Morgunblaðið - 22.02.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.02.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2012 Öskudagur er sannarlega kær- kominn gleðigjafi í febrúar- mánuði, sprellfjörugur dagur þar sem krakkar fara í búninga og skemmta sér. Í dag kl. 14-16 verður haldið hið árlega Ösku- dagsball í Gerðubergi en und- anfarin ár hefur þar verið haldið upp á gamlar hefðir og ösku- dagsböllin endurvakin. Húsið hefur fyllst af kátum krökkum, héðan og þaðan úr bænum, sem hafa skemmt sér konunglega. Foreldrar eru hvattir til að koma með börnin sín og dansa og syngja. Edda Borg og hljóm- sveit ætla að leika fyrir dansi og spila sígild barnalög. Einnig kemur töframaðurinn John Tómasson og sýnir sín landsþekktu töfrabrögð. Í lokin verður kötturinn sleginn úr tunnunni á torginu við Gerðuberg og Miðberg og þá verður nú aldeilis fjör. Vert er að taka fram að allir ættu að vera með góðar úlpur og húfur með sér, því enginn veit hvernig veðrið verður og ekk- ert gaman ef manni verður kalt. Allir velkomnir og ókeypis aðgangur. Öskudagsball í Gerðubergi í dag Töfrabrögð og köttur sleginn úr tunnu Gaman Eflaust ætla fjölmargir krakkar að leggja leið sína í Gerðuberg í dag. Glæsilegar Þessar tvær voru í skrautlegum búningum í fyrra. „Laufey ætlar að tala um hollustuna, lýsið, en ég fæ að tala um allt þetta óholla, þorramat- inn. Ég ætla að draga fram sögu þorramat- arins og hvað þessi siðvenja að blóta þorra er nýtilkomin, ólíkt því sem margir halda,“ segir Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðingur en hún ásamt Laufeyju Steingrímsdóttur, pró- fessor í næringarfræði, mun í kvöld halda er- indi í Víkinni sjóminjasafni á Grandagarði um þorrann, lýsið og matarhefðir á Íslandi. Yfirskrift kvöldsins er Spegill fortíðar – silfur framtíðar. „Þorrablótin voru á sínum tíma þaul- hugsuð og snilldarleg markaðssetning sem gekk algerlega upp. Þetta fór af stað 1958 og Morgunblaðið kom þar mikið við sögu. Það var sérstakt samband á milli Moggans og Naustsins, stutt á milli þessara staða og mik- ill samgangur. Naustið var fínn staður og þar var mikill metnaður, en á þessu öðru ári rekstursins var dauft yfir viðskiptunum í jan- úar og þá er þetta keyrt af stað. Halldór Gröndal fékk þá hugmynd að bjóða upp á ís- lenskan mat fyrir alla borgarbúa, en átthaga- félögin í Reykjavík voru sterk og stór samtök á þessum tíma og eingöngu á fundum þeirra var boðið upp á íslenskan mat. Útgangs- punkturinn var semsagt: Þú þarft ekki að vera í átthagafélagi til að koma og borða ís- lenskan mat. Heilmikið var lagt í þetta og það tók sex ár að festa þessi þorrablót í sessi. Þetta var ævinlega kynnt með stórum og miklum blaðamannafundi, þar sem blaða- menn fengu að borða og drekka og það tryggði geníal umfjöllun í öllum dagblöðum og tímaritum sem komu út á þessum tíma. Þetta var því heilmikið í umræðunni og það var mikið talað um sjálfan matinn í þessum blaðaumfjöllunum. Það var lagt upp úr því að borða mikið og einu sinni var efnt til kappáts og ég ætla að segja frá þessu sögufræga kappáti í erindi mínu í kvöld, sem og öðrum svaðilförum blaðamanna tengdum þessum blótum. Þar koma við sögu hákarl, humar og kræklingar,“ segir Sólveig og hlær og vill ekki láta of mikið uppi. Þegar hún er spurð hvers vegna þær séu með þetta erindi nú þeg- ar góan er gengin í garð segir hún: „Við verð- um bæði að þreyja þorrann og góuna,“ en bætir við að vegna óviðráðanlegra aðstæðna hafi þurft að færa dagskrána þeirra fram í góu. Dagskráin í Víkinni hefst klukkan átta í kvöld, allir velkomnir og ókeypis aðgangur. khk@mbl.is Efnt var til þorramatarkappáts Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Þorri blótaður Hér gefur að líta eitt af mörgum þorrablótum starfsmanna Morgunblaðsins fyrir rúmum þremur áratugum. Meðal annarra f.v: Ágúst Ingi Jónsson, Árni Johnsen, Björn Vignir Sigurpálsson, Halldór Blöndal, Árni Jörgensen og Árni Garðar Kristinsson. Þorrinn, lýsið og matarhefðir á Íslandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.