Morgunblaðið - 22.02.2012, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.02.2012, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2012 FRÉTTASKÝRING Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Blendin viðbrögð voru við samkomu- lagi sem fjármálaráðherrar evru- landanna náðu í fyrrinótt um að veita Grikklandi neyðarlán til að afstýra greiðsluþroti gríska ríkisins. Ráðamenn á evrusvæðinu fögnuðu samkomulaginu, sögðu það tryggja að Grikkland héldi evrunni, en hag- fræðingar voru efins um að aðstoðin dygði. Grísk dagblöð fögnuðu sam- komulaginu en sögðu að aðstoðin væri dýru verði keypt, háð ströngum skilyrðum sem krefðust mikilla fórna af hálfu Grikkja. Grísku blöðin létu einnig í ljósi óánægju með það skilyrði fyrir neyðarlánunum að embættismenn Evrópusambandsins hefðu eftirlit með ríkisfjármálum Grikklands næstu árin. Gríska fjármálablaðið Naftemboriki lagði áherslu á efa- semdir um að samkomulagið dygði til að tryggja að Grikkland gæti staðið undir skuldum sínum á næstu árum. „Jafnvel þótt svo fari að allt gangi upp er þetta nýja tækifæri, sem við höfum nú fengið, dýru verði keypt,“ sagði Nafemboriki. Lucas Papademos, forsætisráð- herra grísku bráðabirgðastjórnar- innar, kvaðst þó vera „mjög ánægð- ur“ með niðurstöðu viðræðna fjármálaráðherra evrulandanna. „Það eru engar ýkjur að segja að þetta er sögulegur dagur fyrir efna- hag Grikklands,“ sagði hann þegar skýrt var frá samkomulaginu sem náðist í Brussel í fyrrinótt eftir tólf klukkustunda viðræður. Hann varaði þó við því að grísk stjórnvöld ættu enn mikið verk fyrir höndum til að tryggja að aðstoðin dygði til að rétta efnahag landsins við og afstýra greiðsluþroti. Ráðamenn í öðrum löndum evru- svæðisins fögnuðu samkomulaginu. Jean-Claude Juncker, fjármálaráð- herra Lúxemborgar, sem fer fyrir fjármálaráðherrum evrulandanna, ópu og framkvæmdastjórnar ESB þar sem þeir kæmust að þeirri niður- stöðu að Grikklandi þyrfti á meiri að- stoð að halda á næstu árum. Tap banka 70% Samkvæmt nýja samkomulaginu á Grikkland að fá neyðarlán að and- virði 130 milljarða evra (21.300 millj- arða króna). Í staðinn eiga Grikkir að minnka ríkisútgjöldin og opinber- ar skuldir sínar, þannig að þær fari úr 164% af landsframleiðslunni í 120,5% innan átta ára. Gert er ráð fyrir því að fjármálafyrirtæki af- skrifi 53,5% af nafnvirði grískra ríkisskuldabréfa í eigu þeirra en áætlað er tap þeirra nemi alls 70% þegar lægri vextir af nýjum ríkis- skuldabréfum, sem þau fá í staðinn, eru teknir með í reikninginn. Gert er ráð fyrir því að fjármála- fyrirtækin afskrifi 107 milljarða evra af 350 milljarða heildarskuldum gríska ríkisins. Aðstoðin er m.a. háð því skilyrði að embættismenn ESB hafi eftirlit með ríkisfjármálum Grikklands. Grikkir eiga einnig að breyta stjórnarskránni til að tryggja að af- borganir af lánum gangi fyrir launa- greiðslum og öðrum útgjöldum gríska ríkisins. Aðstoðin sögð dýru verði keypt Reuters Ný lán Fjármálaráðherra Grikklands, Evangelos Venizelos (t.v.) og gríski forsætisráðherrann Lucas Papademos á blaðamannafundi í Brussel.  Nýtt samkomulag um aðstoð við Grikkland sagt tryggja að landið haldi evrunni  Hagfræðingar efast um að aðstoðin dugi  Grísk blöð óánægð með eftirlit ESB með fjármálastjórn Grikklands Götumótmæli boðuð » Verkalýðssamtök í Grikk- landi hvöttu fólk til að taka þátt í mótmælagöngum í dag gegn sparnaðaraðgerðum sem settar voru sem skilyrði fyrir neyðarláninu. » Í nýju samkomulagi evru- landanna er gert ráð fyrir því að gríska þingið samþykki frekari sparnaðaraðgerðir fyrir lok mánaðarins. Sparnaðurinn á að nema þremur milljörðum evra, jafnvirði 490 milljarða króna. Franska lögreglan yfirheyrði í gær Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóra Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins, vegna gruns um að hann hefði tekið þátt í kynsvalli í París og Washington með vændiskonum sem tveir kaupsýslumenn höfðu greitt fyrir. Strauss-Kahn átti upphaflega að svara spurn- ingum lögreglunnar sem vitni en saksóknarar segja að hann hafi nú stöðu grunaðs manns. Strauss-Kahn kom á lögreglustöð í Lille í gærmorg- un og búist er við að hann verði í haldi lögreglunnar í allt að tvo sólarhringa. Þegar yfirheyrslunum lýkur er hugsanlegt að hann verði látinn laus eða að dómari dæmi hann í gæsluvarðhald. Lögreglan sagði að Strauss-Kahn væri í haldi vegna gruns um að hann hefði „ýtt undir hórmang skipu- lagðs glæpahóps“ og tekið þátt í „misnotkun á pen- ingum fyrirtækis“. Samkvæmt frönskum lögum varð- ar aðild að hórmangi allt að 20 ára fangelsi og verði hann dæmdur sekur um að hafa hagnast á fjárdrætti gæti hann átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi, auk sektardóms, að sögn fréttaveitunnar AFP. Lögreglan kvaðst vera að rannsaka hvort Strauss- Kahn hefði vitað að konur, sem skemmtu honum í veislum á veitingastöðum, hótelum og skemmtistöðum í Washington og París, hefðu verið vændiskonur og greitt hefði verið fyrir þjónustu þeirra. Verði nið- urstaðan sú að hann hafi vitað þetta verður rann- sakað hvort Strauss-Kahn hafi haft vitneskju um að gestgjafar hans hafi greitt fyrir þjónustuna með fé sem dregið var út úr fyrirtæki sem annar kaupsýslu- mannanna starfaði fyrir. Strauss-Kahn hefur neitað því að hann hafi tekið þátt í hórmangi eða fjárdrætti. Tveir kaupsýslumenn, Fabrice Paszkowski og Dav- id Roquet, hafa verið ákærðir vegna málsins. Þeir eru taldir tengjast frönskum og belgískum konum sem stunduðu vændi á Carlton-hótelinu í Lille sem notið hefur mikilla vinsælda meðal kaupsýslumanna og stjórnmálamanna í borginni. Alls hafa átta menn ver- ið ákærðir í tengslum við „Carlton-málið“, þ.á m. þrír af stjórnendum lúxushótelsins, þekktur lögmaður og aðstoðarlögreglustjóri borgarinnar. Síðasta kynsvallið er sagt hafa farið fram þegar kaupsýslumennirnir hittu Strauss-Kahn í Washington 11.-13. maí í fyrra, m.a. til að ræða hugsanlegt forsetaframboð hans. Strauss-Kahn er 62 ára og þar til á liðnu ári var hann álitinn líklegur arftaki Nicolas Sarkozys Frakklands- forseta. Strauss-Kahn grunaður um tengsl við vændishring  Rannsakað hvort hann hafi tekið þátt í hórmangi Reuters Umkringdur Fjölmiðlamenn umkringja bíl Strauss- Kahns við lögreglustöð er hann mætti til yfirheyrslu. Samkvæmt nýja samkomulaginu eiga grísk stjórnvöld að breyta stjórnarskránni til að tryggja að afborganir af skuldum gríska ríkis- ins gangi fyrir öðrum útgjöldum. Setja á ákvæði um þetta í stjórnar- skrána innan tveggja mánaða. Til að breyta stjórnarskránni þarf núverandi þing að samþykkja breytinguna með 3⁄5 hluta at- kvæða tvisvar sinnum. Líða þarf minnst mánuður á milli atkvæða- greiðslnanna. Leiðtogar grísku stjórnarflokkanna tveggja segja að nægur stuðingur sé á þinginu við stjórnarskrárbreytinguna. Nýtt þing, sem kosið verður í apr- íl, þarf síðan að staðfesta breyt- inguna með hrein- um meirihluta, eða 151 atkvæði. Ekki er víst að nægur stuðningur verði við breytinguna á þinginu eftir kosningarnar. Búist er við að íhaldsflokkurinn Nýtt lýðræði fái mest fylgi í kosn- ingunum án þess að fá meirihluta þingsæta. Skoðanakannanir benda til þess að vinstriflokkar, sem eru andvígir samkomulaginu, styrki stöðu sína verulega á þinginu. Mikil andstaða er einnig við fyrirhugaðar sparnaðaraðgerðir sem settar voru sem skilyrði fyrir aðstoðinni. Búist er við að þær auki á ólguna í landinu vegna efna- hagssamdráttarins á síðustu ár- um. Fjórðungur grískra fyrirtækja hefur orðið gjaldþrota frá árinu 2009 og helmingur allra smáfyrir- tækja landsins kveðst ekki geta greitt öllum starfsmönnum sínum laun. Afborganirnar gangi fyrir ÓVISSA UM STJÓRNARSKRÁRBREYTINGU sagði að samkomulagið myndi „tryggja framtíð Grikklands á evru- svæðinu“. Margir óvissuþættir Hagfræðingar sögðu að aðstoðin kynni að duga en margir óvissuþætt- ir gætu gert samkomulagið að engu. Þeir bentu meðal annars á að ekki væri víst að þjóðþing Þýskalands, Hollands og Finnlands samþykktu neyðarlánin. Einnig væri óvíst hvort handhafar grískra ríkisskuldabréfa sættu sig við það tap sem þeim er ætlað að taka á sig samkvæmt sam- komulaginu. Þingkosningar, sem verða í Grikklandi í apríl, geta gert strik í reikninginn og ekki er víst að næsta ríkisstjórn fylgi samkomulag- inu eftir með þeim sparnaðaraðgerð- um sem sett voru sem skilyrði fyrir aðstoðinni. „Flokkar sem eru lengst frá miðjunni halda áfram að auka fylgi sitt og enginn þeirra hefur látið í ljósi stuðning við áætlunina,“ hefur fréttaveitan AFP eftir Nick Verdi, sérfræðingi hjá breska fjárfestingar- bankanum Barclays Capital. Hagfræðingar segja að erfiðasta verkefnið verði að tryggja hagvöxt í Grikklandi á næstu árum til að land- ið geti staðið undir skuldunum. Landsframleiðslan í Grikklandi hef- ur dregist saman um 14% á síðustu fimm árum og óttast er að frekari sparnaðaraðgerðir valdi enn meiri samdrætti. Michael Ben-Gad, prófessor og yfirmaður hagfræðideildar City Uni- versity í London, telur að aðstoðin dugi ekki til að afstýra greiðsluþroti gríska ríkisins. „Ég hef lengi haft efasemdir um þetta, ég held því enn fram að gríska ríkið sé gjaldþrota, jafnvel eftir þetta nýja samkomu- lag,“ hefur AFP eftir Ben-Gad. Fréttaveitan Reuters kvaðst í gær hafa undir höndum trúnaðarskýrslu frá sérfræðingum á vegum Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins, Seðlabanka Evr- Sparnaðaraðgerðum mótmælt í Aþenu. Tíbetskur munkur í draugabúningi tekur þátt í trúarlegri athöfn, sem nefnist „Da Gui“, í klaustri búdda- munka í Yonghegong í tilefni af tíb- etska nýárinu sem hefst í dag. Da Gui mun þýða „að berja draug“ og markmiðið með athöfninni er að reka illa anda út úr klaustrinu. Tíbetska nýárið gengur í garð Reuters Illir andar reknir út

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.