Morgunblaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 1
Ódýrt að auka bætur TR Kristján Jónsson kjon@mbl.is Fjármagnstekjur hafa dregist mikið saman hjá ellilífeyrisþegum síðustu árin og er það ein ástæða þess að hlutfall aldraðra sem fá ýmsar bætur hjá Tryggingastofnun ríkisins hefur hækkað. Þeim fjölgaði um 4,7% milli 2010 og 2011. Fjármagnstekjur voru að miklu leyti verðbætur og snarlækkuðu því þegar verð- bólgan dvínaði eftir bankahrunið. Þeim sem fá „Stjórnvöld falla þá í freistni, af því að það er núna tiltölulega ódýrt, að hjálpa þeim sem fá greiðslur frá TR, þeir eru hlutfallslega færri en áður,“ segir Hannes „Sjálfstætt lífeyriskerfi er nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að stjórn- völd ákveði lífeyrisréttindin, þannig tryggjum við stöðugleika í kerfinu. Réttindin mega ekki fara bara eftir efnahagsástandinu eða for- gangsröðun stjórnmálamanna hverju sinni.“ MHækkandi hlutfall aldraðra hjá TR »20 sérstaka uppbót hefur fjölgað um liðlega 70%. Grunnlífeyrir hefur frá 2009 verið skertur á móti lífeyristekjum og hafi menn yfir 346 þús- und á mánuði er skerðingin 100%. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins, segir að þótt breytingin 2009 hafi hjálpað mörgum séu slíkar ívilnanir varasamar. Þær séu tímabundnar en oft sé erf- itt að vinda ofan af slíkum hlutum, þær dragi úr hvata til að greiða í lífeyrissjóði. TR er nú með innan við helming lífeyris á sinni könnu.  Meirihluti aldraðra treystir aðallega á lífeyris- og fjármagnstekjugreiðslur  Tekjutenging grunnlífeyris dregur úr hvata til að borga í lífeyrissjóði F Ö S T U D A G U R 9. M A R S 2 0 1 2  Stofnað 1913  58. tölublað  100. árgangur  FERMINGAR VEISLAN, SKARTIÐ, FÖTIN 80 SÍÐNA SÉRBLAÐ Loðnuskipin hafa glímt við ótíð síðustu vikur. Grétar Rögnvarsson, skipstjóri á Jóni Kjartanssyni SU 111, sagði að haugasjór væri á mið- unum á Breiðafirði og slæm spá. Þrátt fyrir kvikuna náðu sumir að kasta og héldu af stað til löndunar. Jón Kjartansson var á leið austur á Eskifjörð þar sem landað verður í hrognatöku. Þegar myndin var tek- in voru Jón Kjartansson, Börkur og Erika í hnapp að draga nótina. „Það var alveg á mörkunum að það væri hægt að eiga við þetta, en svona er þetta búið að vera lengi. Endalausar suðvestanáttir og lægð- irnar koma í röðum eins og þeim sé borgað fyrir það. Við erum í næst- síðasta túr og náum vonandi að klára þetta,“ sagði Grétar. »6 Ljósmynd/Börkur Kjartansson Lægðir í röðum „eins og þeim sé borgað fyrir það“  Fjöldi áhugasamra atvinnuleit- enda kynnti sér um þúsund ný starfstækifæri á Atvinnumessu í Laugardalshöll í gær en störfin eru afrakstur átaksins „Vinn- andi vegur“, sem er samstarfs- verkefni ríkis, sveitarfélaga, stéttarfélaga og atvinnu- rekenda. Átakið gengur út á að gera fyrirtækjum kleift að ráða nýtt starfsfólk með því að endurgreiða þeim hluta launakostn- aðarins upp í kjarasamningsbundin laun. Geta fyrirtækin fengið 167 þúsund króna styrk í allt að 12 mánuði ráði þau einstakling sem hefur verið á atvinnu- leysisbótum 12 mánuði eða lengur. Reynslan sýnir að eft- ir að hafa nýtt sér svip- uð úrræði detta aðeins 30% einstaklinga aft- ur inn á atvinnuleys- isskrá, segir stjórnar- formaður Atvinnu- leysistryggingasjóðs. »12 Atvinnuleitendur kynntu sér þúsund ný starfstækifæri á Atvinnumessu Steingrímur J. Sigfússon  Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur samþykkt að ráðast í framkvæmdir við viðbyggingu Árskóla á Sauð- árkróki. Kaupfélag Skagfirðinga hefur boðist til að lána fyrir fram- kvæmdum fyrsta áfanga, án vaxta og afborgana, á byggingartím- anum. Skólinn starfar nú á tveimur stöðum í bænum. Ætlunin er að byggja við og bæta skólahúsið við Skagfirðingabraut og færa allt skólastarfið þangað. Sameining skólans á einum stað skapar mikla hagræðingu og er til bóta fyrir nemendur og starfsfólk. »9 KS fjármagnar skólabyggingu Baldur Arnarson, Egill Ólafsson, Una Sighvatsdóttir og Hjörtur J. Guðmundsson „En bankinn var aldrei í hættu... Það er bara al- þjóðleg kreppa sem herjar á okkur í seinna skiptið,“ sagði Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrv. forstjóri Kaupþings, um svokallaða míníkrísu í bankakerfinu 2006 annars vegar og svo fjár- málafárviðrið haustið 2008 hins vegar, þegar hann gaf skýrslu fyrir Landsdómi í gær. Hreiðar Már vék í svörum sínum nokkrum sinnum að stöðu bankans og hvernig staða hans hefði um margt styrkst á árinu 2008, m.a. vegna söfnunar innlána, þvert á það sem margir hefðu haldið fram. „Við töldum okkur vera búna að finna leiðina fyrir Kaupþing út úr þessari krísu,“ sagði Hreiðar Már um fund stjórnenda bankans um viku áður en ríkið yfirtók bankana. Í kjölfar- ið hefði ríkið svo sett neyðarlög og þannig kippt grundvellinum undan rekstri bankans, sem hefði búið við góða eiginfjárstöðu og því uppfyllt skilyrði fjármálaeftirlita í viðkomandi erlendum ríkjum um flutning hluta starfseminnar þangað. Horfði til vorsins 2009 Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjár- málaeftirlitsins, gaf einnig skýrslu í gær. Sagði hann að þó allir hefðu gert sér grein fyrir að bankarnir ættu við lausafjárvanda að stríða á árinu 2008 hefði hann ekki átt von á að alvarlega reyndi á hvort bankarnir gætu fjármagnað sig fyrr en vorið 2009 en þá voru stórir gjalddagar hjá bönkunum. Haustið 2008 hefði hins vegar skollið á alþjóðleg bankakreppa. Kaupþing „aldrei í hættu“  Fyrrverandi forstjóri kennir neyðarlögum um MTaldi sig hafa tíma til vors 2009 »16-17 Fyrir Landsdómi Hreiðar Már Sigurðsson. Morgunblaðið/RAX Þær breytingar sem gerðar voru á úthlutun vaxtabóta voru tvímæla- laust til bóta, að mati Oddnýjar G. Harðardóttur fjármálaráðherra, og beindu fjármunum til þeirra sem voru verst staddir. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu kemur fram það álit ráðherra að út- reikningar ASÍ, sem byggt var á í frétt Morgunblaðsins sl. mánudag, gæfu skakka mynd af þróuninni sem fæstir skuldugir fasteignaeigendur könnuðust við. Segir hún að aðeins hafi tekist að finna 500 fjöl- skyldur í álagn- ingarskrám Rík- isskattstjóra sem urðu fyrir skerð- ingu með þeim hætti sem ASÍ lýsir. Til saman- burðar getur hún þess að um 44 þúsund hjón skuldi í íbúðum. »21 Vaxtabætur fóru til þeirra verst stöddu Oddný G. Harðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.