við allt sem við átti, því er hlutfall svarenda alls yfir 100% 11,7% 24,9% 11,1% 23,8% 6,4% 13,8% 31% 66,3% 4,7% 10% 3,6% 7,6% 10,1% 21,6% 4% 8,6% 4,3% 5,7% 9,3% 12,1% 7,4% 15,9% Afstaða til íslenskunáms Hefur áhuga á að læra íslensku eða læra hana betur 86% Kunna íslensku nægilega vel 8% Hafa ekki áhuga á að læra íslensku yfirhöfuð eða læra málið betur 6% „Hversu vel eða illa telur þú þig geta tjáð þig á íslensku?“ „Hversu auðvelt eða erfitt fannst þér að læra þá íslensku sem þú kannt?“ Alltaf 67% Oftast 16% Stundum 10% Sjaldan 6% Aldrei 1% Mjög vel 13% Frekar vel 22% Hvorki vel né illa 25% Frekar illa 22% Mjög illa/nánast ekkert 17% Mjög auðvelt 4% Frekar auðvelt 15% Hvorki auðvelt né erfitt 28% Frekar erfitt 37% Mjög erfitt 17% ATH.Vegna námundunar í heimildum geta samtölur í skífuritum verið meira eða minna en 100%. Íslenskan kann að hamla fleirum  Takmarkað vald á íslensku kann að eiga meiri þátt í atvinnuleysi meðal nýbúa en talið hefur verið  Nýleg viðhorfskönnun bendir til að yfirgnæfandi meirihluti nýbúa vilji ná tökum á tungumálinu Ari Klængur Jónsson Frank Friðrik Friðriksson Líkt og komið hefur fram eru Pól- verjar fjölmennasti einstaki hóp- urinn á meðal atvinnulausra er- lendra ríkisborgara á Íslandi. Alls voru 1.245 Pólverjar án vinnu í janúar sl. og voru þeir um 60% þeirra 2.126 erlendra ríkis- borgara sem voru þá án vinnu. Samkvæmt Hagstofu Íslands voru 9.463 pólskir innflytjendur á Íslandi í janúar 2011. Til saman- burðar voru 1.435 Pólverjar skráð- ir atvinnulausir í sama mánuði eða um 15% skráðra erlendra ríkisborgara frá Póllandi. Atvinnuleysi meðal Pólverja sem ekki hafa fengið ísl. ríkis- borgararétt var því nærri tvö- falt meira en landsmeðaltalið sem var 8,5% í janúar 2011. Vísbendingar eru um að at- vinnuleysi meðal þessa þjóð- félagshóps hafi náð há- marki. Þannig sést þegar rýnt er í gögn Vinnumálastofnunar að atvinnuleysi meðal pólskra innflytjenda náði hámarki í mars 2011 er 1.468 Pólverjar voru án vinnu eða 60,22% þeirra 2.412 erlendra ríkisborgara sem voru atvinnulausir á Íslandi í þeim mánuði. Mest varð atvinnuleysið meðal erlendra ríkisborgara í mars 2010 þegar 2.421 voru án vinnu. Þróun atvinnuleysis meðal þessa hóps yfir átta samanburðarmánuði er sýnt á kortinu hér fyrir ofan. Benda töl- urnar til að atvinnuleysið sé í hægum tröppugangi niður á við. Á móti kemur að fleiri erlendir ríkis- borgarar fluttu frá landinu í fyrra en til þess. Sú þróun er að snúast við og eiga áhrifin á atvinnuleys- istölurnar eftir að koma í ljós síð- ar á árinu. Má ljóst vera að ef aftur tekur að fjölga í röðum erlendra ríkis- borgara muni þörfin fyrir ný störf á vinnumarkaði aukast frekar. Þótt Pólverjar séu fjölmennasti einstaki hópurinn var hlutfall at- vinnulausra hærra hjá Litháum og Lettum eða 17,7% annars vegar og 17,4% hins vegar í janúar 2011. Athygli vekur að atvinnuleysi meðal Portúgala var litlu minna eða um 14%. Verður samanburður nær í tíma að bíða nýrri gagna frá Hagstofunni um fjölda ríkisborg- ara frá þessum þrem ríkjum. Pólverjar fjölmennastir VÍSBENDINGAR UM AÐ TOPPI Í ATVINNULEYSI SÉ NÁÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.