Morgunblaðið - 22.02.2012, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.02.2012, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2012 Ungum félagsmönnum Blindrafélagsins var nýverið boðið í heimsókn í sæl- gætisgerðina Freyju til að kynna sér framleiðsluna. Undanfarin ár hefur sælgætisgerðin boðið fyrirtækjum að kaupa sæl- gæti fyrir öskudaginn og hefur hagnaður af sölu sælgætisins runnið til styrktarsjóðnum Blind börn á Íslandi. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Blindrafélaginu að þetta hafi komið sér vel fyrir sjóðinn. Sjóðurinn er notaður til að styrkja blind og sjónskert börn til kaupa á ýmsu því sem getur orðið þeim til aukins þroska og ánægju í lífinu. Kynntu sér fram- leiðsluna í Freyju Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu- neytið hefur synjað Ísfélagi Vest- mannaeyja á Þórshöfn um kvóta og leyfi til makrílveiða í gildru í Finna- firði austan Langaness. Veiðiréttar- eigendur lögðust gegn tilrauninni, töldu hana nýtt upphaf að laxveiðum í sjó hér við land. „Við erum ánægðir með þessa nið- urstöðu. Við höfðum verulegar áhyggjur ef menn ætluðu að vera með tilraunir með afkastamikil veið- arfæri í sjó, tæki sem hafa mest verið notuð til að veiða lax, og setja þau niður á þeim tíma sem laxinn geng- ur,“ segir Óðinn Sigþórsson, formað- ur Landssambands veiðifélaga. Jóhann A. Jónsson, sem vann að verkefninu, telur ótta veiðiréttareig- enda ástæðulausan. „Það gætu kom- ið í þetta aðrir fiskar, þorskur eða lax, en þeir eru allir lifandi og sleppt lifandi til baka,“ segir Jóhann. Hann segir að veiðiréttareigendur hafi sterk ítök og þeirra sjónarmið hafi ráðið niðurstöðu málsins. Tilraunin úr sögunni Makríll hefur sést mikið á Bakka- flóa og gengið meðfram landinu. Ís- félagið sótti um leyfi fyrir einni gildru með tilheyrandi leiðurum til að sjá hvort hægt væri að veiða hann með þessari aðferð eins og gert er við strendur Kanada. Hugmyndin var síðan að taka hann ferskan í vinnsluna, þegar þar vantaði hráefni, og auka með því verðmæti afurða. Verkefnið fékk á síðasta ári fimm milljóna króna styrk úr sjóði iðnað- arráðuneytisins sem ætlaður var til atvinnusköpunar í sjávarbyggðum. Sjávarútvegsráðuneytið hefur nú hafnað umsókn um kvóta og leyfi til makrílveiða í gildru. Ráðuneytið mælti hins vegar með því að farið yrði í minna rannsóknarverkefni í samvinnu við stofnanir á þessu sviði, og þá á svæði og tíma sem minnstar líkur eru á laxfiskagengd. Ekki eru líkur á að af því verði þar sem mak- ríllinn gengur á sama tíma og laxinn. Jóhann bendir á að það kosti veru- lega fjármuni að gera slíkar tilraunir af alvöru og telur ekki grundvöll til þess að fara í minna verkefni. Hafna makríl- veiðum í gildru  Veiðiréttareigendur óttuðust tilraun Ganga Makríllinn gengur um Bakkaflóa á hverju ári. Fylgstu með Ebbu útbúa einfalda og bragðgóða heilsurétti í MBL sjónvarpi á hverjum miðvikudegi. - heilsuréttir ORKUSJÓÐUR Í 2. grein reglugerðar um Orkusjóð nr. 514/2003 eru tilgreindar eftirtaldar heimildir til styrkveitinga úr Orkusjóði: Umsóknum skal skila til Orkusjóðs, Borgum við Norðurslóð, 600 Akureyri. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu sjóðsins og á www.os.is. Frekari upplýsingar eru veittar í símum 569 6083 og 894 4280. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið jbj@os.is. Auglýsir rannsóknarstyrki 2012 ^ að veita styrki eða áhættulán til hönnunar eða smíði frumgerðar tækja og búnaðar til rannsóknar og nýtingar orkulinda ^ að veita styrki til sérstakra verkefna á sviði hagkvæmrar orkunotkunar, þ.m.t. til fræðslu og upplýsingastarfsemi ^ að veita styrki til verkefna sem stuðla að nýtingu á innlendri orku í stað jarðefnaeldsneytis og styrkja alþjóðasamvinnu um slík verkefni Við úthlutun styrkja 2012 verður sérstök áhersla lögð á: ^ hagkvæma orkunýtingu og orkusparnað ^ innlenda orkugjafa ^ vistvænt eldsneyti og sparnað jarðefnaeldsneytis ^ öflun þekkingar á þessum sviðum og miðlun hennar ^ rannsóknir, þróun og samstarf sem að þessu miðar ^ atvinnusköpun Umsóknarfrestur er til 1. mars 2012 ORKURÁÐ Framhaldsfundur Sumarhúsafélags Úthlíðar verður haldinn á Grand Hótel miðvikudag 7. mars 2012, í Hvammi. Fundurinn hefst kl. 20:00. Efni fundarins: Fyrir liggur tillaga þess efnis að sett verði upp öryggishlið við afleggjara að landinu auk myndavéla sem staðsettar verða á Skarðaveg, Skútuveg og Skyggnisveg. Með vísan til 22. greinar laga 75/2008 þarf samþykki 2/3 greiddra atkvæða og þarf minnst einn þriðji félagsmanna að sækja fundinn svo ákvörðun verði lögleg. Greidd verða atkvæði á fundinum um tillögu þessa. Þeim aðilum sem vilja koma umboði til formanns eru beðnir að hafa samband við formann félagsins Magnús Ólafsson, maggi@altak.is Umboð sent með tölvupósti telst lögmætt umboð, nema gerðar verði sérstakar athugasemdir á fundinum. f.h. Sumarhúsafélags Úthlíðar Magnús Ólafsson Sumarhúsafélagið Úthlíð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.