Morgunblaðið - 22.02.2012, Síða 19

Morgunblaðið - 22.02.2012, Síða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2012 Fjörugur Þótt margir hjólreiðamenn láti ekki smásnjó stöðva sig eru sumir þeirra eflaust hoppandi glaðir yfir því hve lítill snjór er á götum og stígum Reykjavíkur um þessar mundir. Kristinn Grein undirritaðs sem birtist í Morgunblaðinu sl. laugardag virðist hafa hreyft við velferð- arráðherra og er það vel. Í greininni vakti ég athygli á að hár lyfja- kostnaður einstaklinga sem væntanlegir eru á hjúkrunarheimili valdi því að þeir eigi síður möguleika á að komast inn en aðrir. Þessi staðreynd hefur verið rædd innan Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu (SFH) og marg- oft verið rætt við fulltrúa velferð- arráðuneytis og áður heilbrigðisráðu- neytis undanfarin ár. Fulltrúar samtakanna og velferðarráðuneytis áttu fund 13. maí í fyrra þar sem farið var yfir stöðu mála og mögulegar leið- ir til úrbóta. Þá var samþykkt að leggja fyrir ráðherra minnisblað og möguleika til lausnar. Frumkvæði kom frá Sjúkratrygg- ingastofnun Íslands sl. haust um að leysa þetta mál og eftir viðræður SFH við SÍ var send tillaga að lausn til skoðunar í velferðarráðuneytinu í des- ember sl. Tillögu að lausn var hafnað og í svarbréfi ráðuneytisins til SÍ seg- ir: „Ráðuneytið tekur undir með Sjúkratryggingum að þessi sértæki lyfjakostnaður geti valdið brotalömum í þjónustu og jafnvel leitt til þess að sjúklingar sem séu á umræddum lyfj- um sé síður teknir inn á heimilin. Eðli máls samkvæmt eru hjúkrunarheimili, sérstaklega þau minni, treg að taka við slíkum sjúklingum.“ Þarna við- urkennir ráðuneytið að vandamálið sé fyrir hendi og það sé í raun skiljanlegt að heimilin grípi til þess neyðarráðs að taka slíka einstaklinga síður inn á heimilin. Flest heimili innan SFH eru með færri heimilismenn en 100 og mörg hver eru með 20-40 heim- ilismenn og í þeim tilvikum skiptir hver einstaklingur sem notar mjög dýr lyf miklu máli varðandi rekstrar- afkomu heimilisins. Athygli vekur í fréttinni að ráð- herra talar tvisvar um 4-500 manna hjúkrunarheimili hér á landi. Stað- reyndin er sú að það er ekkert hjúkr- unarheimili á Íslandi með yfir 400 manns í heimili, hvað þá 500. Stærsta heimilið er Hrafnista í Laugarási með 250 heimilismenn, Hrafn- ista í Hafnarfirði með 220 og þá Grund með tæplega 200. Önnur með talsvert færri heimilismenn. Að mínu mati er það mjög al- varlegt að ráðherra fari vísvitandi með rangt mál eða hann viti hreinlega ekki hversu stór hjúkr- unarheimili landsins eru. Eitt hjúkrunarheimili á Íslandi hefur sérstöðu með þessi lyfjamál en það er Sóltún sem tók til starfa árið 2002. Í samningi Sóltúns við ráðuneytið (þá heilbrigðisráðu- neyti) er ákvæði á þann veg að „ef lyfjakostnaður einstaklings fer yfir eðlileg frávik frá meðaltali tekur verk- kaupi (ráðuneytið) þátt í greiðslu heildsöluverðs fyrir viðurkennd lyf sem hafa fengið markaðsleyfi hér á landi eða heilbrigðisyfirvöld hafa heimilað notkun á“. Þessi grein samn- ingsins auðveldar Sóltúni að taka inn einstaklinga á dýrum lyfjum og hafa stjórnendur í öldrunarþjónustu allt frá árinu 2002 beðið velferðarráðu- neytið og áður heilbrigðisráðuneytið um að fá samskonar meðferð vegna mjög dýrra lyfja en ekki fengið. Tíð skipti ráðherra heilbrigðis- og velferð- armála undanfarinn áratug valda því að einstaka ráðherra geta auðvitað ekki vitað um allt sem er í gangi í ráðuneytinu. Það er endalaust hægt að rökræða með hvaða hætti þessi mál hafa verið í gegnum tíðina og hvernig og hverjir hafi reynt að leysa þau. Aðalatriðið er að þau verði leyst með sómasamlegum hætti sem allra fyrst, þeim sem nota þessi dýru lyf til hjálpar. Ef sú lausn kostar það að vera kallaður siðleysingi og óhæfur stjórnandi af velferð- arráðherra, þá er það alveg þess virði. Eftir Gísla Pál Pálsson »Ef sú lausn kostar það að vera kallaður sið- leysingi og óhæfur stjórnandi af velferð- arráðherra, þá er það al- veg þess virði. Gísli Páll Pálsson Höfundur er forstjóri og formaður Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjón- ustu. Enn af dýrum lyfjum Fullyrt er að bank- arnir hafi fullnýtt það svigrúm – og vel það – sem þeir fengu til af- skrifta á skuldum heimilanna. Þetta er niðurstaðan þegar skoðaðar eru tölur um þær eignir sem nýju bankarnir, Arion banki, Landsbankinn og Íslandsbanki, fengu við stofnun og þær skuldir sem fylgdu með. Við stofnun bankanna var gert ráð fyr- ir tilteknu svigrúmi til afskrifta. Ljóst var að ýmsar skuldir yrðu ekki innheimtanlegar. Þetta var því sjálfsagt sjónarmið við aðstæður eins og þær sem voru og eru í okk- ar samfélagi. Auðvitað fylgir mikil óvissa um mat á slíkum skuldum og eignum. Tekið var tillit til þess að nokkru við uppbyggingu nýju bankanna, en nú er hins vegar orðið morg- unljóst að þar var ekki gengið fram af nægjanlegri varfærni. Með gengislánadómunum blasir við að virði tiltekinna stórra eignasafna var miklu minna en talið var. Það hefur fyrir vikið skert mjög svig- rúm bankanna til þess að takast á við aðrar skuldir heimila og fyr- irtækja. Fyrir vikið hafa skulda- lækkanir heimilanna í landinu ein- vörðungu að litlu leyti orðið á grundvelli aðgerða stjórnvalda. Langstærsti hluti þeirra skulda, sem hafa á annað borð verið af- skrifaðar, var ólöglegur. Þar var því ekki um að ræða eiginlegar að- gerðir í þágu skuldugra heimila, sem stjórnvöld höfðu atbeina að. Fjármálastofnanir voru einfaldlega dæmdar til þess að bregðast við. Lánin sem áttu að koma til inn- heimtu voru ólögleg og verðminni en áður var talið. Afskriftirnar að mestu vegna ólöglegra lána Skoðum tölurnar: Alls hafa verið afskrifaðir um 196 milljarðar króna af skuldum heimilanna í landinu. Þar af vegna hinnar svo kölluðu 110% leiðar um 44 milljarðar og vegna sérstækrar skuldaaðlögunar um 6 milljarðar. Alls um 50 milljarðar. Þetta er hinar svo kölluðu aðgerðir stjórnvalda; skjald- borgin fræga. Sem sagt um fjórðungur, 25 prósent, af heild- arafskriftinni. Þrjár af hverjum krónum, 75 prósent, sem hafa verið afskrifaðar af heimilunum, stafa af því að lánin sem voru tekin reyndust ólög- leg. Menn máttu sem sagt ekki innheimta þá upphæð sem hafði staðið á inniheimtuseðl- unum. Til að allrar sanngirni sé gætt, skal þó á það minnt að ef ekki hefði komið til gengislánadómanna má gera ráð fyrir að hluti geng- istryggðu lánanna hefði afskrifast í gegnum skuldaaðlögun og 110% leið. Svigrúm bankanna einkanlega nýtt í gengistryggðu lánin Það er þá orðið ljóst að svigrúm- ið sem bankarnir fengu við stofnun hefur farið að mestu leyti til þess að standa straum af skuldanið- urfærslu á lánum sem voru og eru ólögleg. Lánin voru sem sagt ekki jafn verðmæt og ætlað var við stofnun bankanna. Augljóst má telja að þessi gengistryggðu lán hafi verið hluti af því „eitraða“ lánasafni sem flutt hafi verið á milli gömlu og nýju bankanna og virði þeirra því ekki bókfært að fullu. En það breytir því ekki að kostn- aðurinn sem fjármálastofnanirnar hafa borið af niðurfærslu lána heimila var að langstærstu leyti vegna lána sem voru hreinlega ólögleg. Þeir fjármunir sem banka- stofnanirnar voru neyddar til þess að nýta til þess að standa straum af þessum lánalækkunum til almenn- ings verða ekki notaðir aftur. Þeim hefur þegar verið varið og komið misskuldugum heimilum til góða; en bara sumum, bara þeim sem voru með ólöglegu lánin. Þessar af- skriftir fóru fram án tillits til getu fólks til þess að standa undir lán- unum. Þessir fjármunir verða ekki nýttir til þess sem nú er svo mjög kallað eftir; að gerðar séu öflugri ráðstafanir til aðstoðar heimilunum í landinu. Góð ráð dýr Þá eru góðu ráðin hins vegar orðin dýr. Frekari skuldalækkanir verða ekki gerðar nema með því að skerða hag fjármálastofnananna, sem nú eru orðnar í eigu erlendra vogunarsjóða og sem taka slíku örugglega ekki fagnandi. Það er orðið algjörlega augljóst mál að veigamikil mistök voru því gerð við stofnun nýju bankanna. Í ljósi þeirrar óvissu sem ríkti um verðmæti eigna þeirra hefði verið eðlilegt að settir hefðu verið fram skýrir almennir fyrirvarar um raunverulegt verðmæti eignasafn- anna. Þar hefði til dæmis verið hægt að vísa til óvissu sem væri til staðar um lögmæti hluta eigna- safnsins, svo sem gengistryggðu lánanna. Þar með hefði væntanlega verið hægt að tryggja að kostn- aðurinn við gengistryggðu lánin hefði verið eyrnamerktur sér- staklega og kröfuhafarnir orðið að bera áhættuna, eins og eðlilegt hefði verið. Eignasöfnin voru jú sem þessu nam verðminni en þau hefðu orðið ef lánin hefðu reynst lögmæt. Klúðrað – eins og Icesave En það var ekki við góðu að bú- ast. Þetta er jú sama fólkið, Jó- hanna Sigurðardóttir og Stein- grímur J. Sigfússon, sem gerði Ice-save-amningana árið 2009 og allir þekkja. Þeir hefðu kostað okk- ur mörg hundruð milljarða, en var afstýrt. Þess vegna er það auðvitað ofrausn að gera þær kröfur til nú- verandi stjórnvalda að þau hafi gengið almennilega frá málum þeg- ar íslenska bankakerfið var end- urreist. Þau klúðruðu þessu eins og svo mörgu öðru. Eftir Einar K. Guðfinnsson » Það er orðið al- gjörlega augljóst mál að veigamikil mis- tök voru því gerð við stofnun nýju bankanna. Einar K. Guðfinnsson Höfundur er alþingismaður. Mistök og endurtekið efni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.