Morgunblaðið - 09.03.2012, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2012
SAMANTEKT
Egill Ólafsson
egol@mbl.is
Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi for-
stjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að
þó að allir hefðu gert sér grein fyrir
að bankarnir ættu við lausa-
fjárvanda að stríða á árinu 2008 hefði
hann ekki átt von á að alvarlega
reyndi á hvort bankarnir gætu fjár-
magnað sig fyrr en vorið 2009 en þá
voru stórir gjalddagar hjá bönk-
unum. Haustið 2008 hefði hins vegar
skollið á alþjóðleg bankakreppa og
bankar um allan heim hefðu fallið í
kjölfarið.
Jónas kom fyrir sem vitni í málinu
gegn Geir H. Haarde í Landsdómi í
gær. Það var nokkuð dökk mynd
sem hann dró upp af Fjármálaeft-
irlitinu eins og það blasti við honum
þegar hann tók við sem forstjóri
2005. Aðeins 35 manns hefðu starfað
hjá stofnuninni, starfsmannavelta
verið geysileg og upplýsingakerfið
lélegt. Sú hugsun hefði flögrað að sér
að forða sér, en hann hefði valið þann
kost að takast á við að byggja stofn-
unina upp. Hann hefði lagt áherslu á
að efla upplýsingakerfið, en eftir á að
hyggja hefði stofnunin ekki vaxið
nægilega hratt. Búið hefði verið að
efla hana verulega á árinu 2008, en
hann benti á að í dag störfuðu mun
fleiri hjá FME en fyrir hrun.
Vissi um gjaldeyrisskipta-
samninginn
Jónas sagði að framan af ári 2008
hefði hann átt einn fund með Geir H.
Haarde. Fundirnir urðu síðan tíðari
eftir að bankarnir féllu um haustið.
Fundurinn með Geir var í mars
2008, en Geir var þá á leið til útlanda
til að halda erindi um stöðu bank-
anna. Á fundinum fullvissaði Jónas
Geir um að hann treysti upplýs-
ingum bankanna og að staða þeirra
væri traust en setti þó þann fyr-
irvara að bankarnir gætu verið að
leyna upplýsingum með glæp-
samlegum hætti.
Markús Sigurbjörnsson, dóms-
stjóri Landsdóms, spurði Jónas um
gjaldeyrisskiptasamning við nor-
rænu seðlabankana og samkomulag
stjórnvalda í tengslum við það. Hann
sagði að samkvæmt samkomulaginu
hefði FME tekið að sér ákveðin
verkefni og spurði hvort hann hefði
ekki vitað af þessu samkomulagi.
Jónas sagði að Ingimundur Frið-
riksson, fyrrverandi seðla-
bankastjóri, hefði hringt í sig og
spurt sig hvort ekki væri óhætt að
setja inn í þetta samkomulag að
FME myndi vinna að því að minnka
bankakerfið. Jónas samþykkti þetta
enda væri það í samræmi við það
sem menn væru að vinna að. Hann
sagði hins vegar að hann hefði ekki
fengið sjálfan samninginn enda var
hann gerður milli seðlabankanna.
Jónas sagðist hafa verið óánægður
með að viðlagaæfing gegn fjár-
málaáfalli var stöðvuð, en æfingin
átti sér stað í september 2007. Andri
Árnason, verjandi Geirs, spurði Jón-
as um mat hans á því hvort stjórn-
völd hefðu getað gert eitthvað meira
til að búa sig undir fjármálaáfall.
Jónas sagðist ekki telja að þörf hefði
verið á fleiri skýrslum eða að draga
hefði þurft upp fleiri sviðsmyndir.
Aðalatriðið hefði verið að sjá fyrir
sér stóru myndina og hvernig hugs-
anlegt fjármálaáfall myndi birtast.
Andri spurði Jónas hvaða þýðingu
það hefði haft að reyna að ákveða
fyrirfram hvað hefði átt að setja
mikla peninga í einstaka banka ef
þeir tækju að falla. Hann vitnaði í
orð Baldurs Guðlaugssonar fyrir
Rannsóknarnefnd Alþingis þar sem
hann talaði um að slíkt væri eins og
að leggja krossapróf fyrir stjórnvöld.
Jónas sagðist vera þeirrar skoð-
unar að það hefði verið gagnlegt fyr-
ir stjórnvöld að nálgast erfiðar
spurningar og reyna að svara þeim.
Morgunblaðið/RAX
Vitni Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, dró upp nokkuð dökka mynd af Fjármálaeftirlitinu eins og það blasti við honum þegar hann tók við sem forstjóri 2005.
Taldi sig hafa tíma til vors 2009
Forstjóri Fjármálaeftirlitsins sagði að ekki hefði verið þörf á fleiri skýrslum um hættu á banka-
kreppu, en að gagnlegt hefði verið fyrir stjórnvöld að svara erfiðum spurningum um það sem gæti gerst
Jón Þór Sturluson, fyrrverandi að-
stoðarmaður Björgvins G. Sigurðs-
sonar, sagði í Landsdómi að það
hefði að sínu áliti hjálpað bönkunum
ef Ísland hefði orðið hluti af stærra
myntsvæði. Hann hefði lagt það til á
árinu 2008.
Jón Þór sagði að eitt af vanda-
málum íslensku bankanna fyrir hrun
hefði verið hve eigið fé þeirra var
sveiflukennt í takt við gengi íslensku
krónunnar. Það hefði því verið
gagnlegt að heimila þeim að gera
upp reikninga sína í erlendri mynt.
Jón Þór fór ásamt Björgvini G.
Sigurðssyni, fyrrverandi við-
skiptaráðherra og fleirum til fundar
við Alistair Darling, þáverandi fjár-
málaráðherra Bretlands, í sept-
ember 2008. Fundarefnið var Ice-
save-reikningar Landsbankans og
möguleikar á að flytja þá í dóttur-
félag. Jón Þór sagði að sér virtist
sem Darling hefði ekki hlustað á Ís-
lendingana á fundinum. Viðbrögð
hans hefðu verið sérkennileg. Jón
Þór sagðist hafa haft á tilfinningu að
Darling væri með hugann við vanda-
mál sem voru að hrannast upp
heima fyrir. Bretar hefðu aukið
kröfur sínar í málinu þegar kom
fram á sumarið og haustið 2008.
Jón Þór sagði að íslensk stjórn-
völd hefðu verið í þröngri stöðu og
gæta hefði þurft að því að aðgerðir
stjórnvalda á þessum tíma hefðu
getað verið skaðlegar fyrir banka-
kerfið. Ákveðið hefði verið að vand-
lega athuguðu máli að grípa ekki til
aðgerða.
Morgunblaðið/Kristinn
Landsdómur Jón Þór Sturluson, fyrrverandi aðstoðarmaður Björgvins G.
Sigurðssonar, bar vitni í Landsdómi í Þjóðmenningarhúsinu í gær.
Krónan var
ákveðið vandamál
Vitnalisti dagsins í dag, á fimmta
degi Landsdómsmálsins, er sá
lengsti hingað til. Alls eru 13 ein-
staklingar boðaðir fyrir dóminn í
dag. Meðal þeirra eru Jóhanna Sig-
urðardóttir, sem var félagsmála-
ráðherra í október 2008, og Össur
Skarphéðinsson, sem var iðnaðar-
ráðherra á þeim tíma.
Vitnalistinn er þessi:
09.00 Sigurður Sturla Pálsson, fv.
settur framkvæmdastjóri alþjóða-
og markaðssviðs Seðlabanka Ís-
lands.
09.30 Tryggvi Þór Herbertsson, fv.
efnahagsráðgjafi ríkisstjórnar Ís-
lands.
10.15 Vilhelm Már Þorsteinsson, fv.
forstöðumaður fjárstýringar Glitn-
is.
11.00 Heimir V. Haraldsson, fv.
nefndarmaður í skilanefnd Glitnis.
11.20 Jóhannes Rúnar Jóhannsson,
fv. nefndarmaður í slitastjórn
Kaupþings.
11.40 Jón Guðni Ómarsson, fv.
starfsmaður Glitnis.
13.00 Kristján Óskarsson, fv.
starfsmaður Glitnis og starfsmaður
skilanefndar Glitnis.
13.20 Lárentsínus Kristjánsson, fv.
formaður skilanefndar Landsbank-
ans.
13.50 Vignir Rafn Gíslason, löggilt-
ur endurskoðandi PWC.
14.00 Kristján Andri Stefánsson, fv.
skrifstofustjóri í forsætisráðuneyt-
inu.
14.15 Sylvía Kristín Ólafsdóttir, fv.
forstöðumaður viðbúnaðardeildar á
fjármálasviði Seðlabanka Íslands
(símaskýrsla).
15:00 Össur Skarphéðinsson.
15:40 Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna og Össur
koma fyrir
Landsdóm í dag
Aðalmeðferð í landsdómsmálinu